Fréttablaðið - 27.09.2012, Side 11
FIMMTUDAGUR 27. september 2012 11
NOREGUR Karlmaður á fertugs-
aldri var á dögunum dæmdur til
sektar sem nemur um 125 þúsund
íslenskum krónum fyrir smygl á
mjólk og kjúklingum.
Maðurinn var staðinn að verki
þar sem 700 lítrar af mjólk og sjö
lifandi kjúklingar fundust í bíl
hans í júní þegar hann sneri aftur
frá Svíþjóð.
Maðurinn bar því við að hann
hefði keypt kjúklingana í Nor-
egi, fyrir dóttur sína, en þurft
að taka þá með sér til Svíþjóðar í
verslunarferð þar sem hann fékk
engan til að líta eftir þeim.
Mjólkina sagðist hann hafa
ætlað til ostagerðar fyrir tíu fjöl-
skyldur, en rétturinn
gerði bæði mjólk-
ina og fuglana
upptæka.
- þj
Smyglari staðinn að verki:
Bar við stóreflis
ostaframleiðslu
OSTUR Mað-
urinn sagðist
ætla að smygla
700 lítrum af mjólk til
ostagerðar.
DANMÖRK Danskur maður var
dæmdur í 20 daga skilorðsbundið
fangelsi og 30 daga samfélags-
þjónustu fyrir að hóta Helle
Thorning-Schmidt, forsætisráð-
herra Danmerkur, á Facebook.
Maðurinn, sem er átján ára
gamall, skrifaði á Facebook-síðu
Thorning-Schmidt: „Gylta“ og
„Deyðu helvítis hóran þín.“
Maðurinn viðurkenndi fyrir
rétti í Kolding í síðustu viku að
hafa skrifað skilaboðin í apríl síð-
astliðnum. Ástæðan hefði verið
að hann væri ósammála stjórn-
málaskoðunum forsætisráðherr-
ans og skrifaði á síðu hennar til
að „líta vel út gagnvart vinum
sínum.“ - sv
Skilorðsbundið fangelsi:
Hótaði lífláti á
Facebook-síðu
ENGLAND Þeir sem eru eldri en 60
ára hreyfa sig meira þegar þeir
þurfa ekki að greiða gjald fyrir
strætóferðir. Þetta á bæði við
um ríka og fátæka, samkvæmt
niðurstöðum rannsóknar vísinda-
manna við Imperial College í
London á gögnum um ferðavenjur
16.900 eldri borgara í Englandi.
Þeir hafa getað ferðast ókeypis
með strætó frá 2006 en nú er rætt
um að taka gjald fyrir.
Rannsóknin leiddi meðal ann-
ars í ljós að konur eldri en 70 ára
gengu þrisvar sinnum meira á
viku en áður eftir að frítt varð í
strætó. - ibs
Ferðavenjur eldri borgara:
Aukin hreyfing
með fríum
strætóferðum
SJÁVARÚTVEGUR Mjög rólegt hefur verið yfir
veiðum íslenskra skipa síðustu sólarhringa á
norsk-íslenskri síld. Svo virðist sem síldin sé
á leiðinni austur úr lögsögunni á hrygningar-
stöðvarnar við Noreg eftir að hafa verið í
ætisleit á Íslandsmiðum. Fréttir hafa borist
af síldveiði norðan við Færeyjar og þar eru
íslensk vinnsluskip nú að veiðum, segir á vef
HB Granda.
Skip fyrirtækisins, Faxi RE, kom í gær til
hafnar á Vopnafirði með 330 til 350 tonn af
síld og að sögn Hjalta Einarssonar, sem var
skipstjóri í veiðiferðinni, þurfti töluvert að
hafa fyrir þeim afla. Aflann fengu þeir í Hér-
aðsflóadýpi í þremur hollum.
„Síldin er greinilega á austurleið en það
ætti þó enn að vera hægt að fá sæmilegasta
afla innan landhelginnar,“ sagði Hjalti en
samkvæmt upplýsingum hans veiðist nú sára-
lítið af makríl með síldinni.
Lítið er eftir af síldar- og makrílkvóta
HB Granda þetta árið. Að sögn Ingimundar
Ingimundarsonar, rekstrarstjóra uppsjávar-
veiðiskipa félagsins, er síldaraflinn nú kom-
inn í um 14.000 tonn og eftirstöðvar kvótans
eru um 2.000 tonn. Makrílaflinn er tæplega
16.000 tonn og aðeins eru óveidd um 600 tonn
af makríl. - shá
Hratt gengur á síldar- og makrílkvóta íslenskra skipa en kropp er á miðunum eystra:
Norsk-íslenska síldin er á bakaleiðinni
FAXI RE Nokkuð þarf að hafa fyrir síldveiðum en lítill
meðafli er af makríl.
MYND/HB GRANDI
GROUP
AUSTURLAND Til stendur að urða
allt að 68 þúsund tonn af sorpi í
landi Tjarnarlands á Fljótsdals-
héraði. Tillaga um urðunina og
mat á umhverfisáhrifum hennar
er til kynningar til 2. nóvember,
en þá rennur út frestur til að skila
athugasemdum við framkvæmd-
ina til Skipulagsstofnunar.
Frummatsskýrsla Verkíss og
Mannvits er á skrifstofu Fljóts-
dalshéraðs, á Bókasafni Héraðs-
búa, í Þjóðarbókhlöðunni, Skipu-
lagsstofnun og á www.verkis.is og
www.fljotsdalsherad.is. - óká
Frummatsskýrsla liggur fyrir:
Kynna urðun
68.000 tonna