Fréttablaðið - 19.03.2012, Side 12

Fréttablaðið - 19.03.2012, Side 12
12 19. mars 2012 MÁNUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS greinar@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Atli Fannar Bjarkason (dægurmál) atlifannar@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir, ritstjórnarfulltrúi, sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Sigurður Elvar Þórólfsson seth@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is HALLDÓR Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is SKOÐUN -15 kr. af lítranum í 10. hvert skipti sem þú dælir 25 lítrum eða meira með ÓB-lyklinum! Sæktu um ÓB-lykil núna á ob.is. Matthías Bjarnason, fyrrum ráðherra Sjálfstæðisflokksins, ritar öðru sinni grein í Fréttablaðið síðastliðinn föstudag þar sem hann sakar ríkisstjórn mína um að „skattpína börn“ með því að leggja fjár- magnstekjuskatt á sparnað þeirra. Í fyrri grein sinni býsnaðist hann yfir þessu en studdi mál sitt lítt með gögnum. Í síðari greininni birtir hann yfirlit yfir þrjár inn- stæður, reiknaða vexti og skatt á upphæð- irnar. Hvergi kemur fram hvaða ár skattur var lagður á innstæðurnar. Ekki heldur eru verðbætur á innstæðurnar tilgreindar, en Matthías fullyrðir að ríkið „hirði“ stóran hluta þeirra. En sjálfsagt er að ítreka það sem ég nefndi í svargrein minni 1. mars síðastliðinn. Í fyrsta lagi innleiddi núverandi ríkisstjórn frítekjumark þegar skattur á fjármagns- tekjur var hækkaður í 20 prósent. Frítekju- markið nemur 100 þúsund krónum fyrir hvern einstakling. Ekki verður ráðið af tölum Matthíasar hvort þær séu frá því fyrir eða eftir að frítekjumarkið var innleitt. Í öðru lagi voru greiðendur fjármagns- tekjuskatts um 180 þúsund árin 2009 og 2010. Aðeins um 47 þúsund einstaklingar greiddu fjármagnstekjuskatt 2011 og hafði þeim fækkað um 136 þúsund. Vonandi getur Matthías glaðst með einhverjum úr þeim stóra hópi. Þessi umbreyting verður vart skýrð án frítekjumarksins en með þeim er öllum minniháttar sparnaði hlíft við skatti, þar á meðal sparnaði barna. Það er orðhengilsháttur að fólk taki við þessar aðstæður út sparnað sinn og geymi hann undir koddanum vegna skattaáþján- ar. Sparnaður barna líkt og annarra hefur minnkað eftir bankahrunið. Frítekju- markið, helmings lækkun vaxtatekna barna og fullorðinna og loks stórfelld fækkun greiðenda fjármagnstekjuskatts bendir til þess að æ fleiri séu með öllu lausir við fjármagnstekjuskatt og hann leggist því fremur á efnafólk eins og nú háttar til. Matthías segir mig illa þokkaða vegna skattpíningar. Ekki elti ég ólar við slíkar fullyrðingar en bendi honum á að opin- ber gögn sýna að minna er nú innheimt af þjóðarkökunni í ríkissjóð en árin fyrir bankahrun. Jafnframt greiða nú 60 pró- sent einstaklinga lægri tekjuskatta en þeir gerðu á valdatíma Sjálfstæðisflokks- ins og Framsóknarflokksins. Góðærið, sem þeir gumuðu þá af, reyndist einn mesti blekkingarvefur sem sögur fara af eins og Matthías veit eins vel og við hin. Þráhyggja sjálfstæðismanna Skattamál Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra Snjóhengjur og uppskurðir Líkingamál er vinsælt í umræðunni um gjaldmiðilsmál. Krónan er ýmist kölluð korktappi í hafi fjármálamark- aða eða hitamælir á hita hagkerfisins. Gjaldeyrishöftin eru sögð vera stífla sem hamlar því að flóðbylgja fjár- magns streymi úr landinu. Þá hefur enn ekki verið minnst á snjóhengj- una sem er það nafn sem gefið hefur verið stabba aflandskróna sem vilja yfirgefa hagkerfið. Jóhanna Sigurðardóttir kom með nýja líkingu í grein sem hún birti í Fréttablaðinu á laugardag: „Gjaldeyrishöft eru eins og lyfjameðferð við erfiðum sjúkdómseinkenn- um. Hvort sem mönnum líkar betur eða verr er raunveruleg lækning fólgin í róttækum uppskurði.” Kristján Þór varaformaður Á flokksráðsfundi Sjálfstæðisflokksins á laugardag var kosið í hið nýja emb- ætti annars varaformanns flokksins. Í embættið var valinn Kristján Þór Júlíusson þingmaður sem hlaut um 45 prósent atkvæða í fyrri umferð og 57 prósent í þeirri seinni. Næstur kom Geir Jón Þórisson, fyrrum yfirlögregluþjónn, sem fékk fyrst 23 prósent og svo um 40 prósent. Þingmannsefni? Fékk Geir Jón fleiri atkvæði en þau Jens Garðar Helgason, for- maður bæjarráðs Fjarðabyggðar, og Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri í Hveragerði, og getur því væntanlega vel við unað enda að stíga sín fyrstu skref í pólitík. Forvitnilegt verður að sjá hvort Geir Jón býður sig fram í prófkjöri flokksins fyrir þingkosningarnar á næsta ári en niðurstaða varaformann- skjörsins bendir til þess að hann gæti náð ágætum árangri láti hann slag standa. magnusl@frettabladid.isF yrir rétt rúmu ári gagnrýndi Niels Jacobsen, hinn danski stjórnarformaður Össurar hf., stefnu íslenzkra stjórnvalda í málefnum atvinnulífsins harðlega í viðtali hér í blaðinu. Jacobsen talaði þá um hringlandahátt og flumbrugang í lagasetningu, gjaldeyrishöft og fleira sem gerði erfitt að reka fyrirtæki á Íslandi. Sama dag og viðtalið birtist ákvað aðalfundur Össurar 2011 að afskrá fyrirtækið úr Kauphöll Íslands. „Við getum ekki verið skráð á hlutabréfamarkað sem notar gjaldmiðil sem er ekki nothæfur,“ sagði Jacobsen þá. Kauphöllin ákvað síðar einhliða að að skrá bréf félagsins að nýju, í óþökk stjórnenda Össurar. Á aðalfundi Össurar síðastlið- inn föstudag endurtók Jacobsen gagnrýni sína og bætti heldur í; sagði rekstrar- og lagaumhverfi fyrirtækja hafa hrakað undanfarin ár. Fljótfærnisleg, tíð og ófagleg lagasetning og vilji til að búa til séríslenzkar lausnir, sem ekki hefðu verið reyndar annars staðar, græfu undan þeim fyrirsjáanleika sem væri nauðsynlegur í alþjóðlegum viðskiptum. „Við þurfum að sætta okkur við þvingaða skráningu á hlutabréfa- markað hér, minnkandi seljanleika og tvöfalt hlutabréfaverð. Við þurfum að þreifa okkur áfram í umhverfi alls kyns óvenjulegra reglugerða sem keppinautar okkar þurfa ekki að taka tillit til,“ sagði Jacobsen í ræðu sinni. Jacobsen er út af fyrir sig ekki að segja neitt sem forsvarsmenn íslenzkra fyrirtækja og samtaka þeirra hafa ekki margsagt. En kannski verður frekar hlustað á hann en talsmenn íslenzks atvinnu- lífs. Málflutning þeirra, sem verið hefur á sama veg, hefur forsætis- ráðherrann kallað „svartagallsraus“ og gefið í skyn að fólkið sem á og rekur fyrirtækin átti sig bara alls ekki á því hvað það sé frábært að reka fyrirtæki á Íslandi og gangi í rauninni ljómandi vel. Jacobsen hefur hins vegar samanburðinn. Hann er alþjóðlegur fjárfestir sem hefur reynslu af rekstri á Íslandi. Hann þekkir líka vel til í dönsku og evrópsku atvinnulífi (sem sumir telja búa við þungt og viðamikið regluverk). Hann dregur þá ályktun að rekstrarumhverfi fyrirtækja á Íslandi sé verra en á meginlandinu og fari versnandi. Ef ríkisstjórnin meinar það sem hún segir um að hún vilji auka erlenda fjárfestingu í atvinnulífinu, að ekki sé talað um að bæta skilyrði þeirra fyrirtækja sem fyrir eru, hlýtur hún að hlusta. Suma ágalla Íslands eins og smæðina og fjarlægð frá öðrum mörkuðum getum við ekki lagað. Við þurfum hins vegar að vega þá upp með því að fyrirtæki búi við betra rekstrarumhverfi hér en í nágrannaríkjunum eða að minnsta kosti sambærilegt. Gjaldmiðilinn sitjum við uppi með í einhver ár enn, en þurfum trúverðuga stefnu um hvernig við ætlum að skipta honum út. Stjórnvöld þurfa að hafa stefnu sem mark er tekið á í þessum efnum, eigi að takast að laða hingað erlenda fjárfesta og halda í þá fáu sem fyrir eru. Gagnrýni þeirra er ekki hægt að afgreiða sem svartagallsraus. Stjórnarformaður Össurar gagnrýnir stjórnvöld: Útlent svartagallsraus

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.