Fréttablaðið - 27.09.2012, Blaðsíða 58

Fréttablaðið - 27.09.2012, Blaðsíða 58
27. september 2012 FIMMTUDAGUR46 Dario Argento, hinn goð- sagnakenndi ítalski kvik- myndaleikstjóri og einn áhrifamesti hrollvekjuleik- stjóri allra tíma, er heið- ursgestur kvikmyndahá- tíðarinnar Reykjavík International Film Festival sem sett verður með pompi og prakt í dag. Ferill Arg- ento spannar rúm fjöru- tíu ár og hann er hvergi nærri hættur, en í ár sendi hann frá sér kvikmyndina Dracula 3D. Haukur Viðar Alfreðsson tók Argento tali og óhætt er að segja að hann sé töluvert geðþekk- ari en yrkisefnin gefa til kynna. Eftir örstutt spjall um veðrið hófst alvaran. Hvaða þýðingu hefur það fyrir þig sem listamann að vera heiðurs- gestur RIFF? Mér finnst það mikill heiður. Ég er mjög spenntur fyrir Íslandsförinni og hlakka mikið til. Ég hef séð íslenskar kvikmyndir á kvikmyndahátíðum og einnig hef ég hlustað á íslenska tónlist, en um landið sjálft veit ég ekki mikið. En mér skilst að það sé stórt og fal- legt. Nú sendir þú nýlega frá þér kvik- myndina Dracula 3D. Hver mynd- irðu segja að væri helsti munurinn á því að gera kvikmynd í dag og fyrir fjörutíu árum? Tilfinningin á tökustað er sú sama en markaðs- yfirráð bandarískra stórmynda hafa gert minni myndum erfið- ara fyrir. Með tilkomu stafrænn- ar kvikmyndatöku er orðið nær ómögulegt að taka mynd á gam- aldags filmu. Til dæmis er hvergi hægt að framkalla filmu á Ítalíu í dag, þannig að kvikmyndagerðar- menn verða að aðlagast breyttum tímum. Hvernig leggjast þessar breyt- ingar í þig? Þetta er hræðilegt (hlær). En það var virkilega gaman að prófa sig áfram með þrívíddina og ég leit á þetta sem spennandi til- raun. Þarna næ ég dýpt sem ég hef aldrei náð áður. Það er óhjákvæmilegt að spyrja einn áhrifamesta hrollvekjuleik- stjóra allra tíma hvernig honum líki við hryllingsmyndir nútímans. Sérðu eitthvað sem er þér að skapi? Það er ekkert að gerast í Amer- íku, en mér líkar mjög vel við það sem er að gerast í Frakklandi og á Spáni. Þaðan koma margar góðar myndir, sem og frá Japan, Taívan og Suður-Kóreu. Ætli það sé ekki hinn nýi heimavöllur hryllingsins? Myndir þínar eru fullar af fal- legum sjónarhornum og þú hefur óvenjulega nálgun á liti og ljós. Sækir þú innblástur í myndlist? Ég sæki mikið í myndlist og arki- tektúr og myndirnar mínar eru uppfullar af vísunum í málverk og skúlptúra. Til dæmis í kvikmynd- inni Deep Red, þar endurskapa ég sjónarhorn úr málverkinu Nighthawks eftir Edward Hopper. Þetta er bara eitt dæmi af mörgum. Mynd- list og kvikmyndagerð eru náskyldar listgreinar. Hrollvekjan Suspiria er vafalaust sú þekkt- asta af þínum verkum. Nú er unnið að endurgerð myndarinnar fyrir banda- rískan markað. Hvernig leggst verkefnið í þig og ertu viðriðinn það að ein- hverju leyti? Ég hef ekki hugmynd um hver stend- ur á bak við þetta verk- efni og kem eiginlega alveg af fjöll- um. Ég hef þó heyrt af því að þetta standi til og undra mig á því hvers vegna enginn hefur haft samband. Mér finnst það bæði ófagmannlegt og dónalegt. Nú hefur þú bæði skrifað fyrir sjálfan þig og aðra, meðal annars sjálfan Sergio Leone. Hvort veit- ir þér meiri ánægju, að sitja við ritvélina eða að standa á bak við tökuvélina? Hvort tveggja finnst mér fal- legt og veitir mér gleði. Þegar ég skrifa er ég að setja drauma mína á blað en þegar ég fer í tökur finnst mér ég vera að uppfylla þá. Þetta er nátengt og ég get ómögulega gert upp á milli. Má eiga von á því að sjá þig í bíó á RIFF- hátíðinni? Engin spurn- ing. Ég ætla að horfa á myndirnar mínar með áhorfendum og hafa gaman af. ÁHRIFAMIKILL Nýjasta mynd heiðursgests RIFF í ár, Dario Argento, verður sýnd á hátíðinni auk tveggja annarra mynda eftir leikstjórann, hinnar víðfrægu hrollvekju Suspiria frá 1977 og Inferno frá 1980. NORDICPHOTOS/AFP Fyrir byrjendur í Argento-fræðum hefur Fréttablaðið tekið saman þrjár af helstu kvikmyndum leikstjórans. The Bird with the Crystal Plumage („L‘uccello dalle piume di cristallo“) - 1970 Aðalhlutverk: Tony Musande, Suzy Kendall Bandarískur rithöfundur flækist í morðgátu í Róm. Feiknasterk frumraun frá þrítugum Dario. Eldist vel og tíðarandinn gerir þetta allt saman bara skemmtilegra. Deep Red („Profondo rosso“) - 1975 Aðalhlutverk: David Hemmings, Daria Nicolodi Tónlistarkennari verður vitni að hrottalegu morði og fer í spæjara- leik. Ungir menn í þannig leikjum hafa reyndar lengi verið leikstjórans ær og kýr. David Hemmings er sérstaklega glæsilegur í aðalhlut- verkinu. Suspiria - 1977 Aðalhlutverk: Jessica Harper, Stefania Casini, Udo Kier Meistaraverkið sem hrollvekjuunnendur um allan heim kunna utan að. Ung stúlka hefur nám við ballettskóla í Freiburg. Fljótlega byrjar ballerínunum að fækka, enda virðist sem geðsjúkur morðingi gangi laus á heimavistinni. Suspiria er veisla fyrir augu og eyru, og tónlistin úr myndinni (eftir Argento sjálfan og proggrokk-sveitina Goblin) er fyrir löngu orðin sígild. ARGENTO FYRIR BYRJENDUR Mér skilst að Ísland sé stórt og fallegt Ég sæki mikið í myndlist og arkitektúr og myndirnar mínar eru uppfullar af vísunum í málverk og skúlptúra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.