Fréttablaðið - 19.03.2012, Side 39

Fréttablaðið - 19.03.2012, Side 39
KYNNING − AUGLÝSING Öryggisþjónustur & kerfi19. MARS 2012 MÁNUDAGUR 3 Guðberg Þórhallsson, fram- kvæmdarstjóri tæknifyrirtækis- ins Boðtækni ehf., segir fyrirtæk- ið hafa sérstöðu þegar kemur að öryggisþjónustu. „Kerfin hjá Boðtækni eru ekki eingöngu öryggiskerfi sem senda boð í GSM síma við innbrot eða reykskynjun, heldur er einnig hægt að vakta og stjórna ákveðn- um hlutum gegnum kerfin. Ef raf- magn fer af eða á, vatnsleki verð- ur eða ef hiti fer niður fyrir ákveð- in mörk, senda kerfin SMS boð og/ eða hringja. Þá er hægt að nýta kerfin til sjálfvirkrar stjórnunar eins og að hækka hita,“ útskýrir Guðberg. Hann seg ir mög u lei kana óþrjótandi í notkun kerfanna. Hægt sé að láta renna í heita pott- inn, slökkva á ofnum og jafnvel á kaffikönnunni. Þá sé hentugt fyrir sumarbústaðaeigendur að fá til- kynningu ef hitastig hefur lækk- að en heitir pottar og lagnir geta sprungið í frosti. „Við erum einnig með önnur kerfi í boði,“ segir Guðberg. „Meðal annars hlið og hliðaropn- un, en með einföldum búnaði er hægt að opna hlið eða iðnaðar- hurðir með GSM síma. Hægt er að setja allt að 500 símanúmer inn í kerfið sem notendur. Þá bjóðum við heil galvaniseruð öryggishlið með innbyggðri opnun og örygg- iskerfi sem sendir boð um inn- brot í fyrirfram ákveðin símanúm- er. Ekki þarf að vera á staðnum ef hleypa þarf umferð inn fyrir hlið- ið sem ekki er með aðgang að kerf- inu, Það er nóg að hringja í hliðið og það opnast,“ útskýrir Guðberg. Hann segir símakostnað engan, kerfið þekki númerið og í stað þess að svara opnar það hliðið. Þá séu engin mánaðargjöld á kerfunum þar sem viðkomandi kaupi kerfið og vakti eignina sjálfur. Öryggismyndavélar með inn- byggðum hreyfiskynjara eru einn- ig kostur til að vakta eignir. Vél- arnar senda myndir við hreyfingu í GSM síma eða tölvupóst. Þær eru með innbyggðum hljóðnema og infrarauðri dag- og nætursýn og geta tengst allt að 15 þráðlausum hurða- og hreyfiskynjurum. Þá er Boðtækni einnig með GSM stað- setningarbúnað með GPS hniti. „Mig langar einnig að minn- ast á einfalt og ódýrt hitaskrán- ingarkerfi með Thermochron pillu fyrir þá sem þurfa að fylgjast með og skrá hita svo sem á lyfjum, matvælum og gróðri. Við bjóðum ótrúlega fjölbreyttar lausnir.“ Sjá nánar á www.bodtaekni.is. Fjölbreyttar lausnir Boðtækni ehf. að Kirkjulundi 17 í Garðabæ er framsækið tæknifyrirtæki sem sérhæfir sig meðal annars í öryggis-, vöktunar- og hússtjórnunarkerfum ásamt hitaskráningum. Guðberg Þórhallsson, framkvæmdastjóri Boðtækni, og Hafþór Magni Sólmundsson hjá Boðtækni ehf. MYND/STEFÁN Við höfum verið í þessum bransa í yfir 24 ár og finn-um nú fyrir því í auknum mæli að innbrotsþjófar nota aðrar aðferðir í dag,“ segir Ólafur. Hann segir að með því að nota slíkar að- ferðir geti innbrotsþjófar komist inn í hús án þess að skilja eftir sig teljandi ummerki. „Fólk getur lent í vandræðum gagnvart trygginga- félögum ef ekki er hægt að sanna að brotist hafi verið inn með sjá- anlegum hætti,“ útskýrir hann og tekur dæmi um kunningja sinn sem var rændur fyrir stuttu meðan hann var í göngutúr á sunnudags- morgni. „Innbrotsþjófarnir fóru inn með því að pikka upp lásinn og tóku fartölvur og annað verð- mætt. Hann fékk skaðann einung- is bættan þar sem sást til óvenju- legra mannaferða úr húsinu.“ Ólafur segir sorglegt að í mörg- um af þessum tilvikum hefði verið hægt að koma í veg fyrir inn- brot með auðveldum hætti. „Ein ástæðan fyrir því að innbrotsþjófar komast inn eru meðal annars ekki nógu öruggir sílindrar í útihurðum sem auðvelt er að pikka upp. Til að útskýra þetta aðeins á manna- máli þá eru eru til sölu í verslun- um nokkrar gerðir sílindra. Þeir helstu eru 5, 6 og 7 pinna. Fimm pinna sílinder veitir minnsta ör- yggið og að mínu mati ætti ekki að hafa slíkan sílinder í útihurðum því hann veitir ekki það öryggi sem æskilegt er að hafa,“ segir Ólafur en í dag eru sérstakar „pikk“ varn- ir inni í 6 og 7 pinna sílindrum sem gera pikkun gríðarlega erf- iða. „Við eigum auðvitað líka til sérstaka sílindra hjá okkur sem er ekki hægt að pikka upp,“ segir Ólafur en hægt er að sjá pinna- fjölda sílindra með því að skoða lykilinn og telja hve margar skor- ur eru í honum. „Ekkert mál er að koma í verslunina okkar og fá okkur til að skoða lykilinn og ráð- leggja um kaup á nýjum sílinder,“ segir Ólafur. Hann leggur áherslu á að fólk skoði vel hvern- ig sílinder er á heimilinu og skipta ef hann stenst ekki öryggiskröfur. Með því að kaupa örlítið öruggari sílinder megi koma í veg fyrir þessi innbrot því mun meiri sérfræðikunnáttu þurfi til að opna sex eða sjö pinna sílindra en fimm pinna sílindra. Ólafur bend- ir einnig á að fólk þurfi að skipta mun oftar um sílindra en það gerir. „Það er til dæmis góð regla að skipta alltaf um sílinder þegar flutt er í nýtt húsnæði. Þú veist aldrei hve margir lykl- ar eru í umferð.“ Ólafur segir einn- ig að þó að öryggiskerfi séu af hinu góða sé sjálf- sagt að gera það sem í okkar valdi stendur til að treysta öryggi hús- næðisins eins og hægt er. Með nokkrum ein- földum og ódýrum að- gerðum megi gera hús- næði enn öruggara. „Í fyrsta lagi með því að hafa gluggakrækj- ur á svalahurðum og gluggum sem eru á jarðhæð því auðvelt getur verið að spenna upp glugga og hurðir ef þetta er ekki til staðar. Í öðru lagi að vera með góðan síl- inder og númer eitt að vita hverjir hafa lykla.“ Neyðarþjónustan smíðar og þjónustar einnig lyklakerfi fyrir húsfélög og fyrirtæki. „Lyklakerfi er frábær kostur,“ segir Ólafur því þar er hægt að ákveða hvaða lyk- ill gengur að hvaða hurð. „Ef við tökum til dæmis fjölbýlishús með nokkrum íbúðum þá er hver og einn íbúi með ein- ungis einn lykil sem gengur bæði að sameignarhurð- unum og inngangshurð að íbúð. Lyklar eru svo eingöngu smíðaðir gegn framvísun skil- ríkja sé þess óskað. Þessir sílindrar eru að sjálf- sögðu bæði með bor- og pikk- vörn og því mjög öruggir.“ Neyðarþjónustan rekur verslun við Laugaveg 168 þar sem hægt er að kaupa allt sem tilheyrir lásum og lyklum en einnig fá aðstoð og leiðbeiningar við val á sílindrum og læsingum. Nánari upplýsingar er að finna á vefsíðunni www.neyd.is. Vandaður sílinder eykur öryggið Lélegir sílindrar í útihurðum hjá fólki og fyrirtækjum eru í dag ein af orsökum þess að innbrotsþjófar komast inn í hús og í sumum tilvika jafnvel án allra ummerkja að sögn Ólafs Más Ólafssonar framkvæmdastjóra Neyðarþjónustunnar við Laugaveg 168. Hann brýnir fyrir fólki að skoða vel hvernig sílindrar eru í útihurðum og skipta strax ef þeir standast ekki öryggiskröfur. Ólafur Már Ólafsson, framkvæmdastjóri Neyðarþjónustunnar, segir sorglegt að í mörgum tilvikum hefði mátt koma í veg fyrir innbrot með auðveldum hætti. MYND/STEFÁN VAKANDI AUGA NÁGRANNANNA Þegar farið er að heiman til lengri tíma og húsnæði stendur autt dögum saman er alltaf hætta á að óprúttnir brjótist inn. Margir grípa til þess ráðs að láta ljós loga í íbúðinni svo það líti út fyrir að einhver sé heima eða fá einhvern til að gista. Eins er sniðugt að hafa íbúðaskipti við aðra fjölskyldu þegar farið er í sumarfrí í nokkrar vikur svo íbúðin standi aldrei auð. Gott er að eiga góða granna að og biðja þá að hafa auga með mannaferðum kringum húsið meðan eigandinn er fjarverandi og jafnvel afhenda lykil svo nágranninn geti farið inn öðru hverju, tekið póstinn og dregið gluggatjöldin til. Einnig er hægt að stofna formlega nágrannagæslu þar sem allir íbúar götunnar eru virkir þátttakendur. Nágrannavarsla er þekkt víða um heim og þykir skila árangri en dæmi eru um að lögregla hafi haft hendur í hári innbrotsþjófa beinlínis fyrir ábendingar árvökulla granna. Þá skal fólk vera vakandi fyrir umferð um götuna og setja á sig bílnúmer ef grunur vaknar um óprúttna á ferð. Eins ef ókunnugir banka upp á um miðjan dag og gefa upp skrítið erindi, spyrja eftir einhverjum sem ekki á heima í húsinu eða afsaka sig með skrítnu erindi. Betra er að hringja í lögregluna of oft en of sjaldan. Vökulir nágrannar geta fælt frá óprúttna aðila sem ætla sér að brjótast inn. NEYÐARÞJÓNUSTAN... ... rekur verslun að Laugavegi 168. ... Var stofnuð árið 1988 og hefur því góða reynslu í lásaviðgerðum, lykla- smíði og opnun á hvers konar læsingum. ... getur smíðað og forritað lykla í flestar tegundir bíla. ... býður upp á yfir tíu þúsund gerðir af lyklum og getur nánast alltaf útvegað þá lykla sem beðið er um. ... selur margar gerðir peningaskápa fyrir heimili og fyrirtæki ... smíðar lyklakerfi fyrir heimili og fyrirtæki.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.