Fréttablaðið - 27.09.2012, Qupperneq 4
27. september 2012 FIMMTUDAGUR4
EVRÓPUMÁL Regluverk Evrópusam-
bandsins (ESB) um það hversu
mikið áfengi og tóbak fólk má
flytja milli landa er mun rýmra
en þær reglur sem nú eru í gildi
á Íslandi. Ef það yrði tekið upp
mundi það leiða til verulegs tekju-
taps fyrir ríkið og meðal annars
af þeim sökum fer samninganefnd
Íslands við Evrópusambandið
fram á fimm ára aðlögunartíma
til að taka það upp.
Þetta kemur fram í samningsaf-
stöðu Íslands í skattamálum, sem
birt hefur verið á netinu.
Evrópskar reglur segja til um
að á milli landa megi flytja tíu
lítra af sterku áfengi, tuttugu
lítra af styrktu víni, níutíu lítra
af léttvíni (þar af sextíu lítra af
freyðivíni), 110 lítra af bjór – sam-
tals 230 lítra af áfengi – 800 síg-
arettur (fjögur karton), 400 smá-
vindla, 200 vindla og heilt kíló af
reyktóbaki.
Þetta er margfalt það magn sem
Íslendingum er nú heimilt að flytja
til landsins, eins og flestir þekkja
sem ferðast hafa til útlanda.
Í samningsafstöðu Íslands segir
að vörugjald af áfengi og tóbaki sé
mikilvægur tekjustofn fyrir ríkis-
sjóð Íslands, og hafi verið um fjög-
ur prósent af heildarskatttekjum
ársins 2011.
Evrópsku reglurnar mundu
„augljóslega leiða til verulegs
tekjutaps ríkissjóðs“, vegna minni
sölu í fríhafnarverslunum og Vín-
búðum ÁTVR, segir í skjalinu. Því
er óskað eftir að fá að taka þetta
upp í þrepum á fimm árum.
Þá er sérstaklega vikið að frí-
hafnarversluninni í samnings-
afstöðunni, en hún er ekki í sam-
ræmi við regluverk ESB. Ekki eru
gerðar kröfur þar að lútandi, en
þó talin ástæða til að tæpa á álita-
efnum í sambandi við hana „vegna
félagslegra og svæðisbundinna
ástæðna“.
Þar segir að félagið sem rekur
fríhafnarverslanirnar hafi margt
fólk í vinnu, „einkum konur,
sem búa á Suðurnesjum þar sem
hlutfall atvinnuleysis er hæst á
Íslandi“. Afnám gjaldfrjálsrar
verslunar mundi ógna rekstri
félagsins og starfsöryggi fólks.
Þá sé hér rík hefð fyrir gjald-
frjálsri verslun við komu til lands-
ins og afnámið mundi búa til hvata
fyrir fólk að flytja inn hámarks-
magn áfengis og tóbaks að utan.
„Einnig verður að taka tillit til
umhverfis- og öryggisjónarmiða
þar sem aukið magn af gjald-
frjálsum vörum um borð (aðallega
áfengi), getur einungis aukið losun
CO² og dregið úr öryggi,“ segir í
skjalinu. stigur@frettabladid.is
GENGIÐ 26.09.2012
GJALDMIÐLAR KAUP SALA
HEIMILD: Seðlabanki Íslands
221,8382
GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR
124,26 124,86
201,17 202,15
159,77 160,67
21,426 21,552
21,605 21,733
18,809 18,919
1,5989 1,6083
191,2 192,34
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Evra
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Japanskt jen
SDR
AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Einar Davíðsson einar.davidsson@365.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is,
Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is, Elsa Jensdóttir elsaj@365.is, Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is
RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is
Óttast að tóbak og vín flæði
til landsins eftir ESB-aðild
Samninganefnd Íslands vill fá fimm ár til að laga sig að regluverkinu um heimildir ferðamanna til að flytja
inn áfengi og tóbak. Tekjutap ríkissjóðs verður verulegt. Nefndin áréttar jafnframt mikilvægi fríhafna.
ESB-reglur
Sterkt áfengi og styrkt vín
Núna
Núna
Núna
ESB-reglur
ESB-reglur
1 lítri samtals
12 lítrar
110 lítrar
3 lítrar (4 flöskur) Núna: 1 karton (200 sígarettur)
ESB-reglur: 4 karton (800 sígarettur)
90 lítrar (120 flöskur)
30 lítrar samtals (10 sterk / 20 styrkt)
Leyfilegt innflutningsmagn nú og ef við tökum upp ESB-reglur
Tölurnar miðast við það hámarksmagn sem nú má flytja inn af hverri áfengistegund, sé ekkert annað áfengi flutt inn með því.
Það er hins vegar háð samsetningunni og skerðist mjög ef fólk vill taka með sér fleiri en eina tegund.
Léttvín
Bjór
Tóbak
lítra af áfengi
gætu ferða-
menn samtals
flutt til landsins ef regluverk
ESB yrði innleitt.
230
VEÐURSPÁ
Alicante
Basel
Berlín
Billund
Frankfurt
Friedrichshafen
Gautaborg
Kaupmannahöfn
Las Palmas
London
Mallorca
New York
Orlando
Ósló
París
San Francisco
Stokkhólmur
HEIMURINN
Vindhraði er í m/s.
Hitastig eru í °C.
Gildistími korta er um hádegi.
25°
22°
18°
15°
15°
19°
15°
15°
28°
16°
25°
21°
30°
14°
15°
19°
14°Á MORGUN
8-15 m/s, hvassast
SA- og A-til.
LAUGARDAGUR
Vaxandi A-átt.
7
7
4
4
2
3
5
5
5
10
6
13
13
8
8
8
5
3
4
15
7
8
4
4
6
7
8 6
6
6
4
5
NORÐANÁTT Það
gengur smám
saman í norðanátt
til morguns með
úrkomu norð-
austantil en þá
léttir til um landið
suðvestanvert. Víða
ágætt veður fyrri
part laugardags en
vaxandi austanátt
síðdegis og þykkn-
ar upp syðra.
Elísabet
Margeirsdóttir
veður-
fréttamaður
ATVINNUMÁL „Okkur var sagt að það
hefði komið fyrirskipun frá móður-
félaginu um að grípa til aðgerða út
af taprekstri,“ segir Gylfi Ingvars-
son, trúnaðarmaður starfsmanna í
álveri Rio Tinto Alcan í Straums-
vík, þar sem þrettán starfsmönn-
um var sagt upp á þriðjudag.
Stöðugildum verður í heild fækk-
að um 27, meðal annars af því að
ekki verður ráðið í lausar stöður.
Starfsfólki var fyrst greint frá
málinu á þriðjudag og það sat síðan
upplýsingafund um málið í gær.
Ólafur Teitur Guðnason, upplýs-
ingafulltrúi Alcan, segir að stöðu-
gildin 27 séu um fimm prósent af
heildarstöðugildum hjá fyrirtæk-
inu.
Hagnaður varð af rekstrinum
til að byrja með á árinu, en síðan
er tapið farið að nálgast milljarð.
Ólafur Teitur segir að heildartap-
rekstur frá áramótum sé rúmur
hálfur milljarður, aðallega vegna
lækkandi álverðs. Þá spili líka inn
í að rafskaut og súrál hafi hækkað
í verði.
Ólafur Teitur segir að ekki
standi til að fækka fólki frekar
á næstunni. Hins vegar þurfi að
grípa til annars konar aðhalds-
aðgerða samhliða uppsögnunum,
draga saman útgjöld, fresta því að
endurnýja búnað og lækka ferða-
kostnað. - sh
Meira en hálfs milljarðs taprekstur á álverinu í Straumsvík í ár:
Þrettán sagt upp hjá Alcan
UPPSAGNIR Starfsmönnum í Straumsvík
fækkar um 27. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
SUÐUR-AFRÍKA, AP „Ég hef ekkert
að fela,“ sagði Julius Malema,
suðurafrískur stjórnmálamaður
sem kom fyrir
rétt í gær sak-
aður um spill-
ingu, skattsvik
og peninga-
þvætti. „Þeir
eru að eyða
tíma sínum,“
sagði hann.
Malema var
rekinn úr Afr-
íska þjóðar-
ráðinu fyrr á þessu ári, sakaður
um að efna til illdeilna. Hann
hafði þá sagt af sér sem formaður
ungliðahreyfingar flokksins eftir
að hann hafði látið syngja gömul
baráttulög gegn hvíta minnihlut-
anum, sem áður kúgaði svarta
meirihlutann á tímum aðskilnað-
arstefnunnar.
Malema hefur verið áberandi
undanfarið í tengslum við verk-
föll námuverkamanna. - gb
Malema fyrir rétt:
Segir ákærur
vera pólitískar
JULIUS MAELMA
ORKUMÁL Íslandsstofa og iðnað-
arráðuneytið, ásamt sendiráði
Íslands í Berlín, stóðu að ráð-
stefnu um jarðhita í Varsjá í Pól-
landi í síðustu viku. Ráðstefnan
var unnin í nánu samstarfi við
pólsk stjórnvöld og sýndu heima-
menn málefninu mikinn áhuga.
Sendiherra Íslands í Berlín,
Gunnar Snorri Gunnarsson, flutti
eitt af opnunarerindunum og
ræddi meðal annars mikilvægi
samstarfssamnings um jarðhita-
mál sem gerður var milli land-
anna beggja á síðasta ári. - shá
Ráðstefna í Póllandi:
Ræddu jarðhita
og samstarf
LANDBÚNAÐUR Á Íslandi er virkt
eftirlit með framleiðslu kjöt- og
mjólkurafurða, þó nokkra ann-
marka megi finna á starfsháttum
matvælafyrirtækja og opinberra
eftirlitsaðila.
Þetta er niðurstaða Eftirlits-
stofnunar EFTA (ESA) sem birti
nýlega skýrslu vegna úttektar
á framkvæmd opinbers eftirlits
með framleiðslu búfjárafurða
(mjólkur og kjöts). Úttektin sem
fór fram í maí 2012 er fyrsta
úttekt ESA á þessu sviði eftir að
matvælalöggjöf ESB tók gildi hér
á landi. - shá
Skýrsla frá ESA:
Virkt eftirlit
með afurðum