Fréttablaðið - 29.08.2012, Side 31
5MIÐVIKUDAGUR 29. ÁGÚST 2012
FRÉTTAVIÐTAL
Magnús Þorlákur Lúðvíksson
magnusl@frettabladid.is
Guðmundur Þóroddsson stofnaði fyrir tækið
Reykjavik Geothermal á haust mánuðum
2008 eftir að hafa látið af störfum hjá
Orkuveitu Reykjavíkur (OR) í kjölfar REI-
málsins svokallaða.
Fyrirtækið, sem er í eigu stjórnenda og
erlendra fjárfesta, vinnur að þróun orku-
vinnslu á jarðhitasvæðum víða um heim
en veitir auk þess ráðgjafarþjónustu um
jarðhitanýtingu. Starfsmenn fyrirtækisins
eru tæplega 30 talsins en það hefur starfs-
stöðvar í fimm löndum; Íslandi, Banda-
ríkjunum, Eþíópíu, Sameinuðu arabíska
furstadæmunum og Papúa Nýju-Gíneu. Þar
að auki hefur það komið að jarðhitaverk-
efnum í Mexíkó, Tansaníu, Indlandi, Rú-
anda, Sádi-Arabíu og ríkjum í Karíbahafinu.
Markaðurinn tók Guðmund tali og ræddi
við hann um fyrirtækið og möguleika Ís-
lendinga á því að selja þekkingu á nýtingu
jarðhita erlendis.
Reykjavik Geothermal er nú með starfs-
stöðvar í fimm löndum í fjórum heimsálfum.
Geturðu sagt mér nánar frá umfangi starf-
seminnar og hvers konar verkefnum fyrir-
tækið hefur verið að vinna að?
„Fyrirtækið er þróunar- og ráðgjafarfyrir-
tæki sem felst í því að við göngum inn í eða
þróum jarðhitaverkefni og tökum einnig að
okkur ráðgjafarverkefni fyrir bæði fyrir-
tæki og opinbera aðila. Við erum rétt að
koma fyrstu verkefnunum okkar af stað
en það fyrsta stóra verður vonandi í Eþí-
ópíu þar sem undirbúningur stendur nú
yfir vegna byggingar allt að 300 megawatta
jarðhitavirkjunar. Við erum auk þess með
tvö minni verkefni í gangi á Indlandi í sam-
vinnu við þarlendan samstarfsaðila okkar
sem nefnist Thermax. Það eru í raun fyrstu
sýningarverkefnin á nýtingu jarðhita í Ind-
landi, annað þeirra niðri við ströndina í ná-
grenni Mumbai og hitt uppi í fjöllunum í
Kasmír. Þá höfum við á síðustu misserum
veitt mörgum stærstu fyrirtækjum heims
ráðgjöf um jarðhita allt frá Papúa Nýju-Gí-
neu til Karíbahafsins.“
Reykjavik Geothermal er í hópi þeirra
fyrirtækja og stofnana sem standa að
hinum svokallaða Íslenska jarðvarma-
klasa. Klasinn byggir á þeirri hugmynd
að íslensk fyrirtæki og stofnanir geti látið
mikið að sér kveða í þróun á nýtingu jarð-
varma á næstu árum og áratugum og selt
íslenskt hugvit á heimsvísu. Það er væntan-
lega framtíðarsýn Reykjavik Geothermal,
eða hvað?
„Já, við sjáum mikil tækifæri í þessum
geira. Jarðhiti gæti hæglega orðið einn af
helstu orkugjöfum heimsins en það sem
hefur staðið honum fyrir þrifum hingað
til er að það er mikil upphafsáhætta fólgin
í uppbyggingarverkefnum. Þá eru bestu
ónýttu jarðhitasvæðin í þriðja heiminum
sem gerir það að verkum að erfiðara er
að nálgast áhættufjármagn. Það hefur því
gengið hægt fyrir jarðhita að hasla sér völl
sem raunhæfur kostur við orkuframleiðslu
en nú er hægt og rólega að komast meiri
gangur á þetta. Fyrir fimm árum var heild-
arvirkjun á jarðhita í Afríku innan við 100
megawött. Núna er sú tala komin upp í 300
til 400 megawött og stöðugt fleiri verkefni
í pípunum. Sama þróun er að eiga sér stað
víðast hvar annars staðar. Þá fögnum við
því að þessi jarðvarmaklasi sé að myndast
enda er þetta orðinn stór og sterkur iðnaður
hér á Íslandi. Við höfum ráðgjafarfyrirtæki
eins og okkur og verkfræðistofurnar og við
höfum orkufyrirtæki sem mynda heima-
markaðinn. Þá höfum við sterkar stofnanir
á borð við ÍSOR og Jarðhitaskóla Sam einuðu
þjóðanna sem gefur Íslendingum sterka
stöðu á heimsvísu þar sem í stjórnkerfum
flestra jarðhitaríkja þróunarheimsins er að
finna fyrrum nemendur úr skólanum, oft í
lykilstöðum. Það má því segja að alls staðar
þar sem við komum sé fyrir að finna sendi-
herra Íslands.“
Hvar er ykkar keppinauta að finna?
„Það er í rauninni í þeim löndum sem hófu
Tækifæri í sölu á jarðhitaþekkingu
Reykjavik Geothermal hefur á fáum árum vaxið úr hugmynd í kollinum á Guðmundi Þóroddssyni í tæplega 30 starfsmanna fyrirtæki með
starfsstöðvar í fimm löndum og veltu upp á hálfan milljarð á ári. Markaðurinn ræddi við Guðmund um fyrirtækið, jarðvarmaklasann á Ís-
landi og möguleika Íslendinga á að selja þekkingu á jarðhita utanlands. Þá tjáir hann sig um REI-málið svokallaða, Guðmundur stýrði REI.
GUÐMUNDUR ÞÓRODDSSON Guðmundur hefur starfað í tengslum við jarðhita í um þrjátíu ár. Áður en hann stofnaði Reykjavik Geothermal gegndi hann starfi forstjóra
Orkuveitu Reykjavíkur í næstum áratug. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
nýtingu jarðhita snemma. Á Nýja-Sjálandi
og í Ástralíu eru sterk jarðhitafyrirtæki.
Í Bandaríkjunum eru nokkur fyrirtæki,
það sama gildir um Filippseyjar, Japan og
Ítalíu. En það eru svo sem ekki mjög mörg
fyrirtæki að gera það sama og við. Þau eru
varla tíu í heiminum.“
Það er ekki ókeypis að fara út í fjárfest-
ingar á borð við þær sem Reykjavik Geot-
hermal hyggst leggjast í til að mynda í Eþí-
ópíu. Hvernig hefur gengið að fjármagna
ykkar verkefni?
„Það er alltaf barátta og við opnuðum
skrifstofuna hér í október 2008 og því hefur
fjármagnsumhverfið verið þröngt allt frá
upphafi. Við byggðum fyrirtækið því upp
samsett úr jarðhitamönnum annars vegar
og bankamönnum hins vegar. Og okkur
hefur tekist að sækja fjármagn, fyrst og
fremst erlendis frá, og erum því hérna enn
þá. Við höfum fundið góða samstarfsaðila
erlendis og nú veltir skrifstofan hér á Ís-
landi 400 til 500 milljónum á ári þannig að
við teljum okkur hafa sýnt fram á að þetta
er áhugaverður fjárfestingarkostur. Og
jafnframt það að Íslendingar hafa tækifæri
til að byggja áfram upp þekkingu á jarðhita
og selja hana á heimsvísu.“
Hvernig má bæta stofnanaumhverfið á Ís-
landi til að hlúa að jarðvarmaklasanum og
auðvelda honum að vaxa og dafna?
„Í fyrsta lagi einfaldlega með því að setja
meira fé inn í þennan geira. Þá held ég að
það hái stofnun eins og til að mynda ÍSOR
[Íslenskar orkurannsóknir] verulega að
vera ríkisfyrirtæki. Ég held að það ætti að
einkavæða hana svo að hún sé ekki bundin
þeim takmörkunum sem felast í því að
vera í opinberri eigu. Þá mætti hið opin-
bera koma sterkara inn með einhvers konar
styrki og sömuleiðis hjálpa til við að koma
saman íslenskum fyrirtækjum og alþjóða-
stofnunum. Það mætti að lokum samþætta
starf þróunar hjálparinnar betur við starf
fyrirtækjanna. Það getur gagnast bæði fyr-
irtækjunum en ekki síður þróunarhjálpinni.
Nýting jarðvarmaorku getur skipt heil-
miklu máli í þróunarríkjum. Það er skelfi-
legt þegar maður kemur í vanþróuð lönd og
sér að þau eru að eyða gríðarlegum fjár-
munum í dísilstöðvar sem liggja kannski
ofan á hverum. Dísilstöðvar þarfnast lítillar
upphafsfjárfestingar en eru mjög dýrar í
rekstri, öfugt við jarðhitann. Ég held að Ís-
lendingar ættu klárlega að einbeita sér að
jarðhitaþróun í sinni þróunaraðstoð en utan-
ríkisráðuneytið og Þróunarsamvinnustofn-
un hafa svo sem verið að færa sig í þá átt.“
Íslendingar hafa hagnýtt jarðhita í ríf-
lega hundrað ár, fyrst í gegnum hitaveitu
en á síðustu áratugum einnig til raforku-
framleiðslu. Það er hins vegar ekki fyrr en
á síðustu árum sem íslenskir aðilar hafa af
alvöru hafið viðskiptaútrás með þá þekk-
ingu sem hér hefur orðið til á jarðhita. Hvað
hefur breyst á síðustu árum sem hefur gert
þetta kleift?
„Íslendingar hafa rekið þekkingarútrás á
þessu sviði í meira en aldarfjórðung. Í Jarð-
hitaskólanum sem við höfum þegar rætt, í
stofnun sem ríkið rak og hét Orkint, í fé-
laginu Virkir sem verkfræði stofurnar og
Hitaveita Reykjavíkur voru með, en svo
sameinuðust Orkint og Virkir reyndar.
Þannig að Íslendingar hafa verið að reyna
þetta í nokkurn tíma. Það sem hefur breyst
er í fyrsta lagi það að menn hafa svolítið
skipt um áherslur og eru nú tilbúnir til þess
að fjárfesta í uppbyggingar verkefnum. Það
hjálpar því að Íslendingar voru alltaf að
keppa á markaði þar sem keppinautarnir
gátu sett sín verkefni fram sem þróunar-
aðstoð. Það hefur líka breyst hvað Ísland
er orðið þekkt í þessum heimi. Jarðhita-
skólinn hefur kynnt okkur víða, vetnis-
notkunin hér hefur vakið mjög mikla at-
hygli á jarð hitanum. Forsetinn hefur verið
ódrepandi í því að kynna þetta um allan
heim. Stjórnvöld hafa einnig haldið þessu
á lofti og þá má ekki gleyma Bláa lóninu.
Allt þetta hefur gert það að verkum að Ís-
land er orðið eitt allra stærsta nafnið í jarð-
hita í heiminum. Loks er jarðhitinn sjálfur
orðinn mun þekktari. Það má því eiginlega
segja að dropinn hafi holað steininn sem sé
að skila sér núna. Þá má að síðustu nefna að
Íslendingar eru orðnir mun alþjóða væddari
og minna hræddir við að hasla sér völl er-
lendis. Okkar fyrirtæki er reyndar sér-
stakt að því leyti að við erum einungis í
verk efnum erlendis en verkfræðistofurnar
vinna að íslenskum verkefnum og eru einn-
ig að koma sér upp skrifstofum erlendis.
Þessi útflutningur á íslenskri jarðhitaþekk-
ingu er því að verða töluverður iðnaður.“
Guðmundur Þóroddsson gegndi starfi forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur (OR) í næstum áratug áður en
hann stofnaði Reykjavik Geothermal. Hann tók sér svo leyfi frá starfi forstjóra OR til að einbeita
sér að rekstri orkufyrirtækisins Reykjavik Energy Invest (REI). Það var að mestu í eigu
OR en REI átti að standa í starfsemi svipaðri þeirri sem Reykjavik Geothermal stundar
nú. Fyrirtækið varð á skömmum tíma haustið 2007 eitt umdeildasta fyrirtæki síðari
tíma á Íslandi og féll borgarstjórnarmeirihluti Sjálfstæðismanna og Framsóknarmanna
meðal annars vegna deilna um fyrirtækið. En hvernig skyldi REI-málið líta við Guð-
mundi, nú fimm árum síðar?
„REI-málið var náttúrulega fyrst og fremst pólitískur farsi og í mínum huga meira
birtingarmynd pólitísks valdatafls í borginni fremur en að það hafi haft eitthvað með
REI sem fyrirtæki að gera. Eftir á að hyggja kom hins vegar kannski í ljós í REI-málinu að
það getur verið erfitt fyrir opinber félög að starfa við uppbyggingu erlendis, sérstaklega
eins og andinn hefur verið á Íslandi. Íslenska leiðin hefur verið sú að opinberir aðilar
komi ekki nálægt slíkri starfsemi en það hefur verið öðruvísi í Skandinavíu þar sem mörg
umsvifamikil fyrirtæki eru að miklu leyti eða að hluta til í eigu ríkisins. Íslenska leiðin
hefur verið að vera með mjög pólitískar stjórnir yfir opinberum fyrirtækjum sem hefur
ekki tíðkast í þessum löndum en það hefur gert rekstur slíkra fyrirtækja á Íslandi mjög
erfiðan.“
REI-MÁLIÐ PÓLITÍSKUR FARSI