Fréttablaðið - 27.09.2012, Síða 62

Fréttablaðið - 27.09.2012, Síða 62
27. september 2012 FIMMTUDAGUR50 sport@frettabladid.is STOÐSENDING 29 mín ÖNNUR UMFERÐ N1-DEILDAR KARLA hefst í kvöld með þremur leikjum. Klukkan 18 tekur Fram á móti Akureyri en klukkan 19.15 hefjast tveir aðrir leikir. Þá sækir Afturelding meistara HK heim í Digranesið á meðan Valur tekur á móti FH. Allir leikir verða í beinni á Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins. Byrjun Indriða Áka Þorlákssonar í Pepsi-deildinni 139 MÍNÚTUR SPILAÐAR 4 MÖRK MARK 3 mín 1 mín 4 mín MARK 5 mín MARK 116 mín MARK 120 mín STOÐSENDING 80 mín 5 mín 23 mín 26 mín 80 mín 2 STOÐ- SENDINGAR SJÓÐHEITUR Indriði Áki hefur byrjað feril sinn í efstu deild á hreint ótrúlegan hátt. MYND/HAFLIÐI Indriði Áki Þorláksson hefur spilað bæði sem miðjumaður og framherji og Kristján Guðmundsson, þjálfari Valsliðsins, sér hann fyrir sér í stöðu sóknar- tengiliðs í framtíðinni. „Hann er eiginlega tía eins og við köllum það. Það er hans besta staða því hann er mjög duglegur að koma mönnum inn í leiki og finna svæði til að senda í. Ef þú horfir á hann spila þá sérðu oft hvað hann hinkrar eða bíður með sendinguna þangað til hann sér rétta hlaupið. Margir aðrir væru búnir að senda hann á röngum tímapunkti en hann velur tímapunktinn mjög skemmtilega,“ segir Kristján. FÓTBOLTI Fáir leikmenn hafa stimplað sig inn í Pepsi-deild karla með jafn miklum krafti og hinn 17 ára gamli Valsmaður Indr- iði Áki Þorláksson. Indriði Áki var búinn að skora fyrsta markið sitt eftir aðeins nokkrar mínútur inn á vellinum, fyrsta tvennan var full- komnuð tveimur mínútum síðar og þá skoraði hann tvö mörk og lagði upp það þriðja í fyrsta leik sínum í byrjunarliðinu. Indr- iði Áki er þegar farinn að vekja mikinn áhuga erlendra liða og er meðal annars á leiðinni til Liver- pool í október þar sem hann fær að reyna sig í akademíu þessa heims- fræga félags. Kristján Guðmunds- son, þjálfari Valsmanna, sá strax í vetur hvað bjó í stráknum. „Það eru ekki margir þjálfarar í úrvalsdeildarliði sem segja við 16 ára strák í desember að hann sé að fara að æfa með meistara- flokki. Við sögðum honum að við myndum byggja hann upp hægt og rólega þangað til að hann kæmi við sögu hjá liðinu undir lok mótsins eins og gekk upp og er að gerast,“ segir Kristján og bætir við: „Leik- skilningur hans og þroski er gríð- arlegur.“ Indriði Áki fékk fyrsta tæki- færið á móti Breiðabliki 8. ágúst eða aðeins sex dögum eftir að hann hélt upp á 17 ára afmælið. Hann kom þá inn á 89. mínútu. Það liðu 19 dagar þar til Kristján sendi Indriða næst inn á völlinn en þá fóru hlutirnir heldur betur að gerast. Indriði kom inn á undir lokin í Keflavík og skoraði tvisvar. „Þetta er alltaf spurning um tímasetningu. Hann hefur æft eingöngu með meistaraflokki frá áramótum, spilaði aðeins með okkur í Reykjavíkurmótinu og skoraði þar. Við höfum verið að venja hann við álagið sem breyt- ist svo mikið við það að vera í 3. flokki og fara beint upp í meist- araflokk. Þetta er mjög vandmeð- farið,“ segir Kristján. „Aukaæfingarnar hans í ár hafa ekki verið með bolta heldur í styrktarþjálfun. Hann hefur haft gríðarlega gott af því en hann er ekki búinn að klára þá þjálfun og þá styrk sem hann þarf þar. Ég á von á því þegar hann nær því og fer að ná hraðabreytingunum betur að það verði mjög gaman að sjá til hans,“ segir Kristján. Indriði Áki fékk fyrsta tæki- færið í byrjunarliðinu á móti Grindavík á sunnudaginn. Indr- iði Áki svaraði kallinu með því að skora tvö mörk í seinni hálf- leik en áður hafði hann átt mik- inn þátt í fyrstu tveimur mörkum Valsliðsins, fyrst með því að gefa stoðsendingu á Hauk Pál Sigurðs- Fagna mest þegar strákurinn skorar Indriði Áki Þorláksson er bara 17 ára gamall en hefur vakið mikla athygli á fyrstu mínútum sínum í efstu deild. Strákurinn skoraði fjögur mörk og gaf tvær stoðsendingar á fyrstu tveimur klukkutímunum. son og svo með því taka frábært hlaup á nærstöng og opna fyrir Matthías Guðmundsson sem skor- aði annað mark Valsliðsins. „Hann skynjar leikinn og hvert hann á að hlaupa bæði til að skora sjálfur og líka hlaupin til að opna fyrir aðra,“ segir Kristján. Indr- iði Áki er því kominn með fjög- ur mörk og tvær stoðsendingar á 139 mínútum í Pepsi-deild karla í sumar og hefur því komið að marki á 23,2 mínútna fresti. „Það er búið að vera gríðar- lega gaman að vera með hann og þau mörk sem ég fagna mest er þegar strákurinn skorar. Það er ofboðslega gaman að sjá það,“ segir Kristján. Kristján ætlar að passa upp á strákinn en það var að heyra á þjálfaranum að fyrirspurnir um Indriða Áka hafi komið úr mörg- um áttum. Áður en hann heldur í æfingabúðir Liverpool fær Indr- iði þó að reyna sig á móti besta liði landsins, FH, í lokaumferð Pepsi-deildarinnar sem fer fram á laugardaginn. ooj@frettabladid.is „Tían“ er hans besta staða FÓTBOLTI Ragnar Gíslason var rekinn sem þjálfari 2. deildarliðs HK á þriðjudag og hann er ekki par sáttur. HK var ekki langt frá því að komast upp í 1. deildina en Ragnar sagði ýmislegt misjafnt í rökstuðningi meistaraflokks- ráðs félagsins fyrir brottvikningu sinni. „Ein ástæðan fyrir því að mér var sagt upp var að við fórum ekki upp um deild. En þessir sömu menn sögðu fyrir mót að liðið væri ekki með mannskap til að fara upp og að það þyrfti eitthvað mikið að breytast til að það væri mögulegt,“ sagði Ragnar í samtali við Hjört Hjartarson í Boltanum á X-inu. „Það eru alls konar pappakass- ar sem fást í þessi störf – hvort sem það heitir HK eða eitthvað annað,“ bætti hann við og átti þá við þá sem ráða málefnum meist- araflokks innan félagsins. „Þetta er bara veruleikinn sem við búum við. Ef maður ætlar að vera í þessum pakka þá verður maður að kyngja því.“ Ragnar segir einnig að pabba- pólitík sé við lýði í félaginu. „Ég er auðvitað hundfúll með að fá sparkið en þetta er niður- staðan og lítið sem ég get gert við því. Ég fékk hringingu í gær þar sem mér var tilkynnt þetta en þetta var farið að kvisast út á laugardagskvöldið frá einhverj- um pabbastráknum. Ég fékk þá spurnir af þessu. Það er pabba- pólitík hér eins og annars staðar. Það vita allir.“ - esá Ragnar Gíslason afar ósáttur við að vera rekinn: Pappakassar í stjórninni HUNDFÚLL Ragnar er ekki að spara stóru orðin. FRÉTTABLAÐIÐ/HAG ÍÞRÓTTIR FATLAÐRA Landsmönnum gefst um helgina kostur á að snæða með fulltrúum Íslands á nýafstöðnu Ólympíumóti fatlaðra í London. Um er að ræða styrkt- arsamkomu í þágu Íþróttasam- bands fatlaðra en öll innkoma rennur til sambandsins. Um er að ræða hádegismat að hætti matreiðslumeistara Bláa Lónsins og hefjast herlegheitin á laugardaginn klukkan 12. Verð er 3.900 krónur fyrir fullorðna og 1.950 krónur fyrir 7-12 ára börn. Frítt fyrir 6 ára og yngri. Boðs- kort í Bláa Lónið er innifalið í verði fyrir þá sem bóka fyrir kl. 16 föstudaginn 28. september. Bláa Lónið og Íþróttasamband fatlaðra gerðu með sér sam- starfssamning fyrir Ólympíumót fatlaðra í London í sumar. Samn- ingurinn er til fjögurra ára og gildir fram yfir Ólympíumót fatl- aðra í Ríó 2016. Helgi Sveinsson, Matthildur Ylfa Þorsteinsdóttir, Kolbrún Alda Stefánsdóttir og gullverð- launahafinn Jón Margeir Sverris- son, fulltrúar Íslands á Ólympíu- mótinu í sumar, hafa þegar sett stefnuna á Ríó eftir fjögur ár. Bókanir eru í síma 420 8800 eða sales@bluelagoon.is. Bóka þarf fyrir klukkan 16 á föstudag til að fá boðskort í Bláa Lónið. - ktd Fjáröflun hjá ÍF: Stefnumót með Jóni Margeiri JÓN MARGEIR Vann hug og hjörtu þjóðarinnar á ÓL í London. MYND/JÓN BJÖRN FÓTBOLTI Chelsea hefur staðfest að munum hafi verið rænt úr bún- ingsklefa leikmanna á æfinga- svæði félagsins í síðasta mánuði. Veskjum, símum og úrum var meðal annars stolið. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem brotist er inn á æfingasvæði Chelsea sem er staðsett í Cob- ham. Málið er nú í rannsókn hjá lögreglunni og segir félagið að enginn innan þess sé grunaður um verknaðinn. Þennan sama dag mun hafa verið brotist inn á fleiri stöðum í nágrenninu og er talið líklegt að það tengist þjófnaðinum á æfingasvæði Chelsea. Samkvæmt frétt The Telegr- aph munu það fyrst og fremst hafa verið leikmenn unglinga- og varaliðs Chelsea sem urðu fyrir barðinu á þjófunum. - esá Uppákoma hjá Chelsea: Stolið frá leikmönnum ÓHRESSIR Hazard og Torres fögnuðu ekki þegar búið var að stela af þeim. NORDICPHOTOS/GETTY

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.