Fréttablaðið - 30.01.2012, Síða 6

Fréttablaðið - 30.01.2012, Síða 6
30. janúar 2012 MÁNUDAGUR6 60,1 -2,1 -27,8 6,6 24,8 Surtsey Hæsti meðalhiti Kvísker Mesta sólarhrings- úrkoma Upptyppingar Kaldasti dagur ársins HEILDARSÓLARSTUNDIR MESTA ÚRKOMA EINN DAG ALHVÍTIR DAGAR Brúarjökull Lægsti meðalhiti Húsavík Heitast Reykjavík Akureyri Reykjavík Akureyri Reykjavík Akureyri 1.464,9 979,4 38,8mm 25,7mm 67 86 Veður á Íslandi árið 2011 Stykkishólmur 28 fleiri úrkomudagar en í meðalári Gagnheiði Mesta vindhviða ársins NÁTTÚRA Aldrei hefur verið snjór á jörðu jafnmarga daga í desember og í fyrra. Alhvítt var í Reykjavík í 29 af 31 degi. Þetta kemur fram í veðuryfirliti fyrir síðasta ár, sem Trausti Jónsson veðurfræðingur hefur birt á heimasíðu Veðurstof- unnar. Hæsti hitinn mældist á Húsavík þann 27. júlí, en þá var 24,8 stiga hiti. Sami dagur var einnig sá hlýj- asti á Akureyri og mældist hitinn 22,1 stig. Hitinn í Reykjavík fór hæst í 20 stig þann 5. ágúst. Lægst fór hitinn í Reykjavík hins vegar í -12,5 stig þann 13. mars. Á Akureyri varð kaldast 6. desember, -16,8 stig, en kaldast varð á landinu við Upp- typpinga tveimur dögum síðar, -27, 8 stig. Meðalhitinn í Reykjavík var 5,4 stig sem er 1,1 stigi fyrir ofan með- altal. Hitinn í nóvember var þremur gráðum meiri en í meðalári en í des- ember var hitinn 1,7 gráðum undir meðallagi. Meðalhitinn á landinu var hæstur í Surtsey, þar sem hann var 6,6 stig, en lægstur var hitinn á Brúarjökli, -2,1 stig að meðaltali. Mun úrkomusamara var í fyrra en árið áður og mældist úrkom- an í Reykjavík þrettán prósentum meiri en í meðalári, 904 millimetr- ar. Apríl var vætusamastur en þá mældist meira en tvöföld meðal- úrkoma á meðan úrkoma var innan við þriðjung af meðallagi í júní. Mesta úrkoma á einum sólarhring var þann 3. júlí í Kvískerjum í Öræfum. Þá mældist úrkoma 135,5 millimetrar. 174 úrkomudagar voru í Reykja- vík á liðnu ári, sem er 26 dögum meira en í meðalári, og 65 dögum meira en árið áður. Fyrstu vetrarmánuðir ársins voru snjóléttir og alhvítir dagar voru aðeins tveir í Reykjavík í janú- ar. Fram í maí voru 33 snjódagar, þar af var alhvít jörð í byrjun maí, sem er óvenjulegt. Á móti hefur veturinn nú frá hausti verið snjó- þungur, sem varð til þess að yfir árið voru snjódagarnir tólf dögum fleiri en í meðalári. Sömu sögu var að segja á Akureyri, þar sem alhvít- ir dagar voru 26 fleiri en í meðal- ári. Í desember var snjór á jörðu alla daga, en hvít jörð var í 86 daga yfir árið sem er 33 dögum minna en í meðalári. Meðalvindhraði hefur ekki mælst meiri frá árinu 1993 og mældist mesti vindhraði á tíu mínútna kafla í Jökulheimum í febrúar, 46,9 metr- ar á sekúndu. Mesta vindhviðan var 60 metrar á sekúndu á Gagnheiði í mars. thorunn@frettabladid.is Metsnjór í desember Snjór var á jörðu í höfuðborginni 29 af 31 degi í desember. Aldrei áður hefur verið alhvítt jafnmarga daga. Árið var hlýtt, vindasamt og úrkomusamt. VIÐSKIPTI Hagar högnuðust um 1.867 milljónir á þriðja ársfjórð- ungi rekstrarársins 2011 til 2012. Jafngildir hagnaðurinn 3,7 prósent- um af veltu fyrirtækisins á tíma- bilinu. Þetta kemur fram í árs- hlutauppgjöri Haga fyrir tímabilið 1. mars til 30. nóvember 2011 sem birt var fyrir helgi. Rekstrartekjur tímabilsins námu 49,9 milljörðum króna samanbor- ið við 49,2 milljarða á sama tíma- bili fyrra rekstrarárs. Að teknu tilliti til brotthvarfs 10-11 úr Haga- samsteypunni nam söluaukning 4,9 prósentum milli ára. Þá voru heildareignir samstæðunnar 24,65 milljarðar í lok tímabilsins og eigið fé 5,7 milljarðar. - mþl Árshlutauppgjör Haga birt: Vörusala Haga jókst um 4,9% HAGKAUP Meðal þeirra sautján fyrir- tækja sem Hagar reka eru Hagkaup, Bónus, Zara og Topshop. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM SKIPULAGSMÁL Halda á hugmynda- samkeppni um framtíð útivistar- og skógræktarsvæðisins í Öskju- hlíð. Í greinargerð sem lögð var fyrir skipulagsráð Reykjavíkur kemur fram að markmiðið sé að skapa sátt um framtíð og nýtingu svæðisins. „Ef heimila á nýja starfsemi í Öskjuhlíð sem krefst nýrra mann- virkja þá er réttast að það verði gert með endurskoðun á skipulagi Öskjuhlíðar þar sem hlutverk og starfsemi svæðisins verður endur- metin í ljósi uppbyggingaráforma í nágrenninu og hlutverki Öskju- hlíðar sem útivistarsvæðis í miðri borg,“ segir í greinargerð þar sem kynnt er sú ákvörðun borgarráðs að fela skipulagsráði málið. „Þar sem Öskjuhlíðin er vinsæl til útiveru er mikilvægt að hvetja til almennrar þátttöku í hugmynda- leit um vernd, nýtingu og framtíð- arskipulag,“ segir í forskriftinni til skipulagsráðs. Bent er á að í Öskju- hlíð sé mikið af jarðsögulegum og menningarlegum minjum. Fram hefur komið að bæði hæst- bjóðendur í Perluna og eigendur Keiluhallarinnar hafa hug á hótel- byggingum í og við Öskjuhlíð. - gar Hugmyndasamkeppni um skipulag Öskjuhlíðar með framtíðarnýtingu í huga: Vilja ná sátt um nýtingu Öskjuhlíðar ÖSKJUHLÍÐ Meginstefnan í endurskoð- uðu skipulagi verður að áfram verði fjölsóttur útvistarskógur í Öskjuhlíð. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR SVEITARSTJÓRNIR Í tilefni af sjötíu ára afmæli Akraneskaupstaðar setur bærinn átta milljónir króna í sjóð vegna endurnýjunar sýning- arbúnaðar Bíóhallarinnar. Heild- arkostnaður er áætlaður 17 til 19 milljónir. Bærinn verður bakhjarl og hefur umsjón með sjóðnum. Efna á til söfnunarátaks, meðal annars með styrktartónleikum. Með end- urnýjun sýningarbúnaðarins eiga til dæmis að opnast möguleikar til beinna útsendinga frá menningar- og íþróttaviðburðum. - gar Sjötíu ára kaupstaðarafmæli: Safnað fyrir sýningarbúnaði MENNTAMÁL Rannsóknarstofa í menntunarfræðum ungra barna við Háskóla Íslands (RannUng) hefur gert starfssamning við fimm sveitarfélög til að auka þekkingu og gæði á leikskóla- starfi. Sveitarfélögin eru Garða- bær, Hafnarfjörður, Kópavogur, Mosfellsbær og Seltjarnarnes. Samningurinn er til þriggja ára og verður fyrsta rannsóknin um tengsl leiks við námssvið aðal- námskrár leikskóla frá árinu 2011. Starfendarannsókn og þróunar- vinna verður unnin í fimm leik- skólum, einum í hverju sveitar- félagi, árin 2012 til 2014. - sv Leikskólastarf skal bætt: Samningur við 5 sveitarfélög VÍSINDI Smástirni sem talið er vera um ellefu metrar að þver- máli skaust framhjá jörðinni á miklum hraða um klukkan 16 á föstudaginn. Vísindamenn voru þess fullvissir að engin hætta væri á að það lenti á jörðinni. Smástirnið, sem kallað er BX34, var í um 60 þúsund kíló- metra fjarlægð frá jörðinni þegar það komst næst henni, sem er um fimmtungur af fjarlægð- inni milli jarðarinnar og tungls- ins. Aðeins er vitað um 20 tilvik þar sem smástirni hefur farið svo nærri jörðu. - bj Smástirni fer nærri jörðu: Engin hætta sögð á árekstri VIÐSKIPTI Stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna hefur falið lög- mönnum að gæta hagsmuna sjóðsins vegna ágreinings um gjaldmiðlavarnarsamninga við gamla Glitni og gamla Kaupþing. Í tilkynningu frá sjóðnum segir að í þrjú ár hafi árangurs- laust verið leitað eftir samkomu- lagi um lausn á málinu, en nú sé svo komið að leita þurfi annarra leiða, jafnvel með atbeina dóm- stóla. Forsvarsmenn sjóðsins telja kröfur bankanna á hendur þeim vegna samninganna vera óeðli- legar, enda hafi allar forsendur fyrir samningunum brostið við fall fyrsta viðskiptabankans. Hafinn hefur verið undirbún- ingur að málshöfðun til að afla nauðsynlegra gagna til sönnunar því að stjórnendur bankans hafi brotið gegn hagsmunum sjóðsins. - sh Ágreiningur við bankana: LV undirbýr mál gegn Glitni og Kaupþingi Telur þú að „strákarnir okkar“ eigi að fá greitt fyrir að spila fyrir Ísland? JÁ 53,6% NEI 46,4% SPURNING DAGSINS Í DAG: Vilt þú að kona taki við embætti biskups Íslands? Segðu skoðun þína á visir.is KJÖRKASSINN

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.