Fréttablaðið - 14.05.2012, Síða 14
14 14. maí 2012 MÁNUDAGUR
FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Atli Fannar Bjarkason (dægurmál) atlifannar@frettabladid.is
HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir, ritstjórnarfulltrúi, sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is
ÍÞRÓTTIR: Sigurður Elvar Þórólfsson seth@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald
RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is
Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að
fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í
gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871
greinar@frettabladid.is
FRÁ DEGI TIL DAGS
HALLDÓR
Verðvernd verslana er fullkomin rökleysa.
Þeir sem auglýsa verð-
vernd bjóða nefnilega ekki
lægsta verðið hjá sjálfum
sér, heldur hjá öðrum –
hjá keppinautum sínum.
Ómerkilegri auglýsinga-
brella er vandfundin.
Sá sem býður verðvernd
getur þess vegna verið með
hæsta verðið. Eina lof orðið
sem felst í verðvernd er að
ef viðskiptavinur finnur
lægra verð annars staðar
þá fær hann mismuninn
kannski endurgreiddan.
Verðvernd er ódýr mark-
aðssetning, því fólk hefur
sjaldnast ávinning af
ómældri fyrirhöfn sinni.
Dæmi: Viðskiptavinur kaupir
vöru á 6.000 kr. í verð-
verndar verslun og finnur
sambærilega vöru á 5.500 kr.
í annarri. Hann þarf þá að
útvega sönnun fyrir ódýrari
vörunni, hún má ekki vera á
tímabundnu tilboði og ekki
til sölu á netinu. Með kvittun
eða auglýsingu í hönd þarf
viðskiptavinurinn að fara
aftur í verðverndarversl-
unina. Ef krafa hans er sam-
þykkt (sem er alls ekki víst),
þá fær viðskiptavinurinn
500 kr. mismuninn endur-
greiddan og svo til viðbótar
10-12% af lægri upp hæðinni.
Samtals rúmlega þúsund
krónur. Hugsanlega, en
varla þó, dugar peningurinn
fyrir bensíninu í þessar við-
bótarferðir. Tímakaup: núll
krónur.
Það getur seint talist hag-
kvæmt fyrir fólk að fara
þrjár ferðir til að fá lægsta
verðið. Að því leyti stríð-
ir verðvernd gegn mark-
miðum samkeppnislaga um
að vinna að hagkvæmri nýt-
ingu framleiðsluþátta þjóð-
félagsins.
Eina skynsamlega verð-
verndin er auðvitað að neyt-
endur beri saman verð milli
verslana áður en þeir kaupa.
Verðvernd er rökleysa
Viðskipti
Ólafur
Hauksson
almannatengill
Eina skyn-
samlega
verðverndin
er auðvitað
að neyt-
endur beri
saman verð
milli verslana
áður en þeir
kaupa.
www.ms.is
Með D-vítamíni sem hjálpar
þér að vinna kalkið úr mjólkinni.
Meira fjör með Fjörmjólk!
Fáðu D-v
ítamín
úr Fjörmjó
lk!
Ó
lafur Ragnar Grímsson forsetaframbjóðandi birtist lands-
mönnum í gamalkunnugum, pólitískum árásarham í
útvarpsþættinum Sprengisandi á Bylgjunni í gær morgun.
Hann gagnrýndi þar einkum og sér í lagi Þóru Arnórs-
dóttur mótframbjóðanda sinn býsna harkalega. Hann
talar harðar um mótframbjóðendurna en þeir hafa talað um hann.
Ólafur ætlar að heyja alvöru kosningabaráttu; opna kosninga-
miðstöð, fara í fundaherferð um landið, opna heimasíður og nýta
samfélagsmiðla eins og flestir mótframbjóðendur hans gera.
Þetta kann að koma einhverjum á óvart, því að yfirleitt þegar
sitjandi forseti hefur fengið mótframboð hefur hann ekki farið í
neinn slag við andstæðingana, heldur gætt orða sinna og haldið
áfram að vera forsetalegur. Nú er tilfellið hins vegar að skoðana-
kannanir sýna að Ólafur getur orðið undir í kosningunum. Hann
telur sig því væntanlega ekki
eiga annan kost en að bíta frá sér.
Og þá kemur heldur ekki á óvart
að hann beini spjótum sínum
einkum að Þóru, sem samkvæmt
könnunum veitir honum harðasta
keppni, en tali heldur fallega um
aðra frambjóðendur.
Ólafur Ragnar hyggst hefja
kosningabaráttu sína í sjávarplássinu Grindavík og ætlar greinilega
að nýta sér óvinsældir kvótafrumvarpa ríkisstjórnarinnar á lands-
byggðinni. Hann gefur í skyn að hann kunni að synja lögum um
breytingar á fiskveiðistjórnuninni staðfestingar og segir það mál
henta öðrum betur til að setja í þjóðaratkvæðagreiðslu.
Það er rétt hjá Ólafi Ragnari að spurningin um þjóðareign á fiski-
miðunum og gjald fyrir afnot af þeirri auðlind getur átt fullt erindi
í þjóðaratkvæðagreiðslu. Eins og málið liggur hins vegar nú fyrir
á Alþingi, þar sem blandað er saman annars vegar þessu grund-
vallaratriði og hins vegar margvíslegum breytingum á fiskveiði-
stjórnunarkerfinu, liggur það ekki beint við. Sá sem er hlynntur
skýrari lagaákvæðum um þjóðareign og afnotarétt getur verið alveg
andvígur breytingum á fiskveiðistjórnuninni sem slíkri. Þess vegna
er þjóðaratkvæðagreiðsla sem kæmi í kjölfar synjunar forseta á
lögunum ekki til þess fallin að leggja skýrar línur í því máli.
Ólafur Ragnar ætlar greinilega að spila á óvinsældir núverandi
ríkisstjórnar, meðal annars með því að vísa til ummæla andstæðings
síns Þóru um að hún telji ekki að forsetinn eigi að ganga gegn utan-
ríkisstefnu sitjandi ríkisstjórnar. Það er auðvit að hans útlegging á
hlutverki forsetans og í fullu samræmi við það hvernig hann telur
forsetann eiga að reka sjálfstæða pólitík. Þeir mótframbjóðendur
hans sem mælast með mest fylgi, Þóra og Ari Trausti Guðmundsson,
tala hins vegar fyrir hefðbundnari túlkun á forsetaembættinu og
ætla sér augljóslega fremur hlutverk sameiningartáknsins. Ólafur
Ragnar hefur rétt fyrir sér um það að í kosningunum eru línur að
þessu leyti skýrar. Margir kjósendur munu vafalaust láta það ráða
atkvæði sínu hvora útgáfuna af forsetaembættinu þeir kjósa fremur.
Hugsanlega mun hinn árásargjarni málflutningur hjálpa Ólafi
Ragnari að rétta hlut sinn á þeim tæplega sjö vikum sem eru til
kosninga. En það er líka til í dæminu að hann hafi fært öðrum fram-
bjóðendum tækifæri til að setja sig í forsetalegri stellingar með því
að afþakka boðið um að láta draga sig ofan í pólitíska drullupollinn
sem forsetinn ætlar nú greinilega að ösla í gegnum.
Forsetinn í pólitískum árásarham:
Skýrar línur
Ólafur Þ.
Stephensen
olafur@frettabladid.is
SKOÐUN
Bestu og verstu
Stéttarfélagið SFR hefur venju sam-
kvæmt útnefnt stofnanir ársins.
Niðurstöðurnar byggja á margþættri
könnun meðal starfsfólks á gæðum
vinnustaðarins. Sérstakur saksóknari
má vel við una, enda trónir hann
á toppnum meðal stórra stofnana
annað árið í röð. Persónuvernd og
Landmælingar Íslands eru síðan bestu
vinnustaðirnir í flokkum smárra
og meðalstórra stofnana. Á
hinum endanum eru stofnanir
þar sem einhverjir þurfa að
líta í eigin barm – til dæmis
Sýslumaðurinn á Eskifirði, Heil-
brigðisstofnunin á Blönduósi,
Landlæknisembættið og
Vinnumálastofnun, sem ætti reyndar
kannski öðrum stofnunum fremur
að gæta þess að andrúmsloftið á
vinnustaðnum sé gott.
Hvað breyttist?
Ólafur Ragnar Grímsson hóf kosninga-
baráttu sína í gær með látum. Áður
hafði komið fram að það hygðist
hann ekki gera fyrr en framboðs-
frestur rynni út 25. maí. Þangað
til eru enn ellefu dagar. For-
setinn er í stuði og það er
óneitanlega hressandi að
fá hann í slaginn, en það
væri samt gaman að vita
hvað breyttist.
Kaffi í Ráðherrabústaðnum
Þingflokkur Hreyfingarinnar mætti –
eins og hann leggur sig – á vinnu-
fund ríkisstjórnarinnar í gær. Það er
óvenjulegt og gerist varla nema mikið
liggi við. Steingrímur J. Sigfússon
gerði samt lítið úr því – sagði að þau
hefðu verið að diskútera stjórnar-
skrármál, en þó alls ekki vegna þess
að ríkisstjórnin óttaðist að hafa ekki
meirihluta fyrir málinu á þingi.
Eins og þau hafi bara litið við í
sunnudagskaffi. Auðvitað er það
samt ekki málið. Menn hafa
ekki samráð við stjórnarand-
stöðuna að ástæðulausu, eins og
mun eflaust koma í ljós á næstu
dögum. stigur@frettabladid.is