Fréttablaðið - 21.08.2012, Blaðsíða 10
21. ágúst 2012 ÞRIÐJUDAGUR10
VINNUMARKAÐUR Hlutfall erlendra
ríkisborgara af þátttakendum á
vinnumarkaði lækkaði einung-
is lítillega á árinu 2011 eftir að
hafa lækkað hratt árin á undan.
Erlendir ríkisborgarar voru alls
8,2% af öllum á vinnumarkaði
árið 2011. Þetta er meðal þess
sem kemur fram í nýrri skýrslu
Vinnumálastofnunar um erlenda
ríkisborgara á íslenskum vinnu-
markaði.
Eftir hrun íslensku viðskipta-
bankanna haustið 2008 fækkaði
erlendum ríkisborgurum á vinnu-
markaði hratt árin 2009 og 2010.
Árið 2008 voru alls 18.070 erlend-
ir ríkisborgarar á vinnumarkaði
en þeim fækkaði í 15.070 á árinu
2010. Á síðasta ári fækkaði þeim
svo í 14.600.
Nær alla fækkunina á þessum
árum má rekja til starfsmanna í
mannvirkjagerð og iðnaði. Þannig
hefur erlendum starfsmönnum í
þessum greinum fækkað úr 9.230
árið 2008 í 5.290 á síðasta ári.
Erlendum starfsmönnum í öðrum
greinum hefur hins vegar fjölgað
örlítið, úr 9.230 árið 2008 í 9.310 á
síðasta ári.
Eins og áður sagði voru erlend-
ir ríkisborgarar 8,2% af öllum á
vinnumarkaði á síðasta ári en það
hlutfall náði hámarki árið 2008
þegar það var 9,9%. Samhliða
fækkun erlendra ríkisborgara
á vinnumarkaði hefur atvinnu-
þátttaka hópsins einnig dregist
saman. Farið úr 85,1% árið 2008 í
82,1% á síðasta ári. Á sama tíma
hefur atvinnuþátttaka íslenskra
ríkisborgara lækkað úr 82,3% í
80,2 prósent. - mþl
Erlendum starfsmönnum fækkað mikið í mannvirkjagerð:
Hlutfall erlendra starfs-
manna breyttist lítið
MANNVIRKJAGERÐ Alla þá fækkun sem hefur orðið á erlendum ríkisborgurum á
íslenskum vinnumarkaði frá 2008 má rekja til starfsmanna í mannvirkjagerð og
iðnaði. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
MENNTAMÁL Fjölbrautaskóli Norð-
urlands vestra hefur í samvinnu
við Siglingastofnun Íslands skipu-
lagt nám í plastbátasmíði sem
skólinn mun bjóða upp á í vetur.
Námið er afrakstur samstarfs-
verkefnis sem styrkt er af Leon-
ardo-hluta Menntaáætlunar Evr-
ópusambandsins, en að því koma
Nýsköpunarmiðstöð Íslands,
Sveitarfélagið Skagafjörður og
fleiri.
Kennsla hefst í síðari hluta
september. Gert er ráð fyrir að
þeir sem sækja námskeiðið hafi
að lágmarki 12 mánaða starfs-
reynslu við plastbátasmíði. - shá
FNV og Siglingamálastofnun:
Bjóða nám í
plastbátasmíði
Í HÖFN Fjölmargir smábátar á miðunum
eru plastbátar.
VIÐSKIPTI Fjöldi þinglýstra kaup-
samninga á höfuðborgarsvæðinu
var um 24 prósentum meiri í ann-
arri viku ágústmánaðar en nemur
meðaltali síðustu tólf vikna þar á
undan.
Fram kemur á vef Þjóðskrár
að á tímabilinu 10. til og með 16.
ágúst hafi slíkir samningar verið
132 á höfuðborgarsvæðinu. Tólf
vikna meðaltalið er 106. Heildar-
veltan var 3.468 milljónir króna
og meðalupphæð á samning 26,3
milljónir króna,“ segir á vef Þjóð-
skrár. - óká
132 samningar á einni viku:
Fasteignavelta
yfir meðaltali
ÞRÖNG Á ÞINGI Í SUNDI Í Sichuan-hér-
aði í suðvestanverðu Kína flykktist fólk
í sund til að kæla sig í hitunum.
FRÉTTABLAÐIÐ/AP
SAMFÉLAGSMÁL Reynsla af meðferð
fyrir karla sem beita heimilisof-
beldi er sú að þeir hætta að beita
líkamlegu ofbeldi strax eftir að
meðferð hefst.
Verulega dreg-
ur úr andlegu
ofbeldi en lengri
tíma tekur að
uppræta þann
hluta vandans.
Framtíðará-
herslur eru á að
auka þjónustuna
og samstarf við
fagaðila; auka
þjónustu við
landsbyggðina, auka þjónustu við
nýbúa og bjóða konum sem beita
ofbeldi á heimili upp á meðferð.
Þetta segir Einar Gylfi Jónsson
sálfræðingur að sé hin almenna
klíníska reynsla af þeirri meðferð
sem boðin er karlmönnum og fjöl-
skyldum þeirra undir merkjum
Karla til ábyrgðar (KTÁ). Einar
Gylfi er annar þeirra sem sjá um
meðferðina, hinn er Andrés Ragn-
arsson sálfræðingur. „Þeir sem
koma til okkar eru sjálfir að leita
að hjálp og við getum ekki fullyrt að
þessi hópur sé þverskurður af þeim
sem beita ofbeldi. Hópur manna
réttlætir það fyrir sjálfum sér að
þetta sé í lagi og við sjáum ekki
þann hóp,“ segir Einar Gylfi. Eins
og nafnið bendir til er þungamiðja
meðferðarinnar að taka ábyrgð á
eigin ofbeldishegðun og í fram-
haldinu að þróa leiðir til að takast
á uppbyggilegan hátt á við það sem
upp kann að koma í samskiptum.
Allir sem leita til KTÁ byrja í ein-
staklingsviðtölum. Í framhaldinu er
síðan ákveðið hvort hentar viðkom-
andi betur, einstaklings- eða hóp-
meðferð. Auk þess er mökum boðið
upp á tvö viðtöl.
Einar segir það liggja fyrir að
meðferðarúrræðið nái aðeins til
brotabrots af þeim karlmönnum
sem beita ofbeldi. „Við vitum að
lögreglan hefur afskipti af heim-
ilisofbeldi hverja einustu helgi, og
þessir menn eru ekkert að koma til
okkar. Lögregla hefur haft afskipti
af minnihluta þeirra mála sem við
fáum á okkar borð.“
Í frétt velferðarráðuneytisins
þegar átakið var endurvakið árið
2006, en því var haldið úti árin
1998 til 2002, segir að talið sé að
árlega séu um 1.100 konur beittar
ofbeldi af hálfu maka eða fyrrver-
andi maka. Frá því að meðferðar-
úrræðið var endurvakið hafa 144
einstaklingar komið í eitt viðtal
eða fleiri. Árið 2011 komu 32 nýir
karlar í viðtöl, auk þess sem nítján
héldu áfram í viðtalsmeðferð frá
fyrra ári. Fjöldi einstaklingsvið-
tala á árinu var 219. Að meðaltali
voru 4,8 viðtöl á hvern skjólstæðing
á árinu.
Einar Gylfi segir brýnt að efla
samstarf fagaðila sem með beinum
hætti sinna heimilisofbeldi og nefn-
ir í því sambandi lögreglu og Barna-
verndarstofu, en stigin hafa verið
nokkur skref í þá átt. Samstarfið við
Barnaverndarstofu hefur leitt af sér
meðferð fyrir börn og aukna þjón-
ustu við maka í samráði við Kvenna-
athvarfið. svavar@frettabladid.is
Hætta þegar meðferð hefst
Karlmenn sem beita heimilisofbeldi bregðast fljótt við meðferð. Líkamlegt ofbeldi hættir nær alltaf þegar
meðferð hefst. Andlega ofbeldið er vandmeðfarnara. Meðferðin hefur náð til um 200 karla frá upphafi.
HEIMILISOFBELDI Tíðasta ofbeldið á heimili er andlegt ofbeldi. Barsmíðar og
meiðingar eru hápunktar ofbeldisins. FRÉTTABLAÐIÐ/TEITUR
EINAR GYLFI
JÓNSSON
BANDARÍKIN „Ummæli Akins þing-
manns um nauðganir eru móðgun,
óafsakanleg og satt að setja röng,“
sagði forsetaframbjóðandinn Mitt
Romney um flokksbróður sinn, Todd
Akin.
Akin hafði í sjónvarpsviðtali sagt
að „raunverulegar nauðganir“ leiddu
sjaldan til þungunar. Í kvenlíkaman-
um væri einhver ótilgreindur varn-
arbúnaður sem kæmi í veg fyrir
þungun þegar konum væri nauðgað.
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem
Akin hefur orðað svipaða hugsun,
því á síðasta ári lagði hann fram
frumvarp sem kemur í veg fyrir að
fórnarlömb nauðgunar fái greiðslur
frá hinu opinbera fyrir fóstureyð-
ingu.
Þetta myndi til dæmis þýða að
börn, sem yrðu barnshafandi af
völdum barnaníðings, fengju ekki
greitt fyrir fóstureyðingu, hafi níð-
ingurinn ekki beitt þau líkamlegu
ofbeldi. Meðflutningsmaður Akins
að þessu frumvarpi var Paul Ryan,
sem Romney hefur kosið að gera að
varaforsetaefni sínu í forsetakosn-
ingum í nóvember. Þeir Romney og
Ryan sendu frá sér sameiginlega
yfirlýsingu, þar sem þeir segjast
algerlega ósammála Akin: „Stjórn
Romneys og Ryans yrði ekki andvíg
fóstureyðingum í nauðgunartilvik-
um,“ segir í yfirlýsingunni. - gb
Romney segist hneykslaður á ummælum flokksbróður síns um nauðganir:
Ryan á sömu slóðum og Akin
PAUL RYAN Varaforsetaefni Romneys
ásamt þingmanninum Akin. FRÉTTABLAÐIÐ/AP