Fréttablaðið - 30.01.2012, Blaðsíða 14
14 30. janúar 2012 MÁNUDAGUR
Samkeppniseftirlitið kynnti nýlega ítarlega úttekt á
verðþróun og samkeppni á dag-
vörumarkaði. Þar kom m.a. fram
að verð á dagvöru hækkaði að
meðaltali um tæp 60% frá janúar
2006 til ársloka 2011. Á þessum
tíma hækkuðu innlendar búvörur
mun minna, t.d. kjöt um 30-40%
og ostar og smjör um 50%. Erlend-
ar matvörur hækkuðu hins vegar
um 75% á þessum 6 árum.
Úttekt Samkeppniseftirlits-
ins sýnir fram á að innkaupsverð
minni verslana var að meðal-
tali 16% hærra en innkaupsverð
lágvöruverðsverslana á sömu
vörum. Álagning lágvöruverðs-
verslana var að jafnaði 18% ofan
á innkaupsverð viðkomandi versl-
ana eða birgðahúss. Munur á inn-
kaupsverði á milli verslana reyn-
ist æði misjafn eftir vöruflokkum.
Mestur er hann á innfluttum
vörum og vörum sem að stærst-
um hluta eru unnar úr innfluttum
hráefnum eins og brauði, kökum,
kexi og kornvörum, allt að 26%.
Verð á Íslandi á þessum vörum
var 28% hærra en að meðaltali
innan Evrópusambandsríkjanna
27 árið 2009.
Nær enginn munur var á inn-
kaupsverði verslana á mjólk og
mjólkurvörum en 6% munur á
fersku svínakjöti og 10% á lamba-
kjöti. Niðurstaða Samkeppniseftir-
litsins er sú að þar hafa smærri
verslanir meiri möguleika á verð-
samkeppni en í flestum öðrum
vöruflokkum.
Ein af meginniðurstöðum Sam-
keppniseftirlitsins til að bæta
samkeppnisaðstæður á smá-
sölumarkaði er að dregið verði
úr innflutningstakmörkunum á
búvörum. Ritstjóri Fréttablaðs-
ins grípur þetta á lofti í leiðara
blaðsins 27. janúar sl. Aukinn inn-
flutningur yrði væntanlega að
verulegu leyti í höndum birgða-
húsa stóru verslanasamstæðanna
sem við það myndu setjast í ráð-
andi stöðu á verðlagningu þess-
ara vara á markaðnum. Skýrslan
staðfestir einmitt að sú sé reyndin
í dag á innfluttum vörum þar sem
birgðahúsin, einn stór eða örfáir
innlendir birgjar, hafa ráðandi
stöðu. Hvernig aukinn innflutn-
ingur getur leitt til jafnari sam-
keppnisaðstöðu milli verslana á
markaðnum er vandséð í þessu
ljósi.
Afnám tollverndar mun auka
svigrúm smásölunnar til að bæta
stöðu sína á kostnað bænda og
mun að öllum líkindum leiða til
breytinga á verðmyndun búvara
þannig að stærri hluti álagning-
ar falli smásölunni í skaut. Sú
reynsla sem vísað er til af breyt-
ingum á umhverfi garðyrkju er
ekki einhlít. Ræktun á papriku
dróst umtalsvert saman eftir að
tollar voru felldir niður árið 2002
og hafði ekki náð fyrri stöðu árið
2010. Gríðarlegar framfarir hafa
á sama tíma orðið í ræktun tóm-
ata og agúrku og þessar afurðir
eru nú ræktaðar árið um kring. Í
Finnlandi var reynslan við aðild
landsins að ESB sú að völd smá-
sölunnar jukust og að vinnslu og
smásölu hafi gengið mun betur að
viðhalda eigin álagningu en bænd-
um. Áhugi fyrirtækja í verslun
með dagvöru á afnámi innflutn-
ingshafta er hins vegar skiljan-
legur í þessu ljósi. Íslenski mat-
vörumarkaðurinn er örmarkaður
og um 70% hans á höfuðborgar-
svæðinu. Ef til stórfellds inn-
flutnings kemur á búvörum mun
verða auðvelt fyrir fjársterka
aðila að ryðja innlendri fram-
leiðslu af markaði með undirboð-
um eða ódýrri erlendri umfram-
framleiðslu. Hvað verður þá um
bændur og minni verslanir?
Íslenskar búvörur styrkja
samkeppni á matvörumarkaði
Nú í byrjun árs hefur enn á ný blossað upp umræða um
fyrirhugaða byggingu nýja Land-
spítalans. Tveir forsvarsmenn
spítalans, Jóhannes M. Gunnars-
son, læknisfræðilegur verkefnis-
stjóri, og Björn Zoëga, forstjóri
Landspítala, hafa farið mikinn
í Fréttablaðinu og víðar. Nafn-
kunnir læknar og fyrrum ráð-
herrar hafa hreyft andmælum.
Hjúkrunarfræðingar á Landspít-
ala hafa tekið af allan vafa um
stuðning sinn við verkefnið. Á
sama tíma sýna skoðanakannan-
ir að almenningur er andsnúinn
þessum áformum. Það bendir
því margt til þess að við núver-
andi aðstæður geti orðið erfitt að
ná sátt um byggingu nýja Land-
spítalans.
Nýr spítali
Af hálfu Landspítalafólksins
er því haldið fram að Land-
spítalinn sé mikilvægur hlekk-
ur í þeim þekkingarklasa sem
myndast hefur við Vatnsmýrina
á undanförnum árum. Nálægð
við Háskóla Íslands, Háskólann í
Reykjavík, Íslenska erfðagrein-
ingu og fyrirhugaða Vísinda-
garða er talin mikilvæg fyrir
framþróun heilbrigðisþjónustu á
Íslandi. Nýi spítalinn sé best stað-
settur við Hringbrautina eins og
reyndar er búið að ákveða a.m.k.
þrisvar sinnum.
Í nýjum Landspítala verði
öryggi og vellíðan sjúklinga í önd-
vegi, einbýli muni draga verulega
úr spítalasýkingum, vélskömmt-
un lyfja stuðli að auknu öryggi
við lyfjagjafir, minniháttar skoð-
anir og viðtöl geti farið fram á
stofu sjúklings, svo fá dæmi séu
tekin. Jafnframt geti nýi spítalinn
sinnt betur sínum rannsóknar- og
kennsluskyldum og betri skilyrði
skapist fyrir teymisvinnu fag-
fólks. Reiknimeistarar hafa kom-
ist að þeirri niðurstöðu að hátt í
þriggja milljarða hagræði hljótist
árlega af því að hafa alla starf-
semi Landspítalans á einum stað.
Sambærileg upphæð á ári hverju
myndi duga til að borga niður
væntanlegt lán lífeyrissjóðanna
á nokkrum áratugum.
Breytt skipulag og áherslur
Í nágrannalöndum okkar standa
yfir víðtækar breytingar á þjón-
ustu sjúkrahúsa. Síðustu tveir
áratugir hafa reyndar einkennst
af sameiningu sjúkrahúsa og auk-
inni tæknivæðingu. Þessar breyt-
ingar hafa einkum verið gerðar
í ljósi þess að aukin sérhæfing í
sjúkrahúsrekstri kalli á stærri
einingar og samþættingu starf-
seminnar á stærri landsvæðum
en áður. Með hliðsjón af yfir-
standandi breytingum á stofn-
unum heilbrigðiskerfisins mætti
ætla að innan fárra ára verði
aðeins tvö sjúkrahús sem geti
staðið undir nafni sem sérgreina-
og hátæknisjúkrahús á Íslandi,
þ.e. Landspítali og Sjúkrahúsið á
Akureyri (FSA).
Í kjölfar þessara umskipta er
það hald margra að á landsbyggð-
inni verði grunnþjónusta á sviði
heilsugæslu og öldrunarþjónustu
mest áberandi. Engu að síður má
telja víst að stærstu landsbyggð-
arsjúkrahúsin muni áfram gegna
veigamiklu hlutverki sem vett-
vangur fyrir m.a. minni inngrip
og þjónustu við langveika sjúk-
linga. Við upplifum nú einnig þær
breytingar að í stað megináherslu
á sérhæfða meðhöndlun og lækn-
ingar sjúkdóma er nú æ ríkari
áhersla lögð á forvarnir, heilsu-
vernd, greiningu og fræðslu, auk
endurhæfingar vegna afleiðinga
sjúkdóma og annarra áfalla. Þess-
um viðfangsefnum er í vaxandi
mæli gert jafn hátt undir höfði og
annars og þriðja stigs heilbrigðis-
þjónustu.
Ný umgjörð
Ef marka má það sem komið
hefur fram í greinarskrifum
dagblaðanna undanfarið, virðist
umræðan um nýja Landspítal-
ann vera á villigötum. Í stað þess
að líta á heilbrigðiskerfið í heild
sinni og meginþætti þess, skipa
menn sér í fylkingar með eða á
móti nýja Landspítalanum. Nær
væri að setja sér markmið um
að tryggja betra jafnvægi milli
heilsugæslu, sérgreinalækninga
og sjúkrahúsþjónustu. Til þess
að svo megi verða er brýnt að
skapa umgjörð um samvinnu og
skipulag þjónustuþátta sem tæki
á helstu heilbrigðisvandamálum
þjóðarinnar og legði sömuleiðis
línurnar fyrir markvissari for-
gangsröðun verkefna.
Heilsugæslan hefur átt undir
högg að sækja um langt ára-
bil jafnvel þótt hin síðari ár
hafi verið skýrt kveðið á um
að hún skuli að jafnaði vera
fyrsti viðkomustaðurinn í heil-
brigðiskerfinu. Nú vantar fjölda
heimilislækna bæði á höfuðborg-
arsvæðinu og landsbyggðinni.
Til þess að ná jafnvægi í mönn-
un heilsugæslunnar þyrfti að
tryggja að um helmingur þeirra
lækna sem útskrifast næstu tíu
árin leggi fyrir sig heimilislækn-
ingar. Jafnhliða er mikilsvert
að þess verði freistað að koma á
skipulegri þjónustustýringu til
að tryggja samfellu í þjónustu
við sjúklinga. Áætlun um frekari
uppbyggingu og þróun heilbrigð-
iskerfisins getur þannig ekki
leyft sér að taka aðeins mið af
eflingu sjúkrahúsþjónustunnar.
Samhæfð áætlun
Endanleg niðurstaða um hvort
ráðist verður í byggingu nýja
Landspítalans verður væntan-
lega tekin á Alþingi á yfirstand-
andi þingi. Sú ákvörðun mun
trúlega ráðast af því hvort ríkis-
stjórninni takist að sannfæra
þingheim um hvort fjárhagslegur,
jafnt sem faglegur grundvöllur sé
fyrir framkvæmdinni. Enginn
vafi er á því að nýr Landspítali
muni verða flaggskip íslenskrar
heilbrigðisþjónustu og lyftistöng
fyrir alla meðferð, lækningar,
kennslu og rannsóknar- og þró-
unarstarf í landinu. Jafnmikil-
vægt er að tryggja að samtímis
verði ráðist í eflingu heilsugæsl-
unnar og tryggt að forvörnum
og heilsuvernd sé sinnt til sam-
ræmis við það sem best gerist
annars staðar. Ekki verður held-
ur litið framhjá því að starfsemi
sjálfstætt starfandi sérgreina-
lækna er einn af grunnþáttum
heilbrigðis þjónustunnar á Íslandi.
Núverandi staða heilbrigðis-
mála kallar á raunhæfa fram-
tíðarsýn og samhæfða fram-
kvæmdaáætlun. Sú áætlun verður
að taka jafnt til uppbyggingar
hins nýja spítala sem og eflingar
heilsugæslunnar. Til að forðast
misskilning skal að lokum undir-
strikað að þessi verkefni þola
ekki langa bið.
Betri er krókur en keldaÍ orði en ekki
á borði
Borgaryfirvöld sæta harðri gagnrýni um þessar mund-
ir fyrir hvernig staðið er að
sameiningu skóla í Grafarvogi
og foreldrar í Hvassaleitisskóla
eru æfir yfir skorti á samráði.
Upplýsingaflæðið er slakt og
foreldrar fá ekki svör við þeim
spurningum sem brenna á
þeim. Þetta skapar óvissu sem
leiðir af sér óöryggi og kvíða
fyrir því sem koma skal. Hér
er um framtíð barna að ræða
og því eðlilegt að foreldrar vilji
skýrari svör og einhvers konar
staðfestingu á því að gæði
skólastarfsins verði ekki skert.
Frá því að tillögur starfs-
hóps um sparnað í skólakerfi
Reykjavíkurborgar voru
kynntar í borgarráði í mars
2011 hefur talsverður titringur
verið í kringum sameiningar-
ferlið. Vissulega skapa breyt-
ingar alltaf ákveðna óvissu en
ítrekað er rætt um að þá skipti
sköpum að víðtækt samráð sé
viðhaft og allur undirbúning-
ur vel ígrundaður. Formaður
foreldrafélags Hamraskóla í
Grafarvogi sem sat í stýrihópi
borgaryfirvalda um samein-
ingu unglingadeilda í þremur
grunnskólum í borgarhlutanum
hefur nú sagt sig úr hópnum.
Ástæðan var skortur á sam-
ráði. Spurningum hennar var
ekki svarað og þeim vísað frá
umræðu þar sem þetta þótti
ekki rétti vettvangurinn.
Hvaða vettvang átti fulltrúi
foreldra þá að nota? Samein-
ingunni var mótmælt á fjöl-
mennum fundi þar sem um 200
foreldrar komu saman og gagn-
rýndu slælegan undirbúning og
sýndarsamráð. Enginn fulltrúi
skólayfirvalda var á svæðinu.
Stjórn foreldrafélags
Hvassaleitisskóla sendi frá sér
harðorða yfirlýsingu í kjölfar
fundar sem haldinn var 24.
janúar síðastliðinn með skóla-
stjórnendum og skólayfirvöld-
um. Þar mótmæltu foreldrar
þeim áformum að skólayfir-
völd ætli að hýsa stóran hluta
nemenda Breiðagerðisskóla í
Hvassaleitisskóla næsta vetur
meðan byggingarframkvæmd-
ir standa yfir í Breiðagerðis-
skóla. Stjórn foreldrafélagsins
segir þetta gert án lögbundins
samráðs við foreldra og skóla-
ráð. Á sama tíma standi yfir
viðkvæmt og umdeilt samein-
ingarferli í Hvassaleitisskóla
og Álftamýrarskóla.
Þarf þetta að vera svona?
Hvers vegna er ekki hægt að
virða lög og reglur um virkt
samráð? Hér er ekki einung-
is um rétt foreldra að ræða
heldur einnig auknar líkur á
farsælli niðurstöðu. Reynslan
sýnir að virkt samráð tryggir
betri lausn. Ekki er um raun-
verulegt samráð að ræða ef
foreldrum er ekki veittur raun-
hæfur frestur og tækifæri til
að kynna sér breytingar og
hafa áhrif á þær. Formaður
Heimilis og skóla, Ketill B.
Magnússon, kynnti áskorun til
sveitarfélaga og skólayfirvalda
á skólaþingi sveitarfélaga 4.
nóvember 2011 þar sem óskað
var eftir samráði við foreldra
(sjá heimasíðu samtakanna
http://heimiliogskoli.is). Þar
kom m.a. fram að kynning á
niðurstöðum án möguleika til
áhrifa, eins og einhver sveitar-
félög hafa gert að undanförnu,
sé sýndarsamráð og Heimili og
skóli fordæma slík vinnubrögð.
Til eru dæmi um gott samráð
við fulltrúa foreldra um skóla-
málefni þar sem hlustað er á og
tekið tillit til sjónarmiða for-
eldra. Hvernig væri að fylgja
góðu fordæmi? Þegar foreldr-
ar láta í sér heyra og eru aug-
ljóslega ósáttir við stöðu mála
þá væri heillavænlegast fyrir
skólayfirvöld og borgarfulltrúa
að láta það eiga sig að stökkva í
hinar pólitísku skotgrafir. Þær
eru til þess gerðar að fresta
því að viðunandi lausn náist,
líkt og tíðkast hefur með raun-
verulegar skotgrafir. Ræðum
saman og finnum góða lausn.
Menntamál
Hrefna
Sigurjónsdóttir
framkvæmdastjóri
Heimilis og skóla
- landssamtaka
foreldra
Sameiningunni var mótmælt á
fjölmennum fundi þar sem um 200
foreldrar komu saman og gagnrýndu
slælegan undirbúning og sýndarsamráð. Enginn
fulltrúi skólayfirvalda var á svæðinu.
Samkeppni
Erna
Bjarnadóttir
hagfræðingur
Bændasamtaka Íslands
Nýr Landspítali
Ingimar
Einarsson
ráðgjafi um
mótunarstefnu í
heilbrigðismálum
Suðurlandsbraut 20, Reykjavík | Sími 588 0200 | www.eirvik.is
Miele þvottavélar og þurrkarar