Fréttablaðið - 27.09.2012, Síða 29
FIMMTUDAGUR 27. september 2012 29
Andleg og líkamleg vanlíðan nemenda sem lagðir eru í ein-
elti hefur verið umfjöllunarefni
fjölmiðla á Íslandi að undanförnu.
Sama hefur verið uppi á teningn-
um á Nýja-Sjálandi, en þar hefur
mál móður sem greip inn í þegar
ráðist var á dóttur hennar sér-
staklega verið til umræðu. Móðir-
in á nú yfir höfði sér ákæru vegna
þessa máls. Hin sálrænu mein
sem hljótast af slíkum atburðum
rista djúpt og geta varað allt lífið.
Ný lög í Nýja-Sjálandi gegn árás-
um á netinu munu hjálpa til við að
sporna gegn einelti en einnig er
þrýstingur á skólayfirvöld að þau
taki fastar á þessum málum.
Nokkur átaksverkefni gegn ein-
elti eru í gangi sem fjalla um að
hjálpa fórnarlambinu að ná bata,
um jafningjaaðstoð og um kyn-
ferðislega áreitni en best þekktu
verkefnin fyrir skóla koma frá
nýsjálensku Friðarstofnuninni
(Peace Foundation) og kallast
„Svalir skólar“ (e. Cool Schools).
Verkefni stofnunarinnar hafa
verið notuð við fjölmarga grunn-
og framhaldsskóla á Nýja-Sjálandi
og hafa þróast í áraraðir.
„Svalir skólar“–verkefnin sem
notuð eru um allt Nýja-Sjáland
eru ekki kynnt sem eineltisverk-
efni sérstaklega heldur stuðla
þau að því að gera nemendum og
kennurum kleift að átta sig á því
þegar vandamál eru í uppsiglingu
og kenna þeim leiðir til að takast
á við þau á uppbyggilegan hátt.
Þegar unnið er eftir þessum leið-
um tekst smátt og smátt að senda
nemendum og kennurum skýr
skilaboð um að skólinn þeirra sé
öruggur staður og að allir vinni
saman í að hann verði það alltaf.
Verkefnin stuðla að opinni og
frjálsri tjáningu í skólum. Nem-
endum er kennt að vera góðar
fyrirmyndir, að beita sér fyrir
heilbrigðum samskiptum og að
beina félögum sínum til viðeig-
andi fullorðins aðila ef nauðsyn
krefur. Bæði nemendum og kenn-
urum eru kenndar aðferðir til
að takast á við deilur og ágrein-
ing sem munu gagnast þeim allt
lífið. Aðferðirnar kenna fólki að
temja sér stillingu í aðstæðum
þegar deilur eiga sér stað. Þetta er
hugsað sem verkfærakista sem er
full af verkfærum sem nýtast til
að taka yfirvegað á málum þegar
upp koma átök á milli fólks. Nem-
endum og kennurum eru kenndar
uppbyggilegar aðferðir við lausn
deilumála. Þannig eru nemendur
þjálfaðir í því að verða svokallað-
ir „jafningjamálamiðlarar“. Það
er leiðtogahlutverk sem veitir
öðrum ákveðna þjónustu; svo sem
að efla gagnkvæma virðingu fólks
og einnig að auka skilning á þeirri
staðreynd að fólk er mismunandi,
og jafnframt að veita samnem-
endum sínum aðstoð ef vandamál
koma upp. Það hefur sýnt sig að
nemendur sem lenda í vandræðum
vilja gjarnan ræða við aðra nem-
endur sem þeir treysta. En jafn-
ingjamálamiðlarar geta einnig
stuðlað að fleiri góðum hlutum í
skólanum.
„Vandamála-verkfærakistan“
nýtist foreldrum ekki síður en
nemendum og kennurum. Eitt af
verkefnum Friðarstofnunarinn-
ar er samið sérstaklega fyrir for-
eldra og kennir þeim árangursrík
samskipti. Lögð er áhersla á að
sannfæra einstaklinga um að þeir
geti haft jákvæð áhrif á heimili
sínu, í skólanum og í samfélaginu
í heild og jafnvel víðar.
Verkefnið „Svalir skólar“ var
fyrst prófað í tólf grunnskólum í
Auckland árið 1991 undir stjórn
Yvonne Duncan. Verkefnið gekk
svo vel að Yvonne var boðið að
fá fullt starf við að stjórna verk-
efninu á vegum Friðarstofnun-
arinnar. Síðan þá hefur verk-
efnið verið kynnt fyrir meira en
helmingi allra grunn- og fram-
haldsskóla á Nýja-Sjálandi. Mjög
jákvæð viðbrögð hafa komið frá
nemendum, kennurum, þeim sem
stjórna verkefninu í skólum og
einnig frá skólastjórum. Það sem
flestum stjórnendum og kenn-
urum finnst jákvæðast við verk-
efnin er að fá að hjálpa nemendum
til að aðstoða aðra nemendur við
að leysa vandamál. Nemendur á
öllum skólastigum segja að það sé
svo frábært að geta verið í aðstöðu
og með árangursríkar leiðir til að
hjálpa öðrum nemendum. Það gefi
þeim svo mikið sjálfstraust.
Þjálfunin er oft sniðin að þörf-
um skólanna. Þegar verkefnið er
unnið í framhaldsskólum, kemur
leiðbeinandi í skólann í fjóra og
hálfan tíma á viku og vinnur með
nokkrum nemendum sem hafa
verið valdir til að vera „sendi-
herrar réttlætisins“ eða „jafn-
ingjamálamiðlarar“ ásamt kenn-
urum sem eru til stuðnings við
verkefnið frá skólans hálfu. Leið-
beinandinn stýrir starfsmanna-
fundi þar sem verkefnið er kynnt
fyrir öllum starfsmönnum skól-
ans og þeim er sýnt hvernig þeir
geta stutt jafningjamálamiðlar-
ana. Kennararnir fá þarna líka
góða leiðsögn sem nýtist þeim
bæði í starfinu og í einkalífinu.
Í grunnskólunum hefur verið
árangursríkast að hafa einn dag
þar sem kennurunum eru kennd-
ar allar tíu leiðirnar í verkefninu,
þannig að í lok dagsins hafa kenn-
ararnir lært hvernig þeir geta
kennt þær nemendum sínum.
Friðarstofnunin er með skrif-
stofu í Auckland en það að leið-
beina skólum á svæðinu er á
mínum höndum. Fimm aðrir leið-
beinendur stofnunarinnar sjá um
aðra hluta landsins. Áhugasam-
ir geta haft samband við Friðar-
stofnunina beint í síma (09) 373
2379 eða kynnt sér efnið á heima-
síðu stofnunarinnar: www.peace.
net.nz. Ég mun leiða vinnusmiðju
tengda „Svölum skólum” og mála-
miðlun jafningja á Friðarþingi
skáta á Íslandi.
Bæði nemendum
og kennurum
eru kenndar aðferðir til
að takast á við deilur og
ágreining…
Frábært að geta hjálpað öðrum
Samfélagsmál
Christina
Barruel
umsjónarmaður The
Cool Schools og þjálfari
í Friðarsamtökum
Aotearoa