Fréttablaðið - 29.08.2012, Blaðsíða 8
29. ágúst 2012 MIÐVIKUDAGUR8
Flokksráð Vinstri hreyfingarinnar
– græns framboðs (VG) fundaði
um helgina. Fyrirfram höfðu
verið skapaðar
nokkrar vænt-
ingar um að nú
yrði látið sverfa
til stáls í mál-
efnum er varða
umsókn að ESB.
Raunin varð
önnur, sam-
þykkt var álykt-
un um samskipti
Í s l a nd s v ið
þjóðir og þjóða-
bandalög þar
sem umræðunni
um samskipti
Íslands og ESB
er fagnað og
hvatt til þess
að hún haldi
áfram.
S e g j a m á
að þetta sé að
mörgu leyti endurtekið efni. Þeir
eru ófáir fundirnir í stofnunum
flokksins þar sem boðuð hefur
verið stefnubreyting í Evrópu-
málum, enda fari aðildarumsókn
gegn stefnu flokksins. Í aðdrag-
anda funda hafa auglýsingar og
undirskriftarlistar birst í fjöl-
miðlum, en á fundunum hefur
stefna flokksins ekkert breyst.
Katrín Jakobsdóttir, varafor-
maður flokksins, hélt ræðu við
setningu fundarins. Hún vék þar
að Evrópumálum og sagði flokks-
menn skiptast í þrjá hópa; þá sem
væru andstæðir aðild en litu á það
mál sem eitt af mörgum sem vega
mætti og meta, þá sem vildu að VG
yrði einsmálshreyfing gegn ESB
og loks fylgjendur aðildar. Síðast-
taldi hópurinn væri lágvær og í
minnihluta.
Ef litið er til þeirra samþykkta
sem stofnanir flokksins hafa gert
verður ekki annað séð en að fyrsti
hópurinn sé í miklum meirihluta í
flokknum. Stefna hans er að vera
andvígur aðild að ESB, en hags-
munir af ríkisstjórnarsamstarfinu
hafa á öllum fundum verið teknir
fram yfir þá andstöðu.
Jón Bjarnason, fyrrverandi
ráðherra, gagnrýndi Katrínu
mjög fyrir þessa framsetningu.
Hann hefur lengi talað fyrir því
að flokkurinn breyti um kúrs í
Evrópumálum. Hins vegar hefur
það sjónarmið ekki notið meiri-
hlutafylgis á fundum stofnana
flokksins.
Sé horft til fundarins má
ljóst vera að forystan vill beina
athyglinni frá ESB og að árangri
í efnahagsmálum. Mikið var lagt
upp úr minna atvinnuleysi og
auknum hagvexti og má þar sjá
kosningaáherslur flokksins.
Heimildarmenn Fréttablaðsins
eru sammála um að þetta verði
einmitt taktík flokksins í kosn-
ingabaráttunni. Það sé honum
ekki í hag að beina sjónum um of
að ESB.
ESB vomir yfir VG í
kosningabaráttunni
Dráttur á aðildarviðræðum er Vinstri grænum erfiður. Samþykktir flokksstofn-
ana sýna þó styrkan meirihluta fyrir stefnu forystunnar. Af flokksráðsfundi má
ráða að forystan vill beina sjónum frá ESB að árangri í efnahagsmálum.
FUNDAÐ STÍFT Flokksráð VG samþykkti ályktun þar sem umræðu um samskipti
Íslands og ESB er fagnað og hvatt til þess að hún haldi áfram.
KATRÍN
JAKOBSDÓTTIR
JÓN BJARNASON
Flokksráðsfundur VG samþykkti 10. maí 2009 ályktun þar sem mælt var
með því að mynduð yrði ríkisstjórn með Samfylkingu „á grundvelli þeirrar
samstarfsyfirlýsingar sem nú liggur fyrir“. Ályktunin var samþykkt með þorra
atkvæða gegn fimm, einn sat hjá.
Í samstarfsyfirlýsingunni, sem flokksráðið samþykkti á þessum fundi,
segir: „Ákvörðun um aðild Íslands að Evrópusambandinu verði í höndum
íslensku þjóðarinnar sem mun greiða atkvæði um samning í þjóðar-
atkvæðagreiðslu að loknum aðildarviðræðum. Utanríkisráðherra mun leggja
fram á Alþingi tillögu um aðildarumsókn að Evrópusambandinu á vorþingi.“
Samþykkt með þorra atkvæða gegn 5
FRÉTTASKÝRING
Hver er staðan innan Vg?
Póstkort
frá París!
Ármúla 7 | 108 Reykjavík | 5 500 600 | www.icelandexpress.is
F
ÍT
O
N
/
S
ÍA
Við ætlum að skreppa til Parísar og viljum endilega fá þig
með. Eins og alltaf iðar borgin af lífi; veitingahús, listasöfn,
fjölskrúðugt mannlíf – og svo þú.
Bókaðu haustflug til Parísar á www.icelandexpress.is
Barcelona
er borgin!
Þeir sem hafa ekki farið til Barcelona eiga mikið eftir.
Fjölbreytt menning, einstakur arkitektúr og frábært úrval
spennandi veitingahúsa. Við elskum Barcelona.
Bókaðu haustflug til Barcelona á www.icelandexpress.is
INNIFALIÐ:Ein taska, 20 kgHandfarangur, 10 kg
200.00
0 hótel
í 165
löndum
/ 800.0
00 bíla
r
í 125 lö
ndum
HÓTEL
OG BÍLBÓK
AÐU
Flogið til 23. september 2012.
Engin sunnudagaregla og einfalt að breyta farseðlum.
Flogið til 9. október 2012.
Engin sunnudagaregla og einfalt að breyta farseðlum.
Kolbeinn
Óttarsson Proppé
kolbeinn@frettabladid.is
ÍSRAEL, AP „Ég tel þetta hafa verið slæman dag, ekki
aðeins fyrir fjölskyldu okkar heldur fyrir mann-
réttindi, réttarríkið og einnig fyrir Ísraelsríki,“
sagði Cindy Corrie eftir að héraðsdómur í Ísra-
el hafði vísað á bug kröfu hennar og eiginmanns
hennar, Craig.
Þau fóru fram á táknrænar skaðabætur upp
á einn Bandaríkjadal vegna láts dóttur þeirra,
Rachel Corrie, sem varð undir jarðýtu ísraelska
hersins þegar hún tók þátt í mótmælum gegn niður-
rifi heimila Palestínumanna á Gasasvæðinu árið
2003.
Dómstóllinn sagði lát hennar hafa stafað af slysi,
sem hún sjálf ætti sök á. Hún hefði sjálf komið sér
í þá hættu, sem kostaði hana lífið.
Vitni að atvikinu hafa fullyrt að ýtustjórinn hafi
vísvitandi ekið á Corrie. Foreldrar hennar töldu
ýtustjórann hafa sýnt gáleysi og byggðu mál sitt
gegn ísraelska ríkinu og ísraelska hernum á því.
Þau hafa varið 200 þúsund dölum í málflutning-
inn, eða jafnvirði nærri 25 milljóna króna. - gb
Ísraelskur dómstóll telur að Rachel Corrie hafi sjálf átt sök á dauða sínum:
Sögð hafa sett sig sjálf í hættu
SARAH, CRAIG OG CINDY CORRIE Systir og foreldrar Rachel
Corrie stuttu fyrir dómsuppkvaðningu. NORDICPHOTOS/AFP
DANMÖRK Nítján ára piltur var í
gær úrskurðaður í þriggja vikna
gæsluvarðhald vegna gruns um
aðild að óspektum á bráðamót-
töku sjúkrahússins í Óðinsvéum
fyrir rúmri viku.
Um sextíu manns ruddust þar
inn í leit að manni sem hafði
særst í átökum tveggja hópa. Þar
unnu þeir margs konar spjöll og
ógnuðu starfsfólki.
Jafnaldri piltsins situr þegar
í varðhaldi vegna ólátanna. Þrír
aðrir menn eru í haldi vegna
árásarinnar fyrr um kvöldið. - þj
Óspektir í Óðinsvéum:
Bráðamóttöku-
bulla í varðhald
FRAKKLAND Frönsk dómsmálayfir-
völd rannsaka nú fráfall Jassers
Arafats, fyrrum leiðtoga Palestínu,
til að fá úr því skorið hvort hann
hafi verið myrtur.
Arafat lést á hersjúkrahúsi í
París árið 2004 en þangað leitaði
hann lækninga við veikindum sem
höfðu hrjáð hann um nokkurt skeið.
Niðurstöður rannsóknar á persónu-
legum eigum Arafats sýndu tölu-
vert magn af póloni í sýnum sem
tekin voru. Pólon er geislavirkt
frumefni sem meðal annars dró
rússneska njósnarann Alexander
Litvinenko til dauða.
Lík Arafats
var ekki krufið
á sínum tíma en
stjórnvöld í Pal-
estínu hafa gefið
leyfi til þess að
grafa upp jarð-
neskar leifar
leiðtogans. Eftir
lát hans vaknaði
strax grunur um
að Arafat hefði
verið byrlað eitur en málið komst
aftur í hámæli eftir rannsókn sjón-
varpsstöðvarinnar Al-Jazeera.
- shá
Yfirvöld í Frakklandi rannsaka lát Jassers Arafats:
Morðrannsókn hafin
JASSER ARAFAT