Fréttablaðið - 07.08.2012, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 07.08.2012, Blaðsíða 42
7. ágúst 2012 ÞRIÐJUDAGUR30 Við bjóðum góða þjónustu Íslandsbanki, stoltur stuðningsaðili í 15 ár Ísland - Bretland 41-24 Mörk Íslands (skot): Guðjón Valur Sigurðsson 8 (13), Aron Pálmarsson 5 (5), Vignir Svavarsson 5 (6), Alexander Petterson 5 (7), Ásgeir Örn Hallgrímsson 4 (4), Ólafur Stefánsson 3/1 (4/1), Snorri Steinn Guðjónsson 3/1 (5/1), Róbert Gunnarsson 2 (2), Ingimundur Ingimundarson 2 (2), Kári Kristján Kristjánsson 2 (3), Arnór Atlason 2 (3). Varin skot: Hreiðar Levý Guðmundsson 19 (37, 51%), Björgvin Páll Gústavsson 1 (7, 14%), Hraðaupphlaup: 14 (Guðjón Valur Sigurðsson 4, Vignir Svavarsson 2, Alexander Petterson 2, Ásgeir Örn Hallgrímsson 1, Ólafur Stefánsson 1, Róbert Gunnarsson 1, Ingimundur Ingimundar- son 2, Arnór Atlason 1,) Utan vallar: Ísland 8 mín - Bretland 8 mín Mörk Breta skot): Steven Larsson 9 (18), Mark Hawkins 4 (10), Christopher Mohr 4 (11), Christopher McDermott 2 (3), John Pearce 1 (1), Gawain Vincent 1 (2), Martin Hare 1 (2), Robin Garnham 1 (2), Ciaran Williams 1 (4), Sebastien Edger (1), Varin skot: Robert White 10 (47/2, 21%), Jesper Parker 1 (5, 20%). Ísland - Frakkland 30-29 Mörk Íslands (skot): Alexander Petterson 6 (7), Aron Pálmarsson 5 (7), Guðjón Valur Sigurðsson 5 (9), Róbert Gunnarsson 4 (4), Ólafur Stefánsson 4/1 (6/1), Arnór Atlason 3 (5), Kári Kristján Kristjánsson 1 (1), Ingimundur Ingimundarson 1 (2), Snorri Steinn Guðjónsson 1 (2/1). Varin skot: Björgvin Páll Gústavsson 12/2 (41/5, 29%), Hraðaupphlaup: 9 (Alexander Petterson 2, Guðjón Valur Sigurðsson 4, Arnór Atlason 2, Ingimundur Ingimundarson 1, ) Utan vallar: Ísland 14 mín - Frakkland 8 mín Mörk Frakklands (skot): Jérôme Fernandez 9/1 (10/2), Cédric Sorhaindo 4 (4), Samuel Hornrubia 4 (4), Nikola Karabatic 4 (9), Luc Abalo 3 (7), Michaël Guigou 2/2 (3/2), Daniel Narcisse 2 (5), Bertrand Gille 1 (1), Guillaume Joli (1/1), Xavier Barachet (2), Varin skot: Thierry Omeyer 9/1 (39/2, 23%). TÖLFRÆÐI ÓL 2012 Íslenska handboltalands- liðið stendur vel að vígi á Ólymp- íuleikunum í London eftir sigra á Frakklandi og Bretlandi í síðustu leikjum riðlakeppninnar. Ísland endaði með fullt hús stiga og mætir á morgun Ungverjalandi í fjórðungsúrslitum keppninnar. „Þetta sá ég ekki fyrir áður en mótið hófst. Þetta er frábær árangur,“ sagði Guðmundur Guð- mundsson landsliðsþjálfari. „En við viljum sem minnst tala um það. Nú viljum við bara hugsa um næsta leik.“ Stigin það eina sem við vildum Sigurinn á Frökkum á laugar- dagskvöldið var glæsilegur í alla staði og sendi öðrum liðum í keppninni skýr skilaboð um að árangurinn í Peking fyrir fjórum árum síðan væri engin til viljun. Niðurstaðan var eins marks sigur, 30-29, eftir æsi legar loka- mínútur þar sem íslensku lands- liðsmennirnir reyndust hafa stáltaugar. Strákarnir spiluðu glimrandi vel, bæði í vörn og sókn, og þá sérstaklega þegar mest á reyndi. Liðið mætti svo Bretum í gær og afgreiddi þann skyldu- sigur eftir nokkuð þunga byrjun. Strákarnir hrukku reyndar ekki í gang fyrr en 25 mínútur voru eftir af leiknum og keyrðu þá yfir Bretana. Munurinn varð á endanum sautján mörk, 41-24, eftir að heimamönnum hafði tekist að hanga í þriggja marka mun í hálfleik. „Ég vil helst ekkert tala um þennan leik,“ sagði Guðjón Valur Sigurðsson eftir sigurinn á Bretum í gær. „Við unnum, fengum tvö stig og það er það sem skiptir máli. Leikurinn bar keim af því. Við vissum alveg að við myndum vinna og þó svo að við Næsti leikur sá eini sem skiptir máli Ísland fékk fullt hús stiga í A-riðli handboltakeppninnar á Ólympíuleikunum í London eftir að hafa unnið sigra á Frakklandi og Bretlandi nú um verslunarmannahelgina. Ungverjar bíða í 8 liða úrslitum á morgun. SIGURINN Í HÖFN Guðmundur Þórður Guðmundsson og hans menn gátu leyft sér að brosa í síðari hálfleik þegar íslenska liðið sýndi sitt rétta andlit. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Byrjaði í handbolta fyrir fjórum árum Robert White, markvörður breska landsliðsins, sló í gegn í leiknum gegn Íslandi í gær. Á meðan breska liðinu gekk sem best með strákana okkar sýndi hann nokkur góð til- þrif sem vöktu gríðarlega lukku áhorfenda í Koparboxinu í gær. „Allir íþróttamenn vilja vinna en stundum snýst þetta líka um að berjast allt til loka. Það er það sem við gerðum í dag. Ég er stoltur af strákunum og fyrri hálfleikurinn er líklega sá besti sem við höfum spilað frá upphafi,“ sagði White við Fréttablaðið eftir leikinn í gær. Bretland er nú úr leik og hefur því leikið sinn síðasta leik á Ólympíuleik- unum. „Við bjuggumst aldrei við því að vinna leik en við göngum stoltir frá okkar verki og er það góð tilfinning. Við öðluðumst frábæra reynslu með því að spila á Ólympíuleikunum og það var nákvæmlega það sem ég vildi fá þegar ég byrjaði í handbolta fyrir fjórum árum síðan.“ höfum verið lélegir í fyrri hálf- leik langar mig einfaldlega ekki til að eyða orku í þennan leik.“ Við eigum enn helling inni Með sigrinum á Frakklandi á laugar dag tryggðu Íslendingar sér efsta sæti riðilsins. Leikurinn gegn Bretum varð því þýðingarlaus. Guðmundur segir að við slíkar aðstæður geti verið erfitt að mæta af fullum krafti í leik sem þennan. „Ég hef samt engar áhyggjur af þessum leik því við höfum verið að spila vel og bæta okkur heilmikið á milli leikja. Við eigum samt helling inni og verkefnið verður skemmti- legt á miðvikudaginn.“ Guðjón Valur segir að leikurinn á morgun sé sá leikur sem allir hafi verið að bíða eftir. „8. ágúst. Það er dagsetningin sem við erum búnir að vera með í kollinum síðan að leikjafyrirkomulagið var gefið út. Næsti leikur er það eina sem skiptir máli í dag og menn verða að vera klárir.“ Íslendingar í gullbaráttu Ungverjar höfðu í gærmorgun betur gegn Serbum í hreinum úrslitaleik um hvort liðið kæmist áfram í fjórðungsúrslit og í leikinn gegn Íslandi. Laszlo Nagy, leik- maður Barcelona, er kominn aftur í lið Ungverja og hann gegndi lykil- hlutverki í ógnar sterkum varnar- leik Ungverjalands sem tryggði liðinu sigurinn í gær. Hann á von á erfiðum leik við Ísland. „Ísland hefur spilað mjög vel á þessu móti. Liðið verst vel og er með góðan markvörð – reyndar eru tveir mjög sterkir leikmenn í öllum stöðum,“ sagði hann. Lajos Mocsai, landsliðsþjálfari Ungverja, tók í svipaðan streng í viðtali við Fréttablaðið. „Ég ber mikla virðingu fyrir Íslandi. Ég gjörþekki þetta lið og leikmenn þess enda hefur liðið verið með á mörgum stórmótum og alltaf staðið sig vel. Eins og liðið er að spila í dag þá eru þeir sigurstranglegir – ekki bara gegn okkur heldur á öllu mótinu.“ eiríkur@frettabladid.is HANDBOLTI Strákarnir okkar hafa oftast landsliðanna tólf í riðla- keppninni fengið tveggja mínútna brottvísanir. Alls hafa okkar menn verið reknir af velli 30 sinnum en næstir koma Túnisar með 26 tveggja mínútna dóma. -ktd Íslensku strákarnir harðir: Oftast út af

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.