Fréttablaðið - 07.08.2012, Síða 19
Það má kannski segja að ég sé kaupfélagsstjórinn innan gæsa-lappa,“ segir Jón Sævar en í
Kaupfélaginu er hægt að kaupa marg-
breytilegan varning í gleðilitum sem
allir geta skreytt sig með á laugar-
daginn þegar gleðigangan fer um
miðbæ Reykjavíkur. „Kaupfélagið er
fyrst og fremst upplýsingamiðstöð, við
seljum miða á atburði tengda Hinsegin
dögum og dót til skreytinga, það er að
segja svokallaðan regnbogavarning.
Havaí-böndin hafa verið vinsælust
en einnig slár, treflar, hattar, fánar og
fleira. Það eru um 32 vörutegundir og
þeim fjölgar stöðugt,“ segir Jón Sævar.
„Í fyrra urðu fjaðralengjur mikil tísku-
vara á laugardeginum en spennandi
verður að vita hvaða tíska verður nú,“
segir hann hress í bragði.
Kaupfélagið er staðsett í bókabúð-
inni Iðu í Lækjargötu og salan hefur
farið vel af stað. „Fólk á öllum aldri
kemur hingað til að kaupa miða á
ýmsar uppákomur eða regnbogavarn-
ing. Við verðum einnig með söluvagna
á laugardag og fjóra svokallaða míní-
markaði,“ segir Jón Sævar og bætir
því við að sjálfboðaliðar í sölustörfin
séu vel þegnir. „Þetta er mikil vinna en
ákaflega skemmtileg.“
Hinsegin dagar byrja í dag og
standa fram á sunnudag. Hátíðin hefst
með ljósmyndasýningu í Ráðhúsi
Reykjavíkur. Málverkasýning verður
í Borgarbókasafninu og Hinsegin
kór syngur í Norræna húsinu. Þá
verður frumsýnd ný heimildarmynd
eftir Ragnhildi Steinunni Jónsdóttur,
Hrafnhildur, svo eitthvað sé nefnt. Á
sunnudag verður fjölskylduskemmtun
í Viðey.
Miðbærinn ætti að verða litríkur
á laugardaginn þegar hápunkturinn,
gleðigangan fer eftir Lækjargötunni.
Gangan fer frá BSÍ klukkan 14 og Jón
Sævar á von á að gangan verði stærri
en í fyrra þegar 36 atriði tóku þátt.
Þeir sem verða með atriði í göngunni
eru á fullu að undirbúa og sauma bún-
inga, þar á meðal Páll Óskar Hjálmtýs-
son sem vekur jafnan mikla athygli
í göngunni sem og borgarstjórinn í
Reykjavík, Jón Gnarr.
„Þá er skemmtilegt að bandaríski
sendiherrann og starfsmenn sendi-
ráðsins verða með í göngunni eins og
í fyrra. Það eru allir orðnir voðalega
spenntir, enda voru rúmlega níutíu
þúsund manns í miðborginni í fyrra og
fjölgar ár frá ári. Íslenska gleðigangan
er farin að spyrjast um heiminn og við
vitum að mikill fjöldi útlendinga kem-
ur hingað til að fylgjast með henni. Við
erum alltaf heppin með veðrið þennan
dag og svo verður örugglega líka
núna. Fyrst og fremst erum við þó að
fagna mannréttindum, margbreytileika
og menningu.“ ■ elin@365.is
FRÍSKANDI ORKUSKOT
Hvernig væri að hreinsa kroppinn eftir helgina?
Hér er uppskrift að bráðhollum og bragðgóðum
safa. Setjið epli, eina lúku af spínati, svolítinn an-
anassafa, kókosvatn og klaka í blandara og bland-
ið silkimjúkt. Berið fram í háum glösum með röri.
LÍFLEGIR LITIR
Jón Sævar Baldvinsson
með regnboga varning
sem skreyta mun
borgina á laugardag.
MYND/STEFÁN
UNDIRBÝR LITRÍKA
GLEÐI Á LAUGARDAG
GLEÐIGANGA Jón Sævar Baldvinsson hefur í nógu að snúast þessa dagana,
enda heldur hann utan um Kaupfélag Hinsegin daga og ýmis fjármál er
tengjast þessum skemmtilega viðburði.
Stuðnin
gs
stöngin
Stuðningsstöngin er hjálpar- og öryggistæki sem auðveldar fólki að vera virkt og athafnasamt við daglegt líf án þess að þurfa að reiða sig
á aðra. Margir Iðjuþjálfarar, sjúkraþjálfarar og læknar hafa mælt með stuðningsstöngunum fyrir sína skjólstæðinga.
Stuðningsstangirnar hafa fengið verðlaun fyrir notagildi, öryggi og hönnun á alþjóðlegum hjálpartækjasýningum í USA.
Yfir 500
0 noten
dur
á Ísland
i síðan
1999
Opið virka daga í sumar frá kl. 9 -18
Stórhöfða 25 569 3100 eirberg.is
Hlaupainnlegg
Teg 42027 - fæst í C,D,E skálum á kr. 5.800,-
buxur í stíl á kr. 1.995,-
ÆÐISLEGUR í nýjum lit
Laugavegi 178 - Sími: 551 3366
Þú mætir - við mælum og aðstoðum
www.misty.is
Opið frá 10-18 virka daga.
Lokað á laugardögum í sumar
Boníto ehf. • Praxis
Faxafen 10, 108 Reykjavík, sími: 568 2878 • www.praxis.is • soo.dk
Opið mán. – fös. kl. 1 –1 . Lokað Laug.
Erum einnig með gott
úrval af bómullar-
bolum og mikið úrval
að vinnufatnaði kíkið
á praxis.is
Fást í 5 litum, lime, svörtu,
rauðu, kongabláu og fjólubláu
Vatteraðir jakkar - 14.500 kr.
Bláu húsin v/Faxafen
Sími 553 7355 • www.selena.is
Útsalan
er hafin