Fréttablaðið - 07.08.2012, Blaðsíða 1
veðrið í dag
MEST LESNA
DAGBLAÐ Á ÍSLANDI*
Sími: 512 5000
*Samkvæmt prentmiðlakönnun Capacent Gallup janúar - mars 2012
Þriðjudagur
skoðun 12
2 SÉRBLÖÐ
í Fréttablaðinu
Fólk
Fasteignir.is
veðrið í dag
7. ágúst 2012
183. tölublað 12. árgangur
Hollywood sefur ekki Þótt
Íslendingar hafi tekið sér frí um
helgina héldu dugnaðarforkarnir í
Hollywood áfram að mæta til vinnu.
popp 24
Þ að má kannski segja að ég sé kaupfélagsstjórinn innan gæsa-lappa,“ segir Jón Sævar en í Kaupfélaginu er hægt að kaupa marg-breytilegan varning í gleðilitum sem allir geta skreytt sig með á laugar-daginn þegar gleðigangan fer um miðbæ Reykjavíkur. „Kaupfélagið er fyrst og fremst upplýsingamiðstöð, við seljum miða á atburði tengda Hinsegin dögum og dót til skreytinga, það er að segja svokallaðan regnbogavarning. Havaí-böndin hafa verið vinsælust en einnig slár, treflar, hattar, fánar og fleira. Það eru um 32 vörutegundir og þeim fjölgar stöðugt,“ segir Jón Sævar. „Í fyrra urðu fjaðralengjur mikil tísku-vara á laugardeginum en spennandi verður að vita hvaða tíska verður nú,“ segir hann hress í bragði.Kaupfélagið er staðsett í bókabúð-inni Iðu í Lækjargötu og salan hefur farið vel af stað. „Fólk á öllum aldri kemur hingað til að kaupa miða á ýmsar uppákomur eða regnbogavarn-ing. Við verðum einnig með söluvagna á laugardag og fjóra svokallaða míní-markaði,“ segir Jón Sævar og bætir því við að sjálfboðaliðar í sölustörfin séu vel þegnir. „Þetta er mikil vinna en ákaflega skemmtileg.“Hinsegin dagar byrja í dag og standa fram á sunnudag. Hátíðin hefst með ljósmyndasýningu í Ráðhúsi Reykjavíkur. Málverkasýning verður í Borgarbókasafninu og Hinsegin kór syngur í Norræna húsinu. Þá verður frumsýnd ný heimildarmynd eftir Ragnhildi Steinunni Jónsdóttur, Hrafnhildur, svo eitthvað sé nefnt. Á sunnudag verður fjölskylduskemmtun í Viðey.Miðbærinn ætti að verða litríkur á laugardaginn þegar hágl ð
„Þá er skemmtilegt að bandaríski sendiherrann og starfsmenn sendi-ráðsins verða með í göngunni ií fyrra Þ ð
FRÍSKANDI ORKUSKOTHvernig væri að hreinsa kroppinn eftir helgina?
Hér er uppskrift að bráðhollum og bragðgóðum
safa. Setjið epli, eina lúku af spínati, svolítinn an-
anassafa, kókosvatn og klaka í blandara og bland-
ið silkimjúkt. Berið fram í háum glösum með röri.
LÍFLEGIR LITIR Jón Sævar Baldvinssonm ð
UNDIRBÝR LITRÍKA GLEÐI Á LAUGARDAGGLEÐIGANGA Jón Sævar Baldvinsson hefur í nógu að snúast þessa dagana,
enda heldur hann utan um Kaupfélag Hinsegin daga og ýmis fjármál er
tengjast þessum skemmtilega viðburði.
Opið virka daga í sumar frá kl. 9 -18Stórhöfða 25 569 3100 eirberg.is
Hlaupainnlegg
Teg 42027 - fæst í C,D,E skálum á kr. 5.800,- buxur í stíl á kr. 1.995,-
ÆÐISLEGUR í nýjum lit
Laugavegi 178 - Sími: 551 3366Þú mætir - við mælum og aðstoðumwww.misty.isOpið frá 10-18 virka daga.Lokað á laugardögum í sumar
Fást í 5 litum, lime, svörtu, rauðu, kongabláu og fjólubláu
Vatteraðir jakkar - 14.500 kr.
Bláu húsin v/FaxafenSími 553 7355 • www.selena.is
Útsalan
er hafin
FASTEIGNIR.IS
7. ÁGÚST 2012
31. TBL.
REMAX Alpha kynnir fallega
útsýnisíbúð við Laufbrekku í Kópavogi.
Íbúðin, sem er 108 fermetrar á annarri hæð
í tvíbýli, er mikið endurnýjuð. Eldhúsin -
réttingin er nýleg með vönduðum tækjum,
granítplötu og flísalögðu gólfi. Úr eldhúsinu
er hægt að ganga út á litlar svalir sem snúa
til austurs. Stofan og eldhúsið eru í einu
opnu rými með frábæru útsýni til norðurs
yfir Fossvoginn. Stofan er með gegnheilu
parketi og góðum suðursvölum þar sem
einnig eru dyr inn í svefnherbergi.
Baðherbergið er flísalagt með nuddbað-
kari og handklæðaofni. Svefnherbergin
eru þrjú. Þar af er eitt notað sem fataher-
bergi í dag. Ljóst plastparket er á svefnher-
bergjum.
Bílskúrinn er 44 fermetrar og er innrétt-
aður sem íbúð og gefur góða tekjumögu-
leika. Hluti af bílskúrnum er stúkaður af
sem geymslurými en auðvelt er að opna bíl-
skúrinn og gera hann aftur upprunalegan.
Fyrir framan bílskúrinn er upphitað bíla-
plan. Á jarðhæð er sameiginlegt þvottahús
og geymslurými. Fyrir um tólf árum var
þakið lagfært og húsið mál ð. Í da er verið
að yfirfara og lagfæra skólplagnir.
Allar upplýsingar veitir fasteignasalan
RE
Falleg útsýnisíbú
Landmark leiðir þig heim!
* Starfsemi Landmark byggir á öflugum mannauði sem veitir afburðaþjónustu! Fjórir löggiltir fasteignasalar. Áralöng reynsla.
Við erum Lan mark*
Sími 512 4900
landmark.is
Magnús
Einarsson
Löggiltur fasteignasali
Sími 897 8266
Sigurður
Samúelsson
Löggiltur fasteignasali
Sími 896 2312
Bergur
Steingrímsson
Löggiltur fasteignasali
Sími 896 6751
Sveinn
Eyland
Löggiltur fasteignasali
Sími 690 0820
Þórarinn
Thorarensen
Sölustjóri
Sími 770 0309
Kristberg
Snjólfsson
Sölufulltrúi
Sími 892 1931
Eggert
Maríuson
Sölufulltrúi
Sími 690 1472
Haraldur
Ómarsson
sölufulltrúi
sími 845 8286
Falleg 4ra herbergja íbúð, sem telur 2 stofur og 2 herbergi. 124,4 fm
Verð 36,9 m
Elín Viðarsdóttir
Lögg. fasteignasali
Auður Kristinsd.
Sölufulltrúi
audur@fasteignasalan.is
OP
IÐ
HÚ
S
Vegna
mikillar sölu
vantar eignir
á skrá!
Öldugata 50, 101 Rvk. 2. hæð
Opið hús, miðvikud. 8. ágúst kl. 17:00 - 17:30.
Save the Children á Íslandi
Gerðum þetta bara sjálf
Tónlistarhátíð unga fólksins
fagnar fimm ára afmælinu.
tímamót 18
w w w.forlagid. i s – a lvör u bókave rs lun á net inu
FULLKOMINN FERÐAFÉLAGI!
HÖNNUN Fabio Del Percio og
eiginkona hans, Anna Giudice,
hanna sessur og „grjóna“púða
sem fylltir eru
með íslensku
heyi og selja
í vinnustofu
sinni í Berg-
staðastrætinu.
Hjónin fluttu
hingað til lands
í október eftir
að hafa heim-
sótt Ísland
nokkrum sinn-
um og líkar lífið vel.
Að sögn Fabio reka for vitnir
vegfarendur oft nefið inn á
vinnustofu þeirra hjóna til að
komast að því hvað þau eru að
framleiða úr heyinu, en hug-
myndina að púðunum sótti hann
til uppeldisára sinna á ítölskum
sveitabæ. Hönnunin hefur vakið
nokkra athygli enda sérstök á
allan hátt. - sm/ sjá síðu 34
Nýstárleg notkun á heyinu:
Hanna sessur
og púða úr heyi
STJÓRNSÝSLA Stjórnendur Hörpu
vilja að greiðslur frá Sinfóníu-
hljómsveit Íslands og Íslensku
óperunni vegna nýtingar þeirra á
aðstöðu í húsinu verði hækkaðar
úr 170 milljónum króna á ári í 341
milljón króna. Með því á að bæta
rekstur hússins.
Stjórnendur sinfóníuhljóm-
sveitarinnar segja hins vegar að
hljómsveitin geti ekki skuldbundið
sig til greiðslu hærra gjalds nema
með því að framlög til rekstraraðila
hennar verði hækkuð. Þeir aðilar
sem greiða kostnað við hljóm-
sveitina eru ríkissjóður (82 prósent)
og Reykjavíkurborg (18 prósent).
Þetta er meðal þess sem kemur
fram í úttekt KPMG á rekstri og
skipulagi Hörpu sem unnin var
fyrir eigendur hússins, ríkissjóð
og Reykjavíkurborg. Fréttablaðið
hefur hana undir höndum.
Rekstraráætlun Hörpu gerir ráð
fyrir að rekstrartap hennar verði
407 milljónir króna á þessu ári. Það
er til viðbótar við þann tæpa millj-
arð króna sem ríki og borg leggja
húsinu til vegna greiðslu á lánum.
Í úttektinni kemur fram að stjórn-
endur Hörpu hafi fyrst og fremst
horft til lækkunar fasteignagjalda
og hækkunar á leigu Sinfóníuhljóm-
sveitarinnar og Íslensku óperunnar
til að draga úr fjárþörf sinni. Nú
sé hins vegar ljóst að fasteigna-
gjöld lækka ekki. Auk þess segir
í úttektinni að hækkun leigu muni
hjálpa „en ekki koma í veg fyrir
viðvarandi fjárþörf“.
Þjónustu- og leigu samningur
gerir ráð fyrir því að Íslenska
óperan greiði 48 milljónir króna
á ári. Sá samningur var gerður
í september 2010. Stjórnendur
Hörpu vilja að sú upphæð hækki í
82 milljónir króna.
Sinfóníuhljómsveit Íslands
greiðir 122 milljónir króna til
Hörpu vegna leigu og þjónustu.
Samningurinn var gerður árið
2007. Stjórnendur Hörpu telja
hækkun á hluta kostnaðar til hljóm-
sveitarinnar „eitt af lykil atriðunum
sem stjórnendur Hörpu hafa lagt
áherslu á til að draga úr halla-
rekstri“. Í fráviks áætlun þeirra
er gert ráð fyrir ríflega tvöföldun
leigu- og þjónustusamningsins úr
122 milljónum króna á ári í 259
milljónir króna. Sú upphæð þarf
að koma frá rekstraraðilum hljóm-
sveitarinnar, íslenska ríkinu og
Reykjavíkurborg. Þeir eru sömu
aðilar og eiga húsið. -þsj / sjá síðu 8
Vilja að sinfónían og óperan
greiði tvöfalt hærri húsaleigu
Stjórnendur Hörpu vilja hækka leigu Sinfóníuhljómsveitar Íslands og Íslensku óperunnar um samtals 100
prósent. Ríkissjóður og Reykjavíkurborg þurfa að fjármagna þá hækkun. Dugar ekki fyrir rekstrartapi.
Sýnir í Sjanghæ
Egill Bjarki Jónsson er
með ljósmyndasýningu í
Sjanghæ.
popp 34
SKÝJAÐ V-TIL Í dag má búast
við SV-átt, víða 3-8 m/s en heldur
hvassara verður NV-til. Nokkuð
bjart SA- og A-til en skýjað vestan
til og súld á stöku stað. Hiti á bilinu
12-18°C, hlýjast inn austan til.
VEÐUR 4
13
14
16
17
17
LÖGREGLUMÁL Lögreglan í Vest-
mannaeyjum hefur þrjár nauðg-
anir til rannsóknar eftir Þjóðhá-
tíðina sem lauk aðfaranótt
mánudags. Þá kom metfjöldi
fíkniefnamála upp á hátíðinni.
Á laugardagsmorgun kærði
átján ára gömul stúlka nauðgun
en hún var í kjölfarið flutt á
neyðar móttöku fórnarlamba
nauðgana í Reykjavík. Tuttugu
og tveggja ára gamall karl maður
var handtekinn á laugardags-
kvöld grunaður um verknaðinn
en honum var sleppt úr haldi
eftir skýrslutöku. Hann neitaði
sök.
Á sunnudagskvöld kærði
sautján ára gömul stúlka
nauðgun og á mánudags morgun
gerði 27 ára gömul kona slíkt
hið sama. Var tekið á móti
þeim báðum á neyðarmóttöku
nauðgana í Vestmannaeyjum og
þær síðan fluttar til Reykjavíkur
á neyðar móttökuna þar.
Konurnar gátu í öllum til vikum
gefið lýsingu á mönnunum sem
nú eru grunaðir í málunum. Öll
brotin þrjú áttu sér stað í Herj-
ólfsdal.
Þá komu upp 52 fíkniefnamál á
Þjóðhátíð og hafa þau aldrei verið
fleiri. Til samanburðar komu 37
slík mál upp í fyrra og 32 árið
2010.
Loks hafa átta líkamsárásar-
mál verið kærð til lögreglu, þar
af tvö mjög alvarleg. Í því alvar-
legasta var maður kýldur með
þeim afleiðingum að nef og tvær
tennur brotnuðu. - mþl
Aldrei fleiri fíkniefnamál komið upp á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum:
Þrjár nauðganir kærðar á Þjóðhátíð
VESTMANNAEYJUM Í GÆR Þúsundir gesta yfirgáfu Vestmannaeyjar í gær eftir að formlegri dagskrá Þjóðhátíðar lauk aðfaranótt
mánudags. FRÉTTABLAÐIÐ/ÓSKAR P. FRIÐRIKSSON
FABIO DEL PERCIO
milljónir er sú
upphæð sem
sinfónían og
óperan greiða árlega í leigu.
170
Ásdís ætlar sér í úrslit
Ásdís Hjálmsdóttir segir
raunhæft að komast í úrslit
í spjótkastskeppni kvenna.
sport 28