Fréttablaðið - 07.08.2012, Blaðsíða 32
7. ágúst 2012 ÞRIÐJUDAGUR20
BAKÞANKAR
Kolbeins
Óttarssonar
Proppé
■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes
■ Pondus Eftir Frode Overli
■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman
■ Barnalán Eftir Kirkman/Scott
1
6 7 8
10
13
119
12
15
16
18
21
20
17
14
19
2 3 4 5
krossgáta
LÁRÉTT
2. glansa, 6. í röð, 8. illæri, 9. fugl, 11.
í röð, 12. bolur, 14. gróðabrall, 16. slá,
17. sauðaþari, 18. maðk, 20. leita að,
21. hviða.
LÓÐRÉTT
1. samtals, 3. fíngerð líkamshár, 4.
verkfæri, 5. tímabils, 7. andmæli, 10.
sægur, 13. viðmót, 15. skarpur, 16.
stormur, 19. sjúkdómur.
LAUSN
LÁRÉTT: 2. gljá, 6. lm, 8. óár, 9. lóm,
11. rs, 12. stofn, 14. brask, 16. rá, 17.
söl, 18. orm, 20. gá, 21. kast.
LÓÐRÉTT: 1. alls, 3. ló, 4. járnsög, 5.
árs, 7. mótbára, 10. mor, 13. fas, 15.
klár, 16. rok, 19. ms.
ÉG VAR
EINMANA!
Já, jú!
Ég hef aldrei komið
inn í svona lítið hús.
Ekki segja mér að þið völduð
litina á veggina? Þetta var svona,
er það ekki?
Þetta er
Anna.
Hæ,
Anna.
Hæ.
Þjónustu-
stúlkan ykkar
væri faglegri í
búningi.
Mér finnst alltaf
svo skrýtið að
kaupa svona
lagað.
Hvernig líst
þér á? Líst mér á
hvað?
Litinn! Ég var að mála
herbergið!
Það var ljósbrúnt.
Hvernig er
það núna?
Brúnleitt.
Hugrekki
þitt er
hvatning,
mamma.
Vó! Er ég í
réttu húsi!?!
Mykja
Mykja
Það er orðið árviss viðburður að fá fréttir af nauðgunum um Verslunarmanna-
helgi. Sem betur fer virðist ákveðin vit-
undarvakning hafa orðið í þessum efnum
og jafnvel örgustu tréhausar hafa samþykkt
víðtækari aðgerðir til að sporna við þeim
hryllilega glæp sem nauðgun er. Á stundum
hefur manni nefnilega fundist að skipu-
leggjendur hátíða telji það gefa þeim slæmt
orðspor ef það spyrst út að til allra ráðstaf-
ana sé gripið til að hamla gegn nauðgunum.
Það er auðvitað mikill misskilningur, orð-
spor hátíða batnar aðeins við það að allra
bragða sé beitt til að koma í veg fyrir að
sálsjúkir karlpungar nauðgi.
ÞAÐ er hins vegar umhugsunarefni
af hverju það er árviss viðburður að
konum sé nauðgað um Verslunar-
mannahelgi. Stundum finnst manni
eins og okkur þyki þetta hvimleiður
en óhjákvæmilegur fylgifiskur þess
að smala nokkur þúsund Íslendingum
saman á fyllerí. Nauðgun getur aldrei
verið eðlileg afleiðing, hún er alltaf
brot á öllum þeim siðalögmálum sem
hver einstaklingur á að búa yfir.
EF við erum farin að gera ráð fyrir
nauðgunum, þá er eitthvað að.
Kannski vantar algjöra um pólun
á hugsunarhætti karlmanna
(og hér er rúm fyrir forpokaða
karlpunga til að nöldra um að
konur nauðgi líka og allt það sem gjarnan
er notað til að dreifa athyglinni frá stóra
vandamálinu; ofbeldi karla gegn konum).
Þarf ekki einfaldlega að mennta okkur upp
á nýtt? Þarf ekki samstillt átak mennta-
kerfis og allra sem að uppeldi koma til
að stimpla það inn í eitt skipti fyrir öll að
nauðgun er viðbjóðslegur glæpur gagnvart
öðrum einstaklingi, gagnvart mennskunni
sjálfri.
FRÉTTIR um Verslunarmannahelgi snúast
oftar en ekki um hátíðirnar. Í útvarpinu má
heyra að svo og svo margar nauðganir hafi
verið tilkynntar, svo margir verið lamdir
og þetta mikið af fíkniefnum hafi fundist.
Síðan er gjarnan í sömu frétt sagt að allt
hafi nú gengið vel að öðru leyti og gjarnan
spilaður bútur af brekkusöng og viðtal við
fullt, hresst fólk.
ÞETTA er furðulegt. Það er ekki ósvipað
því að segja frá því að maður hafi verið
stunginn í partýi og liggi nú á gjörgæslu, en
teitið hafi nú að öðru leyti gengið vel, mikið
stuð verið á fólki og hér má heyra partý-
gesti syngja Undir bláhimni. Eða að bílferð
hafi nú verið hin skemmtilegasta fram að
því að bíllinn keyrði út af og amma dó.
NAUÐGUN er viðbjóðsleg. Þeir sem nauðga
eru viðbjóðslegir. Fréttir af slíkum viðbjóði
á ekki að flétta saman við frá sagnir af
almennri skemmtun.
Smá nauðgað, annars fínt
Þú færð Blaðberann þinn í Skaftahlíð 24
alla virka daga frá kl. 9-17.
...góðar fréttir fyrir umhverfiðBlaðberinn...
Blaðberinn
bíður þín
Ótrúlegt
úrval íbúða til sölu
eða leigu!
STÆRSTI
HÚSNÆÐISVEFUR
LANDSINS