Fréttablaðið - 29.08.2012, Side 24

Fréttablaðið - 29.08.2012, Side 24
KYNNING − AUGLÝSINGHeilsa MIÐVIKUDAGUR 29. ÁGÚST 20124 Svefnleysi gerir það að verk-um að fólk þjáist af ein-beitingarskorti, þreytu og vinnuleiða. Afköstin verða þess vegna mun minni en eðlilegt getur talist. Góður svefn er afar mikilvægur, ekki hversu langan svefn fólk fær heldur hvort það sofi vel. Sumir þurfa átta tíma svefn þótt þeir séu komnir yfir miðjan aldur en aðrir eru vel hressir eftir fimm til sex tíma svefn. Í fyrra kom út bók í Noregi sem heitir Eldre og søvn eftir Anne M. Wol- land, lækni og taugasérfræðing, sem vakti mikla athygli. Í bók- inni kemur meðal annars fram að svefnmynstur breytist með aldr- inum og að svefntruflanir dragi verulega úr lífsgæðum. Streita og kvíði Andleg eða líkamleg veikindi geta valdið svefntruflunum á öllum aldri. Hjá eldra fólki er það hins vegar minnkandi framleiðsla á melatóníni sem or sakar svefn- breytingar. Fólk verður þreyttara á kvöldin og kýs að fara snemma í háttinn. Þá er reyndar meiri hætta á að svefninn raskist og að fólk vakni um miðja nótt. Svo virð- ist sem konur verði frekar fyrir svefntruflunum en karlar. Til- hneigingin til að vaka á nóttunni en leggja sig á daginn eykst með aldrinum en fólk sem á erfitt með svefn ætti ekki að leggja sig á daginn. Það getur verið erfitt að greina á milli þess sem kallast eðlilegt svefnleysi vegna öldrunar eða svefnleysi sem krefst með ferðar, að sögn læknisins. Streita og kvíði geta skapað svefnleysi. Ungt fólk sem glímir við svefntruf lanir á frekar á hættu að verða fyrir slíkum truf lunum síðar á ævinni en aðrir. Lyf geta haft áhrif Sum lyf geta valdið s v e f n l e y s i o g læknar ættu að skoða þann þátt þ e g a r s j ú k- lingar k varta yfir svefnleysi. Stundum þarf að breyta lyfja- gjöf til að sjúk- lingurinn fái góðan nætursvefn. Hjarta-, lungna- og meltingar- sjúkdómar geta valdið óþægind- um um nætur. Tíð þvaglát trufla sömuleiðis svefninn. Enn önnur ástæða er fótaórói. Þá geta hrot- ur og kæfisvefn haft áhrif á svefn- inn. Gott er að sofa með hátt undir höfði. Sannað þykir að svefnleysi er nátengt þunglyndi. Besta ráðið fyrir þá sem þjást af svefntruf lunum er að hreyfa sig reglulega. Fólk sem er dug- legt að hreyfa sig er þreyttara og sefur betur. Rann sóknir sýna að eldra fólk sem er duglegt að fara í göngutúra og hreyfa sig reglulega í dagsbirtu og fersku lofti er heilsuhraustara og sefur betur en þeir sem hanga heima. Þess vegna er öll hreyfing besta vörnin gegn and- vökunóttum. Hreyfing er besta vörnin gegn svefnleysi Það er eðlilegt að svefninn breytist með hækkandi aldri. Orsakir geta verið margar en fólk getur sjálft gert ýmislegt til að fá góðan nætursvefn. Besta ráðið er að hreyfa sig í fersku lofti. Svefntruflanir aukast með aldrinum en ýmsar ástæður geta verið fyrir þeim. Hreyfingarleysi og slæmt matar æði íslenskra barna hefur verið talsvert í um- ræðunni að undanförnu þar sem börn hafa þyngst mikið á síðustu árum. Hvað er hægt að gera til stuðla að bættri heilsu og líðan barna okkar? Börn og unglingar þurfa bæði að fá hollan og góðan mat og næga hreyfingu. Regla þarf að vera á máltíðum. Börn ættu að borða þrjár aðalmál tíðir og tvær til þrjár millimáltíðir á dag. Æskilegt er að þau borði mikið af ávöxtum og grænmeti og er niðurskorið grænmeti góður kostur sem millibiti. Draga ætti sem mest úr sykurneyslu. Sykurneysla ís- lenskra barna er mikil og mun meiri en æskilegt getur talist út frá hollustu. Gos og sætindi ættu aðeins að vera til hátíða- brigða. Hreyfing er ekki síður mikil- væg fyrir börnin en hollur matur. Börnum, jafnt sem full orðnum, er ráðlagt að hreyfa sig í að minnsta kosti sextíu mínútur á dag. Mikið úrval af tómstunda- starfi stendur börnum og ung- lingum til boða og ætti hver og einn að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Hreyfing þarf þó ekki alltaf að vera í formi æfinga eða keppni. Nóg er fyrir börn að fara út að leika sér og hlaupa um. Foreldrar þurfa að vera fyrir- mynd í þessum málum sem og öðrum og því upplagt fyrir alla fjölskylduna að fara saman út í Ekki gleyma krökkunum Í þeirri vakningu um heilsu, hreyfingu og mataræði sem verður á hverju hausti má ekki gleyma börnunum og unglingunum. Foreldrar þurfa að vera börnum sínum góðar fyrirmyndir í þessum efnum. Börn og unglingar ættu að borða meira af ávöxtum og grænmeti en þau almennt gera. NORDIC PHOTO/GETTY Nú kólnar í veðri en margir eru tregir við að kveðja sumarklæðnað- inn. Leiðinlegt er þó að byrja haustið með stíflað nef svo það er um að gera að reyna að ná sér sem fyrst ef pestin nær manni. Það sem flestir vita en hunsa þó er að hvíld er áhrifaríkasta leiðin til að ná heilsu fljótt. Best er að sofa en ef það gengur illa má lesa eða horfa á sjónvarp undir sæng. Svo er upplagt að fara í heitt bað. Það er róandi og gufan losar um stíflur. ■ Mikilvægt er að drekka nóg af vatni svo líkaminn nái að hreinsa sig. Ekki skipta vatninu út fyrir gos- drykki eða kaffi. ■ Borðið auðmelta fæðu. Kjúklingasúpa er góður kostur, próteinrík en tekur ekki orku frá líkamanum við meltingu. Best er að halda sig frá skyndibita og fituríkari fæðu. ■ Þvoið hendurnar oft. Þetta er alltaf gott að hafa bak við eyrað því sýklar halda gjarnan til á höndum. Nú er einnig upplagt að skipta um tannbursta og geyma hann fjarri annarra manna tannburstum. BURT MEÐ KVEFIÐ RÁÐ TIL AÐ NÁ HEILSU Á NÝ Í GOTT FORM MEÐ SÓLEYJU hefst 7. september í Sporthúsinu – Kópavogi Nánari upplýsingar er að finna á www.sporthusid.is – gunnhildur@sporthusid.is eða Sóley í síma 822-7772. „Með mér leggur þú grunn að heilbrigðum lífsstíl sem getur orðið lífsförunautur þinn alla æfi.“ Skemmtileg líkamsrækt sem liðkar þig og styrkir frá toppi til táar. Leikfimi • Teygjur • Jóga • Dans Vertu með og njóttu … Sóley

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.