Fréttablaðið - 07.08.2012, Blaðsíða 13
ÞRIÐJUDAGUR 7. ágúst 2012 13
Um þessar mundir standa yfir aðildarviðræður Íslands að
Evrópusambandinu (ESB). Neyt-
endasamtökin (NS) hafa ekki
tekið afstöðu með eða á móti
aðild Íslands að ESB en í nokkur
ár hafa NS skoðað kosti og galla
mögulegrar aðildar. Að mati NS
væri aðild að ESB í mörgu mjög
góður kostur fyrir íslenska neyt-
endur. Ef Ísland gerist aðili mun
það styrkja fjárhag heimilanna.
Hagur neytenda myndi batna
vegna þess að Ísland yrði aðili að
mun stærra markaðssvæði og sam-
keppni myndi því aukast. Að vera
utan ESB gerir það að verkum að
Íslendingar njóta þess ekki til fulls
að vera fullir aðilar að innri mark-
aðnum. Viðskiptakostnaður er mun
hærri nú vegna tollafgreiðslu og
umsýslukostnaðar ýmiss konar.
En almennt verður að taka fram
að áður en hægt er að taka afstöðu
til aðildar að ESB verður aðildar-
samningur að liggja fyrir.
Ef skoðaðir eru þrír þættir sem
skipta neytendur mestu máli;
húsnæðislán, matarkostnaður og
neytendavernd, þá er ljóst að aðild
að ESB hefur verulega þýðingu
fyrir neytendur. Við aðild Íslands
að ESB myndi vaxtakostnaður
neytenda lækka töluvert og þar
hafa húsnæðislánin mesta þýð-
ingu. Húsnæðiskostnaður er einn
stærsti kostnaðarliður í bókhaldi
hvers neytanda. Í könnun sem
NS gerðu árið 2005 kom fram
að kostnaður íslenskra neytenda
vegna húsnæðislána er umtals-
vert hærri en á öðrum Norður-
löndum og löndum sem hafa
evru sem gjaldmiðil. Lántöku-
kostnaður, kostnaður við greiðslu
afborgana og uppgreiðslugjald
var almennt hærra á Íslandi en í
þeim löndum sem könnunin náði
til. Í sömu könnun kom fram að
vextir á íslenska húsnæðismark-
aðnum voru þeir hæstu meðal
þeirra landa sem könnunin náði
til og raunvextir voru að jafn-
aði 2 til 5 prósentustigum hærri
hér á landi en á hinum löndunum
í könnuninni. Birtar hafa verið
nýlegar kannanir sem staðfesta
að þetta hefur ekki breyst. Könn-
unina „Dýrast að taka húsnæðis-
lán á Íslandi“ til að mynda má sjá
á www.ns.is undir „útgáfa“.
Því hefur oft verið haldið fram
með rökum að verð á matvælum
myndi lækka með aðild. Ástæða
er til að minna á að það gekk eftir
bæði í Svíþjóð og Finnlandi eins
og spáð var. Í skýrslu Hagfræði-
stofnunar Háskóla Íslands frá
árinu 2004 og í skýrslu frá Evr-
ópufræðasetri á Bifröst komu
fram sterk rök fyrir því að svo yrði
einnig hér. Tollar yrðu afnumdir
á öllum vörum með aðild okkar
að Tollabandalagi Evrópu og þar
myndi muna mest um landbúnaðar-
vörurnar. Einnig myndi inngangan
leiða til aukins innflutnings vegna
afnáms tolla sem aftur myndi
auka samkeppnina á matvæla-
markaðnum og ætti það að skila
sér í lægra vöruverði til neytenda.
Þegar kemur að almennri neyt-
endavernd þá er það umhugsunar-
vert að nánast öll sú löggjöf sem
snýr að neytendavernd hér á landi
er komin frá ESB í gegnum EES.
Hér má nefna lög um neytendalán,
skaðsemisábyrgð, samningsskil-
mála og fjarsölu svo eitthvað sé
nefnt. Með fullri aðild Íslands að
ESB myndi hagur neytenda aukast
enn frekar, þar sem tollar og vöru-
gjöld myndu falla brott. Þannig
myndi til að mynda kostnaður við
póstverslun lækka umtalsvert sem
yrði mikil búbót fyrir neytendur á
litlu markaðssvæði.
Íslenskir neytendur munu því
njóta þess ríkulega í lægri hús-
næðiskostnaði og vöruverði (og
þá ekki síst matarverði) ef Ísland
gerist aðili að ESB, þrátt fyrir þá
tímabundnu efnahagserfiðleika
sem ESB glímir við um þessar
mundir.
AF NETINU
Landið er ekki beitarhæft
Ég er nýbúinn að fljúga fram og til baka yfir Almenninga og hef flogið yfir
þetta svæði áratugum saman.
Þegar horft er á árangurinn af friðun og uppgræðslu í Þórsmörk og það
borið saman við ástand Almenninga er það broslegt þegar sagt er að búið sé
að gera Almenninga beitarhæfa.
Flögin og jarðvegseyðingin á Almenningum eru á sama stigi og
samsvarandi svæði voru í Þórsmörk fyrir tuttugu árum.
Þegar fé fór inn á þau svæði eftir upprekstur raðaði það sér í flögin þar
sem mesta konfektið var, nýgræðingurinn, og sá til þess að hann væri
algerlega eyddur áður en farið var á önnur beitarsvæði.
Nú munu um 9% Almenninga vera gróið land og 91% er berangur.
Auðséð er hvað muni gerast ef fé verður að nýju hleypt inn á þetta svæði,
sem nú er galopið.
omarragnarsson.blog.is
Ómar Ragnarsson
Ný framboð eiga bágt
Nýir flokkar eiga erfitt uppdráttar í könnunum. Skást er dæmi Guðmundar
Steingrímssonar, þótt ég sjái ekki, að hann hafi merkilegt til málanna að
leggja. Annað en að hafa verið heiðarlegur á þingi og þá er auðvitað mikið
sagt. Lilju Mósesdóttur gengur illa, enda er hún einfari, sem á erfitt með
samstarf við aðra. Ég held að hún muni ekki ná sér á strik. Önnur framboð
hafa ekki vakið á sér athygli, til dæmis ekki það, sem Hreyfingin styður. Ég sé
ekki bóla á framboði stjórnlagaráðsmanna, enda eru afdrif stjórnarskrárinnar
enn í þoku. Held að margir vonist eftir slíku framboði og vilji styðja það.
www.jonas.is
Jónas Kristjánsson
Ef skoðaðir eru þrír þættir sem skipta
neytendur mestu máli; húsnæðislán,
matarkostnaður og neytendavernd þá
er ljóst að aðild að ESB hefur verulega þýðingu fyrir
neytendur.
Nú standa yfir í London Ólympíu-leikar og á hverjum degi berast
fregnir af fræknum íþróttamönnum
sem setja bæði ný Ólympíumet og
heimsmet. Þetta eru fréttir sem við
gleðjumst öll yfir.
Það eru þó ekki öll met jafn-
ánægjuleg. Á sama tíma og íþrótta-
met eru sett birtast fréttir um að við
Íslendingar eigum nú orðið Evrópu-
met í skattahækkunum, bæði á ein-
staklinga og fyrirtæki. Í gögnum
sem KPMG hefur tekið saman og
birtast í nýjasta tölublaði Viðskipta-
blaðsins kemur fram að skattar
á einstaklinga og fyrirtæki hafa
hækkað um þriðjung frá árinu 2008.
Á sama tíma hafa aðrar Norður-
landaþjóðir almennt lækkað skatta.
Lífskjör almennings á Íslandi
hafa versnað ár frá ári saman borið
við önnur lönd í Evrópu sem við
kjósum helst að bera okkur saman
við. Rekstrarumhverfi íslenskra
fyrirtækja hefur versnað til
muna og samkeppnisstaða þeirra
veikst. Stjórnvöld standa ráðþrota
frammi fyrir þeirri spurningu
hvernig afnema skuli gjaldeyris-
höft. Vörugjöld hafa verið hækkuð
og skattar þyngdir samhliða því
að skattkerfið allt hefur verið gert
flóknara. Samhliða þessu hefur
opinber eftirlitsiðnaður eflst og
þykir mörgum sem þar fari menn
offari við íþyngjandi eftirlit,
aðgerðir og sektir sem hamla eðli-
legum rekstri og vexti fyrirtækja.
Aðgerðir eftirlits iðnaðarins eru
iðulega vanhugsaðar eða byggðar á
van þekkingu. Á Íslandi búa aðeins
um 320 þúsund manns sem reyna
að halda uppi þjóðfélagi með jafn
mörgum úrlausnarefnum og glímt
er við meðal margfalt stærri þjóða.
Hér eru eftirlitsstofnanir margfalt
fámennari en gerist meðal lítilla
nágrannaþjóða eins og Norður-
landaþjóðanna. Burðir þeirra til
að takast á við þau flóknu úrlausn-
arefni sem á borð þeirra rekur eru
þeim mun minni. Sama á við um
mörg önnur svið stjórn sýslunnar
eins og ráðuneyti og dómstóla.
Þessir aðilar hafa örfáa starfs-
menn til að setja sig inn í flóknustu
úrlausnarefni. Væri úr vegi að leita
samstarfs við stærri þjóðir um
ýmis verkefni stjórn sýslunnar, t.d.
að útvista eftirlitinu til eftirlits-
stofnana annarra landa á völdum
sviðum? Er ekki hugsanlegt að slík
lausn myndi kosta minna, leiða til
vandaðri ákvarðana og vera laus
við afleiðingar klíku- og kunn-
ingjaþjóðfélagsins?
Virðisaukaskattur er hér sá
hæsti sem vitað er um en sá
skattur leggst sérstaklega þungt á
fólk með lág laun, enda fer stærri
hluti tekna þess til neyslu en þeirra
sem hafa hærri laun. Flóknara
skattkerfi eykur svigrúm til undir-
skota sem skekkja alla samkeppn-
isstöðu. Virðis aukaskattur er í
mörgum þrepum sem flækir veru-
lega innheimtu hans, gefur kost á
undanskotum og sýnt hefur verið
fram á að margþrepa virðisauka-
skattur kemur sér verst fyrir þá
sem lægstar hafa tekjurnar.
Það er eins og gleymst hafi að
alþjóðleg samkeppni um fólk, fyrir-
tæki og fjárfestingar nær einnig til
Íslands. Þjóðartekjur á mann eru
langminnstar á Íslandi af öllum
Norðurlöndunum, þrátt fyrir allar
auðlindirnar sem við eigum. Árið
2010 voru þær sem nemur um 4,4
m.kr. á mann hér á landi en 7,0
m.kr. á mann í Danmörku. Þær
gríðarlegu skattahækkanir sem
hér hafa orðið munu á endanum
þrýsta fólki og fyrirtækjum burt
frá landinu, e.t.v. því fólki og fyrir-
tækjum sem við viljum síst missa.
Það mætti halda að stjórnvöld á
Íslandi hafi kosið að leika með hinu
liðinu á alþjóðlegum keppnisvelli
lífskjara og hagsældar.
Evrópumet í
skattahækkunum
Aðild Íslands að ESB – Hagstæð
eða óhagstæð fyrir neytendur?
Fréttablaðið og Vísir hvetja lesendur til að leggja orð í belg um málefni
líðandi stundar. Greinar og bréf skulu vera stutt og gagnorð, að hámarki
um 4.500 tölvuslög með bilum. Aðeins er tekið við yfirlesnum og
villulausum texta. Greinahöfundar eru beðnir að hafa í huga að því styttri
sem greinin er, þeim mun líklegra er að hún fái skjóta birtingu.
Eingöngu er tekið við raunverulegum umræðugreinum, en ekki
greinum sem eru fyrst og fremst kynning á til dæmis fyrirtæki eða
félagasamtökum, ráðstefnu eða átaki. Tekið er á móti efni á netfanginu
greinar@frettabladid.is eða á vefsíðu Vísis, þar sem finna má nánari
leiðbeiningar. Ritstjórn ákveður hvort efni birtist í Fréttablaðinu eða á Vísi
eða í báðum miðlum að hluta eða í heild. Áskilinn er réttur til leiðréttinga
og til að stytta efni.
Sendið okkur línu
Evrópusambandið
Gunnar Alexander
Ólafsson
hagfræðingur
Skattamál
Svana Helen
Björnsdóttir
formaður Samtaka
iðnaðarins
ELLINGSEN AKUREYRI
ELLINGSEN REYKJAVÍK
HÚSASMIÐJAN
OLÍS
KAUPFÉLAG BORGFIRÐINGA
VEIÐIFLUGAN REYÐARFIRÐI
VEIÐIPORTIÐ
VEIÐISPORT Á SELFOSSI
VESTURRÖST
VEIÐIVON
ENDURSÖLUAÐILAR:
ABU GARCIA FRAMLEIÐIR VANDAÐAR VEIÐIVÖRUR, VINNUR STÖÐUGT AÐ
ÞRÓUN ÞEIRRA OG SLÆR HVERGI AF Í GÆÐUM.
VANDAÐAR VEIÐIVÖRUR FYRIR ALLA
ABU GARCIA
PI
PA
R\
TB
W
A
•
SÍ
A
•
12
21
19