Fréttablaðið - 27.09.2012, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 27.09.2012, Blaðsíða 11
FIMMTUDAGUR 27. september 2012 11 NOREGUR Karlmaður á fertugs- aldri var á dögunum dæmdur til sektar sem nemur um 125 þúsund íslenskum krónum fyrir smygl á mjólk og kjúklingum. Maðurinn var staðinn að verki þar sem 700 lítrar af mjólk og sjö lifandi kjúklingar fundust í bíl hans í júní þegar hann sneri aftur frá Svíþjóð. Maðurinn bar því við að hann hefði keypt kjúklingana í Nor- egi, fyrir dóttur sína, en þurft að taka þá með sér til Svíþjóðar í verslunarferð þar sem hann fékk engan til að líta eftir þeim. Mjólkina sagðist hann hafa ætlað til ostagerðar fyrir tíu fjöl- skyldur, en rétturinn gerði bæði mjólk- ina og fuglana upptæka. - þj Smyglari staðinn að verki: Bar við stóreflis ostaframleiðslu OSTUR Mað- urinn sagðist ætla að smygla 700 lítrum af mjólk til ostagerðar. DANMÖRK Danskur maður var dæmdur í 20 daga skilorðsbundið fangelsi og 30 daga samfélags- þjónustu fyrir að hóta Helle Thorning-Schmidt, forsætisráð- herra Danmerkur, á Facebook. Maðurinn, sem er átján ára gamall, skrifaði á Facebook-síðu Thorning-Schmidt: „Gylta“ og „Deyðu helvítis hóran þín.“ Maðurinn viðurkenndi fyrir rétti í Kolding í síðustu viku að hafa skrifað skilaboðin í apríl síð- astliðnum. Ástæðan hefði verið að hann væri ósammála stjórn- málaskoðunum forsætisráðherr- ans og skrifaði á síðu hennar til að „líta vel út gagnvart vinum sínum.“ - sv Skilorðsbundið fangelsi: Hótaði lífláti á Facebook-síðu ENGLAND Þeir sem eru eldri en 60 ára hreyfa sig meira þegar þeir þurfa ekki að greiða gjald fyrir strætóferðir. Þetta á bæði við um ríka og fátæka, samkvæmt niðurstöðum rannsóknar vísinda- manna við Imperial College í London á gögnum um ferðavenjur 16.900 eldri borgara í Englandi. Þeir hafa getað ferðast ókeypis með strætó frá 2006 en nú er rætt um að taka gjald fyrir. Rannsóknin leiddi meðal ann- ars í ljós að konur eldri en 70 ára gengu þrisvar sinnum meira á viku en áður eftir að frítt varð í strætó. - ibs Ferðavenjur eldri borgara: Aukin hreyfing með fríum strætóferðum SJÁVARÚTVEGUR Mjög rólegt hefur verið yfir veiðum íslenskra skipa síðustu sólarhringa á norsk-íslenskri síld. Svo virðist sem síldin sé á leiðinni austur úr lögsögunni á hrygningar- stöðvarnar við Noreg eftir að hafa verið í ætisleit á Íslandsmiðum. Fréttir hafa borist af síldveiði norðan við Færeyjar og þar eru íslensk vinnsluskip nú að veiðum, segir á vef HB Granda. Skip fyrirtækisins, Faxi RE, kom í gær til hafnar á Vopnafirði með 330 til 350 tonn af síld og að sögn Hjalta Einarssonar, sem var skipstjóri í veiðiferðinni, þurfti töluvert að hafa fyrir þeim afla. Aflann fengu þeir í Hér- aðsflóadýpi í þremur hollum. „Síldin er greinilega á austurleið en það ætti þó enn að vera hægt að fá sæmilegasta afla innan landhelginnar,“ sagði Hjalti en samkvæmt upplýsingum hans veiðist nú sára- lítið af makríl með síldinni. Lítið er eftir af síldar- og makrílkvóta HB Granda þetta árið. Að sögn Ingimundar Ingimundarsonar, rekstrarstjóra uppsjávar- veiðiskipa félagsins, er síldaraflinn nú kom- inn í um 14.000 tonn og eftirstöðvar kvótans eru um 2.000 tonn. Makrílaflinn er tæplega 16.000 tonn og aðeins eru óveidd um 600 tonn af makríl. - shá Hratt gengur á síldar- og makrílkvóta íslenskra skipa en kropp er á miðunum eystra: Norsk-íslenska síldin er á bakaleiðinni FAXI RE Nokkuð þarf að hafa fyrir síldveiðum en lítill meðafli er af makríl. MYND/HB GRANDI GROUP AUSTURLAND Til stendur að urða allt að 68 þúsund tonn af sorpi í landi Tjarnarlands á Fljótsdals- héraði. Tillaga um urðunina og mat á umhverfisáhrifum hennar er til kynningar til 2. nóvember, en þá rennur út frestur til að skila athugasemdum við framkvæmd- ina til Skipulagsstofnunar. Frummatsskýrsla Verkíss og Mannvits er á skrifstofu Fljóts- dalshéraðs, á Bókasafni Héraðs- búa, í Þjóðarbókhlöðunni, Skipu- lagsstofnun og á www.verkis.is og www.fljotsdalsherad.is. - óká Frummatsskýrsla liggur fyrir: Kynna urðun 68.000 tonna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.