Fréttablaðið - 14.05.2012, Síða 8
14. maí 2012 MÁNUDAGUR8
Meðaleyðsla aðeins
3,8 lítrar á hverja 100 km*
www.volkswagen.is
Sparar sig vel
Volkswagen Polo Trendline TDI
Komdu og reynsluaktu Volkswagen Polo
* Miðað við blandaðan akstur á beinskiptum
Volkswagen Polo Trendline 1.2 TDI
Polo kostar aðeins frá
2.390.000 kr.
A
uk
ab
ún
að
ur
á
m
yn
d:
1
8“
á
lfe
lg
ur
, þ
ok
ul
jó
s
og
li
ta
ða
r
rú
ðu
r
Fiskikóngurinn • Sogavegi 3 • sími 587 7755
OPIÐ LAUGARDAGA 10-15.00
Humar 2.350 kr.kg
Harðfiskurinn
frá Stykkishólmi
Þessi sjúklega góði
Sigin Grásleppa
Frá Drangsnesi
Nýr flugvallarstjóri ráðinn
Hjördís Þórhallsdóttir hefur verið
ráðin flugvallarstjóri hjá ISAVIA á
Akureyrarflugvelli í stað Sigurðar
Hermannssonar. Hann hefur gegnt
starfinu frá 1997, en lætur af störfum
í haust fyrir aldurs sakir.
FSu fær nýjan skólameistara
Menntamálaráðherra hefur skipað
Olgu Lísu Garðarsdóttur í stöðu skóla-
meistara Fjölbrautaskóla Suðurlands
á Selfossi (FSu), að því er fram kemur
á vef skólans. Hún tekur við í ágúst
af Örlygi Karlssyni sem gegnt hefur
stöðunni síðustu ár, en hann hefur
starfað við skólann frá stofnun hans
fyrir rúmum 30 árum.
STJÓRNSÝSLA
SLYSAVARNIR Faxaflóahafnir sf.
styrkja starfsemi Landsbjargar,
Björgunarbátasjóðs Reykjavíkur
og fjögurra björgunarsveita við
Faxaflóa næstu fimm árin. Skrifað
var undir samning þessa efnis á
aðalfundi Faxaflóahafna á laugar-
dag. Alls greiða Faxaflóahafnir út
á samningstímanum tíu milljónir
króna, tvær milljónir hvert ár.
„Auk Landsbjargar og Björg-
unarsjóðs Reykjavíkur nær samn-
ingurinn til Björgunar sveitarinnar
Ársæls í Reykjavík, sem hyggur á
bátakaup, Björgunar sveitarinnar
Kjalar á Kjalarnesi, Björgunar-
félags Akraness og Björgunar-
sveitarinnar Brákar í Borgarnesi,“
segir í tilkynningu Landsbjargar
og Faxaflóahafna.
„Aðilar samkomulags þessa eru
sammála um að veita hver öðrum
gagnkvæma aðstoð þegar á þarf
að halda vegna björgunar og að-
stoðar við sjófarendur, skip og
báta á Faxaflóa,“ segir í fyrstu
grein samkomulagsins. Þá segir í
tilkynningunni að í samkomulaginu
felist viðurkenning Faxaflóahafna
á mikil vægi björgunarsveitanna
og staðfesting á hlutverki þeirra
til aðstoðar sjófarendum. - óká
Faxaflóahafnir hafa samið við björgunarsveitir við Faxaflóa um styrk og aðstoð:
Aðstoða sjófarendur á Faxaflóa
SKRIFAÐ UNDIR Um helgina var gengið
frá samningi um styrk Faxaflóahafna sf.
til björgunarsveita sem hjálpa sjófar-
endum á Faxaflóa. MYND/LANDSBJÖRG
LONDON, AP Breska varnarmála-
ráðuneytið hefur staðfest að tveir
hermenn Nato, sem voru skotnir
til bana í Afganistan á dögunum,
hafi verið Bretar.
Tilræðismennirnir voru klædd-
ir afgönskum lögreglubúningum.
Ekki er vitað hvort þeir hafi notað
búningana sem dulargervi. Her-
mennirnir voru skotnir þegar þeir
héldu uppi öryggisgæslu á sam-
komu yfirmanna í sýslunni Helm-
and. 414 breskir hermenn hafa
látið lífið í Afganistan síðan ráðist
var inn í landið árið 2001. -fb
Skotárás í Afganistan:
Tveir breskir
hermenn féllu
MEXÍKÓ,AP Fjörutíu og níu aflimuð
og afskræmd lík fundust í plast-
pokum á þjóðvegi sem tengir
saman borgina Monterrey og
bandarísku landamærin. Þetta er
enn eitt áfallið í baráttu yfirvalda
gegn sífellt versnandi stríði á milli
mexíkóskra eiturlyfjagengja.
Skipulögð glæpagengi í Mexíkó
skilja oft eftir lík á fjölförnum
stöðum til að senda andstæð ingum
sínum skilaboð. Einhver fórnar-
lambanna sem fundust á þjóð-
veginum í gær báru húðflúr Santa
Muerte-samtakanna sem eru vin-
sæl á meðal eiturlyfjasala. Ekki er
samt útilokað að fórnarlömbin hafi
verið fólk sem ætlaði að flýja yfir
landamærin til Bandaríkjanna.
Að sögn lögreglunnar í sýslunni
Nuevo Leon var borði skilinn eftir
þar sem líkin fundust með skila-
boðum frá eiturlyfjahringnum
Zetas þar sem hann lýsti ábyrgð
fyrir fjöldamorðunum á hendur
sér. Erfitt var að bera kennsl á
líkin vegna þess að búið var að
skera af þeim höfuðin, hendurnar
og fæturna.
Barátta mexíkóskra eiturlyfja-
hringja hefur farið harðnandi að
undanförnu. Þeir svífast einskis
til að öðlast stjórn yfir svæðunum
sem notuð eru til að smygla eitur-
lyfjum til Bandaríkjanna, auk
þess sem þeir berjast um yfirráð á
eitur lyfjamarkaðnum heima fyrir.
Einnig beita þeir ítrekað fjárkúg-
unum og herja oft á þá sem reyna
að komast ólöglega til Banda-
ríkjanna.
Í september skildi Sinaloa-
hringurinn eftir 35 lík við þjóð-
veg skammt frá borginni Vera-
cruz og nokkrum dögum síðar
fann lögreglan 32 lík til viðbótar
skammt frá. Svo virtist sem sami
eiturlyfjahringur hafi þar verið að
verki. Í nóvember fundust 26 lík í
Guadalajara, sem er svæði þar
sem Zetaz- og Sinola-hringirnir
hafa barist um yfirráð.
Á síðasta ári fundust 193 lík í
fjöldagröf í bænum San Fernando.
Talið er að þetta hafi verið flótta-
menn sem voru drepnir af Zetas-
hringnum. 72 flóttamenn til við-
bótar, margir frá Mið-Ameríku,
fundust drepnir í San Fernando
árið 2010.
freyr@frettabladid.is
Hátt í fimmtíu lík
fundust á þjóðvegi
Hátt í fimmtíu lík fundust aflimuð á þjóðvegi við landamæri Bandaríkjanna og
Mexíkó. Barátta mexíkóskra eiturlyfjahringja um yfirráðasvæði fer harðnandi.
Á ÞJÓÐVEGINUM Vígalegur mexíkóskur lögreglumaður á þjóðveginum þar sem 49
aflimuð lík fundust í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
SVEITARSTJÓRNARMÁL VA arkitektar
báru sigur úr býtum í samkeppni
um hönnun nýs hjúkrunarheim-
ilis á Ísafirði. Tillagan var kynnt
við athöfn í matsal Heilbrigðis-
stofnunar Vestfjarða á föstudag.
Um leið voru kynnt úrslit í
samkeppni um nafn á heimilið.
Sigurvegari þar var Magdalena
Sigurðardóttir sem lagði
til nafnið „Eyri“, að því er
fram kemur í tilkynningu frá
Ísafjarðar bæ. - óká
Hönnunartillaga var kynnt:
Nafnið Eyri bar
sigur úr býtum
1. Hvernig deild segir lögregla og
fleiri að skorti innan lögreglunnar?
2. Hvað var þingsályktunartillaga
um fækkun ráðuneyta rædd lengi
á Alþingi?
3. Hvað heitir rektor Háskólans í
Reykjavík?
SVÖRIN
1. Mansals- og vændisdeild. 2. Í fjörutíu
klukkustundir. 3. Ari Kristinn Jónsson.
VEISTU SVARIÐ?