Fréttablaðið - 14.05.2012, Side 40
FASTEIGNIR.IS4 14. MAÍ 2012
Tilboð óskast í íbúðarhúsnæði á 1.hæð að
Fossheiði 54 í Sveitarfélaginu Árborg.
15244. Íbúðarhúsnæði í húsinu númer 54 við Fossheiði í
Sveitarfélaginu Árborg.
Um er að ræða 4ra herbergja íbúð á 1.hæð, svölum og
geymslum í kjallara ásamt hlutdeild í sameign og leigulóðar-
réttindum. Húsið er byggt úr steinsteypu árið 1976. Stærð
húsnæðisins er 130,3m² .Brunabótamat er kr.25.450.000.- og
fasteignamat kr. 15.950.000.- samkv. Fasteignaskrá Íslands
Húsnæðið er til sýnis í samráði við Trausta Traustason í síma
897 2615 og Ríkiskaup, Borgartúni 7, 105 Reykjavík í síma
530 1400. Tilboðseyðublöð liggja frammi á sama stað ásamt
reglum um frágang og útfyllingu á tilboðseyðublaði.
( sjá upplýsingar og myndir á heimasíðu Ríkiskaupa,
http://www.rikiskaup.is/ ).
Tilboð skulu berast Ríkiskaupum fyrir kl. 10.00 þann 29. maí
2012 þar sem þau verða opnuð í viðurvist bjóðenda er þess
óska.
Tilboð óskast í 9m² Sumarhús / garðhús
til flutnings, staðsett á lóð Fjölbrautaskóla
Suðurlands á Selfossi og byggt var af
nemendum og kennurum Fsu
síðastliðið skólaár.
Sala. 15260. Um er að ræða timburhús, 9m2 að grunnfleti.
Að utan er vatnsklæðning, grunnfúavarin og lituð með hálf-
þekjandi pine-lit. Bárujárn er á þaki en kjöl, rennur og niðurföll
vantar. Útihurð og gluggar eru úr furu. Að innan eru veggir og
loft án einangrunar og klæðningar. Gólf er einangrað og klætt
spónarplötum. Húsið verður til sýnis í samráði við Jón S. Gunn-
arsson í síma 899 2802, Svan Ingvarsson í síma 893 2092, og
Ríkiskaup í síma 530 1400
Tilboðseyðublöð og byggingarlýsing liggja frammi á sama stað
og í afgreiðslu Ríkiskaupa, Borgartúni 7, 105 Reykjavík.
(sjá upplýsingar og myndir á heimasíðu Ríkiskaupa, http://
www.rikiskaup.is/ ).
Tilboð skulu berast Ríkiskaupum fyrir kl. 10.00 þann 25. maí
2012 þar sem þau verða opnuð í viðurvist viðstaddra bjóðenda
er þess óska.
Tilboð óskast í 25m² Sumarhús / gestahús
til flutnings, staðsett á lóð Fjölbrautaskóla
Suðurlands á Selfossi og byggt var af
nemendum og kennurum Fsu síðastliðið
skólaár.
Sala. 15259. Um er að ræða timburhús, 25,m2 að grunnfleti.
Að utan er vatnsklæðning, grunnfúavarin og lituð með hálf-
þekjandi pine-lit. Bárujárn er á þaki en kjöl, rennur og niðurföll
vantar. Útihurð er úr mahony, gluggar eru úr furu. Innveggir eru
uppsettir og klæddir með panel, sem og útveggir og loft. Frá-
gang við glugga og hurð er ólokið að innan og utan. Gólf eru
klædd spónaplötum. Rafmagn er ídregið en eftir er að tengja
rafmagnstöflu og tengla vantar. Húsið verður til sýnis í samráði
við Jón S. Gunnarsson í síma 899 2802, Svan Ingvarsson í síma
893 2092, og Ríkiskaup í síma 530 1400
Tilboðseyðublöð og byggingarlýsing liggja frammi á sama stað
og í afgreiðslu Ríkiskaupa, Borgartúni 7, 105 Reykjavík.
( sjá upplýsingar og myndir á heimasíðu Ríkiskaupa, http://
www.rikiskaup.is/ ).
Tilboð skulu berast Ríkiskaupum fyrir kl. 10.00 þann 25. maí
2012 þar sem þau verða opnuð í viðurvist viðstaddra bjóðenda
er þess óska.
Tilboð óskast í 94,4 m² íbúðarhúsnæði á efri
hæð í fjórbýlishúsi í Grundarfirði.
15230 - Eyrarvegur 5, Grundarfirði.
Um er að ræða 94,4 m² íbúð á efri hæð í fjórbýlishúsi byggðu
úr steinsteypu árið 1966, samkv. Fasteignaskrá Íslands. Hús-
næðið skiptist í forstofu, hol, stofu, eldhús, búr, tvö svefnher-
bergi og baðherbergi.
Geymsluloft er yfir íbúðinni. Íbúðin þarfnast töluverðra endur-
bóta.
Brunabótamat er kr. 18.800.000,- og fasteignamat er kr.
12.700.000,- Húseignin verður til sýnis í samráði við Pétur
Kristinsson hdl í síma 438-1199 og Ríkiskaup, Borgartúni 7, 105
Reykjavík í síma 530 1400.
Tilboðseyðublöð liggja frammi á sama stað ásamt reglum um
frágang og útfyllingu á tilboðseyðublaði.
Gögnin eru einnig aðgengileg á heimasíðu Ríkiskaupa www.
rikiskaup.is
Tilboð skulu berast Ríkiskaupum, Borgartúni 7, Reykjavík
fyrir kl. 10.00 þann 29. maí 2012 þar sem þau verða opnuð í
viðurvist bjóðenda er þess óska.
Save the Children á Íslandi
GEFÐU
VATN
gjofsemgefur.is
9O7 2OO3
Útvarpsþátturinn
Snorri með Orra
frá hádegi
alla virka daga
KOMDU FRAM VIÐ AÐRA
Á NETINU EINS OG ÞÚ VILT LÁTA
KOMA FRAM VIÐ ÞIG
www.saft.is
fjölpósti, blöðum,
tímaritum, bréfum
og vörum.
Okkar
hlutverk
er að
dreifa
Sími 585 8300 - www.postdreifing.is