Fréttablaðið - 29.08.2012, Síða 23

Fréttablaðið - 29.08.2012, Síða 23
KYNNING − AUGLÝSING Heilsa29. ÁGÚST 2012 MIÐVIKUDAGUR 3 Atlas göngugreining er stað-sett í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal. „Við erum hluti af afreksmiðstöð ÍSÍ þann- ig að margir afreksíþróttamenn og hlauparar koma í greiningu til okkar. Við höfum afskaplega reynslumikið starfsfólk í göngu- greiningu og að auki erum við sérfræðingar í skóm. Ég get full- yrt að það er enginn á landinu með jafnmikla sérfræðiþekkingu á skóm og við. Við erum með svo- kallaðan Running Expert- stimpil frá Asics,“ segir Lýður B. Skarp- héðinsson, íþróttafræðingur og sérfræðingur í göngu- og hlaupa- greiningu hjá Atlas. Göngu- og hlaupagreining er fyrir alla sem eru með einkenni frá baki, mjöðmum, nára, hnjám, framanverðum leggjum, ökklum og hælum. Einnig fyrir þá sem fá sinadrátt eða eymsli í kálfa, iljar eða tær, aflaganir á fæti svo sem aukabein og óeðlilegan vöxt beina. „Í stuttu máli sagt er grein- ing fyrir alla þá sem eru með verki í líkamanum. Þegar fólk er til dæmis að byrja að hreyfa sig og fær einhvers konar verki í stoð- kerfið er um að gera að koma. Við finnum oft einfalda lausn á vanda- máli sem getur orðið stórt ef ekk- ert er að gert. Ef eitthvað kemur í ljós sem við ráðum ekki við að laga höfum við mjög öflugt net ýmissa sérfræðinga, svo sem bæklunar- lækna, sjúkraþjálfara og annarra, sem við vísum fólki til.“ Atlas sérhæfir sig í sölu á gæða- vörum og leggur metnað í góða þjónustu og býður sanngjarnt verð. Hjá Atlas sér fagfólk um skó- greiningu, skóráðgjöf, skósölu og sölu fylgihluta. „Við erum með mesta úrval landsins af Asics- skóm og Ecco-hlaupaskóm. Við erum líka með létta gönguskó og sandala frá Teva. Allir skór sem við seljum eru sérvaldir inn í búðina af sérfræðingum fyrirtækisins. Við gefum engan afslátt af gæðum.“ Atlas er á ferðinni um landið með göngu- og hlaupagreiningu, kynningar og sölu á tengdum vörum. „Við höfum haldið þessari þjónustu í fimmtán ár. Við förum á 35 staði víða um land. Við reynum að fara tvisvar á ári á hvern stað og förum þrisvar til fjórum sinnum á stærstu staðina,“ segir Lýður. Sérfræðingar í göngu- og hlaupagreiningu sem nota fullkominn greiningarbúnað Göngu- og hlaupagreining er fyrir alla sem eru með einkenni frá meðal annars baki, mjöðmum eða hnjám, og vilja mögulega fljótvirka úrlausn sinna vandamála. Atlas göngugreining sérhæfir sig einnig í sölu á gæðavörum, svo sem skóm, fatnaði og hlífum. Atlas býður upp á landsins mesta úrval af Asics-skóm og Ecco-hlaupa- skóm. Hjá Atlas starfa sérfræðingar í göngu- og hlaupagreiningum og fagfólk sem sér um skógreiningu, skóráðgjöf, skósölu og sölu fylgihluta. MYND/STEFÁN SKOKKHÓPUR ATLAS Atlas göngugreining stofnar skokkhóp sem verður með aðsetur í Frjálsíþróttahöllinni í Laugardalnum. Hlaupastjórar eru Elva Björk Sveinsdóttir og Lýður B. Skarphéðinsson. Hlaupa- hópurinn er sérstaklega fyrir þá sem hafa aldrei hlaupið en langar að prófa, þá sem eru í yfirvigt og langar að byrja að hlaupa eða jafnvel bara að ganga í byrjun, þá sem hafa ekki fundið sig í öðrum hlaupahópum, þá sem eru með einkenni frá stoðkerfinu og þá sem vilja frábæra aðstöðu, mikla aðstoð og úrvals leiðbeinendur. Hópurinn mun nota hlaupabrautina inni í Laugardalshöll og fallegt umhverfi Laugardalsins. Skokkhópur Atlas verður með kynningu næst- komandi laugardag og sunnudag í anddyri gömlu Laugardalshallarinnar. Þar verður hægt að fá göngu- og hlaupagreiningu hjá Elvu Björk Sveinsdóttur, íþróttafræðingi og sérfræðingi í göngugreiningu. Lýður B. Skarphéðinsson, „skó- doktor“ og sérfræðingur í göngu– og hlaupa- greiningu, greinir hlaupastíl og veitir ráðgjöf um breytingar ef þarf. Hægt verður að láta mæla blóðþrýsting, blóðsykur, húðfitu og blóðfitu hjá hjúkrunarfræðingi. Haddý Anna Hafsteinsdóttir íþróttafræðingur aðstoðar fólk við markmiðasetn- ingu og einnig verður boðið upp á fyrirlestra. Þá verður tuttugu prósenta afsláttur veittur af skóm. RISA ÍÞRÓTTAMARKAÐUR Í LAUGARDALSHÖLL Næstkomandi laugardag og sunnudag verður Stóri íþrótta- og úti- vistarmarkaðurinn haldinn á ný í Laugardalshöllinni. Markaðurinn verður í gangi aðeins þessa einu helgi og því eftir miklu að slægjast. Þar má fá fullt af merkjavöru á frábæru verði og verða skór og fatnaður frá meðal annars Asics, Hummel, Casall, Teva og Reebok í boði. Íþrótta- og útivistarmarkað- urinn verður opinn báða dagana frá klukkan 10 til 18. ● Sérfræðingar Atlas hafa tekið yfir 30.000 Íslend- inga í göngu– og hlaupagreiningu. ● Fullkominn greiningarbúnaður og alltaf það nýjasta í innleggjum, skóm og fylgihlutum. ● Sérverslun fyrir hlaupara með fagfólk í sölu og þjónustu. Í versluninni er mesta úrval landsins af Asics-skóm og -fatnaði og einnig mikið úrval af Ecco-gæðaskóm. ● Atlas göngugreining er hluti af afreksmiðstöð ÍSÍ. ● Atlas fer með göngugreiningu og sölu á skóm á yfir þrjátíu staði á landsbyggðinni. Við látum ekkert sem við kemur íþróttum fram hjá okkur fara Getum við ekki örugglega gert eitthvað fyrir þig? Atlas göngugreining er til húsa í Íþróttamiðstöð Íslands í Laugardalnum

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.