Fréttablaðið - 14.05.2012, Side 48
14. maí 2012 MÁNUDAGUR24
sport@frettabladid.is
PEPSI-DEILD KARLA fer aftur í gang í kvöld en þá verða spilaðir þrír leikir. Selfoss
tekur á móti FH, Blikar fá Val í heimsókn og Keflavík spilar á heimavelli gegn Stjörnunni.
Leikirnir hefjast allir klukkan 19.15 og verður lýst beint á Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins.
D
Y
N
A
M
O
R
E
Y
K
JA
V
ÍK
– einfalt og ódýrt
50% AFSLÁTTUR
AF NICOTINELL
TROPICAL FRUIT
204 STK. 2MG OG 4MG - TILBOÐIÐ GILDIR ÚT MAÍ
Spöngin 577 3500 • Hólagarður 577 2600 • Skeifan 517 0417 • Garðatorg 565 1321 • Setberg 555 2306 • Akureyri 461 3920
50%
AFSLÁT
TUR
Lokahóf KKÍ
Iceland Express-deild karla:
Bestur: Justin Shouse, Stjarnan
Besti útlendingur: J‘Nathan Bullock, Grind.
Besti þjálfari: Helgi J. Guðfinnsson, Grind.
Efnilegastur: Elvar Már Friðriksson, Njarð.
Besti varnarmaður: Guðmundur Jóns., Þór
Prúðastur: Darri Hilmarsson, Þór
Iceland Express-deild kvenna:
Best: Pálína Gunnlaugsdóttir, Keflavík
Besti útlendingur: Lele Hardy, Njarðvík
Besti þjálfari: Sverrir Þór Sverrisson, Njarð.
Efnilegust: Margrét Hálfdánard., Haukar
Besti varnarmaður: Pálína Gunnlaugs., Kef
Prúðust: Hildur Kjartansdóttir, Snæfell
Besti dómarinn: Jón Guðmundsson
Lokahóf HSÍ
N1-deild karla:
Bestur: Ólafur B. Ragnarsson, HK
Efnilegastur: Böðvar P. Ásgeirsson, Afture.
Besti þjálfari: Aron Kristjánsson, Haukar
Valdimarsbikarinn: Ólafur B. Ragnars., HK
Besti markv.: Aron R. Eðvarðs., Haukar
Besti sóknarm.: Ólafur B. Ragnarsson, HK
Besti varnarm. Matthías Ingimars, Hauk.
N1-deild kvenna:
Best: Stella Sigurðardóttir, Fram
Efnilegust: Heiðrún Helgadóttir, HK
Besti þjálfari: Stefán Arnarson, Valur
Sigríðarbikarinn: Stella Sigurðardóttir, Fram
Besti markv.: Florentina Stanciu, ÍBV
Besti sóknarm: Stella Sigurðardóttir, Fram
Besti varnarm: Anna Guðmundsd., Valur
ÍÞRÓTTIR Lokahóf HSÍ og KKÍ
fóru fram um helgina. Ólafur
Bjarki Ragnarsson úr HK og
Framstúlkan Stella Sigurðar-
dóttir sópuðu að sér verðlaunum
á lokahófi HSÍ.
Þau voru bæði valin best og
fengu einnig hina eftirsóttu
Valdimars- og Sigríðarbikara
sem veittir eru mikilvægustu
leikmönnum deildarinnar.
Pálína Gunnlaugsdóttir úr
Keflavík og Stjörnu maðurinn
Justin Shouse voru valin bestu
íslensku leikmenn Iceland
Express-deildanna.
J‘Nathan Bullock úr Grindavík
og Njarðvíkurstúlkan Lele Hardy
voru valin bestu útlendingarnir.
- hbg
Lokahóf HSÍ og KKÍ:
Þau bestu
verðlaunuð
ÓLAFUR BJARKI Var frábær í vetur er HK
vann sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil.
FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Enska úrvalsdeildin:
CHELSEA - BLACKBURN ROVERS 2-1
1-0 John Terry (30.), 2-0 Raul Meireles (33.), 2-1
Yakubu Aiyegbeni (59.).
EVERTON - NEWCASTLE UNITED 3-1
1-0 Steven Pienaar (15.), 2-0 Nikica Jelavic (26.),
3-0 Johnny Heitinga (65.), 3-1 Tony Hibberty,
sjm (73.)
MAN. CITY - QUEENS PARK RANGERS 3-2
1-0 Pablo Zabaleta (38.), 1-1 Djibril Cissé (47.),
1-2 Jamie Mackie (65.), 2-2 Edin Dzeko (91.), 3-2
Sergio Aguero (93.).
NORWICH CITY - ASTON VILLA 2-0
1-0 Grant Holt (10.), 2-0 Simeon Jackson (22.).
STOKE CITY - BOLTON WANDERERS 2-2
1-0 Jonathan Walters (12.), 1-1 Mark Davies (38.),
1-2 Kevin Davies (44.), 2-2 Jonathan Walters, víti
(76.).
SUNDERLAND - MAN. UNITED 0-1
0-1 Wayne Rooney (19.).
SWANSEA CITY - LIVERPOOL 1-0
1-0 Danny Graham (86.).
TOTTENHAM HOTSPUR - FULHAM 2-0
1-0 Emmanuel Adebayor (1.), 2-0 Jermain Defoe
(62.).
WEST BROMWICH ALBION - ARSENAL 2-3
0-1 Yossi Benayoun (3.), 1-1 Shane Long (11.), 2-1
Graham Dorrans (14.), 2-2 Andre Santos (29.), 2-3
Laurent Koscielny (54.).
WIGAN ATHLETIC - WOLVES 3-2
0-1 Matt Jarvis (8.), 1-1 Franco Di Santo (11.), 2-1
Emmerson Boyce (13.), 3-1 Emmerson Boyce
(78.), 3-2 Steven Fletcher (85.)
LOKASTAÐAN:
Man. City 38 28 5 5 93-29 89
Man. United 38 28 5 5 89-33 89
Arsenal 38 21 7 10 74-49 70
Tottenham 38 20 9 9 66-41 69
Newcastle 38 19 8 11 56-51 65
Chelsea 38 18 10 10 65-46 64
Everton 38 15 11 12 50-40 56
Liverpool 37 14 10 13 47-39 52
Fulham 38 14 10 14 48-51 52
WBA 38 13 8 17 45-52 47
Norwich City 38 12 11 15 52-66 47
Sunderland 38 11 12 15 45-46 45
Stoke City 38 11 12 15 36-53 45
Swansea City 37 11 11 15 43-51 44
Wigan 38 11 10 17 42-62 43
Aston Villa 38 7 17 14 37-53 38
QPR 38 10 7 21 43-66 37
Bolton 38 10 6 22 46-77 36
Blackburn 38 8 7 23 48-78 31
Wolves 38 5 10 23 40-82 25
ÚRSLIT
Pepsi-deild kvenna:
ÍBV-Valur 4-2
Vesna Smiljkovic, Danka Podovac, Shaneka
Gordon, Kristín Erna Sigurlásdóttir - Dóra María
Lárusdóttir, Dagný Brynjarsdóttir.
Þór/KA-Stjarnan 3-1
Katrín Ásbjörnsdóttir 2, Sandra María Jessen -
Ásgerður Stefanía Baldursdóttir (víti).
Afturelding-FH 1-1
Kristín Tryggvadóttir - Guðrún Frímannsd., (víti),
Breiðablik-Fylkir 1-1
Rakel Hönnudóttir - Hrafnhildur Hekla Eiríksdóttir.
Selfoss-KR 3-3
Valorie O’Brien 2, Eva Lind Elíasdóttir - Ólöf
Ísberg, Freyja Viðarsdóttir, Anna Garðarsdóttir.
ÚRSLIT
FÓTBOLTI Lokadagur ensku úrvals-
deildarinnar í gær verður lengi
í minnum hafður. Spennan og
dramatíkin sem varði allt til enda
var engu lík og í raun eins og í
lygasögu. Að lokum var það bláa
liðið í Manchester sem stóð uppi
sem sigurvegari á markatölu.
Man. City stóð betur að vígi
fyrir leiki gærdagsins. Sigur
gegn QPR tryggði þeim meistara-
titilinn. Man. Utd varð aftur á móti
að leggja Sunderland og vona það
besta.
United kláraði sitt verkefni með
marki frá Wayne Rooney. Leik-
menn United urðu að bíða eftir
tölum frá Etihad-vellinum þar sem
fleiri mínútum var bætt við þar.
Er venjulegum leiktíma var
lokið var Man. Utd meistari og
City þurfti þess utan að skora tvö
mörk gegn tíu leikmönnum QPR.
Óvinnandi vegur sögðu flestir en
ekki leikmenn Man. City.
Dzeko og Aguero fram kölluðu
kraftaverkið sem þurfti í uppbótar-
tíma og tryggðu City einhvern
ótrúlegasta sigur allra tíma.
„Þetta var algjörlega ótrúlegt en
við eigum þetta skilið. Ég hef samt
aldrei nokkurn tíma séð aðrar eins
lokamínútur í leik,“ sagði Roberto
Mancini, stjóri Man. City, en City
var að vinna sinn fyrsta meistara-
titil í 44 ár.
„Þetta er frábært fyrir félagið
og ég tileinka stuðnings mönnunum
sigurinn. Þeir eru búnir að bíða
lengi eftir þessu. Ég get samt
viður kennt að ég hélt að þetta væri
búið þegar fimm mínútur voru
eftir. Þetta hafðist og ég sé fyrir
mér að það séu bjartir tímar fram
undan hjá Man. City.“
Þessar lokamínútur voru erfiðar
fyrir leikmenn Man. Utd. Þeir
voru nánast fullvissir um að vera
orðnir meistarar en svo fengu þeir
tíðindin af kraftaverkinu á Etihad-
vellinum.
„Við óskum Man. City til ham-
ingju. Það lið sem vinnur deildina
á það alltaf skilið því það er
gríðar lega erfitt að vinna þessa
deild,“ sagði Sir Alex Ferguson,
stjóri Man. Utd, eftir leikinn.
„Þeir geta fagnað eins og þeir
vilja en saga félaganna er okkur í
hag. Það á ekkert félag álíka sögu
og Man. Utd. Það mun taka þá
heila öld að jafna það sem okkar
félag hefur gert. Þessi innkoma
þeirra er samt áskorun fyrir okkur
og við erum góðir þar. Við munum
bíta frá okkur á nýjan leik.“
Það voru síðan Grétar Rafn
Steinsson og félagar í Bolton sem
urðu að bíta í það súra epli að falla
úr úrvalsdeildinni en QPR slapp
þökk sé Stoke.
Arsenal nældi í þriðja sætið og
er öruggt með sæti í Meistara-
deild á næsta tímabili. Tottenham
fer aftur á móti ekki í Meistara-
deildina nema Bayern vinni
úrslitaleik Meistaradeildarinnar
gegn Chelsea. henry@frettabladid.is
KRAFTAVERKIÐ Á ETIHAD
Man. Utd var aðeins einni mínútu frá því að verja meistaratitil sinn á Englandi.
Sumir stuðningsmanna þeirra voru byrjaðir að fagna er Man. City átti ein-
hverja ótrúlegustu endurkomu sögunnar. City skoraði tvö mörk í uppbótartíma.
HVAÐ GERÐIST? Ryan Giggs og félagar í
Man. Utd trúðu vart sínum eigin eyrum
er þeir heyrðu af endurkomu City.
NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES
VINIR Á NÝ Endurkoma Carlosar Tevez í lið Man. City hafði mikið að segja. Sumir segja að City hefði aldrei orðið meistari án
hans. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES
FÓTBOLTI Pepsi-deild kvenna
hófst í gær og voru úrslit fyrstu
umferðar heldur betur óvænt.
Íslandsmeistarar Stjörnunn-
ar töpuðu á Akureyri en bikar-
meistarar Vals töpuðu í Vest-
mannaeyjum eftir að hafa komist
tveimur mörkum yfir.
Það er því von til þess að mótið
verði opnara og meira spennandi
en oft áður. - hbg
Pepsi-deild kvenna:
Meistaraliðin
byrja illa
FANNDÍS FRIÐRIKSDÓTTIR Átti ágætan
leik í liði Blika í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN