Fréttablaðið - 29.08.2012, Síða 14
14 29. ágúst 2012 MIÐVIKUDAGUR
Með lækkandi sól og hækkandi útgjöldum virðist enn ein illa
krydduð skuldasúpa Reykjavíkur-
borgar vera á matseðlinum. Und-
anfarið hefur mikið verið rætt um
Hörpuna og slæma afkomu hennar
og nú er uppi á teningnum að reisa
gríðarstórt hótel með tilheyrandi
bílastæðakjallara.
Ef litið er fram hjá rekstri Hörp-
unnar og peningabruðlinu í kring-
um hana er hægt að segja að hún sé
gríðarlega vel heppnuð. Hún er ein-
staklega glæsileg að sjá og fyllist ég
stolti þegar ég horfi á þetta verk-
fræðiundur sem minnir helst á þurs
sem situr í fótabaði við höfnina.
Hljómflutningurinn í Eldborg er á
heimsmælikvarða og segi ég oft að
loks hafi Sinfóníuhljómsveit Íslands
flutt sig úr hesthúsi í Colosseum hið
forna. Mér sárnar því þau áform að
sparka eigi í þursinn okkar með því
að reisa ógnarstórt ferðamannabæli
við Hörpuna okkar.
Í fleiri ár hef ég hjólað meðfram
Sæbrautinni, hlustað á hafgoluna og
dáðst að duttlungafullum Faxafló-
anum. Þessi dásemd lenti í gjöreyð-
ingarvél stjórnmálanna þegar til-
kynnt var um að reisa skyldi hótel
á Hörpureitnum, Marriott í þokka-
bót. Ég spyr: Var Eddu-hótelunum
ekki gefinn kostur á þessum reit?
Enn spyr ég: Voru þetta skilyrði frá
hræfuglunum í Alþjóðagjaldeyris-
sjóðnum? Það stingur í stúf að þau
alkunnu sannindi sem allir þekkja
hafi verið hunsuð.
Hótelbyggingar eiga ekki heima í
þéttbýli. Erlendir ferðamenn koma
hingað til að drekka í sig íslenska
náttúru en hugmyndalausum borg-
arfulltrúum finnst betra að bjóða
upp á óheflaða drykkjumenningu
og saurlífishátt. Hafa erlendir auð-
menn virkilega meira að sækja til
Reykjavíkur en að versla lopapeys-
ur í Rammagerðinni?
Fjöldi erlendra ferðamanna hefur
aukist gífurlega eftir gosin og með
aukinni áherslu á að markaðssetja
íslenska náttúru í stað lauslátra
kvenna. Því gengur mér erfiðlega
að átta mig á ráðabruggi borg-
arstjórnar að menga höfuðstað-
inn með hótelferlíki sem skemm-
ir Hörpu. Það er umhugsunarvert
að Huang Nubo veki meiri gremju
hjá landanum en fyrirhugað hnefa-
högg á Hörpu. Verði þetta hótel
reist væri best ef það væri staðsett
í Hvalfirðinum og boðið yrði upp
á dagsferðir til Reykjavíkur eða
borginni yrði bætt við gullna hring-
inn. Hvalfjörðurinn er geysilega
fallegur staður sem er illa nýttur
eftir að göngin voru opnuð. Ef ég
væri þýskur ferðamaður á leiðinni
til Íslands þá þætti mér spennandi
kostur að dvelja á framandi stað og
hótelið bæri íslenskt nafn eins og
Hótel Hvalur. Við verðum að standa
vörð um gjaldeyrinn og sjá til þess
að hann haldist hér á landi í stað
þess að vera sendur með hraðferð
til höfuðstöðva Marriott.
Verndum Hörpuna
Alþingi hefur ákveðið að efnt skuli til þjóðaratkvæða-
greiðslu um tillögur stjórnlaga-
ráðs um nýja stjórnarskrá 20.
október nk. Annars vegar verða
kjósendur spurðir hvort þeir vilji
leggja tillögur ráðsins til grund-
vallar nýrri stjórnarskrá en hins
vegar um afstöðu þeirra til nokk-
urra lykilatriða í tillögum ráðsins.
Aðdragandi málsins er langur en
verður ekki rakinn hér. Aðalatrið-
ið er að nú liggur fyrir heildartil-
laga í frumvarpsformi um nýja
stjórnarskrá fyrir lýðveldið Ísland
og að þjóðinni gefst með atkvæða-
greiðslunni einstakt tækifæri til
að stuðla að því að nýr og traustur
grundvöllur verði lagður að þjóð-
félagi okkar.
Um hvað verður spurt?
Eftirfarandi spurningar verða
lagðar fyrir kjósendur:
1. Vilt þú að tillögur stjórnlaga-
ráðs verði lagðar til grundvall-
ar frumvarpi að nýrri stjórnar-
skrá?
2. Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá
verði náttúruauðlindir sem ekki
eru í einkaeigu lýstar þjóðar-
eign?
3. Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá
verði ákvæði um þjóðkirkju á
Íslandi?
4. Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá
verði persónukjör í kosningum
til Alþingis heimilað í meira
mæli en nú er?
5. Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá
verði ákvæði um að atkvæði
kjósenda alls staðar að af land-
inu vegi jafnt?
6. Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá
verði ákvæði um að tiltekið
hlutfall kosningarbærra manna
geti krafist þess að mál fari í
þjóðaratkvæðagreiðslu?
Þeir sem eru í einu og öllu sam-
mála tillögum stjórnlagaráðs svara
öllum spurningum með jái nema
þeirri þriðju með neii. Komi í ljós
skýr vilji kjósenda um að einhverj-
um af spurningum beri að svara
með öðrum hætti, verður að ætla
að þingið breyti tillögum ráðsins í
samræmi við það. Í skoð-
anakönnun sem gerð var
í lok mars sl. um spurn-
ingarnar tjáðu fjórir
fimmtu hlutar kjósenda
sig þó sammála ráðinu
í þessum atriðum. Þó
voru þeir álíka marg-
ir sem vilja þjóðkirkju-
ákvæðið inni og hinir
sem vilja að það hverfi
úr stjórnarskránni eins
og ráðið leggur til.
Málið verður kynnt
Greinarhöfundur mun
fjalla um spurningarnar
vikulega fram að kjör-
deginum hér í Frétta-
blaðinu. Í kjölfar þessa inngangs
verða teknar fyrir þær þeirra sem
lúta að einstökum álitamálum en
í lokin fjallað um málið í heild,
þ.e. meginspurninguna, þá fyrstu.
Ætlunin er að upplýsa og færa rök
fyrir þeim svörum sem samrým-
ast tillögum stjórnlagaráðs. Gagn-
raka verður einnig getið og þeim
svarað. Höfundur sat í stjórnlaga-
ráði og stóð að tillögum þess í heild.
Málsmeðferðin tekur vitaskuld
mið af því.
Um þjóðaratkvæðagreiðslur
gilda sérstök lög (nr. 91/2010)
en þar er m.a. mælt fyrir um að
Alþingi skuli standa fyrir víðtækri
kynningu á málefninu. Þess er að
vænta að myndarlega verði að því
verki staðið. Á okkur sem sátum í
stjórnlagaráði hvílir á hinn bóg-
inn einnig sú siðferðislega skylda
að upplýsa og mæla fyrir tillögum
okkar. Því eru þessir pistlar ritaðir.
Til frekari upplýsingar skal
bent á vefsíðu stjórnlagaráðs,
Stjornlagarad.is, þar sem bæði
má sjá tillögur ráðsins í heild
sinni ásamt ítarlegri greinargerð,
auk þess sem rekja má
umræður og atkvæða-
greiðslur í ráðinu. Þá er
gagnlegt að bera frum-
varp ráðsins að nýrri
stjórnarskrá saman við
gildandi stjórnarskrá,
grein fyrir grein. Slíkan
samanburð er að finna
á vefsíðunni thorkell-
helgason.is/?p=1175. Að
lokum má benda á lítið
kver, Ný stjórnarskrá
Íslands, með frumvarpi
ráðsins í heild sem fæst
við vægu verði í heldri
bókabúðum.
Stjórnarskrármálinu
lyktar ekki með þjóðar-
atkvæðagreiðslunni í haust þar
sem niðurstöður hennar eru ekki
bindandi fyrir Alþingi. Engu að
síður er þetta mikilvægt skref
sem mun þoka málinu vel áfram.
Því er brýnt að allir kynni sér
viðfangsefnið vandlega og taki
afstöðu og mæti á kjörstað. Það er
von undirritaðs að lokaniðurstað-
an verði góð stjórnarskrá, þar sem
öll helstu markmiðin í tillögum
stjórnlagaráðs nái fram að ganga.
Þjóðin verður að leggja línurnar
Skipulagsmál
Guðmundur
Pálsson
vélstjóri
Ný stjórnarskrá
Þorkell
Helgason
sat í stjórnlagaráði
Stjórnar-
skrármálinu
lyktir ekki
með þjóðar-
atkvæða-
greiðslunni í
haust.
Verði þetta hótel
reist væri best ef
það væri staðsett í Hval-
firðinum.
Sjáðu magnað íslenskt vídeóverk
sem tekið var upp á Samsung Galaxy SIII.
Skannaðu kóðann eða farðu á
siminn.is/samsung-galaxy-s3
siminn.is | *Gildir til 31. ágúst
Gefðu sköpunargáfunni
frelsi með
Samsung Galaxy SIII
Samsung Galaxy SIII
Stgr. nú:
119.900 kr.
Stgr. áður: 134.900 kr
Innifalið:
5.000 kr inneign á mán. í
2 mán. og áskrift að Tónlist.is*