Fréttablaðið - 14.05.2012, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 14.05.2012, Blaðsíða 12
14. maí 2012 MÁNUDAGUR12 NOREGUR Tollverðir í Svinesund í Noregi töldu sig nýverið hafa rök- studdan grun um að tveir ferða- langar frá Póllandi hefðu eitthvað að fela. Mennirnir, sem komu akandi frá Svíþjóð, sögðust á leið til Óslóar í atvinnuleit. Ekkert fannst í fórum þeirra og leit í bifreiðinni bar ekki árangur. Þá voru þeir sendir á sjúkrahús þar sem röntgenmyndataka leiddi í ljós að þeir höfðu samtals gleypt kíló af kókaíni. Mennirnir sitja nú í gæsluvarðhaldi og bíða dóms. - þj Ýmislegt er á sig leggjandi: Kyngdu saman kílói af kókaíni SAMGÖNGUR Þrjú ný hjólastæði hafa verið tekin í notkun við Land- spítalann. Stæðin eru við Hring- braut, Landakot og í Fossvogi. Hjólastæðin eru sögð fyrsti áfanginn í stærra verkefni spít- alans sem miðar að því að bæta aðstöðu hjólreiðafólks. Við Hringbraut er nú rými fyrir 40 hjól í yfirbyggðu hjóla- stæði. Við sjúkrahúsið Fossvogi er rými fyrir 26 hjól og unnið er að yfirbyggingu. Við Landakots- spítala er núna pláss fyrir fjórtán reiðhjól í yfirbyggðu stæði. Á öllum stöðunum þremur stendur svo til að bæta við fleiri hjólreiðastæðum. - þeb Áfangi í stærra verkefni: Ný hjólastæði tekin í notkun STÆÐI Í NOTKUN Björn Zoëga, for- stjóri Landspítalans, tók fyrir helgi nýtt hjólastæði við Hringbraut í notkun. AFGANISTAN,AP Byssumaður skaut háttsettan fulltrúa afganska friðar- ráðsins til bana í höfuborginni Kabúl í gær. Morðið er enn eitt áfallið í áratugslangri baráttu við að binda endi á stríðið í landinu. Maðurinn sem var myrtur hét Arsala Rahmani og er fyrrverandi talibani sem gerðist samninga- maður um frið í Afganistan. Hann var staddur í bíl þegar árásar- maður á öðrum bíl myrti hann við gatnamót í vesturhluta Kabúl. Í september í fyrra gengu friðar viðræður til baka þegar fyrr verandi forseti Afganistan, Burhanuddin Rabbani, sem var yfirmaður friðarráðsins, var drepinn í sjálfsmorðsárás. Sendiráð Bandaríkjanna í Kabúl sagði á Twitter-síðu sinni að morðið á Rahmani væri harm- leikur. Hann var einn af fjörutíu áhrifa miklum Afgönum og fyrr- verandi tali bönum sem Hamid Karzai, forseti Afganistan, réði til að semja við talibana. Rahmani var menntamálaráðherra í ríkisstjórn talibana, sem stjórnaði Afganistan í fimm ár og hélt hlífiskildi yfir hryðjuverkasam tökunum al- Kaída allt þar til Bandaríkjamenn og bandamenn þeirra réðust inn í landið árið 2001. -fb Enn eitt áfallið í áratugslangri baráttu við að ljúka stríðinu í Afganistan: Meðlimur friðarráðsins myrtur Á VERÐI Afganskur hermaður á verði við gatnamótin þar sem Rahmani var drepinn. MYND/AP EGYPTALAND, AP Tveir forseta- frambjóðendur mættust í sjón- varpskappræðum í Egyptalandi fyrir helgina. Þetta er í fyrsta skiptið í sögunni sem Egyptar upplifa þessa tegund kosninga- baráttu og þá opinskáu gagnrýni sem henni getur fylgt. Þeir Amr Moussa, fyrr verandi leiðtogi Arababandalagsins, og Abdelmoneim Abul Fotouh, sem er hófsamur múslimi, skutu föstum skotum hvor á annan. Ágreiningur þeirra í kappræð- unum snerist einkum um hlut- verk trúarbragða í samfélaginu og hvernig eigi að koma á lýð- ræðisumbótum í Egyptalandi. - gb Kappræður í sjónvarpi: Egyptar spá í forsetakjörið NÝJUNG Í EGYPTALANDI Amr Moussa og Abdelmoneim Abul Fotouh í sjónvarps- kappræðum. NORDICPHOTOS/AFP NOREGUR Tillaga Hægri flokksins í Noregi um heimild lögreglu til fíkniefnaleitar með hundum í skól- um var fyrir helgi felld á norska þinginu. Skriflegt samþykki nem- enda verður að liggja fyrir slíkri leit. Séu nemendur yngri en 16 ára verður að fá samþykki foreldra. Lögreglan hefur birst skyndi- lega með hunda í skólum víða um Noreg. Í fyrra voru 29 nemendur handteknir við slíka fíkniefna- leit í Ósló en óvissa hefur ríkt um heimild lögreglu til hennar. Nemendafélög mótmæltu til- lögunni harðlega og sögðu að- gerðir lögreglu niðurlægjandi. - ibs Norskir þingmenn: Fíkniefnaleit í skólum óheimil RANNSÓKNIR Ný rannsókn leiðir í ljós afar ólík viðhorf fólks til refsinga við afbrotum, sér í lagi þegar kemur að kynferðisbrotum. Helgi Gunnlaugsson, prófessor við Félags- og mannvísindadeild Háskóla Íslands, kynnti niður- stöður rannsóknar sinnar á 50 ára afmælisráðstefnu Norræna sakfræðiráðsins sem fram fór á Hótel Selfossi í byrjun vikunnar. „Í ljós kemur djúp gjá í afstöðu fólks til kynferðisbrota gegn börnum,“ segir Helgi um niður- stöðurnar. „Mjög stór hópur er miklu harðari en dómararnir.“ Í rannsókninni var fólk í rýni- hópum beðið að lýsa afstöðu sinni til tveggja raunverulegra afbrota- mála. Annars vegar er um að ræða konu sem starfaði í banka og notaði aðstöðu sína til að draga sér fé, bæði með því að stofna gervi- reikninga og til að stela peningum af reikningum fólks. Af raksturinn af gervireikningunum notaði hún til hlutabréfakaupa og nam endan legt tap bankans 60 millj- ónum króna. Hitt voru smærri upp hæðir. Fyrir dómi fékk hún þriggja ára óskilorðsbundið fang- elsi. Í rýnihópunum vildi um fjórð- ungur sjá þyngri refsingu. Helmingur aðspurðra vildi hins vegar sjá fimm ára óskilorðs- bundið fangelsi, eða jafnvel mun þyngri refsingu, í máli fertugs manns sem misnotað hafði stjúp- dóttur sína. Misnotkunin hófst þegar stúlkan var tíu ára og lauk þegar hún var 15 ára. Maðurinn hafði við stúlkuna samfarir frá því hún var 14 ára. Málið komst upp þegar stúlkan greindi vinkonu sinni frá. Maðurinn brotnaði saman þegar málið komst upp og viðurkenndi allt og var fullur iðrunar. Hann var í góðu starfi og kominn í nýtt hamingjuríkt samband þegar að dómi kom. Hann var þá dæmdur í 18 mánaða óskilorðsbundið fangelsi. „En síðan var þarna í rýni- hópunum þriðjungur sem bara vildi ekki fangelsisrefsingar og kaus fremur aðrar leiðir,“ segir Helgi og kveður það fólk fremur hafa horft til betrunarúrræða og mýkri leiða. „En afstaðan sem í ljós kom í báðum hópum er mjög afgerandi, annars vegar er það rosaleg harka og svo hinir sem telja að nálgast þurfi hlutina á annan hátt.“ Rannsókn Helga er hluti af stærri norrænni rannsókn, en niðurstöður hennar leiða í ljós heldur meiri refsigleði en í þeirri norrænu. Í hvoru máli fyrir sig voru þrír rýnihópar, á aldrinum 18 til 29 ára, 30 til 49 ára og 50 til 74 ára, alls um 30 manns í hvoru máli. olikr@frettabladid.is Helmingurinn vildi sjá þyngri refsingar Um helmingur aðspurðra í nýrri rannsókn hefði viljað sjá mun þyngri dóm yfir manni sem misnotaði stjúpdóttur sína. Um þriðjungur valdi vægari refsingu. Afbrotafræðiprófessor segir viðhorf fólks til refsinga skiptast í tvö horn. Á HÓTEL SELFOSSI Helgi Gunnlaugsson, prófessor við Háskóla Íslands, kynnti niður- stöður nýrrar rannsóknar á viðhorfum Íslendinga til refsinga, á ráðstefnu Norræna sakfræðiráðsins í vikunni. FRÉTTABLAÐIÐ/ÓKÁ Afstaðan sem í ljós kom í báðum hópum er mjög afgerandi, annars vegar er það rosaleg harka og svo hinir sem telja að nálgast þurfi hlutina á annan hátt. HELGI GUNNLAUGSSON PRÓFESSOR VIÐ HÁSKÓLA ÍSLANDS Erill vegna ölvunar Erill var hjá lögreglunni á höfuðborgar- svæðinu vegna útkalla tengdra ölvun og hávaða á aðfaranótt laugardags. Einn var tekinn vegna líkamsárásar við Dalshraun í Hafnarfirði og flytja þurfti mann á sjúkrahús með blæðandi sár á hnakka. Sá féll aftur fyrir sig af barstól. Ók á móti umferð Drukkinn 17 ára drengur ók bíl á móti umferð á Snorrabraut í Reykjavík laust eftir klukkan þrjú á aðfaranótt laugar- dags. Lögregla flutti hann í hendur foreldra sinna að lokinni skýrslu- og sýnatöku. Þrír aðrir voru gripnir um nóttina grunaðir um ölvunar- og/eða vímuefnaakstur. LÖGREGLUMÁL HVÍTIR TÍGRAR Hvítur tígrishvolpur í kjafti móður sinnar í dýragarði í Úkraínu. Hvít tígrisdýr eru sjaldgæf. NORDICPHOTOS/AFP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.