Fréttablaðið - 27.09.2012, Síða 64

Fréttablaðið - 27.09.2012, Síða 64
27. september 2012 FIMMTUDAGUR52 N1-deild kvenna: Stjarnan-ÍBV 21-26 Stjarnan-kvenna - Mörk (skot): Hanna Guðrún Stefánsdóttir 9/2 (19/4), Sandra Sif Sigurjóns- dóttir 3 (3), Ágústa Edda Björnsdóttir 3 (10), Arna Dýrfjörð 2 (3), Helena Rut Örvarsdóttir 2 (7), Þórhildur Gunnarsdóttir 1 (1), Aida Dorovic 1 (4), Indíana Nanna Jóhannsdóttir (6), Varin skot: Sunneva Einarsdóttir 14 (40, 35%), Hraðaupphlaup: 10 (Hanna 5, Sandra 2, Arna 2, Þórhildur ) Fiskuð víti: 4 (Hanna, Sandra 2, Ágústa) Utan vallar: 6 mínútur. ÍBV-kvenna - Mörk (skot): Georgeta Grigore 7 (15), Simona Vintila 6 (12), Drífa Þorvaldsdóttir 4 (7), Guðbjörg Guðmannsdóttir 3 (3), Ivana Mladenovic 3 (4), Sóley Haraldsdóttir 2 (7), Guðdís Jónatansdóttir 1 (1), Arna Þyrí Ólafsdóttir (1), Sandra Dís Sigurðardóttir (1), Varin skot: Florentina Stanciu 22/1 (43/3, 51%), Hraðaupphlaup: 2 ( Drífa, Guðdís ) Fiskuð víti: 0 Utan vallar: 0 mínútur. Enski deildarbikarinn: Arsenal-Coventry 6-1 Theo Walcott 2, Olivier Giroud, Alex Oxlade- Chamberlain, Andrey Arshavin, Ignasi Miguel - Callumm Ball. Carlisle-Tottenham 0-3 - Jan Vertonghen, Andros Townsend, Gylfi Sig. Man. Utd-Newcastle 2-1 Anderson, Tom Cleverley - Papiss Cisse QPR-Reading 2-3 David Hoilett, Djibril Cisse - Kaspars Gorkss, Nickey Shorey, Pavel Pogrebnyak. WBA-Liverpool 1-2 Gabriel Tamas - Nuri Sahin 2. Norwich City-Doncaster 1-0 ÚRSLIT HANDBOLTI Stjörnukonur eru stiga- lausar eftir fyrstu tvær umferð- ir N1-deildar kvenna eftir fimm marka tap á heimavelli, 21-26, á móti ÍBV í Mýrinni í gær. Eyjakon- ur byrjuðu báða hálfleiki mjög vel en hleyptu Stjörnuliðinu aftur inn í leikinn í fyrri hálfleik. Í seinni hálfleiknum var sigurinn hins vegar aldrei í hættu. Ágústa Edda Björnsdóttir, ein af nýjum leikmönnum Stjörnuliðsins, vill samt líta á jákvæðu hliðarnar enda mikið eftir að gerast í vetur. „Við verðum að taka jákvæðu kaflana út úr þessu sem er nátt- úrulega það að vörnin stendur vel á köflum og við eigum ágætis sóknartilþrif inn á milli. Við þurf- um að byggja á því og halda áfram að reyna að bæta okkur. Þetta er mjög erfitt sóknarlega og það er það sem við þurfum að vinna í á næstunni. Við erum eins og allir vita með meidda leikmenn en við þurfum samt að spila á þessu liði þangað til að þær koma inn,“ sagði Ágústa Edda eftir leik en það er nóg af leikmönnum fyrir utan liðið. „Rakel (Dögg Bragadóttir), Jóna (Margrét Ragnarsdóttir), Kristín Clausen og Ester (Ragn- arsdóttir) eiga eftir að koma inn í þetta. Við eigum inni nokkra leik- menn sem geta verið í byrjunarlið- inu hjá okkur og þetta verður því vonandi bara á uppleið hjá okkur,“ sagði Ágústa Edda. Þetta var fyrsti sigur Eyjaliðs- ins í sumar því þær gerðu jafntefli við Gróttu á heimavelli í fyrstu umferðinni. Guðbjörg Guðmanns- dóttir var sátt í leikslok. „Þetta var frekar ljúft. Við vorum frek- ar óánægðar eftir fyrsta leikinn því við vissum að við áttum meira inni,“ sagði Guðbjörg. ÍBV-liðið átti slæman kafla um miðjan fyrri hálfleik þegar Stjarnan breytti stöðunni úr 8-3 í 10-9. „Um leið og þær fóru að keyra á okkur og fá hraðaupphlaupin þá komust þær yfir. Við lokuðum á það og þá fór allt að ganga upp. Við fórum að keyra til baka og drífa okkur heim. Þá áttu þær ekki svar við okkar leik,“ segir Guðbjörg. „Ég bjóst við að þær myndu hanga meira í okkur því Stjarnan er þekkt fyrir að vera með bar- áttulið. Þær eru líka að glíma við meiðsli og það eru stórir leikmenn sem voru ekki í þeirra liði núna. Það er alltaf erfitt. Þetta var samt annar leikur og það var byrjenda- bragur á báðum liðum. Það var því gott fyrir sálina að fá tvö stig í hús,“ sagði Guðbjörg. - óój Stjörnukonur enn stigalausar eftir sannfærandi Eyjasigur í Mýrinni í gær: Þetta er mjög erfitt sóknarlega STRJÖRNUSÓKNIN Í VANDRÆÐUM Sandra Sif Sigurjónsdóttir reynir að troða sér í gegnum Eyjavörnina. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM FÓTBOLTI Stjarnan náði markalausu jafntefli í fyrsta Evrópuleik sínum á Samsung -vellinum í Garðabæ í gær gegn rússneska liðinu FC Zorkiy. Stjarnan var einum færri frá 37. mínútu þegar Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir fékk að líta rauða spjaldið. Það var ljóst strax í upphafi að Stjarnan var meðvituð um styrk- leika rússneska liðsins. Stjarn- an lék þéttan varnarleik og gaf fá færi á sér og freistaði þess að sækja hratt. Það gekk vel til að byrja með og var Stjarnan í tví- gang nálægt því að skora snemma leiks. Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir átti skot í stöngina strax á þriðju mín- útu en ellefu mínútum síðar fékk hún að líta gula spjaldið fyrir full glæfralega tæklingu á miðjum vellinum. Gunnhildur bauð upp á aðra glórulausa tæklingu á miðjum vellinum á 37. mínútu og seinna gula spjaldið óhjákvæmi- lega á loft og Stjarnan því einum færri í hátt í klukkustund. Gunnhildur Yrsa á að vera nógu reynslumikil til að henda sér ekki í svona tæklingu á miðjum vellinum með gult spjald á bakinu. Spennu- stigið var mögulega of hátt enda Stjarnan að leika sinn fyrsta Evr- ópuleik. Zorkiy sótti án afláts fram að hálfleik og fékk fín færi en náðu ekki að ónáða Söndru Sigurðar- dóttur í marki Stjörnunnar að neinu ráði. Zorkiy pressaði Stjörnuna hátt strax í upphafi seinni hálfleiks og var greinilega skipun þjálfarans að reyna að skora strax. Stjarnan stóð pressuna vel af sér með því að liggja aftarlega á vellinum og freista þess að nýta hraða fram- herja sinna þegar færi á skyndi- sóknum gáfust. Þó Stjarnan næði að standa af sér þungar sóknir rússneska liðs- ins héldu Rússarnir ró sinni og héldu áfram að sækja með því að láta boltann ganga vel á milli manna. Leikurinn breyttist í keppni í þolinmæði. Zorkiy fékk dauðafæri á 83. mín- útu þegar ítalski framherji liðs- ins, Pamela Conti, skaut í stöng af markteig ein gegn Söndru. Fjórum mínútum síðar átti Zor- kiy annað skot í stöngina. Heppn- in með Stjörnunni sem er vel inni í einvíginu fyrir seinni leikinn í Rússlandi. Enn fékk rússneska liðið dauða- færi á 90. mínútu en lukku dísirn- ar voru á bandi Stjörnunnar því boltinn fór rétt framhjá og Stjarn- an náði að halda út. Virkilega vel af sér vikið hjá Stjörnunni sem á þó virkilega erf- iðan leik eftir í Rússlandi. Haldi allir leikmenn liðsins sér inni á vellinum án þess að láta reka sig útaf er aldrei að vita nema liðið vinni sér inn rétt til að mæta stór- liði Lyon í 16 liða úrslitum. - gmi Náðu jafntefli manni færri Stjarnan frá Garðabæ lét það ekki á sig fá að spila rúmlega hálfan Evrópuleik manni færri. Liðið varðist fimlega og hélt hreinu gegn sterku rússnesku liði. BARÁTTA Stjörnustúlkur gáfu ekki tommu eftir á heimavelli sínum í gær þó svo þær væru aðeins tíu stóran hluta af leiknum. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.