Fréttablaðið - 27.09.2012, Blaðsíða 36
27. SEPTEMBER 2012 FIMMTUDAGUR2 ● Vísindavaka
Aldrei hafa fleiri skráð sig til þátttöku á vísindavöku sem er nú
haldin í sjöunda sinn. Dagurinn er tileinkaður evrópskum vís-
indamönnum og haldinn hátíðlegur í 320 borgum víðs vegar
um álfuna.
Fljúgandi fiskar og furðudýr sjávar, samskiptatækni og
sprengjur, jarðhiti og jöklar, kínverska og kafbátar, tónvís-
indasmiðjur og tónsköpun, orkutækni, eldgos og undur al-
heimsins eru meðal þess sem sjá má á Vísindavöku Rannís í
Háskólabíói föstudaginn 28. september kl. 17-22.
Vísinda- og fræðimenn á Íslandi eru uppfullir af hugmynd-
um og eldmóði því aldrei hafa fleiri skráð sig til þátttöku á Vís-
indavöku, sem nú er haldin í sjöunda sinn og dregur til sín í
kringum 4.000 gesti árlega. Dagurinn er tileinkaður evrópsk-
um vísindamönnum og haldinn hátíðlegur þennan dag í 320
borgum Evrópu undir heitinu Researchers‘ Night.
Markmiðið með Vísindavöku er að gefa almenningi kost á
að hitta þá sem stunda rannsóknir og nýsköpun, kynna fólkið á
bak við rannsóknirnar og vekja athygli á fjölbreytni og mikil-
vægi vísindastarfs í landinu.
Á Vísindavöku mun fræðifólk frá háskólum, stofnunum og
fyrirtækjum kynna viðfangsefni sín fyrir almenningi á lifandi
og skemmtilegan hátt. Gestir fá að skoða og prófa margs konar
tæki og tól sem notuð eru við rannsóknir, skoða ýmsar afurð-
ir og spjalla við vísindafólkið sjálft um hvernig er að starfa að
vísindum, rannsóknum og nýsköpun.
Í ár verður lögð áhersla á lifandi vísindi og uppákomur á
sviði og eru börn og ungmenni sérstaklega boðin velkomin á
Vísindavöku. Sprengjugengið vinsæla mætir á sviðið, læknar
sýna uppskurð, hvalir syngja og fiskar fljúga, notendur stoð-
tækja koma fram og boðið verður í stjörnuskoðun og jarðhita-
pælingar. Gestir geta reynt að reka Vísindavefinn á gat og
fylgst með öruggum súkkulaðisendingum um internetið. Vís-
indakaffið hefur verið í gangi alla vikuna um allt land og að-
sókn verið einstaklega góð. Verið velkomin á Vísindavöku
Rannís!
Vísindin lifna við
á vísindavöku
AÐALHEIÐUR JÓNSDÓTTIR, SVIÐSSTJÓRI KYNNINGARMÁLA HJÁ RANNÍS OG
UMSJÓNARMAÐUR VÍSINDAVÖKU, SKRIFAR:
Við opnun Vísindavöku verður
veitt viðurkenning Rannís fyrir
vísindamiðlun. Katrín Jakobsdótt-
ir mennta- og menningarmálaráð-
herra afhendir viðurkenninguna
fyrir hönd Rannís og fer afhend-
ingin fram í aðalsal Háskólabíós
kl. 17 föstudaginn 28. september.
Vísindavakan er einmitt kjörinn
vettvangur fyrir þá sem stunda
rannsóknir og nýsköpun til að
miðla þekkingu sinni og uppgötv-
unum til gesta á lifandi og auð-
skiljanlegan hátt, en góð vísinda-
miðlun snýst oft um að gera flókna
hluti einfalda og tengja þá við dag-
legt líf.
Viðurkenning fyrir vísinda-
miðlun er veitt stofnun, fyrirtæki,
einstaklingi, samtökum eða verk-
efni, sem þykir hafa staðið ötul-
lega að því að miðla vísindum og
fræðum til almennings á áhuga-
verðan hátt. Skal vísindamiðlunin
hafa stuðlað að bættum skilningi
almennings, barna, ungmenna og
fullorðinna á vísindum og fræð-
um og á mikilvægi þeirra fyrir ís-
lenskt samfélag. Einnig skal vís-
indamiðlunin hafa vakið athygli
á starfi vísindamanna og á mikil-
vægi rannsókna og nýsköpunar í
íslensku samfélagi.
Stjörnuskoðunarfélag Seltjarn-
arness og Stjörnufræðivefurinn
hlutu viðurkenningu Rannís á síð-
asta ári fyrir vísindamiðlun, en
þeir sem standa að Stjörnuskoð-
unarfélaginu og Stjörnufræði-
vefnum hafa verið mjög ötulir við
að fræða almenning, og sérstak-
lega börn og ungmenni um undur
alheimsins.
Viðurkenning verður
veitt fyrir vísindamiðlun
Stjörnuskoðunarfélag Seltjarnarness hlaut viðurkenningu fyrir vísindamiðlun á
Vísindavöku í fyrra.
Vísindakaffið er haldið á Súfistanum á annarri hæð í bókabúð Máls og menn-
ingar á Laugavegi. Markmiðið er
að gefa fólki tækifæri á að heyra
sagt frá nýjustu rannsóknum á
óformlegan og aðgengilegan hátt
um leið og drukkið er kvöldkaffi
í notalegri stemningu. Á vísinda-
kaffi er leitast við að taka fyrir
málefni sem eru ofarlega á baugi
í samfélagsumræðunni og fá til
samstarfs okkar færasta fræða-
fólk. Gestir fá tækifæri til að
spyrja og spjalla og komast þann-
ig að því hvernig störf vísinda-
manna hafa áhrif á daglegt líf
okkar allra.
KRAFTAR OG FEGURÐ ÍSLENSKRAR
NÁTTÚRU
Í ár beinist efni vísindakaffikvöld-
anna að kröftum íslenskrar nátt-
úru og meðal annars rætt um jarð-
skjálfta og jökla. Í kvöld verður
náttúrufegurðin sjálf til umræðu og
mun Guðbjörg Rannveig Jóhannes-
dóttir, doktorsnemi í heimspeki við
Háskóla Íslands, velta upp þeirri
spurningu hvers vegna fagurfræði-
leg gildi megi sín oft lítils þegar
kemur að ákvarðanatöku um vernd
og nýtingu náttúru, jafnvel þótt upp-
lifun af náttúrunni og fegurð henn-
ar virðist vera efst í huga almenn-
ings þegar rætt er um íslenska
náttúru. Hvers konar hugleiðing-
ar, þekkingu, upplifun, merkingu
og gildi skapar upplifun af náttúru-
fegurð? Hafa viðbrögð við náttúru-
fegurð einhverjar afleiðingar fyrir
siðferðilegt viðhorf manna til nátt-
úrunnar? Skiptir náttúrufegurð ein-
hverju máli fyrir lífsgæði okkar? Er
hægt að meta náttúrufegurð? Þess-
um spurningum verður velt upp í
vísindakaffi Rannís í kvöld, kl. 20,
á Súfistanum, Laugavegi.
Notaleg stemning
á vísindakaffi Rannís
● Í aðdraganda Vísindavöku Rannís er hellt upp á hið sívinsæla vísindakaffi þar sem
fræðimenn kynna viðfangsefni sín. Í ár er umfjöllunarefnið kraftar íslenskrar náttúru.
Á vísindakaffinu er leitast við að taka fyrir málefni sem eru ofarlega á baugi í samfélagsumræðunni.
ÚTGEFANDI: RANNÍS.
ÁBYRGÐARMAÐUR: AÐALHEIÐUR JÓNSDÓTTIR
● RAUNTÍMATÓNSKÖPUN Á SVIÐINU
Calmus Automata er rannsóknarverkefni í rauntímatónsköpun með að-
stoð gervigreindar og nútíma flutningstækni. Markmið verkefnisins er
að skapa nýjar leiðir til sköpunar og flutnings nýrra tónverka í rauntíma.
Þetta er gert m.a. með því að hanna nýtt notendaviðmót og skapa
samskiptastaðal milli flókins tónsmíðakerfis (CALMUS) og sérhannaðs
notendaviðmóts. Þannig skapast möguleikar á frumlegri nálgun á
þróun tónefnis til tónsköpunar ásamt því að opna nýjar leiðir til fjöl-
breyttari tónsköpunar í nútímatækniumhverfi. Mörg verk hafa verið
samin með CALMUS en aldrei fyrr hefur tekist að semja og flytja verk af
þessari gerð í rauntíma. Myndin var tekin á Vísindavöku í fyrra.