Fréttablaðið - 21.08.2012, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 21.08.2012, Blaðsíða 14
14 21. ágúst 2012 ÞRIÐJUDAGUR FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Atli Fannar Bjarkason (dægurmál) atlifannar@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir, ritstjórnarfulltrúi, sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ: Elín Albertsdóttir elin@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is ÍÞRÓTTIR: Sigurður Elvar Þórólfsson seth@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS HALLDÓR Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is SKOÐUN Nú er það skóladótið sem Hjálparstarf kirkjunnar er að deila út; stílabækur, reiknivélar, möppur, plasthulstur og allt hitt sem foreldrar skólabarna þekkja af innkaupalista skólanna. Þetta getur orðið býsna stór biti þar sem börn- in eru fleiri en eitt og tekjurn- ar lágar. Auk þess hafa börnin vaxið og ný stígvél, kuldagalli, húfur og íþróttaföt eru oft líka á listanum. Þessu svarar Hjálp- arstarfið með gjöfum af eigin lager eða inneignarkorti í versl- un. Þetta er mikils metin aðstoð og stór liður í aðaláherslu Hjálp- arstarfsins að hlúa að börnum – að þau finni sem minnst fyrir kreppu og fátækt foreldra. Allir skila inn gögnum um tekjur og útgjöld svo fjármunum Hjálpar- starfsins sé sem best varið. Jafnvel enn mikilvægara en skóladótið í grunnskólanum, er að styðja unglinga til að ljúka framhaldsskóla. Þeir eiga ekki kost á námslánum og þeir sem sækja til Hjálpar- starfsins eiga ekki bakhjarl er getur stutt þá fjárhagslega. Þarna skapast hættutíma- bil sem Hjálparstarfinu er mikið í mun að brúa – halda ungmennum í skóla þar til þau öðlast starfsréttindi eða komast í lánshæft nám. Þörf hópsins sem stendur í þessum sporum kom fyrst í ljós í gegnum viðtöl félagsráðgjafa og foreldra sem sóttu um aðstoð Hjálparstarfsins. Nú vinna með okkur námsráðgjafar í skólum og félagsráðgjafar um allt land, til að koma auga á þessa krakka og vísa þeim á aðstoð. Við erum stolt af því að rjúfa þarna vítahring lítillar menntunar og láglauna- starfa með aðstoð vegna skóla- gjalda, bókakaupa og öðrum stuðningi eftir aðstæðum. Á meðan á þessum haustönnum stendur heima, glíma mörg lönd í Afríku við uppskerubest og hungur og þar á meðal eru íbúar í Malaví en þar hefur Hjálpar- starfið sinnt hjálparstarfi í mörg ár sem hefur það markmið að hjálpa fólki til sjálfshjálpar. Hjálparstarfið hefur sótt um styrk til utanríkisráðuneytisins, á móti eigin framlagi, til að brúa þar bilið til næsta uppskerutíma. Hjálparstarf kirkj- unnar hefur skyldum að gegna heima og erlendis. Með þinni hjálp reynum við að standa okkur í stykkinu. Vefurinn framlag. is er alltaf opinn. Heima og að heiman! Hjálparstarf Jónas Þórir Þórisson framkvæmdastjóri Hjálparstarfs kirkjunnar Hjálparstarf kirkjunnar hefur skyld- um að gegna heima og erlendis. Ólík áhrif Samtök kaupmanna og fasteigna- eigenda við Laugaveg hafa látið hátt vegna þeirrar ákvörðunar borgaryfir- valda að loka neðri hluta götunnar fyrir bílaumferð að sumarlagi. Fram- kvæmdastjórinn Björn Jón Bragason segir verslun í miðbænum hreinlega vera í hættu ef tilraunastarf- seminni verði haldið áfram næstu ár. Það er forvitnilegt að á sama tíma óska kaup- menn við Skólavörðustíg eftir því að gatan verði lokuð lengur fram á sumarið en fyrirhugað var, af því að þar hafi allt gengið svo vel. Björn Jón getur ekki skýrt þetta öðru- vísi en að sumarlokun hafi kannski bara ólík áhrif eftir götum. Sjö Það er þó líka rétt að halda því til haga að margir aðrir kaupmenn við Laugaveg hafa lýst sig himinlifandi með lokunina. Og þótt andstaða samtakanna sem Björn Jón mælir fyrir hafi vissulega verið hávær, þá gæti gleymst að í stjórn samtakanna eru aðeins fulltrúar sjö verslana. Á stofnfundinn mættu litlu fleiri. Við Laugaveginn eru hins vegar um hundrað verslanir. Allt ömurlegt Ásmundur Einar Daðason skrifar mikla grein í Morgunblaðið í gær um kosti Framsóknarflokksins. Það er helst á honum að skilja að ríkisstjórnin sem nú situr hafi verið ómöguleg frá fyrsta degi. Menn geta svo sem haft ólíkar skoðanir á því. Það á líka við um Ásmund Einar, sem virðist hafa gleymt því að þar til í fyrra var hann liðs- maður annars stjórnarflokksins og framan af bara nokkuð ánægður með ríkisstjórnina sína. stigur@frettabladid.isT alsvert hefur verið rætt síðustu daga um þá hefð að einn af handhöfum forsetavalds þurfi ævinlega að fylgja forseta Íslands á flugvöllinn þegar hann fer til útlanda í embættis- erindum og kveðja hann með handabandi. Ríkisútvarpið sagði frá því að Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra vildi afnema þetta fyrirkomulag. Síðar kom í ljós að forsetinn vill halda því. Eins og stundum áður mótast afstaða margra til málsins af afstöðu til persóna; hvort þeir eru hrifnari af Jóhönnu eða Ólafi Ragnari forseta. Efnislega er hins vegar ástæða til að velta þessu fyrirkomulagi fyrir sér. Í yfirlýsingu forsetaembættis- ins segir að fylgdin á flugvöllinn og handabandið snúist um að þannig sé forsetavaldinu afsalað til handhaf- anna samkvæmt hefð sem sé orðin hluti af stjórnskipuninni. „… ekki hefur fundist annað form sem tryggði jafn vel að enginn vafi væri um stað og stund slíkrar breytingar á forsetavaldinu …“ segir í yfirlýsingunni. Hefðir eru hins vegar að sjálfsögðu ekki óumbreytanlegar. Í Frétta- blaðinu á laugardag var greint frá því hvernig vald forsætisráðherra færist til staðgengla hans. Það gerist einfaldlega sjálfkrafa þegar ráð- herrann fer úr landi, nema hvorugur staðgengillinn sé á landinu, þá þarf að gefa út sérstakan forsetaúrskurð um staðgengil. Fyrst forsætisráðherra getur afsalað sér valdi sínu til staðgengils með þetta skilvirkum hætti og að því er virðist án vandkvæða, hlýtur að vera hægt að finna álíka einfalda lausn í tilviki forsetans og stað- gengla hans. Það á ekki sízt við af því að forsætisráðherrann er miklu valdameiri en forsetinn og ætla má að eftir því sem embættið er valda- meira skipti meira máli að formsatriði af þessu tagi séu í lagi. Í helgar- blaðinu kom reyndar líka fram að stundum hefði enginn handhafanna átt heimangengt þegar forseti brá sér af bæ. Enginn mun hafa tekið eftir því að stjórnskipunin væri í uppnámi á meðan. Handhafar forsetavaldsins eru upptekið fólk á háum launum og alveg fráleit eyðsla á fé skattgreiðenda að þeir þurfi að skutlast til Keflavíkur í hvert sinn sem forsetinn þarf að fara af landi brott, sem er býsna oft í seinni tíð. Hefðin hefur sjálfsagt verið alveg ágæt í árdaga forsetaemb- ættisins, þegar forsetinn fór kannski einu sinni á ári til útlanda, en hún er úrelt, dýr og óskilvirk í nútímasamfélagi. Það sama á reyndar við um handhafafyrirkomulagið sem slíkt. Eins og svo margt annað í stjórnarskránni var það hugsað til bráðabirgða. Á undanförnum árum hafa ýmsir sett fram rökstuddar efasemdir um þetta fyrirkomulag. Í net- og farsímavæddum heimi virðist til dæmis ekki nauðsynlegt að forsetinn þurfi að afhenda handhöfunum vald sitt þótt hann fari til útlanda. Þetta sérstæða afleysingakerfi hefur haft afkáralegar hliðarverk- anir, eins og þá að vegna langra fjarvista forsetans hafa handhafarnir hækkað myndarlega í launum, á kostnað skattgreiðenda. Þeir skipta nefnilega með sér einum forsetalaunum á meðan aðal er í burtu. Í drögum stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá er lagt til að stað- gengill forsetans verði aðeins einn, forseti Alþingis, og hann taki við for- setavaldinu geti forsetinn ekki gegnt störfum um sinn vegna heilsufars eða af öðrum ástæðum. Það virðist mun meira vit í slíku fyrirkomulagi en því sem við búum við núna. Ódýrara og skilvirkara kerfi hlýtur að vera til: Handhafarnir og handaböndin

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.