Fréttablaðið - 29.08.2012, Síða 42
29. ágúst 2012 MIÐVIKUDAGUR22
sport@frettabladid.is
FÓTBOLTI Lars Lagerbäck, þjálfari
karlalandsliðs Íslands, tilkynnti
í gær 22 manna hóp fyrir lands-
leikina gegn Noregi og Kýpur
í undankeppni heimsmeistara-
mótsins í Brasilíu 2014. Fyrri
leikurinn verður á Laugardalsvelli
föstudagskvöldið 7. september og
sá síðari ytra gegn Kýpur 11. sept-
ember. Um fyrstu leiki liðsins í
keppninni er að ræða.
„Við erum byrjaðir að vinna
leiki og sjö þúsund manns mættu
á síðasta leik. Ég heyrði hjá leik-
mönnunum hve ánægðir þeir voru
með að spila í þessu andrúmslofti,“
sagði Lagerbäck í gær.
„Við eigum góðan möguleika á
þremur stigum bæði gegn Noregi
og Kýpur. Við þurfum hins vegar
að undirbúa okkur afar vel og leika
vel. Frammistaðan þarf að vera
100 prósent í báðum leikjum.“
Íslenska liðið lagði Færeyjar í
æfingaleik á dögunum 2-0 og sýndi
Svíinn blaðamönnum myndbrot úr
leiknum. Þá benti hann á það sem
vel gekk og það sem mætti bæta.
Gæði Kolbeins Sigþórssonar voru
öllum ljós og tíðindi af axlar-
meiðslum hans slæmar fréttir.
„Væri leikurinn á morgun gæti
hann ekki spilað,“ sagði Lagerbäck
sem reiknar með nýjum tíðindum
af meiðslum Kolbeins fljótlega.
Hann viðurkennir að liðið sé ekki
samt án Kolbeins sem hefur skorað
átta mörk í ellefu A-landsleikjum.
„Tölfræði hans talar sínu máli.
Kolbeinn er stórkostlegur marka-
skorari og frábær leikmaður fyrir
liðið. Þetta er sambærilegt og ef
Svíar væru án Zlatans. Ef hann
er meiddur verða aðrir að fylla í
skarðið og við verðum líklega að
breyta leikskipulaginu spili hann
ekki.“
Eiður Smári utan hóps
Fátt kom á óvart í leikmannavali
Lagerbäcks. Ekkert pláss er þó
fyrir markahæsta leikmann lands-
liðsins frá upphafi, Eið Smára
Guðjohnsen. Eiður Smári kom
inn á sem varamaður í leiknum
gegn Færeyjum en hann er enn án
félags.
„Þrátt fyrir að hann sé frábær
leikmaður og gæti hjálpað okkur
hluta úr leiknum tel ég röng skila-
boð að velja leikmann sem æfir
ekki með liði. Við þurfum leik-
menn sem geta spilað 90 mínútur
enda veistu aldrei hvað gerist í
leikjum,“ sagði Lagerbäck, sem
valdi Grétar Rafn Steinsson sem
nýverið samdi við tyrkneska
félagið Kayserispor.
„Leikform Grétars er spurn-
ingarmerki en ég myndi halda að
möguleikar hans og Birkis Más
á byrjunarliðssæti í stöðu hægri
bakvarðar séu jafnmiklir.“
Birkir og Bjarni bestu kostirnir
Fáir leikmenn hafa hlotið meiri
gagnrýni með íslenska landslið-
inu en bakverðirnir Birkir Már
Sævars son og Bjarni Ólafur Eiríks-
son. Hvort sem gagnrýnin hefur
verið réttmæt eða ekki vilja margir
meina að landsliðið standi hvað
verst að vígi í bakvarðarstöðunum.
„Að mínu mati eru þeir bestu
bakverðirnir sem við eigum,“
segir Lagerbäck sem telur íslenska
liðið ekki sérstaklega veikt í um-
töluðum stöðum. „Ég hef séð eldri
leiki Bjarna Ólafs með lands-
liðinu og miðað við leiki hans með
okkur tel ég hann vera góðan bak-
vörð. Hann er stór og sterkur,
með góðan vinstri fót og fínan
leikskilning. Hann nýtist okkur
sóknar lega líka svo ég tel hann
ekki eiga gagnrýni skilið,“ sagði
Lagerbäck sem hafði heyrt af
gagnrýninni í garð Bjarna Ólafs.
„Birkir Már er mjög áhuga-
verður leikmaður. Hann er líklega
fljótasti leikmaðurinn í hópnum og
að vera með hraða varnarmenn er
mjög mikill styrkleiki. Ég tel þá
báða mjög góða leikmenn,“ sagði
Lagerbäck. kolbeinntumi@365.is
ÞÓR/KA getur í kvöld tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn en þá fer fram heil umferð í Pepsi-deild kvenna. Sandra
María Jessen (á mynd) og félagar hennar mæta ÍBV í Vestmannaeyjum og verða meistarar með sigri, ef Stjarnan
tapar stigum gegn Aftureldingu í kvöld. Leikurinn í Eyjum hefst klukkan 18.00 en hinir fjórir hálftíma síðar.
ÓLYMPÍUMÓT Setningarathöfn
Ólympíumóts fatlaðra fer fram á
Ólympíuleikvanginum í London
í kvöld. Um 4300 keppendur eru
mættir til Englands þar sem keppt
verður í tuttugu íþróttagreinum.
Frjálsíþróttakappinn Helgi Sveins-
son verður fánaberi Íslands og
hlakkar mikið til.
„Það gerist ekki betra en að
komast inn á Ólympíumótið og
halda á fánanum fyrir mína þjóð.
Ég trúi þessu varla enn þá,“ segir
Helgi, sem er einn fjögurra full-
trúa Íslands á leikunum. Jón Mar-
geir Sverrisson og Kolbrún Alda
Stefánsdóttir keppa í sundi og
Matthildur Ylfa Þorsteins dóttir
í frjálsum íþróttum. Hún stíg-
ur fyrst íslensku keppendanna á
sviðið á föstudagsmorgun.
„Ég finn fyrir smá fiðringi í
maganum. Ég held að hann eigi
eftir að aukast með hverjum
deginum sem líður fram að
keppni,“ segir hin fimmtán ára
Matthildur Ylfa. Jón Margeir og
Kolbrún Alda keppa einnig á föstu-
dagsmorgun í baksundi og Helgi
um kvöldið í langstökki.
Ólíkt Ólympíuleikunum er fjöldi
keppenda á Ólympíumótunum
fyrir fram ákveðinn. Að ná lág-
marki er því ekki ávísun á þátt-
tökurétt á mótinu. Því er ljóst að
keppendur í London eru rjóminn
af afreksfólki úr röðum fatlaðra
um allan heim sem margir hverjir
sitja heima með sárt ennið. Það er
til fellið á Íslandi enda fékk Ísland
aðeins eitt sæti fyrir hvort kyn í
frjálsum íþróttum og sundi þó fleiri
hefðu náð tilskildum lágmörkum.
Reiknað er með miklu sjónar-
spili á setningarathöfninni í kvöld.
Í hönd fer ellefu daga veisla sem
enginn íþróttaáhugamaður ætti að
missa af. - ktd
Fjórtánda Ólympíumót fatlaðra verður sett í kvöld:
Ballinu í London
hvergi nærri lokið
BRÝTUR BLAÐ Matthildur Ylfa keppir
fyrst íslenskra kvenna í frjálsum íþrótt-
um á Ólympíumóti. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Góður möguleiki í báðum leikjum
Ísland á góðan möguleika á að leggja bæði Noreg og Kýpur að velli í fyrstu landsleikjum liðsins í undan-
keppni HM 2014 að mati þjálfarans Lars Lagerbäck. Óvissa ríkir um þátttöku Kolbeins Sigþórssonar.
MESTU MÁTAR Það fer vel á með landsliðsþjálfaranum Lars Lagerbäck og aðstoðarmanninum Heimi Hallgrímssyni. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Landsliðshópurinn
Markverðir
Gunnleifur Gunnleifsson FH
Hannes Þór Halldórsson KR
Haraldur Björnsson Sarpsborg
Varnarmenn:
Grétar Rafn Steinsson Kayserispor
Ragnar Sigurðsson FC Kaupmannahöfn
Sölvi Geir Ottesen FC Kaupmannahöfn
Ari Freyr Skúlason Sundsvall
Indriði Sigurðsson Viking
Kári Árnason Rotherham
Birkir Már Sævarsson Brann
Bjarni Ólafur Eiríksson Stabæk
Miðjumenn:
Aron Einar Gunnarsson Cardiff
Helgi Valur Daníelsson AIK
Emil Hallfreðsson Hellas Verona
Jóhann Berg Guðmundsson AZ Alkmaar
Rúrik Gíslason OB
Eggert Gunnþór Jónsson Wolves
Gylfi Þór Sigurðsson Tottenham
Sóknarmenn:
Birkir Bjarnason Pescara
Kolbeinn Sigþórsson Ajax
Alfreð Finnbogason Helsingborg
Björn Bergmann Sigurðarson Wolves
Kristjana Skúladóttir leikkona
flytur dægurlög nokkurra þekktra
söngkvenna síðari heimsstyrjaldar-
innar og segir frá afrekum þeirra.
Hljómsveitina skipa Vignir Þór
Stefánsson á píanó, Gunnar
Hrafnsson á bassa og Matthías
Hemstock á trommur.
„Ef ykkur langar á skemmtilega tónleika ættuð þið
að kíkja, ef þið eigið foreldra eða afa og ömmu sem
voru upp á sitt besta í kringum miðja síðustu öld
þá er skyldumæting með þau.“ -H.G.
„Þeir missa af miklu sem sleppa þessum.“ -S.Á.
FÓTBOLTI Þór frá Akureyri tók
í gærkvöldi stórt skref í áttina
að því að endurheimta sæti sitt
í Pepsi-deild karla eftir eins árs
fjarveru. Liðið vann 4-0 sigur á
Tindastóli í gær og er nú með sex
stiga forystu á toppi deildarinnar.
Þegar fjórum umferðum er
ólokið er Þór með níu stiga for-
ystu á Fjölni sem er í þriðja
sæti deildarinnar. Ef Þór sigrar
Víking í Reykjavík á laugardag
verður sætið í Pepsi-deildinni
nánast gulltryggt.
Orri Freyr Hjaltalín, Ármann
Pétur Ævarsson, Kristinn Þór
Björnsson og Jóhann Helgi
Hannes son skoruðu mörk Þórs
í gær en liðið hefur nú unnið sjö
deildarleiki í röð. - esá
1. deild karla:
Þór nálgast
Pepsi-deildina
FAGNAÐ Þórsarar féllu úr Pepsi-deildinni
í fyrra en eru á leið upp á ný.
FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN
Meistaradeild Evrópu
FORKEPPNI, LOKAUMFERÐ
Ironi Kirya Shmona - BATE Borisov 1-1
BATE Borisov vann samanlagt, 3-1.
Anderlecht - AEL Limassol 2-0
Anderlecht vann samanlagt, 3-2.
Maribor - Dinamo Zagreb 0-1
Dinamo Zagrab vann samanlagt, 3-1.
Panathinaikos - Malaga 0-0
Malaga vann samanlagt, 2-0.
Udinese - Braga 1-1
Braga vann eftir vítaspyrnukeppni, 6-5.
ÚRSLIT