Fréttablaðið - 19.03.2012, Page 10
19. mars 2012 MÁNUDAGUR10
„Að hjóla er eins og kynlíf.
Maður gleymir því aldrei.
Svo eru hjólreiðar líka fín hreyfing.”
Safnaðu mottu og áheitum á www.mottumars.is
H
:N
M
ar
ka
ðs
sa
m
sk
ip
ti
/ S
ÍA
Skapaðu góðar minningar
með teppi frá Danfloor
Öll teppin sem við bjóðum eru afrafmögnuð,
ofnæmisprófuð og með óhreinindavörn.
Ármúla 32 · 108 Reykjavík · Sími 568 1888 · parketoggolf.is · Þú finnur okkur líka á Facebook
Parket & gólf - Sérfræðingar í gólfefnum!
SJÓNVARPSSTÖÐIN ID: INVESTIGATION DISCOVERY ER EINGÖNGU Í BOÐI Á STÖÐ 2 FJÖLVARP | FÁÐU ÞÉR ÁSKRIFT Á WWW.STOD2.IS
KARL Í TEBOÐI Karl Bretaprins heim-
sótti sýninguna Ideal Home Show í
London á dögunum og drakk te með
öðrum gestum. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
IÐNAÐUR Afstaða fólks til aukinna
virkjanaframkvæmda á Hellis-
heiði er önnur en til almennrar
nýtingar jarðvarma. Þetta kemur
í ljós þegar bornar eru saman tvær
nýlegar kannanir.
Í nýrri könnuninni, sem fjallað
var um í Fréttablaðinu í liðinni
viku kemur fram að tæp 84 pró-
sent spurða líta nýtingu jarð-
varma jákvæðum augum og nær
níu af hverjum tíu telja mikil tæki-
færi tengd starfsemi sem tengist
nýtingu jarðvarma.
Í áður óbirtri könnun sem þrett-
án náttúruverndarsamtök létu
gera í október og nóvember í fyrra,
í tengslum við vinnu við umsögn
við rammaáætlun stjórnvalda um
virkjanakosti, kemur hins vegar
fram að 31,4 prósent aðspurðra
voru mótfallin byggingu fleiri
jarðvarmavirkjana á Hellisheiði.
30,2 prósent voru hlynnt frekari
virkjanaframkvæmdum og 38,4
prósent létu málið sig engu varða.
Könnunin var gerð dagana 26.
október til 2. nóvember. 1.350 voru
spurðir og 857 svöruðu.
Guðmundur Hörður Guðmunds-
son, formaður Landverndar, segir
að fram hafi komið að andstaðan
hafi verið mjög mikil í Reykjavík.
Þá undrast hann orð Ólafs G. Fló-
venz, forstjóra ÍSOR, um hættu-
leysi útblásturs brennisteinsvetn-
is. „Þetta er verið að rannsaka,“
segir Guðmundur og kveður skorta
þekkingu á langtímaáhrifum
brennisteinsvetnis.
Stefán Arnórsson, prófessor við
jarðfræðideild Háskóla Íslands,
segir ekki koma á óvart þótt sterk-
ar skoðanir komi fram í könnunum
um nýtingu jarðvarma.
„Líklega hefur þjóðin í heild
sinni ekki verið meira meðvit-
uð um nokkra auðlind en fiskinn
í sjónum og jarðhita. Það segir
sig sjálft,“ segir hann og vísar
til þeirrar byltingar sem orðið
hafi með hitaveitunni. Slík nýting
orkunnar sé hins vegar af öðrum
meiði en raforkuframleiðsla með
jarðvarma, þar sé um svokallaða
stórnýtingu að ræða.
„Hellisheiðin er stórnýting og
þá getur verið allt annað uppi á
teningnum,“ segir hann. Ekki sé
þó alltaf einfalt að greina ástæð-
ur andstöðu við stórnýtingu jarð-
varmasvæða. „Hluti umhverfis-
sinna er ekki bara á móti stórri
nýtingu sem slíkri, heldur á
móti stórri nýtingu til erlendra
kaupenda.“
Stefán segir fullyrðingar sem
stjórnmálamenn vilji gjarnan ýta
undir um að jarðvarmi sé endur-
nýtanleg auðlind ekki standast og
í raun sé rennt blint í sjóinn með
stærð sumra svæða sem til standi
að nýta, svo sem á Hellisheiði.
„Í þessu togast á þrennt, pólitík,
hagsmunir og fagmennska,“ segir
hann og kveður allt faglegt mat
segja að auðlindin sé ekki endur-
nýjanleg. olikr@frettabladid.is
Þriðjungur
er andvígur
meiri virkjun
Í könnun 13 náttúruverndarsamtaka eru 31 prósent
aðspurðra á móti frekari virkjun á Hellisheiði. Um
30 prósent vilja virkja meira. Prófessor segir ekki
koma á óvart að fólk hafi sterkar skoðanir á málinu.
STRÓKARNIR Á HEIÐINNI Unnið er að leiðum til að draga úr útblæstri brennisteins-
vetnis frá jarðvarmavirkjunum. Nokkur andstaða er í Reykjavík við frekari virkjana-
framkvæmdir á Hellisheiði. MYND/UMHVERFISSTOFNUN
SKIPULAGSMÁL Samkomulag um
lóðir og skipulagsmál vegna fram-
tíðaruppbyggingr Landspítalans og
Háskóla Íslands norðan Hringbraut-
ar var undirritað á föstudag.
„Samningar ríkisins og Reykja-
víkurborgar um lóðamál LSH og
byggingarrétt fyrir spítalann og HÍ
teygja sig allt aftur til ársins 1969.
Þeim var síðast breytt árið 2006,“
segir í tilkynningu.
Fram kemur að fulltrúar fram-
kvæmda- og eignasviðs og skipu-
lags- og byggingarsviðs Reykjavík-
urborgar hafi unnið að endurskoðun
samninga borgarinnar og ríkisins
með það að markmiði að endur-
heimta byggingarrétt á svokölluðum
C- og U-reitum. Að auki hafi áhersla
verið lögð á að borgin fái í sinn hlut
byggingarrétt að „randbyggð“ við
Hringbraut, neðan sjúkrahússlóð-
arinnar. Um sé að ræða verðmætt
byggingarland í hjarta Reykjavíkur.
Ríkið fær aukið bygginga-
magn á A og B-reit samkvæmt
samkomulaginu sem háð er
endanlegu samþykki og gildis-
töku deiliskipulags á svæðinu.
Það voru þau Jón Gnarr borg-
arstjóri, Oddný G. Harðar-
dóttir fjármálaráðherra, og
Guðbjartur Hannesson velferðar-
ráðherra undirrituðu samkomulagið.
- gar
Gerðu samkomulag um lóðir fyrir uppbyggingu Landspítalans við Hringbraut:
Ríkið fær aukið byggingarmagn
LANDSPÍTALASVÆÐIÐ Borgin endur-
heimtir byggingarrétt á U-reit og C-reit
og ríkið má byggja meira á A- og B-reit.
LÖGREGLUMÁL Karlmaður um tví-
tugt var dæmdur í fimm mánaða
skilorðsbundið fangelsi í Héraðs-
dómi Reykjavíkur í gær fyrir sér-
staklega hættulega líkamsárás.
Maðurinn játaði að hafa sleg-
ið annan mann með bjórglasi
þannig að það brotnaði og sleg-
ið hann svo nokkrum höggum
með krepptum hnefa í maga á
skemmtistað í miðborg Reykja-
víkur í maí árið 2010.
Hann var jafnframt dæmdur
til að greiða fórnarlambinu 250
þúsund krónur í miskabætur.
Maður um tvítugt dæmdur:
Braut glas á
höfði og kýldi
Hluti umhverfissinna
er ekki bara á móti
stórri nýtingu sem slíkri,
heldur á móti stórri nýtingu
til erlendra kaupenda.
STEFÁN ARNÓRSSON
PRÓFESSOR VIÐ HÍ