Fréttablaðið - 07.08.2012, Qupperneq 18
7. ágúst 2012 ÞRIÐJUDAGUR18
Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli
og útfarir má senda á netfangið
timamot@frettabladid.is.
timamot@frettabladid.is
„Hátíðin hefur verið í fyrsta sæti hjá
okkur sem að henni stöndum síðustu
daga, hjá okkur í framkvæmda-
stjórninni, öllum kennurunum og þeim
sem taka þátt. Þetta er stór hópur og
mikil tilhlökkun,“ segir Guðný Þóra
Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri
Tónlistarhátíðar unga fólksins sem hefst
á morgun, miðvikudaginn 8. ágúst, á
menningartorfu Kópavogs og stendur
yfir til 19. ágúst. Hátíðin var fyrst
haldin árið 2008 og fagnar því fimm ára
afmæli sínu í ár, en með Guðnýju Þóru í
framkvæmdastjórn sitja þær Elín Ásta
Ólafsdóttir og Gunnhildur Daðadóttir.
Tilgangur hátíðarinnar er að gefa tón-
listarnemum tækifæri til að kynnast og
taka þátt í samspili og tónlistarsköpun,
auk þess að gefa þeim kost á að sækja
fjölbreytta tónleika og fyrirlestra. Um
hundrað nemar taka þátt í ár.
Hugmyndin að Tónlistarhátíð unga
fólksins kviknaði upphaflega meðal
Guðnýjar Þóru og fleiri ungra tónlistar-
nema sem þótti vanta vettvang fyrir
íslenska tónlistarnema til að sinna list
sinni yfir sumartímann. „Eftir áralöng
ferðalög á námskeið, hátíðir og annað
slíkt á sumrin fórum við að spyrja
okkur að því hvers vegna ekki væri völ
á slíku á Íslandi og hvers vegna enginn
hefði reynt þetta hér á landi. Í rauninni
ákváðum við hreinlega að slá til og gera
þetta bara sjálf,“ segir Guðný Þóra og
bætir við að nú fimm árum síðar séu
aðstandendur hátíðarinnar í skýjunum
yfir viðtökunum. „Það virðist vera að
hér ríki grundvöllur og mikill áhugi á
svona hátíð. Við höfum fundið okkar
farveg, bæði hvað varðar fjölda nem-
enda og fjölda námskeiða. Það væri
gaman að geta tekið við fleiri, sérstak-
lega nemendum erlendis frá því víða um
heim ríkir mikill áhugi á íslenskri tón-
list og kennararnir okkar trekkja að, en
þá myndum við sennilega sprengja hús-
næðið utan af okkur.“
Sem fyrr leitast skipuleggjendur
hátíðarinnar við að bjóða þátttakendum
upp á fjölbreytta dagskrá sem saman-
stendur meðal annars af einkatímum í
hljóðfæraleik og einsöng, kammertón-
list og tilsögn í sviðsframkomu, tón-
listarspuna, jóga og Alexandertækni
og fleira. Í lok hátíðarinnar eru fjöl-
margir nemendatónleikar þar sem þátt-
takendur fá tækifæri til að koma fram
bæði í Salnum í Kópavogi og í Hörpunni
á Menningarnótt. Þá eru sex fyrir lestrar
á dagskrá hátíðarinnar að þessu sinni og
spanna umfjöllunarefni þeirra allt frá
barokki til rapptónlistar, auk þess sem
haldið verður málþing um framtíðarsýn
íslenskra tónskálda.
Sjálf tónleikaröðin samanstendur af
átta tónleikum þar sem lögð er áhersla
á að kynna ungt tónlistarfólk, auk þess
sem kennarar á námskeiðum hátíðarinn-
ar koma fram. „Á tónleikunum kemur
afburðafólk fram,“ segir Guðný Þóra
og nefnir meðal annars Strengjasveit-
ina Skark sem flytur tvö ný verk, Arn-
gunni Árnadóttur sem er nýráðin fyrsti
klarinettuleikari Sinfóníunnar og Huldu
Jónsdóttur, eina björtustu von íslenska
fiðluheimsins. Nánari upplýsingar um
dagskrá hátíðarinnar er að finna á
Musicfest.is. kjartan@frettabladid.is
TÓNLISTARHÁTÍÐ UNGA FÓLKSINS: HEFST Í FIMMTA SINN Á MORGUN
GERÐUM ÞETTA BARA SJÁLF
AFMÆLI Guðný Þóra er í skýjunum með fimm ára afmæli Tónlistarhátíðar unga fólksins, sem hefst á morgun. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Þennan dag, 7. ágúst árið 1960, hlaut
Fílabeinsströndin sjálfstæði frá Frakk-
landi. Landið hafði verið undir stjórn
Frakka frá síðari hluta 19. aldar og
voru þar framleiddar kakó- og kaffi-
baunir í miklu magni.
Félix Houphouët-Boigny leiddi Fíla-
beinsstrendinga til sjálfstæðis eftir
diplómatískum leiðum. Hann var leið-
togi innlendra kaffibaunaræktenda og
kosinn á franska þingið 1945. Hann
varð fyrstur Afríkubúa til að komast
í evrópska ríkisstjórn og ítök hans í
frönskum stjórnmálum höfðu mikið að
segja er Fílabeinsströndin fékk full-
veldi 1958 og varð loks sjálfstætt ríki
árið 1960.
Þegar Fílabeinsströndin fékk sjálf-
stæði var ríkið eitt stöndugasta ríki
Vestur-Afríku.
Ríkið var, og er enn í dag, einn af
stærstu kaffibaunaframleiðendum í
heimi, ásamt því að eiga stóra markaðs-
hlutdeild á heimsmarkaði kakós og
pálmaolíu.
Síðasti áratugur hefur einkennst
af borgarastríði og grimmdarverk-
um á Fílabeinsströndinni. Barátta um
demanta námur, frekar en pólitískur
ágreiningur, þar sem barnahermönnum
var miskunnarlaust beitt, hefur skilið
landið eftir í sárum. Skrifað var undir
friðarsamninga árið 2007 sem halda að
nafninu til þótt lítið megi út af bera.
ÞETTA GERÐIST: 7. ÁGÚST 1960
Fílabeinsströndin hlýtur sjálfstæði
Sólrún Bragadóttir sópransöngkona og Anna
Málfríður Sigurðardóttir píanóleikari flytja
sönglög um drauma eftir norræn, þýsk og frönsk
tónskáld í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar í
kvöld, þriðjudaginn 7. ágúst, klukkan 20.30.
Sólrún hefur starfað við mörg helstu óperu- og
leikhús í Þýskalandi. Meðal hlutverka hennar má
nefna Mimi í La Bohème, Suor Angelica í sam-
nefndri óperu og Desdemona í Óþelló. Hún hefur
komið fram sem einsöngvari með hljómsveitum,
tekið þátt í óperum, söngleikjum, ljóðatónlist,
óratoríum og sungið Vínartónlist. Sólrún býr í
Danmörku.
Anna Málfríður Sigurðardóttir hefur starfað
sem píanókennari og píanóleikari frá 1974, bæði
á Íslandi og erlendis. Hún hefur haldið tónleika
víðsvegar, bæði hér heima og erlendis og komið
fram sem einleikari, meðal annars með Sinfóníu-
hljómsveit Íslands og Sinfóníuhljómsveitinni í
Trier.
Draumar Sólrúnar og Önnu
SÓLRÚN
BRAGADÓTTIR
JIMMY WALES, stofnandi vefsíðunnar Wikipedia, á afmæli í dag.
„Ímyndið ykkur heim þar sem hver einasti einstaklingur á plánetunni
hefur frían aðgang að allri mannlegri vitneskju. Við vinnum að því.“
46
Ástkær eiginkona mín, móðir,
tengdamóðir og amma,
AUÐUR PÉTURSDÓTTIR
Mýrarási 3, Reykjavík,
lést á deild 11E á Landspítalanum við
Hringbraut mánudaginn 30. júlí. Útför
hennar fer fram frá Árbæjarkirkju í Reykjavík
fimmtudaginn 9. ágúst kl. 13.00.
Ríkharður Sverrisson
Pétur Kristmanns Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir
Ríkharður B. Ríkharðsson
Margrét Ríkharðsdóttir
Guðlaugur Geir Kristmanns
Ríkharður Kristmanns
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
ÞÓRHILDUR RAGNA KARLSDÓTTIR
Hjarðarhaga 26,
lést á Hjúkrunarheimilinu Sóltúni
fimmtudaginn 19. júlí. Útförin fer
fram frá Dómkirkjunni miðvikudaginn
8. ágúst kl. 15.00.
Karl Þorsteinsson Margrét Geirrún
Kristjánsdóttir
Guðbjörg Þorsteinsdóttir Halldór Bjarnason
Baldur Þorsteinsson Linda Udengaard
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
GUÐRÚN ÓLAFSDÓTTIR
DÚNNA,
Lækjasmára 4, Kópavogi,
lést fimmtudaginn 26. júlí. Útförin fer fram
frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 8. ágúst
kl. 15.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Sumardvöl
fatlaðra í Reykjadal, kt. 630269-0249, banki 549-26-10.
Halldór Ólafsson Gyða Þórisdóttir
Inga Ólafsdóttir Guðmundur Jónsson
Sigrún Ólafsdóttir Guðmundur Ingi Ásmundsson
Ómar Örn Ólafsson Sigurbjörg Alda Guðmundsdóttir
Gunnar Ólafsson Brynhildur Ásgeirsdóttir
Ólafur Jóhann Ólafsson Sigríður Einarsdóttir
barnabörn og langömmubarn.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
SÓLVEIG KRISTJÁNSDÓTTIR
áður til heimilis að Nökkvavogi 42,
Reykjavík,
lést á Heilbrigðisstofnun Sauðárkróks
miðvikudaginn 1. ágúst sl. Jarðarförin verður
auglýst síðar.
Páll K. Gunnarsson Esther Þorgrímsdóttir
Guðmundur Gunnarsson Bjarma Didriksen
Sigurður D. Gunnarsson Anna S. Gunnarsdóttir
Oddur Gunnarsson Áslaug Jónsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
ÁLFHEIÐUR ÁRMANNSDÓTTIR
frá Skógum,
Lindasíðu 4, Akureyri,
er látin. Útför hennar fer fram frá Glerárkirkju
föstudaginn 10. ágúst kl. 13.30.
Anna Soffía Sverrisdóttir
Sverrir Brynjar Sverrisson Elín Sigurðardóttir
Þóra Sverrisdóttir
Þorsteinn Berg
Sólrún Sverrisdóttir Óskar Steingrímsson
ömmu- og langömmubörn.