Fréttablaðið - 14.05.2012, Side 18

Fréttablaðið - 14.05.2012, Side 18
FÓLK|HEIMILI Innblásturinn að baki borðinu er málverk sem ég fann af franskri miðaldaveislu en þá var venjan að gestgjafinn sæti í miðjunni, við hjarta borðsins,“ segir Guðrún Theodóra, nýútskrifaður vöruhönnuður en hún sýndi fjölnota borð á útskriftarsýningu LHÍ. „Tengsl milli fólks styrkjast mest þegar það sest niður og borðar saman. Ég vildi strax hafa hjarta í borðinu sem hefði notagildi en í dag notum við gjarnan sama borðið til að vinna við og til að borða við,“ útskýrir Guðrún. Með miðjunni er hægt að skipta borðinu upp og nota sem korktöflu. Þá þarf ekki að hafa tölvuna og vinnu- pappírana í augsýn meðan borðað er. Korkplatan nýtist sem hitaplatti þegar hún liggur flöt í borðplötunni og sem upphækkun undir matinn ef hún er lögð tvöföld. „Borðfæturnir eru í búkkaformi því veislusalirnir á miðöldum voru marg- nota og borð sett upp á búkka þegar haldnar voru veislur. Guðmundur Egg- ertsson smíðaði fyrir mig borðið fyrir útskriftarsýninguna en draumurinn er auðvitað að fá borðið framleitt og koma því á markað,“ segir Guðrún. Framundan hjá Guðrúnu er spenn- andi sumar eftir annasama lokaönn í Listaháskólanum en hún landaði draumastarfinu fyrir ungan og upp- rennandi hönnuð. „Ég er að fara að vinna sem að- stoðarmaður Helgu Jósepsdóttur, vöruhönnuðar, en hún heldur utan um sumarbúðir í Frakklandi á vegum Vitra hönnunarsafnsins. Þangað koma frægir hönnuðir alls staðar að úr heiminum og halda vikuleg námskeið,“ segir Guðrún og hlakkar auðheyrilega til. „Já, þetta er algjört draumastarf. Svo langar mig í mastersnám í vöruhönnun í framhaldinu.“ ■ rat FJÖLNOTA FLÉTTA NÝ ÍSLENSK HÖNNUN Guðrún Theodóra Alfreðsdóttir vöruhönnuður hannaði borð sem hægt er að umbreyta eftir aðstæðum á heimilinu. FJÖLNOTA Hægt er að skipta borð- inu upp í vinnuborð annars vegar og matar- borð hins vegar. Í fullri lengd rúmar borðið tíu manns. Borðið smíðaði Guðmundur Eggertsson fyrir Guðrúnu. SPENNANDI SUMAR Guðrún mun verja sumr- inu í Frakklandi við að halda utan um sumar- búðir fyrir hönnuði á vegum Vitra hönnunar- safnsins. MYND/VALLI MYNDIR/HÉÐINN EIRÍKSSON Í tilefni af 45 ára starfsafmæli JSB er stelpum og strákum á aldrinum 7 – 15 ára boðið upp á frítt námskeið í jazzballett. Kennt er 2x í viku 60 mínútur í senn. Nánari upplýsingar eru á vefnum www.jsb.is og á facebook. Góða skemmtun Skráning er hafin á jsb.is Fyrstur kemur, fyrstur fær! Sumarnámskeið í jazzballett 29. maí -11. júní! Lágmúla 9 • 108 Reykjavík • Sími 581 3730 • Bréfasími 581 3732 • jsb@jsb.is • www.jsb.is Nám og kennsla Danslistarskóli JSB er viðurkenndur af menntamálaráðuneytinu sem listdansskóli á grunn- og framhaldsskólastigi. Nánari upplýsingar um nám við skólann er að finna á www.jsb.is undir Danslistarskóli JSB. Viltu gerast vinur JSB? Danslistarskóli JSB er á facebook E F L IR a lm a n n a te n g s l / H N O T S K Ó G U R g ra fí s k h ö n n u n FRAMHALDSNEMENDUR OG NÝNEMAR Rafræn skráning er á www.jsb.is, upplýsingar í síma 581 3730 Jazzballett Skemmtilegt og fjölbreytt dansnám fyrir stelpur og stráka frá 6 ára aldri Í boði eru byrjenda- og framhaldshópar á aldrinum 6-7 ára, 8-9 ára,10-12 ára, 13-15 ára og 16+ Uppbyggileg dansþjálfun sem veitir svigrúm til sköpunar og frelsi til tjáningar Allir nemendur taka þátt í glæsilegri nemendasýningu í Borgarleikhúsinu á vorönn. Stundaskrá birtist á vefnum 17. ágúst. Kennsla hefst 5. september! Danslistarskóli JSB er samstarfsaðili að Frístundakorti Reykjavíkurborgar Ókeypis Takið eftir ! Jazzballett Innritun fyrir haustönn stendur yfir á www.jsb.is Kennslustaðir: Danslistarskóli JSB í Kópavogi, Íþróttahúsi Digraness. Almenn braut. Danslistarskóli JSB í Reykjavík, Lágmúla 9 og Laugardalshöll. Almenn braut og listdansbraut. Straumur mánudags- kvöld kl. 22 FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum auglýsingum. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal Sölumenn: Jónína María Hafsteinsdóttir, jmh@365.is s 512 5473 Sverrir Birgir Sverrisson, sverrirbs@365.is s 512 5432 | Hönnun: Silja Ástþórsdóttir

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.