Fréttablaðið - 30.01.2012, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 30.01.2012, Blaðsíða 6
30. janúar 2012 MÁNUDAGUR6 60,1 -2,1 -27,8 6,6 24,8 Surtsey Hæsti meðalhiti Kvísker Mesta sólarhrings- úrkoma Upptyppingar Kaldasti dagur ársins HEILDARSÓLARSTUNDIR MESTA ÚRKOMA EINN DAG ALHVÍTIR DAGAR Brúarjökull Lægsti meðalhiti Húsavík Heitast Reykjavík Akureyri Reykjavík Akureyri Reykjavík Akureyri 1.464,9 979,4 38,8mm 25,7mm 67 86 Veður á Íslandi árið 2011 Stykkishólmur 28 fleiri úrkomudagar en í meðalári Gagnheiði Mesta vindhviða ársins NÁTTÚRA Aldrei hefur verið snjór á jörðu jafnmarga daga í desember og í fyrra. Alhvítt var í Reykjavík í 29 af 31 degi. Þetta kemur fram í veðuryfirliti fyrir síðasta ár, sem Trausti Jónsson veðurfræðingur hefur birt á heimasíðu Veðurstof- unnar. Hæsti hitinn mældist á Húsavík þann 27. júlí, en þá var 24,8 stiga hiti. Sami dagur var einnig sá hlýj- asti á Akureyri og mældist hitinn 22,1 stig. Hitinn í Reykjavík fór hæst í 20 stig þann 5. ágúst. Lægst fór hitinn í Reykjavík hins vegar í -12,5 stig þann 13. mars. Á Akureyri varð kaldast 6. desember, -16,8 stig, en kaldast varð á landinu við Upp- typpinga tveimur dögum síðar, -27, 8 stig. Meðalhitinn í Reykjavík var 5,4 stig sem er 1,1 stigi fyrir ofan með- altal. Hitinn í nóvember var þremur gráðum meiri en í meðalári en í des- ember var hitinn 1,7 gráðum undir meðallagi. Meðalhitinn á landinu var hæstur í Surtsey, þar sem hann var 6,6 stig, en lægstur var hitinn á Brúarjökli, -2,1 stig að meðaltali. Mun úrkomusamara var í fyrra en árið áður og mældist úrkom- an í Reykjavík þrettán prósentum meiri en í meðalári, 904 millimetr- ar. Apríl var vætusamastur en þá mældist meira en tvöföld meðal- úrkoma á meðan úrkoma var innan við þriðjung af meðallagi í júní. Mesta úrkoma á einum sólarhring var þann 3. júlí í Kvískerjum í Öræfum. Þá mældist úrkoma 135,5 millimetrar. 174 úrkomudagar voru í Reykja- vík á liðnu ári, sem er 26 dögum meira en í meðalári, og 65 dögum meira en árið áður. Fyrstu vetrarmánuðir ársins voru snjóléttir og alhvítir dagar voru aðeins tveir í Reykjavík í janú- ar. Fram í maí voru 33 snjódagar, þar af var alhvít jörð í byrjun maí, sem er óvenjulegt. Á móti hefur veturinn nú frá hausti verið snjó- þungur, sem varð til þess að yfir árið voru snjódagarnir tólf dögum fleiri en í meðalári. Sömu sögu var að segja á Akureyri, þar sem alhvít- ir dagar voru 26 fleiri en í meðal- ári. Í desember var snjór á jörðu alla daga, en hvít jörð var í 86 daga yfir árið sem er 33 dögum minna en í meðalári. Meðalvindhraði hefur ekki mælst meiri frá árinu 1993 og mældist mesti vindhraði á tíu mínútna kafla í Jökulheimum í febrúar, 46,9 metr- ar á sekúndu. Mesta vindhviðan var 60 metrar á sekúndu á Gagnheiði í mars. thorunn@frettabladid.is Metsnjór í desember Snjór var á jörðu í höfuðborginni 29 af 31 degi í desember. Aldrei áður hefur verið alhvítt jafnmarga daga. Árið var hlýtt, vindasamt og úrkomusamt. VIÐSKIPTI Hagar högnuðust um 1.867 milljónir á þriðja ársfjórð- ungi rekstrarársins 2011 til 2012. Jafngildir hagnaðurinn 3,7 prósent- um af veltu fyrirtækisins á tíma- bilinu. Þetta kemur fram í árs- hlutauppgjöri Haga fyrir tímabilið 1. mars til 30. nóvember 2011 sem birt var fyrir helgi. Rekstrartekjur tímabilsins námu 49,9 milljörðum króna samanbor- ið við 49,2 milljarða á sama tíma- bili fyrra rekstrarárs. Að teknu tilliti til brotthvarfs 10-11 úr Haga- samsteypunni nam söluaukning 4,9 prósentum milli ára. Þá voru heildareignir samstæðunnar 24,65 milljarðar í lok tímabilsins og eigið fé 5,7 milljarðar. - mþl Árshlutauppgjör Haga birt: Vörusala Haga jókst um 4,9% HAGKAUP Meðal þeirra sautján fyrir- tækja sem Hagar reka eru Hagkaup, Bónus, Zara og Topshop. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM SKIPULAGSMÁL Halda á hugmynda- samkeppni um framtíð útivistar- og skógræktarsvæðisins í Öskju- hlíð. Í greinargerð sem lögð var fyrir skipulagsráð Reykjavíkur kemur fram að markmiðið sé að skapa sátt um framtíð og nýtingu svæðisins. „Ef heimila á nýja starfsemi í Öskjuhlíð sem krefst nýrra mann- virkja þá er réttast að það verði gert með endurskoðun á skipulagi Öskjuhlíðar þar sem hlutverk og starfsemi svæðisins verður endur- metin í ljósi uppbyggingaráforma í nágrenninu og hlutverki Öskju- hlíðar sem útivistarsvæðis í miðri borg,“ segir í greinargerð þar sem kynnt er sú ákvörðun borgarráðs að fela skipulagsráði málið. „Þar sem Öskjuhlíðin er vinsæl til útiveru er mikilvægt að hvetja til almennrar þátttöku í hugmynda- leit um vernd, nýtingu og framtíð- arskipulag,“ segir í forskriftinni til skipulagsráðs. Bent er á að í Öskju- hlíð sé mikið af jarðsögulegum og menningarlegum minjum. Fram hefur komið að bæði hæst- bjóðendur í Perluna og eigendur Keiluhallarinnar hafa hug á hótel- byggingum í og við Öskjuhlíð. - gar Hugmyndasamkeppni um skipulag Öskjuhlíðar með framtíðarnýtingu í huga: Vilja ná sátt um nýtingu Öskjuhlíðar ÖSKJUHLÍÐ Meginstefnan í endurskoð- uðu skipulagi verður að áfram verði fjölsóttur útvistarskógur í Öskjuhlíð. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR SVEITARSTJÓRNIR Í tilefni af sjötíu ára afmæli Akraneskaupstaðar setur bærinn átta milljónir króna í sjóð vegna endurnýjunar sýning- arbúnaðar Bíóhallarinnar. Heild- arkostnaður er áætlaður 17 til 19 milljónir. Bærinn verður bakhjarl og hefur umsjón með sjóðnum. Efna á til söfnunarátaks, meðal annars með styrktartónleikum. Með end- urnýjun sýningarbúnaðarins eiga til dæmis að opnast möguleikar til beinna útsendinga frá menningar- og íþróttaviðburðum. - gar Sjötíu ára kaupstaðarafmæli: Safnað fyrir sýningarbúnaði MENNTAMÁL Rannsóknarstofa í menntunarfræðum ungra barna við Háskóla Íslands (RannUng) hefur gert starfssamning við fimm sveitarfélög til að auka þekkingu og gæði á leikskóla- starfi. Sveitarfélögin eru Garða- bær, Hafnarfjörður, Kópavogur, Mosfellsbær og Seltjarnarnes. Samningurinn er til þriggja ára og verður fyrsta rannsóknin um tengsl leiks við námssvið aðal- námskrár leikskóla frá árinu 2011. Starfendarannsókn og þróunar- vinna verður unnin í fimm leik- skólum, einum í hverju sveitar- félagi, árin 2012 til 2014. - sv Leikskólastarf skal bætt: Samningur við 5 sveitarfélög VÍSINDI Smástirni sem talið er vera um ellefu metrar að þver- máli skaust framhjá jörðinni á miklum hraða um klukkan 16 á föstudaginn. Vísindamenn voru þess fullvissir að engin hætta væri á að það lenti á jörðinni. Smástirnið, sem kallað er BX34, var í um 60 þúsund kíló- metra fjarlægð frá jörðinni þegar það komst næst henni, sem er um fimmtungur af fjarlægð- inni milli jarðarinnar og tungls- ins. Aðeins er vitað um 20 tilvik þar sem smástirni hefur farið svo nærri jörðu. - bj Smástirni fer nærri jörðu: Engin hætta sögð á árekstri VIÐSKIPTI Stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna hefur falið lög- mönnum að gæta hagsmuna sjóðsins vegna ágreinings um gjaldmiðlavarnarsamninga við gamla Glitni og gamla Kaupþing. Í tilkynningu frá sjóðnum segir að í þrjú ár hafi árangurs- laust verið leitað eftir samkomu- lagi um lausn á málinu, en nú sé svo komið að leita þurfi annarra leiða, jafnvel með atbeina dóm- stóla. Forsvarsmenn sjóðsins telja kröfur bankanna á hendur þeim vegna samninganna vera óeðli- legar, enda hafi allar forsendur fyrir samningunum brostið við fall fyrsta viðskiptabankans. Hafinn hefur verið undirbún- ingur að málshöfðun til að afla nauðsynlegra gagna til sönnunar því að stjórnendur bankans hafi brotið gegn hagsmunum sjóðsins. - sh Ágreiningur við bankana: LV undirbýr mál gegn Glitni og Kaupþingi Telur þú að „strákarnir okkar“ eigi að fá greitt fyrir að spila fyrir Ísland? JÁ 53,6% NEI 46,4% SPURNING DAGSINS Í DAG: Vilt þú að kona taki við embætti biskups Íslands? Segðu skoðun þína á visir.is KJÖRKASSINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.