Fréttablaðið - 07.08.2012, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 07.08.2012, Blaðsíða 2
7. ágúst 2012 ÞRIÐJUDAGUR2 Bjarni, hvernig líst ykkur á að brugga Agnesi? „Hún gæti orðið nýtt og ferskt belgískt sumaröl.“ Bjarni Kristófer Kristjánsson er formaður Bjórseturs Íslands að Hólum í Hjaltadal. Sú hugmynd hefur vaknað innan set- ursins að brugga bjóra sem kenndir yrðu við íslenska biskupa á borð við Guðmund góða og Jón Arason. FERÐAMÁL „Það er ekki hægt að segja annað en að það sé töluverð umferð. Það eru alltaf þó nokkrir bílar og ein til tvær rútur á dag sem koma við,“ segir Halldór Þórarinsson, sem býr að Laugar- dælum. Leiði Bobby Fischers er orðinn vinsæll áfangastaður ferða- manna. Haraldur segir jákvætt að fólk komi og votti Fischer virðingu sína, á meðan það veldur ekki truflun eða ónæði. „Það hefur ekki gert það. Þetta er bara kurteist og almennilegt fólk þannig að það er ekkert nema jákvætt um þetta að segja.“ Guðmundur G. Þórarinsson skákáhugamað- ur hefur orðið var við þennan mikla áhuga. „Vinur bróður míns, Englend- ingur, var hér á ferð og langaði að fara að leið- inu. Það voru þrjár rútur á undan honum og bið- röð og hann þurfti að bíða í meira en klukkutíma til að komast að. Fólk var í biðröð til að taka af sér myndir við leiðið.“ Kristján Ágúst Friðfinnsson, sóknarprestur á Selfossi, segir fjölda fólks koma við í Selfoss- kirkju og spyrja vegar að Laugar- dælum. „Frá mínum bæjardyrum séð er þessi áhugi mjög jákvæður.“ Guðmundur segir að BBC hafi valið einvígi Fischers og Spass- kys sem einn af 10 merkilegustu viðburðum síðustu aldar. Það sé stórmerkilegt, þegar horft sé til þess að verið sé að bera það saman við tvær heimsstyrjaldir, kjarnorkusprengjur og rússnesku byltinguna, svo eitthvað sé tínt til. Hann saknar þess að meira sé úr því gert. „Þegar ég var á ferð í Arles í Frakklandi gekk ég þar eftir ein- hverri götu og sá að það var mikið að gerast inni í húsasundi. Ég fór þar inn og fólkið sagði við mig að það væri álitið að van Gogh hefði skorið af sér eyrað þarna. Þarna var allt fullt af ferðamönnum og menn voru að kaupa alls konar kort og ýmislegt.“ Guðmundur telur vannýtta möguleika hér á landi, í ljósi áhuga ferðamanna á gröf Fischers. „Ferðamenn kvarta yfir því að geta ekki fengið póstkort, ekki myndir af Fischer eða Spassky eða neitt.“ Halldór segir að komið hafi til tals að koma upp einhverri aðstöðu eða sölu fyrir ferðamenn, en ekki hafi orðið af því. „Hann velur sér þennan stað á vissan hátt til að fá að vera í friði. Það væri ekki bein- línis í hans anda að ætla að fara að gera eitthvað, nema það væri þá með fullri vinsemd og virðingu þeirra sem næst honum eru.“ kolbeinn@frettabladid.is Ferðamenn bíða í röð við leiði Fischers Örtröð hefur myndast í kirkjugarðinum í Laugardælum þegar ferðamenn heim- sækja leiði Bobbys Fischer. Ekki nema jákvætt meðan engin truflun er af, segir heimamaður. Guðmundur G. Þórarinsson vill að afmælis einvígisins sé minnst. GRAFREITURINN Englendingur sem var hér á ferð í sumar þurfti að bíða í rúma klukkustund til að komast að leiði Fischers. Fjöldi ferðamanna stóð í biðröð til að láta mynda sig við leiðið. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR GUÐMUNDUR G. ÞÓRARINSSON BEIRÚT, AP Riyad Hijab, forsætisráðherra Sýrlands, flúði frá landinu til Jórdaníu í gær. Lýsti Hajib jafnframt yfir stuðningi við uppreisna rmennnina sem barist hafa gegn stjórn Bashar al-Assad síðustu misseri. Hajib var skipaður forsætisráðherra í júní að loknum þingkosningum sem sýrlenska stjórnar- andstaðan neitaði að taka þátt í. Er hann hæstsetti embættismaðurinn í valdakerfi al-Assad til að ganga til liðs við uppreisnina. Fjöldi embættismanna og yfirmanna í sýrlenska hernum hafa lýst yfir stuðningi við uppreisnar- mennina á síðustu mánuðum og flestir flúið til Jórdaníu. Auk Hajib flúðu tveir aðrir ráðherra í sýrlensku ríkisstjórninni til Jórdaníu á mánudag. Talsmenn al-Assads neituðu fregnunum um að Hijab hefði gengið til liðs við uppreisnar mennina og héldu því fram að hann hefði verið rekinn. Hijab staðfesti fréttirnar hins vegar í yfirlýs- ingu þar sem hann gagnrýndi harðlega stjórn al- Assads. Þá sprakk sprengja á þriðju hæð höfuðstöðva sýrlenska ríkissjónvarpsins í Damaskus í gærmorgun. Byggingin skemmdist mikið í sprengingunni en enginn virðist hafa látist. Upp- reisnarmenn í borginni eru taldir bera ábyrgð á sprengingunni. - mþl Sprengja sprakk í höfuðstöðvum sýrlenska ríkissjónvarpsins í gær: Forsætisráðherra Sýrlands flúði land DAMASKUS Í GÆR Miklar skemmdir urðu á höfuðstöðvum sýrlenska ríkissjónvarpsins þegar sprengja sprakk þar í gærmorgun. FRÉTTABLAÐIÐ/AP AKUREYRI Mun fleiri sóttu fjöl- skylduhátíðina Eina með öllu á Akureyri en í fyrra. Tíu þúsund manns sóttu hátíðina í ár en það eru um 2.500 fleiri en í fyrra. Talið er að veðurblíðan hafi haft þar nokkuð að segja. Mikill erill var um helgina hjá lögreglunni þó svo að fjölskyldu- hátíðin hafi að mestu farið vel fram. Engin stórmál komu upp og engin mál hafa enn verið kærð til embættisins eftir hátíðar höldin. - ktg Mikil aðsókn á Eina með öllu: Tíu þúsund voru á Akureyri Útafakstur við Stóru Laxá Bíll fór út af á veginum við Stóru Laxá um helgina. Fjórir farþegar voru í bílnum og var einn maður fluttur með þyrlu til Reykjavíkur til frekari aðhlynningar. Maðurinn er ekki talinn mikið slasaður og áverkar minni en talið var í fyrstu. HRUNAMANNAHREPPUR ÍSAFJÖRÐUR Mikill fjöldi sótti Evrópumeistaramótið í mýrar- bolta á Ísafirði um helgina. Alls voru 1200 manns skráðir til leiks og talið er að hátt í þrjú þúsund manns hafi lagt leið sína til Ísa- fjarðar. Lögreglan á Vestfjörðum segir helgina almennt hafa gengið vel fyrir sig. Tvær líkamsárásir hafa þó verið kærðar til embættisins, en auk þess voru tveir ökumenn teknir grunaðir um ölvun við akstur og tveir fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna. - ktg Mikill fjöldi gesta á Ísafirði: Margir sóttu í mýrarboltann NEW YORK, AP Fjármálaeftirlit New York- ríkis í Bandaríkjunum hefur hafið rannsókn á breska bankanum Standard Chartered vegna gruns um stórfellda ólöglega bankastarfsemi á árunum 2001 til 2007. Er bankanum gefið að sök að hafa í samvinnu við stjórnvöld í Íran stundað peningaþvott á um 250 milljörðum Bandaríkjadala. Upphæðin jafngildir um 31.250 milljörðum króna eða um tuttugufaldri landsframleiðslu Íslands. Líklegt er talið að Standard Chartered muni missa starfsleyfi sitt í New York í kjöl farið. Fjármálaeftirlitið telur brot bankans svo alvarleg og umsvifamikil að þau hafi ógnað stöðugleika bandaríska fjármálakerfisins og jafnvel verið ógn við heimsfrið. Alþjóðlegt viðskiptabann er í gildi gagn- vart Íran en fyrir árið 2008 voru ákveðnir fjármálagerningar við landið heimilaðir að ströngum upplýsingaskilyrðum uppfylltum. Bankinn á að hafa þverbrotið öll slík skilyrði og stundað margs konar lögbrot til þess að fela viðskiptin. Fullyrt er að æðstu stjórnendur bankans hafi vitað af starfseminni sem fram fór í gegnum skrifstofu bankans í New York. Eiga þeir að hafa rætt um það sín á milli að endur- skoða þyrfti starfsemina þar sem hún gæti valdið bankanum hræðilegum orðsporsmissi kæmist hún upp. Þá er talið að málið geti leitt til sakamálarannsókna á hendur æðstu stjórnendum bankans. - mþl Standard Chartered sagður hafa stundað peningaþvott fyrir írönsk stjórnvöld: Stór banki borinn þungum sökum Landsmótið gekk vel Um 15 þúsund manns sóttu Ungmennafélagsmót UMFÍ á Selfossi um helgina. Mótið gekk vel fyrir sig og voru engin mál tilkynnt til lög- reglunnar í tengslum við hátíðina. SELFOSS LIVERPOOL Standard Chartered er eitt stærsta fjár- málafyrirtæki heims en hér á landi er það sennilega þekktast sem helsti stuðningsaðili enska knattspyrnu- liðsins Liverpool. MYND/GETTY MENNING Þeir Páll Scheving Ingv- arsson, formaður Þjóðhátíðar- nefndar ÍBV, og Tryggvi Már Sæmundsson, framkvæmda- stjóri ÍBV, hyggjast ekki gefa kost á sér til áfram- haldandi setu í nefndinni. Var þetta til- kynnt eftir brekkusönginn í Herjólfsdal á sunnudag sem er hápunktur Þjóðhátíðar hvert ár. Greindi RÚV frá því í gær að þeir Páll og Tryggvi efuðust um að þeir nytu fulls trausts og vel- vildar samfélagsins í Eyjum til að stýra hátíðinni áfram. - mþl Vonast eftir meiri sátt: Páll og Tryggvi hætta í Þjóðhá- tíðarnefnd PÁLL SCHEVING INGVARSSON DANMÖRK Rétt rúmur meirihluti Dana, 51 prósent, vill lögleiða neyslu á hassi og vill að danska ríkið annist söluna, samkvæmt nýrri rannsókn Gallup. „Ef refsiramminn er hertur leiðir það til þess að undir heim- arnir harðna og almennings- álitið á neytendum verður lægra. Það breytir samt ekki fjölda neytenda ,“ segir Kim Møller, aðjúnkt í Rannsóknarstofu í fíkniefnarannsóknum, í sam- tali við danska blaðið metroX- press. „Við lögleiðingu hryndi grund völlur hassmarkaðarins, en neyslan yrði meiri sem gæti leitt til þess að fíkniefnaneytendum fjölgaði,“ bætir Kim Møller við. Könnunin hefur leitt til nokkurra harðra orðaskipta milli stjórn- málamanna í Danmörku. - ktg Dönsk skoðanakönnun: Fleiri vilja láta lögleiða hass SPURNING DAGSINS Ferðamenn kvarta yfir því að geta ekki fengið póstkort, ekki myndir af Fischer eða Spassky eða neitt. GUÐMUNDUR G. ÞÓRARINSSON SKÁKÁHUGAMAÐUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.