Fréttablaðið - 27.09.2012, Síða 18
27. september 2012 FIMMTUDAGUR18
Umsjón: nánar á visir.is
Hagar hf. högnuðust um 1,5 millj-
arða króna á fyrri hluta þessa
árs. Þetta kemur fram í drögum
að sex mánaða uppgjöri félagsins
sem kynnt voru á stjórnarfundi
þess í gær. Í tilkynningu til Kaup-
hallar kemur fram að uppgjörið
verði birt 25. október næstkom-
andi. Afkoman er mun betri en
væntingar stóðu til og eru ástæð-
ur hinnar bættu afkomu sagð-
ar lægra kostnaðarhlutfall, betri
framlegð og lægri afskriftir. Auk
þess hefur viðskiptabanki Haga,
Arion banki, boðið félaginu upp
á hagstæðari vaxtakjör á lánum
þess.
Áætlaður ávinningur Haga af
þessu er um 70 milljónir króna á
ári. Hagar voru skráðir á mark-
að í desember 2011. Hlutabréf í
Högum hækkuðu umtalsvert í gær
eftir að tíðindin um bætta afkomu
voru gerð opinber, eða um 1,6 pró-
sent. Gengi bréfa í félaginu stóð í
19 krónum á hlut við lok viðskipta.
Skráningargengi Haga var 13,5
krónur á hlut og því hefur mark-
aðsvirði félagsins aukist um 28,9
prósent frá skráningu.
Stærsti eigandi Haga um síð-
ustu mánaðamót var Gildi Lífeyr-
issjóður með 10,3 prósenta hlut.
Þar á eftir komu Búvellir með 7,8
prósenta hlut og LSR með 7,4 pró-
senta hlut. - þsj
Virði Haga hefur hækkað um þriðjung frá skráningu:
Afkoma Haga mun
betri en búist var við
AUKNING Hagar voru skráðir á markað í desember. Hér sjást Finnur Árnason, forstjóri
Haga, og Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar, við það tilefni. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Hagvöxtur mun verða 3,2 prósent
í ár, 3,4 prósent á næsta ári og
3,2 prósent árið 2014. Þessi aukn-
ing mun verða til þess að slaki í
hagkerfinu hverfur. Hagvöxtur-
inn verður ekki einungis drifinn
áfram af aukinni einkaneyslu held-
ur skipta aukin verðmæti sjávarút-
vegs, aukinn ferðamannastraumur
og fjárfesting í orkuframkvæmdum
líka miklu máli í vextinum. Þetta
eru helstu niðurstöður þjóðhags-
spár Greiningar Íslandsbanka sem
kynnt var á fjármálaþingi bankans
í gær. Spáin nær til loka árs 2014.
Í máli Ingólfs Bender, forstöðu-
manns Greiningar bankans, kom
meðal annars fram að vöxtur væri
á flestum sviðum íslensks efna-
hagslífs og að markverður árang-
ur hefði náðst við að vinna á kerfis-
vandamálum. Í spánni er þó tekið
fram að talsverð óvissa ríki um
þróun ákveðinna þátta.
Neikvæð þróun alþjóðlegra efna-
hagsmála myndi til að mynda hafa
slæm áhrif á hagvöxt hérlend-
is. Það myndu tafir eða frestun á
stórum atvinnuvegafjárfestingum
á borð við álver í Helguvík líka
hafa. Þá ríkir óvissa um afnám
gjaldeyrishafta en Ingólfur sagð-
ist gera ráð fyrir því að þau myndu
að minnsta kosti lifa út spátímann,
eða til loka árs 2014.
Í máli Ingólfs kom fram að aukin
einkaneysla sé til merkis um að
heimili landsins séu að komast upp
úr öldudalnum. Því til stuðnings
gerir spáin ráð fyrir að um 25 pró-
senta vöxtur verði á fjárfestingu í
íbúðahúsnæði á næsta ári.
Þá er reiknað með að fjárfesting
sem hlutfall af vergri landsfram-
leiðslu muni hækka á ný á spátíma-
bilinu. Ingólfur sagði að spáin gerði
ráð fyrir um 170 milljarða króna
atvinnufjárfestingu á næsta ári
og þar af myndu um 50 milljarðar
króna verða fjárfestir í orkutengd-
um verkefnum. Þá myndu fjárfest-
ingar hins opinbera vaxa að nýju á
næsta ári.
Gert er ráð fyrir að hækkandi ál-
og fiskverð og lækkun olíuverðs á
tímabilinu muni skila aukinni arð-
semi af utanríkisviðskiptum. Ef
gömlu bankarnir og Actavis eru
undanskilin gerir spáin ráð fyrir
því að viðskiptaafgangur verði á
bilinu tvö til þrjú prósent á árun-
um 2012-2014.
Allt þetta muni skila allt að 3,4
prósenta hagvexti á tímabilinu. Í
alþjóðlegum samanburði er staða
Íslands, ef hún er mæld einvörð-
ungu út frá hagvexti, mjög góð.
Í síðustu opinberu tölum efna-
hags- og framfarastofnunarinnar
(OECD), sem eru frá því í maí, kom
fram að einungis fimm lönd væru
með meiri áætlaðan hagvöxt í ár.
Ingólfur sagði að endurskoðuð spá
myndi líklega sýna enn betri stöðu
Íslands á þeim lista.
thordur@frettabladid.is
Spá hagvaxtarskeiði
á árunum 2012-2014
Hagvöxtur mun verða yfir þrjú prósent á hverju ári út 2014 samkvæmt þjóð-
hagsspá Íslandsbanka. Hann verður drifinn áfram af aukinni fjárfestingu,
utanríkisviðskiptum og einkaneyslu. Talsverð óvissa um þróun sumra þátta.
ÓVISSA Í máli Ingólfs Bender, forstöðumanns Greiningar Íslandsbanka, kom fram að neikvæð þróun alþjóðlegra efnahagsmála,
tafir eða frestun á stórum atvinnuvegafjárfestingum og óvissa um afnám gjaldeyrishafta gæti haft neikvæð áhrif á spána.
FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Í spá Greiningar Íslandbanka segir að hlutabréfamarkaður á Íslandi sé
veikburða en að hann sé á batavegi. Því til stuðnings er bent á að velta
fari vaxandi þó að taka verði tillit til þess að einungis fjögur félög eru með
virka verðmyndun á hlutabréfamarkaðinum á Íslandi. Líklegt þykir þó að tvö
önnur, Eimskip og Vodafone, bætist við fyrir lok þessa árs og að minnsta
kosti fjögur til viðbótar hafa hug á skráningu á árinu 2013. Í kynningu á
spánni kom fram að miðað við stærð íslenska hagkerfisins væri eðlilegt að
hlutabréfamarkaðurinn hér á landi myndi stækka umtalsvert.
Hlutabréfamarkaður að braggast
Hrannar Már Hafberg, lögfræð-
ingur og starfandi héraðsdómari,
hefur verið skipaður formaður
rannsóknarnefndar Alþingis um
sparisjóðakerfið eftir að Sigríður
Ingvadóttir baðst lausnar í kjölfar
ágreinings við hina tvo nefndar-
mennina.
Ásta Ragnheiður Jóhannes-
dóttir, forseti Alþingis, skipaði
Hrannar Má í starfið á fundi for-
sætisnefndar í dag. Hrannar lauk
meistaraprófi frá lögfræði frá
lagadeild Háskóla Íslands í febrú-
ar 2008. Sigríður hefur snúið aftur
til sinna fyrri starfa sem héraðs-
dómari við Héraðsdóm Reykja-
víkur.
Upphaflega átti nefndin að skila
skýrslu 1. júní síðastliðinn en verk-
efnið reyndist meira um sig og því
var skilum á henni frestað fram
á haust. Nú stendur til að skila
skýrslunni fyrir áramót.
Rannsóknarnefnd um sparisjóðakerfið:
Hrannar Már nýr
nefndarformaður
SPKEF skattgreiðendur þurfa að greiða 26 milljarða króna vegna flutnings eigna
sjóðsins til Landsbankans. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
Meirihlutaeigendur í Ölgerðinni Agli Skalla-
grímssyni hf. keyptu í júní síðastliðnum 20
prósenta hlut í fyrirtækinu af Arion banka.
Þeir eru OA eignarhaldsfélag, í eigu Andra
Þórs Guðmundssonar forstjóra og Októs
Einarssonar stjórnarformanns, fjárfestinga-
sjóður í stýringu Auðar Capital og F-13 ehf.,
félag í eigu fjögurra framkvæmdastjóra
Ölgerðarinnar. Eftir viðskiptin á Auður fag-
fjárfestasjóður 45 prósenta eignarhlut. OA
ehf. 38 prósenta og F-13 ehf., 17 prósenta.
Samkvæmt árshlutauppgjöri Arion banka
voru greiddar 375 milljónir króna fyrir
fimmtungshlutinn. Miðað við það verð er
markaðsvirði Ölgerðarinnar um 1,9 millj-
arðar króna. Um tvö ár eru síðan Ölgerð-
in gekk í gegnum fjárhagslega endurskipu-
lagningu. Í henni voru skuldir meðal annars
lækkaðar úr 9,5 milljörðum króna í 7,2 millj-
arða króna. Lækkunin var tilkomin ann-
ars vegar vegna inngreiðslu nýs hlutafjár
og skuldbreytingar Arion banka í hlutafé
sem tryggði honum 20 prósenta eignar-
hlut. Í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins
til bankans um kaupin segir að fyrrum eig-
endur hafi átt kauprétt á hlutnum. „Arion
banki ætlaði sér ekki að eiga þennan hlut til
lengri tíma enda ekki hluti af kjarnastarf-
semi bankans að eiga hluti í félagi eins og
Ölgerðinni. Fyrrum eigendur einfaldlega
kusu að nýta kaupréttinn og náðist um það
samkomulag við bankann.“ Aðrir eigendur
Ölgerðarinnar eru í viðtali við Atvinnulífið,
tímarit Íslandsbanka um fjármál og efna-
hagshorfur sem gefið var út í gær. Þar segir
Andri frá því að rekstur Ölgerðarinnar hafi
gengið það vel að kaupin reyndust gerleg.
Áætluð velta fyrirtækisins í ár er um 18
milljarðar króna.
Ölgerðin fór fyrr í sumar í útboð með
öll sín bankaviðskipti og flutti í kjölfarið
alla fjármögnun og bankaviðskipti yfir til
Íslandsbanka. Um er að ræða langtímafjár-
mögnun upp á sex til sjö milljarða króna auk
allrar bankaþjónustu. -þsj
Meirihlutaeigendur Ölgerðarinnar keyptu hlut Arion banka í henni:
Keyptu fimmtung á 375 milljónir króna
FORSTJÓRI Andri Þór Guðmundsson, forstjóri
Ölgerðarinnar, er einn stærsti eigandi hennar líka.
FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
PRÓSENT er hlutfall skuldabréfa af íslenskri
verðbréfaveltu. Hlutabréf eru 13 prósent. 87