Fréttablaðið - 14.05.2012, Qupperneq 4
14. maí 2012 MÁNUDAGUR4
GENGIÐ 11.05.2012
AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Einar Davíðsson einar.davidsson@365.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is,
Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is, Ívar Örn Hansen ivarorn@365.is, Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR
SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is KYNNINGARSTJÓRI: Einar Skúlason einar.skulason@365.is
GJALDMIÐLAR KAUP SALA
HEIMILD: Seðlabanki Íslands
223,8627
GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR
125,39 125,99
201,91 202,89
162,22 163,12
21,819 21,947
21,366 21,492
18,023 18,129
1,5675 1,5767
192,68 193,82
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Evra
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Japanskt jen
SDR
Buika á Listahátíđ
3. júní / 4.900 kr.
www.listahatid.is
Buika syngur í kvikmynd
Almódóvars
Skannaðu kóðann!
SVEITARSTJÓRNIR Landeigendur á
Arnarnesi krefjast bóta samþykki
bæjaryfirvöld nýtt deiliskipulag
þar sem gert er ráð fyrir almenn-
ingsstígum við strandlengjuna. Í
lögfræðiáliti fyrir bæinn segir að
landeigendurnir hafi réttinn sín
megin.
Bæjaryfirvöld fengu Andra
Árnason hæstaréttarlögmann
til að fara yfir tilteknar athuga-
semdir sem bárust vegna fyrir-
hugaðra breytinga á deiliskipulagi
á Arnarnesi. Snýst málið meðal
annars um eignarhald á landi
undir almenningsgarð og landi
undir mal bikaðan og upp lýstan
göngu- og hjólastíg meðfram
strandlengjunni á norðanverðu og
norðvestanverðu Arnarnes.
Deilt er um túlkun gamals sam-
komulags frá upphafi skipu lagðrar
byggðar á Arnarnesi þar sem land-
eigendur afsöluðu sér landi til
almenningsnota. Segja landeig-
endurnir að þar sem nú sé gert ráð
fyrir almenningsgarði á Háholti
hafi upphaflega átt að vera skóli
og að landinu hafi verið afsalað til
þeirra nota sérstaklega.
Andri Árnason telur bæinn hafa
eignarhald á Háholtinu en öðru
máli gegni um land undir almenn-
ingsstíga á norður- og norðvestur-
ströndinni. Þar þurfi leyfi landeig-
anda fyrir lagningu stíganna. Auk
þess kunni eigendur íbúðarhúsa-
lóða að telja sig verða fyrir tjóni
með því að nýtingarmöguleikar
eigna þeirra minnkar og verð-
mæti lækkar. „Telja verður líklegt
að lóðareigendur verði í slíkum til-
fellum taldir eiga bótarétt á hendur
sveitarfélaginu,“ segir í lögfræði-
álitinu. - gar
Lögfræðiálit var unnið fyrir Garðabæ vegna áformaðra breytinga á deiliskipulagi á Arnarnesi:
Von er á bótakröfum vegna strandstígs
ARNARNES Bærinn hyggst leggja
hjólreiða- og göngustíga fyrir almenning
neðan við sjávarlóðir á Arnarnesi en á
ekki strandlengjuna. FRÉTTABLAÐIÐ/E. ÓL.
FANGELSISMÁL Umsóknir fanga um
náðanir hafa allar verið sam þykktar
á grundvelli heilsufarsástæðna.
Síðan 1980 hafa alls verið náðaðir
167 einstaklingar hér á landi, þar af
45 á síðustu 16 árum.
Skúli Þór Gunnsteinsson, lög-
fræðingur hjá innanríkisráðu-
neytinu, segir allar náðanir byggðar
á læknisfræðilegum rökum.
„Menn geta verið að kljást við
alvarleg geðræn vandamál eða eru
algjörlega bundnir á stofnunum.
Einnig er mjög algengt að menn eigi
einfaldlega ekki langt eftir og séu
við dauðans dyr,“ segir Skúli. „Svo
eru einstaklingar sem eru algjör-
lega ósjálfbjarga og það er ekki
hægt að vera með slíka menn í fang-
elsi. Það þjónar engum tilgangi.“
Dómarnir sem náðaðir ein-
staklingar hafa hlotið eru í lang-
flestum tilvikum vægir. Skúli segir
mikið þurfa að koma til ef um sé að
ræða þunga dóma og slíkt heyri til
algjörra undantekninga. „Það er
til, en það er mjög óalgengt,“ segir
hann. Í flestum tilvikum séu menn
að afplána dóma fyrir fésektir.
Hljóti maður náðun þarf að halda
almennt skilorð. Skúli man eftir
einu tilviki þar sem náðaður maður
braut skilorð, en þar var um að
ræða mjög andlega veikan einstak-
ling. „Hann var bara settur aftur í
steininn.“
Sama gildir um skilorðsrof hjá
náðuðum einstaklingum og þeim
sem hafa fengið skilorðsbundna
dóma. Í því samhengi bendir Skúli
á að gæti viðkomandi keyrt, sem
náðaðir einstaklingar geti þó yfir-
leitt aldrei, myndi hraðaksturssekt
ekki valda skilorðsrofi. Til þess
þyrfti árásarbrot eða annað alvar-
legra lögbrot.
„Ástæða þess hversu skilorðs-
rof eru sjaldgæf yfirleitt er sú
að þessir einstaklingar eru svo
veikir að þeir hafa ekki burði til
að brjóta af sér,“ segir hann. „Og
ef þeir gera það, eru þeir yfirleitt
ekki ábyrgir gjörða sinna.“
Ekki fást nánari upplýsingar
um afbrot þeirra einstaklinga
sem hlotið hafa náðun vegna þess
hversu fangahópurinn er lítill og
auðvelt er að rekja hvert tilfelli
fyrir sig. Alls hafa 513 umsóknir
um náðun borist síðan árið 1993.
Af þeim voru 45 samþykktar.
sunna@frettabladid.is
Alltaf náðað vegna
alvarlegra veikinda
Þeir 167 einstaklingar sem hafa hlotið náðun á síðustu 30 árum áttu við alvar-
leg veikindi að stríða. Sumir voru við dauðans dyr. Mjög óalgengt að menn rjúfi
skilorð eftir að hafa hlotið náðun, segir lögfræðingur innanríkisráðuneytisins.
AFTUR Í VARÐHALD Aðeins einn af 167 hefur rofið skilorð náðunar og verið settur
aftur í fangelsi. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Náðunarbeiðni er send til ríkisráðs sem metur hvert tilvik fyrir sig eftir
læknisfræðilegum rökum. Hljóti umsóknin samþykki náðunarnefndar
innanríkisráðuneytisins er hún síðan send áfram til forseta Íslands til undir-
ritunar. Undirrituð tillaga er svo send Fangelsismálastofnun til framkvæmdar.
Náðun er alltaf skilorðsbundin, yfirleitt tvö til þrjú ár, eftir þyngd dóma, og
Fangelsismálastofnun sinnir hefðbundnu skilorðseftirliti.
Náðun er alltaf skilorðsbundin
Svo eru einstaklingar
sem eru algjörlega
ósjálfbjarga og það er ekki
hægt að vera með slíka
menn í fangelsi. Það þjónar
engum tilgangi.
SKÚLI ÞÓR GUNNSTEINSSON
LÖGFRÆÐINGUR HJÁ
INNANRÍKISRÁÐUNEYTI
GEORGÍA,AP Fimm manns fórust
af völdum mikilla flóða í Tbilisi,
höfuðborg Georgíu í gær.
Móðir með tvö ung börn, eldri
kona og eldri maður fórust í
Ortachala-hverfinu eftir að áin
Kura flæddi yfir bakka sína.
Þau festust öll inni á heimilum
sínum og létust þegar híbýlin
hrundu. Að sögn sjónarvotta
fór vatnshæðin sums staðar
yfir þrjá metra. Rafmagn fór af
mörgum hverfum og bílar flutu
eftir götunum. Herinn í Georgíu
aðstoðaði fólk sem var í vanda
statt og hjálpaði því að færa sig
um set. Spáð er rigningu næstu
þrjá daga í Georgíu. -fb
Flóð í höfuðborg Georgíu:
Fimm manns
fórust í Tbilisi
FLÓÐ Fimm manns fórust í Tbilisi,
höfuðborg Georgíu. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
SVÍÞJÓÐ Nemandi á efri stigum
grunnskóla í Kiruna í Svíþjóð
hefur verið dæmdur fyrir að hafa
sparkað í kennara, barið hann og
hótað honum lífláti. Kennarinn
fær hins vegar engar bætur.
Samkvæmt úrskurði undir-
réttar verða kennarar, eins og
lögreglumenn og dyraverðir,
að reikna með vissu ofbeldi og
hótunum, að því er blaðið Norr-
ändska Socialdemokraten greinir
frá. Nokkrir nemendur höfðu
verið með læti í matsal síðasta
haust og bar kennarinn einn út. Sá
mótmælti á fyrrgreindan hátt. -ibs
Undirréttur í Svíþjóð:
Kennarar reikni
með ofbeldi NOREGUR Tollayfirvöld í Noregi
geta krafist sannana fyrir eyðslu
Norðmanna í útlöndum tíu ár
aftur í tímann hafi greiðsla fyrir
vöru numið meira en 25 þúsundum
norskra króna. Geti menn ekki
sýnt kvittun eiga þeir á hættu að
greiða viðbótartoll, hvort sem
þeir hafa tekið vöruna með sér til
Noregs eða ekki, að því er greint
er frá á vef Aftenposten.
Tölvunefndin í Noregi, sem
fengið hafði kvörtun vegna
málsins, úrskurðaði í fyrra að
slíkt eftirlit væri ólöglegt. Nú
hefur norska persónuverndin
úrskurðað að svo sé ekki. - ibs
Norðmenn skoða eyðslu:
Kvittanir þarf
að geyma í
heilan áratug
VEÐURSPÁ
Alicante
Basel
Berlín
Billund
Frankfurt
Friedrichshafen
Gautaborg
Kaupmannahöfn
Las Palmas
London
Mallorca
New York
Orlando
Ósló
París
San Francisco
Stokkhólmur
HEIMURINN
Vindhraði er í m/s.
Hitastig eru í °C.
Gildistími korta er um hádegi.
24°
18°
17°
10°
18°
19°
12°
12°
29°
12°
25°
20°
32°
12°
17°
19°
11°Á MORGUN
5-10 m/s,
hvassast austan til.
MIÐVIKUDAGUR
3-10 m/s og
stöku él.
2
0
-3
0
-1
1
-1
3
4
5
-2
12
13
12
12
10
15
13
18
8
15
10
4
0 -1
0
4 6
1 -1
1
3
LÆGIR Í KVÖLD Í
dag má búast við
strekkingi víðast
hvar en það fer
að lægja með
kvöldinu, fyrst á
Vestfjörðum. Á
morgun verður
fremur hægur
vindur nema allra
austast. Á miðviku-
daginn lítur síðan
út fyrir að hitastigið
hækki aðeins.
Soffía
Sveinsdóttir
veður-
fréttamaður
VIÐSKIPTI Eimskipafélag Íslands
stefnir á skráningu í Kauphöll
Íslands á lokafjórðungi þessa árs.
Fram kemur í tilkynningu að
félagið hafi ráðið Íslandsbanka og
Straum fjárfest-
ingabanka til að
vinna að undir-
búningi skrán-
ingarinnar.
„Í tengslum
við fyrirhugaða
skráningu er
gert ráð fyrir
að fram fari
almennt hluta-
fjárútboð þar sem fjárfestum og
almenningi gefst kostur á að skrá
sig fyrir hlutum í félaginu,“ segir
í tilkynningu, en með því eigi að
tryggja almenna og góða dreif-
ingu á eignarhaldi félagsins.
Gylfi Sigfússon, forstjóri Eim-
skips, væntir þess að skráningin
verði farsælt skref. - óká
Eimskip ætlar á markað:
Skráning á
lokafjórðungi
GYLFI SIGFÚSSON