Fréttablaðið - 15.05.2012, Qupperneq 1
veðrið í dag
MEST LESNA
DAGBLAÐ Á ÍSLANDI*
Sími: 512 5000
*Samkvæmt prentmiðlakönnun Capacent Gallup janúar - mars 2012
Þriðjudagur
skoðun 12
2 SÉRBLÖÐ
í Fréttablaðinu
Fólk
Búslóðaflutningar
15. maí 2012
113. tölublað 12. árgangur
Dómur landsdóms
Mikilvægt er að greina
forsendurnar fræðilega,
skrifar Róbert Spanó.
umræðan 13
BÚSLÓÐAFLUTNINGAR
ÞRIÐJUDAGUR 15. MAÍ 2012
Kynningarblað HJÁLPLEGIR VEFIR, PERSÓNULEG ÞJÓNUSTA, SÖLURÁÐ..
Hollir og næringarríkir réttir eru uppistaðan á matseðli veitinga-staðarins Ginger en tæp tvö ár
eru síðan staðurinn var opnaður. Nýlega opnaði Ginger nýjan stað í verslun 10-
11 í Lágmúla en hann er meira í stíl við verslunina sjálfa að sögn Kristófers Jóns Hjaltalín, framkvæmdastjóra Ginger,
sem jafnan gengur undir nafninu Nonni. „Hægt er að koma hér sjö daga vikunnar og grípa hollan og góðan mat til að taka með heim eða í vinnuna Við l j
lingarétti og salöt. Öll brauð eru bökuð á staðnum en þau innihalda meðal
annars haframjöl og hunang. „Vefjurnar okkar eru vinsælastar. Þar notum við mikið marineraðan kjúkling en upp-
skriftin að leginum er leynileg. Við
tökum algengan mat, eins og samlokur og búum til holla útgáfu án þess þó að rétturinn verði þurr og leiðinlegur.“
Nonni segir viðskiptavinahópinn
breiðan. Íþróttafólk hafi verslað mikið
HEILBRIGÐI ALLA DAGAGINGER KYNNIR Veitingastaðurinn Ginger hefur opnað nýjan stað í verslun 10-11 í Lágmúla.
KOMA SÉR VEL Ginger býður að sögn Nonna upp á vinsæla heilsupoka sem innihalda mat fyrir hálfan og heilan dag. MYND/VALLI
FRÍSKANDI Í MORGUNSÁRIÐGrænn djús í morgunsárið gerir líkamanum ekkert nema gott. Setjið epli, engiferbút, spínatlúku, spergil-kál og límónusafa í blandarann og maukið þar til bland-an verður jöfn. Þetta má líka setja í safapressu en hafið í huga að við það tapast umtalsvert af trefjum.
Teg. 810857 - þunnur, veitir fínan stuðning í C,
D skálum á kr. 5.500,- buxur í stíl á kr. 1.995,-
Fallegur og sumarlegur
Laugavegi 178 - Sími: 551 3366
Þú mætir - við mælum og aðstoðum
www.misty.is
Opið frá 10-18 virka daga.
10-14 laugardaga
Betra loft - betr
Opið virka daga í sumar frá kl. 9 -18 • Stórhöfða 25 • 9 3100 56 • erg.is eirb
Raka- og lofthreinstæki
Verð: 29.850 kr.
Vatteraðir jakkar - 14.500 kr.
FYLGIR FRÉTTABLAÐINU Í DAG
N1 BLAÐIÐ
Sumartilboð
Fosshótela!
BÓKAÐU Á FOSSHOTEL.IS EÐA Í SÍMA 562 4000
EX
PO
•
w
w
w
.e
xp
o.
is
ms.is
Nýtt
Gráða & feta
ostateningar í olíu
Hanna íslenska smokka
Friðgerður Guðmundsdóttir og
Kristín Birna Bjarnadóttir
hanna smokka sem
minjagripi fyrir ferðamenn.
fólk 30
FÓLK Óperan Raven´s Kiss verður
frumsýnd í American Scandinavi-
an Society í New York í kvöld en
höfundar hennar eru Þorvaldur
Davíð Kristjánsson og tónsmiður-
inn Evan Fein.
Söguþráður
óperunnar á
rætur sínar að
rekja til Vest-
fjarða en þang-
að fóru Þor-
valdur og Fein
í ógleymanlega
ferð árið 2009.
„Ferlið hefur
verið einkar
ánægjulegt en þetta er í fyrsta
skipti sem ég tek þátt í að skrifa
leikgerð. Samvinnan er búin að
vera skemmtileg,“ segir Þorvaldur.
Brjálað veður og dularfullt
landslag heillaði Fein en félagarn-
ir kynntust í Juilliard-skólanum í
New York. - áp / sjá síðu 30
Koss hrafnsins í New York:
Þorvaldur sýnir
fyrstu óperuna
ÞORVALDUR DAVÍÐ
KRISTJÁNSSON
Fertug friðarhreyfing
Samtök hernaðar and-
stæðinga halda upp á 40
ára afmæli á morgun.
tímamót 18
BJART V-TIL Í dag verður áfram
hvöss suðaustan- og austanátt en
lægir heldur með deginum. Fremur
hægur vindur vestantil og nokkuð
bjart en él norðantil. Allt að 6 stiga
hiti sunnanlands en vægt frost fyrir
norðan. veður 4
2
1
0
1
4
FERÐAÞJÓNUSTA Rauðka ehf., Félag Róberts Guðfinns-
sonar, mun leggja 300 milljónir króna í skíðaskála á
skíðasvæði Siglfirðinga og fleiri framkvæmdir, en
félagið hefur þegar lagt 600 milljónir í uppbyggingu
í bænum. Með samkomulagi við Fjallabyggð fær
Rauðka lóð undir 900 milljóna króna hótel.
„Samkomulagið felur í sér atriði sem við teljum
vera mikilvæg til þess að byggja grundvöll fyrir
hótel. Það tengist ýmsum umhverfismálum og
skíðasvæðinu og golfvellinum,“ segir Finnur Yngvi
Kristinsson, verkefnisstjóri hjá Rauðku og tengda-
sonur Róberts.
Stefnt er að því að opna hótel með 64 herbergj-
um eftir þrjú ár, en frumhönnun hótelsins er lokið.
Rauðka rekur nú þegar gallerí og tvo veitingastaði á
Siglufirði. Markmiðið með frekari uppbyggingu er
að skapa byggðarlaginu sérstöðu og gera það eftir-
sóknarvert fyrir ferðamenn. - gar, bj / sjá síðu 4
Félag Róberts Guðfinnssonar ætlar að fjárfesta fyrir 1.200 milljónir á Siglufirði:
Byggja hótel fyrir 900 milljónir
Enginn Eiður Smári
Lars Lagerbäck valdi
landsliðshóp Íslands í gær.
Tveir nýliðar eru í hópnum.
sport 26
HALDIÐ Á HAF ÚT Þó viðrað hafi heldur kuldalega á landsmenn í gær gerði Dagur Freyr Hafliðason
sig kláran í að sigla af stað úr Reykjavíkurhöfn með afa sínum í gærkvöld til að veiða á sjóstöng. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
EFNAHAGSMÁL Landssamtök lífeyr-
issjóða höfnuðu í gær hugmynd-
um um að færa niður fasteignalán,
sem tryggð eru með lánsveðum hjá
ábyrgðarmönnum, að 110 prósent-
um af fasteignamati. Efnahagsráð-
herra, fjármálaráðherra, innanrík-
isráðherra og velferðarráðherra
lögðu drög að samkomulagi þar
um fyrir fulltrúa sjóðanna á fundi
í gær. Fulltrúar Íbúða lánasjóðs sátu
fundinn einnig.
„Það eru vonbrigði að lífeyris-
sjóðirnir telji sig ekki geta tekið
þátt í þessu með okkur. Þá hefur
farið mikill tími í að bíða eftir
afgreiðslu þeirra,“ segir Steingrím-
ur J. Sigfússon efnahagsráðherra.
Arnar Sigurmundsson, stjórnar-
formaður landssamtakanna, segir
að ljóst sé að lífeyrissjóðunum sé
ekki heimilt að færa niður inn-
heimtanlegar kröfur. Það hafi lengi
legið fyrir og í tengslum við aðgerð-
ir vegna skuldavanda heimilanna
árið 2010 hafi verið fengið lögfræ-
ðiálit sem staðfesti þetta.
„Heimildir okkar lífeyrissjóð-
anna til að fella niður innheimtan-
legar skuldir eru bara ekki til stað-
ar, það er alveg skýrt,“ segir Arnar
og bendir á að stærstur hluti þess-
ara lána, sem eru 2.400 talsins, sé í
góðum skilum.
Steingrímur segir hins vegar að
ekki sé verið að fara fram á að farið
verði á svig við lög. Þegar upp sé
staðið græði allir á skynsamlegri
úrlausn og slíkar aðgerðir gætu
bætt eignasafn lífeyrissjóðanna.
„Við erum jú öll saman í þessu
og lífeyrissjóðirnir líka, að koma
heimilunum í gegnum þessa erfið-
leika. Menn mega ekki alveg missa
sjónar á því og setja niður hælana
bara út af einhverri þröngri túlkun
á lagabókstafnum.“
Fréttablaðið hefur heimildir
fyrir því að vaxandi kurr sé í garð
lífeyrissjóðanna innan stjórnar-
flokkanna. Þykir mörgum að þeir
hafi ekki sýnt nægilegan vilja til
að koma til móts við skuldara með
lánsveð. Raddir um að leiðir til að
skattleggja lífeyrissjóðina til að
ná þessum greiðslum inn og koma
svo til móts við skuldarana verða æ
háværari. Steingrímur vildi þó ekki
staðfesta þetta.
„Ég ætla ekki að fara út í það, en
við þekkjum nú glímuna við þátt-
töku lífeyrissjóðanna í ýmsum
öðrum aðgerðum.“
Lífeyrissjóðirnir hafa lagt til þá
lausn að þeir selji Íbúðalánasjóði
umrædd lán og fengju í staðinn rík-
isskuldabréf eða ígildi þeirra. „Með
slíkum viðskiptum væri aðkomu líf-
eyrissjóðanna lokið,“ segir Arnar.
- kóp
Hugmyndum um nýjan
skatt á lífeyrissjóði vex fylgi
Lífeyrissjóðirnir hafna hugmyndum um niðurfellingu lána sem tryggð eru með lánsveði. Segja það ólöglegt
og bjóða upp á að ÍLS taki þau yfir. Raddir um að sækja fé í lífeyrissjóðina með skatti verða æ háværari.
Menn mega ekki alveg
missa sjónar á því og
setja niður hælana bara út
af einhverri þröngri túlkun á
lagabókstafnum.
STEINGRÍMUR J. SIGFÚSSON
RÁÐHERRA EFNAHAGSMÁLA