Fréttablaðið - 27.09.2012, Side 26
26 27. september 2012 FIMMTUDAGUR
Nú þegar styttist í alþingis-kosningar er ekki laust við
að greina megi ákveðna örvænt-
ingu meðal þeirra sem ekki fylgja
Sjálfstæðisflokknum að málum.
Nýlega töldu oddvitar ríkisstjórn-
arinnar sig knúna til að taka það
sérstaklega fram að þeim hugn-
aðist ekki stefna Sjálfstæðis-
flokksins. Var þeim yfirlýsingum
almennt vel tekið meðal sjálfstæð-
ismanna. Greina mátti svipaða
örvæntingu í pistli rithöfundarins
Guðmundar Andra Thorssonar í
Fréttablaðinu þann 24. septem-
ber sl. sem fjallaði öðrum þræði
um Sjálfstæðisflokkinn undir
yfirskriftinni Leiftursókn gegn
fylginu. Reyndar fjallaði pistill-
inn ekki um Sjálfstæðisflokk-
inn heldur það sem Guðmundur
Andri vill að eigi við um Sjálf-
stæðisflokkinn. Það er alls ekki
það sama. Guðmundur Andri er
lipur penni og góður skáldsagna-
höfundur. Það var því viðbúið, nú
sem endranær, að skrif hans um
þetta málefni ættu ekkert skylt
við raunveruleikann.
Það er ekki nýtt í rökræðu-
keppni stjórnmálanna að þeir
sem verða rökþrota dragi
upp falska mynd af andstæð-
ingi sínum og reyni með þeim
hætti að höfða til kjósenda með
hræðsluáróðri, lygum og dylgj-
um. Virðing þeirra fyrir kjós-
endum er oftast jafnmikil og
sannleiksgildi slíks málflutn-
ings. Sem betur fer dæmir slík-
ur málflutningur sig iðulega
sjálfur enda slík skrif oftast
nær að finna meðal þeirra sem
teljast virkir í athugasemdum
á hinum ýmsu netmiðlum. Það
óvenjulega við pistil Guðmund-
ar Andra var ekki hvernig hann
reyndi að ljúga upp á Sjálfstæði-
flokkinn ýmsu vondu heldur
hvernig hann reyndi að afbaka
staðreyndir um tvo stjórnmála-
flokka, hvorn í sínu landinu, og
skeyta þeim svo saman í einn til
þess að hæðast að öllu saman.
Að búa til strámann til þess að
rífa hann svo í sundur er áhrifa-
mikið áróðursbragð ef vel tekst
til. Slíkar barbara brellur eiga
þó meira skylt við umræðuhefð í
fjölmiðlum vestanhafs og er jöfn-
um höndum beitt á repúblikana
og demókrata.
Sökum smæðar íslensks samfé-
lags þýðir hins vegar sem betur
fer lítið að ófrægja náungann með
slíkum hætti eða leggjast í lyga-
herferð gegn einum stjórnmála-
flokki. Fólk einfaldlega veit betur
og þarf ekki að treysta með öllu á
fjölmiðla til að fræðast um hvað
er rétt og rangt í þeim efnum.
Ljóst er að Guðmundur Andri
fylgir ekki Sjálfstæðisflokknum
að málum. Að sama skapi er líka
ljóst að skrif hans um ímyndaðan
flokk, sem hann kallar Sjálfstæð-
isflokk, hafa enga raunverulega
þýðingu í þjóðmálaumræðunni.
Leiftursókn frá
raunveruleikanum
Ýmsir hafa hnýtt í mig vegna greinar minnar um Milton
Friedman sem birtist í Frétta-
blaðinu fyrir stuttu. Því vil ég
útskýra nánar um hvað sú grein
snerist. Í greininni lýsti ég í
megin dráttum hvernig Friedman
greindi ráðstöfun peninga í eftir-
farandi fjórar leiðir: (1) að eyða
eigin peningum í sjálfan sig, (2)
eigin peningum í aðra, (3) ann-
arra peningum í sjálfan sig og (4)
annarra peningum í aðra.
Fyrir Friedman vakti aðallega
að bera saman þann eðlismun
sem er á leiðum (1) og (4). Kostur-
inn við leið (1) að mati Friedmans
er að samkvæmt henni getur þú
nýtt peningana í það sem þér
hentar en að auki ertu líklegri en
ella til að fara vel með þá því þú
aflaðir þeirra sjálfur. Í grunnat-
riðum lýsir þessi leið markaðsbú-
skap því helsta einkenni frjáls
markaðar er jú að viðskipti eru
sem minnst miðstýrð með boðum,
bönnum og sköttum. Neytandinn
metur sjálfur hvað er mikilvægt
og gagnlegt fyrir hann en ekki
ríkið. Ef þú vilt kaupa þér kók,
þá kaupir þú þér kók en ekki bók
þótt einhverjir aðrir telji að bók
geri þér meira gagn en kók.
Leið (4) taldi Friedman hins
vegar einkenna ríkisbúskap því
undir slíku kerfi fá pólitíkusar
pening frá öðrum, þ.e. skattgreið-
endum, og ráðstafa þeim svo til
baka í formi ýmissa verkefna
sem í mörgum tilfellum nýtast
bara sumum, illa öðrum og enn
öðrum ekki neitt. Samt borga
allir. Friedman taldi engu að
síður að í sumum tilfellum þyrfti,
a.m.k. að hluta, að fara leið (4)
til að halda uppi nauðsynlegri
þjónustu þar sem markaðsbrest-
ur verður, t.d. á vissum sviðum
samgangna (erfitt að rukka fyrir
notkun á hverjum vegarspotta),
grunnmenntunar (erfitt að reka
þjóðfélag nema fólk kunni að
lesa, skrifa og reikna) og velferð-
araðstoðar (öryggisnet fyrir fólk
sem getur ekki séð fyrir sér). Þá
taldi Friedman að óhjákvæmi-
legt væri að ríkið sæi að mestu
leyti um réttarkerfið, löggæslu
og landvarnir (Friedman var þó
eindreginn andstæðingur her-
skyldu).
Hvað önnur svið varðar átti
frjáls markaður að mestu leyti
að sjá um þau að mati Fried-
mans. Því nefndi ég í grein minni
Ríkis sjónvarpið því enginn getur
haldið því fram með rökum að sú
þjónusta hafi á nokkurn hátt með
grunnþarfir þjóðfélags eða nauð-
synlega samhjálp að gera. Þvert á
móti, fólk með litlar tekjur myndi
líklega frekar vilja verja fé sínu í
annað og mikilvægara heldur en
ríkisdrifið sjónvarpsgláp, t.d. til
að kaupa hollari mat handa börn-
um sínum eða styrkja Kvenna-
athvarfið.
Nefna má ótal dæmi um fyrir-
tæki og stofnanir á vegum ríkis-
ins sem fólk er nauðbeygt til að
greiða fyrir í gegnum skatta.
Áður hef ég nefnt leikhús (hví eru
leikhús niðurgreidd en ekki bíó?)
en í sömu andrá má nefna ríkis-
rekna hljómsveit (hví er sinfóníu-
hljómsveit niðurgreidd en ekki
t.d. einhver rokkhljómsveit?) að
ógleymdri Hörpunni, einhverju
grátlegasta dæmi um misnotk-
un á almannafé sem Íslandssag-
an hefur að geyma. Einnig má
nefna sendiráðin í þessu sam-
hengi. Þurfum við öll þessi sendi-
ráð? Og í sambandi við kókina og
bókina má spyrja hvort eðlilegt
sé að niðurgreiða allar þessar
bókaleigur sem kallast bókasöfn
frekar en aðrar leigur, t.d. mynd-
bandaleigur eða verkfæraleigur.
Nánast í hverjum mánuði
er stofnað til nýrra útgjalda á
vegum ríkis eða sveitarfélaga.
Gildir þá einu hvort einhverj-
ir peningar séu til í sjóðum eða
ekki. Nýjasta dæmið um bruðl
hins opinbera á almannafé er
innrás Strætó bs. á ferðamanna-
markaðinn. Skyndilega ákveður
þetta opinbera fyrirtæki að fara
í samkeppni við rútufyrirtæki á
frjálsum markaði og bjóða nið-
urgreiddar ferðir á milli lands-
hluta, t.d. á milli Reykjavíkur
og Akureyrar. Er nema von að
fólk spyrji eins og Vefþjóðvilj-
inn gerði á dögunum, þ.e. hvort
„einhver skattgreiðandi í land-
inu [hafi] heyrt þó ekki væri
nema einn sveitarstjórnarmann
efast um að rétt sé að skattleggja
vinnandi fólk í landinu til þess að
halda uppi strætisvagnaferðum
fimm hundruð kílómetra leið út
úr bænum?”
Í anda Friedmans vil ég taka
undir með Vefþjóðviljanum og
bæta við að stjórnmálamenn,
sem haga sér með þeim hætti
sem dæmið um Strætó bs. sýnir,
kunna ekki að fara með peninga,
sér í lagi annarra manna pen-
inga. Því endurtek ég efnislega
lokaorð mín úr síðustu grein, að
brýnt sé að slíkir stjórnmála-
menn fái ekki brautargengi í
næstu kosningum.
Friedman og niðurgreiðslur
Fjármál
Guðmundur
Edgarsson
málmenntafræðingur Stjórnmál
Teitur Björn
Einarsson
lögmaður
islandsbanki.is | Sími 440 4000
Við bjóðum
góða þjónustu
Fáðu allt að
4,7% vexti