Fréttablaðið - 07.08.2012, Síða 46

Fréttablaðið - 07.08.2012, Síða 46
7. ágúst 2012 ÞRIÐJUDAGUR34 GOTT Á GRILLIÐ Sjónvarps- og útvarpsmaðurinn Andri Freyr Viðarsson er staddur í Kanada um þessar mundir þar sem hann er við tökur á nýjum sjón- varpsþætti. Á ferðalagi sínu hefur Andri Freyr kynnst ýmsum kynlegum kvistum og lent í skemmtilegum uppákomum. Andri Freyr og félagar hafa frá 24. júlí ferðast um Minnesota, Fargo og Norður-Dakóta í Bandaríkjunum og eru nú staddir í Kanada þar sem þeir munu heimsækja Gimli, Winnipeg og Riverton í Manitoba. Sjónvarpsmaðurinn fór ekki tómhentur til Vesturheims heldur hlaðinn gjöfum og hafa heimaprjónaðir ullarvettlingar vakið mesta lukku. „Ég er með fullt af gjöfum; dót eftir Hugleik Dagsson, bækur frá JPV og svo henti Smekk- leysa í mig nokkrum vel völdum titlum. Mamma blessunin prjónaði svo fullt af vettlingum sem ég átti að færa frændum okkar í vestri. Það hafa allir verið mega-sáttir við gjafirnar og þá sérstaklega vettlingana frá mömmu. Það er samt hálf skrítið að afhenda fólki ullarvettlinga í þrjátíu stiga hita,“ segir Andri. Andri ferðast um á Chevrolet Silverado pall- bíl og gistir annaðhvort í heimahúsum eða á hótelum á meðan á ferðalaginu stendur. „Allar gistingarnar eru góðar, þó misgóðar. Ég hef sofið á stofugólfum og á glæsihótelum. Stofu- gólfin koma einfaldlega til út af því að fólk vill ekki sleppa okkur frá sér, sem er skemmtilegt.“ Inntur eftir því hvað hafi komið honum mest á óvart við heimsóknina til Ameríku segir Andri það vera hjálpsemi heimamanna og kanadísk matargerð. „Þeir eru sérstaklega hjálpsamir og almennilegir, það er að segja í sveitum landsins. Það kom mér líka á óvart hversu margir tala íslensku en hafa aldrei heimsótt Ísland. Svo er maturinn í Kanada æðislegur.“ Sýningar hefjast í Sjónvarpinu þann 13. september. - sm Færir frændum vettlinga frá mömmu KÁTUR Í KANADA Andri Freyr Viðarsson tekur hér lagið með vesturíslensku stúlknasveitinni Mise en Scene. „Ég vil eitthvað sem er með púls og smakkast eins og kjúklingur. Fermingartyppi eru fyrir krakka og meyjaryndi fyrir fullorðna. Svo fólk skilji hvað ég er að tala um þá eru þetta pylsur og bjúgur. Ekki má gleyma kartöflustöppunni.“ Georg Erlingsson Merritt, skipuleggjandi Draggkeppni Íslands. „Ég gerði samning við þá og þetta er fyrsta sýningin af framtíðar- samstarfi,“ segir ljósmyndarinn Egill Bjarki Jónsson sem opnaði sína fyrstu sýningu og gaf út bók í Sjanghæ laugardaginn 21. júlí. Sýningin fangar ljósmyndun hins víðförla Egils en myndirnar eru frá Íslandi, Noregi, Danmörku og Sjanghæ. Egill hefur starfað sjálfstætt í stórborginni frá byrjun febrúar og er sýningin upphaf að samstarfi hans við sýningar stjórann Julian Ramirez Rentero í galleríinu Moproo í M50 listamanna- hverfinu. „Hann mun senda myndir frá mér í ljósmynda- keppni fyrir listamenn sem eru með samning við gallerí.“ Nýútgefna bókin er í raun kassi með ljósmyndaseríum Egils af blómum og ruðningsköppum. „Hún hefur aðeins meira notagildi en bók því fólk getur tekið mynd og sett í ramma,“ segir hann. „Annar sýningastjóri vill núna fá mig til að halda sýningu í stærra galleríi,“ segir hann um viðtökur sýningarinnar. Egill útskrifaðist úr ljósmyndunarnámi Medie- skolerne í Viborg vorið 2010. „Ég ætlaði að reyna fyrir mér í Danmörku en þar var ekki rétta andrúmsloftið. Við höfðum verið í Kína árið 2008 og ákváðum að taka annað Kína á þetta,“ segir Egill um ákvörðun hans og kærustunnar. „Þetta er mjög stór borg og mikið af verkefnum svo ég þrífst mjög vel hérna.“ Aðalsvið Egils eru portrett- myndir en hann hyggst færa sig yfir í auglýsingaljós myndun og fagnar því að geta sérhæft sig innan auglýsingageirans í Sjanghæ. Þessa stundina er hann að vinna ýmis sjálfstæð verkefni, þar á meðal fyrir þýska við- skiptablaðið Wirtschaftswoche og við skiptavina blað Lufthansa. „Núna er ég samt að byrja að ein- beita mér meira að persónulegum verkefnum,“ segir hann. Sýningin stendur til 25. ágúst. -hþt Sýnir ljósmyndir í Sjanghæ MYNDIR OG BÓK Egill Bjarki hefur starfað sem ljósmyndari í Sjanghæ frá byrjun febrúar. Hann opnaði fyrstu sýninguna sína og gaf út bók 21. júlí síðastliðinn. Fabio Del Percio flutti til Íslands ásamt konu sinni, Önnu Giudice, eftir að hafa heimsótt landið nokkrum sinnum. Hjónin hanna sessur og „grjóna“púða sem fyllt er með íslensku heyi auk þess sem þau selja ítalska hönnun í verslun sinni í Bergstaða strætinu. Að sögn Fabio reka forvitnir vegfarendur oft nefið inn á vinnu- stofu þeirra hjóna til að komast að því hvað þau eru að fram- leiða úr heyinu. Hugmyndina að sessunum og púðunum segist hann hafa fengið frá uppeldis- árum sínum á ítölskum sveitabæ. „Ég byrjaði að hanna fyrir um tuttugu árum síðan á Ítalíu og vann einnig um hríð sem bólstrari. Hugmyndin um að nota hey sem fyllingu er komin frá uppeldisárum mínum á Ítalíu en ég ólst upp á sveitabæ og í gamla daga var hey gjarnan notað í dýnur,“ segir Fabio og bætir við: „En útlit púðanna er innblásið af Íslandi.“ Tvö ár eru síðan Fabio byrjaði að þróa hugmyndina að púðunum en hann kaupir heyið frá sauð- fjárbónda á Reykjanesinu. Inntur eftir því hvort það hafi komið umræddum bónda á óvart í hvað heyið væri notað segir Fabio svo vera. „Hann varð svolítið hissa á bóninni og rak upp stór augu þegar hann sá vöruna.“ Í áklæðið notar Fabio annað- hvort vínyl eða endurunnið plast og því henta húsgögnin vel í garða eða á svalir þar sem þau eru vatnsheld. Að auki má greina lyktina af heyinu í gegn- um áklæðið og því mætti segja að Fabio og Anna færi fólki svo- lítið af sveitinni heim í stofu. Hjónin eru alflutt til landsins og kveðst Fabio ánægður með lífið á Íslandi. „Við erum komin til að vera og erum mjög hrifin af borginni og íslenskri menningu.“ Aðspurður þvertekur hann þó fyrir að íslenskt veðurfar sé of kalt fyrir Ítala. Áhugasamir geta skoðað púðana á vefsíðunni hver-design. com. sara@frettabladid.is FABIO DEL PERCIO: BÓNDINN VARÐ SVOLÍTIÐ HISSA Á BÓNINNI Hannar púða og sessur sem fylltar eru með heyi SKEMMTILEG HÖNNUN Hjónin Fabio Del Percio og Anna Giudice hanna fallega púða sem fylltir eru með íslensku heyi. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL RÚNARSSON SUMARLITIRNIR ERU KOMNIR ht.is

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.