Fréttablaðið - 07.08.2012, Page 12

Fréttablaðið - 07.08.2012, Page 12
12 7. ágúst 2012 ÞRIÐJUDAGUR Í Reykjavík síðdegis í símatíma um dag-inn var öryrki sem skammaðist út í íþróttafélög sem ekki hleyptu honum frítt inn á kappleiki og svo kom annar sem kallaði öryrkjann frekju á sínu framfæri. Báðir þessir aðilar eru öfga- menn í málefnum okkar öryrkja bara hvor á sínum endanum og eru hvorki öryrkjum til fram- dráttar né Íslandi yfir höfuð. Barátta MND félagsins hefur snúið að því að aðstoðar- menn okkar fengju frítt inn á viðburði. Ef við hefðum ekki aðstoð kæmumst við ekkert og því ósanngjarnt að við greiðum fyrir tvo. Við fögnum því að fá afslætti og jafnvel frítt inn sums staðar en það er ekki rétta leiðin að úthúða einhverjum sem ekki gefur afslátt, sem er þeirra réttur. Um leið og öryrkjum er tryggð mann- sæmandi framfærsla þá get ég tekið undir með seinni aðilanum að við eigum ekki að fá frítt frekar en aðrir. Stað reyndirnar eru aðrar og því erum við þakklát þeim sem aðstoða okkur með afslætti. Við viljum ekki forréttindi heldur jafn- rétti. Hitt er svo annað mál að vegna þess að við gerum ekki nóg til að koma öryrkjum í virkni og þar með á vinnu- markaðinn þá erum við öll að tapa miklum verðmætum. Nú er ég 100% öryrki en vegna hjálpar- tækja og aðstoðar sem ég nýt þá tek ég þátt í samfélaginu, eins og ég get vegna hindrana sem flestar eru manngerðar, og borga skatt af þeim tekjum sem ég afla mér. Því eru góðar líkur á að sá sem talaði niður til öryrkja sé mögulega á mínu framfæri. Kannski er hann í fæðingarorlofi eða fær vaxta- bætur sem allt er gerlegt vegna þess að ég, öryrkinn, borga skatta af launum mínum eins og aðrir heiðarlegir borgarar þessa lands. Bið ég viðkomandi að njóta vel. Við þurfum á öllum að halda í uppbygg- ingu Íslands. Við skulum bera virðingu hvert fyrir öðru og vinna saman að því að virkja alla til þátttöku og þar á meðal þau auðævi sem eru fólgin í okkar verst settu einstaklingum. Við erum nefnilega öll frábær. Bara mismunandi. Við viljum ekki forréttindi heldur jafnrétti. FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Atli Fannar Bjarkason (dægurmál) atlifannar@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir, ritstjórnarfulltrúi, sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ: Elín Albertsdóttir elin@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is ÍÞRÓTTIR: Sigurður Elvar Þórólfsson seth@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS HALLDÓR tvær nýjar bragðtegundir! E N N E M M / S IA / N M 46 40 7 E N N E M NÝ BRAGÐTEGUND- SÍTRÓNA OG KARRÍ NÝ BRAGÐTEGUND- BÉARNAISE Afætur eða falinn fjársjóður? Mann- réttindi Guðjón Sigurðsson formaður MND félagsins Lítið traust á formanni Jón Sigurðsson, fyrrum formaður Framsóknarflokksins, birti hugleið- ingar sínar um flokkinn á heimasíðu sinni um helgina. Ekki er hægt að segja annað en að Jón tali þar af mikilli hreinskilni um það sem hann telur aflaga í flokknum og ljóst er að hann er ekki hrifinn af núverandi for- manni, Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni. Jón segir áherslur flokks- ins nú ein kennast af „handaflspólitík og vinsældarstefnu“. Sumir forystumenn hafi tamið sér æsing og reiði sem ekki hjálpi. Þá hafi margir flokksmenn áhyggjur af „skólatöfluæfingum“ um almenna niðurfærslu skulda, en þar heggur hann að rótum eins stærsta baráttu- máls Sigmundar Davíðs. Hallast til hægri Formaðurinn fyrrum segir marga efast um að vilji sé innan núverandi forystu til samstarfs til vinstri. Samstaða forystunnar með Sjálf- stæðisflokknum sé umfram það sem sameiginleg stjórnarand- staða feli í sér. Sé það rétt mat, hefur Framsókn misst eitt af höfuðeinkennum sínum; að geta starfað bæði til hægri og vinstri. Hamslaus málflutningur Jón víkur að umskiptum Framsóknar- flokksins í Evrópumálum og segir fáa skipta um skoðun á ESB þrátt fyrir fjármálakreppu sumra landa. Málflutningur forystumanna nú sé hins vegar „undarlega hamslaus“ og ESB-sinnum sé ekki sýndur félagsandi. Nú er spurning hvort Sigmundur Davíð bregst við gagnrýninni af þeim félags- anda sem Jón kallar eftir eða því hamsleysi sem Jón sakar forystuna um. kolbeinn@frettabladid.is R ekstur tónlistarhússins Hörpu verður að óbreyttu með rúmlega 400 milljóna króna tapi á þessu ári. Þetta er vitanlega þungur baggi bæði fyrir ríki og borg og þar með skattgreiðendur, ekki síst í Reykjavík. Engu að síður hafa tekjur af grunnstarfsemi húss- ins, tónleikum og annarri menningarstarfsemi verið samkvæmt áætlun en alls hafa 250 þúsund gestir sótt hátt á fjórða hundrað menningarviðburða í Hörpu síðan húsið var tekið í notkun. Tekjur af ráðstefnuhaldi hafa hins vegar ekki gengið eftir eins og áætlað var og til viðbótar var vanáætlað vegna fasteigna- gjalda. Ekki hefur komið fram hvernig forsendurnar voru vegna áætlana á tekjum vegna ráðstefnuhalds en ljóst er að aldrei var hægt að gera ráð fyrir að þétt yrði bókað af stórum ráðstefnum á fyrstu misserum í starfsemi hússins. Slíkar ráðstefnur eru skipulagðar með lengri fyrirvara en svo. Tapið lendir hjá ríki og borg, hver svo sem ástæðan er fyrir því, og þar með á skattgreiðendum þannig að það er ekkert skrýtið að upp komi vangaveltur um það hvers vegna íslenskur almenningur þarf að taka á sig þennan reikning – eins og svo marga aðra, vel að merkja. Tónlistarhús hafði verið í umræðunni í áratugi án þess að nokkuð þokaðist; sinfóníuhljómsveitin starfaði í bíói og Íslenska óperan í aflögðu bíói. Í góðærinu, sem svo er nefnt, fór fjármagn frá einkaaðilum að streyma inn í menningarstarfsemi, ekki bara hér heldur víða annars staðar. Allt í einu varð ókeypis á söfn í boði stöndugra fyrirtækja og svo var ákveðið að byggja tónlistar- húsið langþráða í einkaframkvæmd. Þannig lenti bygging tón- listarhúss úr höndunum á opinberra aðila í hendur einkaaðilum sem réðu þá þeim forsendum sem lagt var upp með, þar á meðal stærð hússins. Niðurstaðan var Harpa, tónlistarhús sem á sér fá lík. Hún er ekki bara glæsileg heldur líka stór, stærri en tónlistar- hús þjóða sem eru margfalt stærri en sú íslenska. Það er eins gott að horfast í augu við að það var aldrei kostur í stöðunni að hætta við byggingu hússins. Vissulega hefði virkið sem búið var að steypa upp þegar hrunið varð orðið tilkomu- mikill minnisvarði um „vitleysislegar fjárfestingar“ eins og Pétur Blöndal hefur sagt en vart er hægt að hugsa sér ömurlegri ásýnd miðbæjar en að hafa slíkt minnismerki trónandi yfir sér. Harpa er sem sagt komin til að vera og mun ekki minnka úr því sem komið er, svo mikið er víst. Húsið hefur verið inn- spýting í menningarlífið í landinu. Það hefur verið lyftistöng fyrir stofnanirnar tvær sem nú eiga heima í Hörpu að komast út úr bíóunum. Aldrei hafa fleiri sótt sinfóníutónleika og óperulífið blómstrar og Harpa er glæsileg umgjörð utan um þessa tónlistar- starfsemi. Enn ríkir um það þokkaleg sátt að leggja til menningar af opinberu fé. Það framlag ætti þó ekki að fara rekstur á stórkalla- legu húsi. Mismuninn verður að sækja í ráðstefnuhlutann. Hins vegar var aldrei hægt að búast við að full starfsemi næðist í alla mögulega anga hússins á fyrstu árum starfseminnar, allra síst ráðstefnuhlutann, og það er stór biti að brúa bilið. Taprekstur á tónlistarhúsinu Hörpu: Út úr bíóunum Steinnunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is SKOÐUN

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.