Fréttablaðið - 27.09.2012, Page 70
27. september 2012 FIMMTUDAGUR58
„Serían er nokkurs konar Dallas
þeirra Brasilíubúa, full af drama-
tík og látum. Það má því segja að
við eigum Dallas-stefið í Brasil-
íu sem er ekki slæmt,“ segir tón-
listarmaðurinn Einar Tönsberg í
Feldberg, en sveitin á upphafsstef
brasilísku sápuóperunnar Morde
e Assopras.
Um er að ræða lagið You and
Me sem kom út á plötunni Don‘t
Be A Stranger árið 2009. Það var
í gegnum umboðsskrifstofu sveit-
arinnar í Bretlandi sem framleið-
endur þáttana keyptu lagið. Lagið
hljómar í upphafi hvers þáttar
sápuóperunnar. Sýningum var að
ljúka á fyrstu seríunni, en hún
taldi alls 179 þætti.
„Þetta er mjög fyndið allt
saman. Hvern hefði grunað að
við yrðum vinsæl í brasilískum
sápuóperuheimi?“ veltir söngkon-
an Rósa Birgitta Ísfeld fyrir sér.
Rósa hafði ekki leitt hugann oft
að sápunni fyrr en vinkona henn-
ar flutti til Brasilíu og fékk hlát-
urskast er hún heyrði rödd Rósu
í sjónvarpinu. „Brasilíubúar eru
trylltir í sápuóperur og það er allt-
af heilög stund á daginn á meðan
hinar ýmsu seríur eru í sjónvarp-
inu,“ segir hún.
Mordas e Assopras, eða Bit og
blástur á íslensku, nýtur gífur-
legra vinsælda í heimalandi sínu
en þættirnir hófu göngu sína á síð-
asta ári. Aðdáendur þáttanna hafa
gert yfir sextíu myndbönd með
lagi Feldberg á Youtube og hefur
vinsælasta myndbandið, þar sem
lagið hljómar undir brotum úr
þáttunum og með portúgölskum
texta, fengið nærri milljón áhorf-
um á síðunni. „Brasilíubúar eru
einnig mjög duglegir á Twitter
þar sem sífellt er verið að deila
laginu. Það er gaman að fylgjast
með því,“ útskýrir Rósa og bætir
við að dúettinn hafi ekki grætt á
tá og fingri á sölu lagsins í þætt-
ina. Rósa og Einar ákváðu engu
að síður að slá til enda heillaði
hinn risavaxni brasilíski markað-
ur. Brasilíski aðdáendahópurinn
DRYKKURINN
„Uppáhalds áfengi drykkurinn
er Jägermeister í orkudrykk
en annars er Kókómjólk alveg
málið.“
Óli Geir Jónsson, umboðsmaður hjá
Agent.is
EINAR TÖNSBERG: EINS OG AÐ EIGA DALLAS-STEFIÐ Í BRASILÍU
Eiga upphafslagið í vin-
sælli sápuóperu í Brasilíu
VINSÆL Í BRASILÍU Rósa Birgitta Ísfeld og Einar Tönsberg í sveitinni Feldberg eiga
upphafsstefið í vinsælli sápuóperu í Brasilíu og hafa eignast aðdáendahóp í landinu
í kjölfarið.
Morde e Assopras er
brasilísk sápuópera
sem hóf göngu sína
árið 2011.
Þættirnir fjalla um
steingervinga-
fræðinginn Júlíu sem
finnur sjaldgæfar
risaeðluleifar á ferð
sinni um Japan. Hún
verður hins vegar fyrir
andlegu áfalli er hún
týnir þeim í jarðskjálfta. Sögusviðið er Tókýó.
Fyrsta serían taldi 1.790 þætti
Brasilíska Playboy-fyrirsætan Flavia Alessandro leikur hlutverk í þáttunum.
Þættirnir unnu til ýmissa sjónvarpsverðlauna í heimalandi sínu á síðasta
ári.
Sápuóperur eru vinsælar í Brasilíu og innlend framleiðsla á þess konar
sjónvarpsefni umfangsmikill iðnaður.
Rósa Birgitta gaf nýverið út lagið Bull og vitleysa sem er ábreiða af brasil-
íska laginu Más Que Nada sem Sergio Mendes gerði frægt.
UMFANGSMIKILL IÐNAÐUR
hefur því stækkað og stefgjöldin
mjakast inn. „Þetta er svo rosalega
stórt land og það er ekkert sjálf-
gefið að verða þekktur í Brasilíu,
enda tónlistarsmekkur þeirra oft
ólíkur okkar. Brasilískir aðdáend-
ur hafa líka verið að hvetja okkur
til að koma og spila. Það væri nú
ekki leiðinlegt.“
alfrun@frettabladid.is
Fyrsta plata tónlistarmannsins Ásgeirs Trausta,
Dýrð í dauðaþögn, hefur selst eins og heitar lummur
að undanförnu. Samanlagt hafa um tvö þúsund ein-
tök farið yfir búðarborðið á aðeins þremur vikum og
situr platan í efsta sæti Tónlistans aðra vikuna í röð.
„Ég er nokkuð viss um að Ásgeir fer yfir tíu þús-
und eintök á árinu en það er langt umfram vænt-
ingar fyrir nokkrum vikum,“ segir Eiður Arnarsson
hjá útgáfufyrirtækinu Senu þegar hann er beðinn
um að spá fyrir um söluna.
Mugison sló öll met í fyrra með plötunni Haglél
sem seldist í um þrjátíu þúsund eintökum. Er Ásgeir
Trausti næsti Mugison? „Ég veit það nú ekki. Í sam-
hengi við plötusölu held ég að það sé erfitt að leita
að næsta Mugison. Mig grunar að Haglél sé fyrir-
bæri sem verði ekki endurtekið í sölu en það þarf
mikið að ganga á til að plata Ásgeirs verði ekki
söluhæsta plata ársins,“ fullyrðir Eiður. Helst gæti
My Head Is An Animal með Of Monsters and Men
skákað Ásgeiri Trausta en hún hefur selst jafnt og
þétt hér á landi síðan hún kom út fyrir ári síðan, eða
í yfir sautján þúsund eintökum. - fb
Spáir yfir tíu þúsund eintökum
VINSÆLL Fyrsta plata Ásgeirs Trausta hefur selst í um tvö
þúsund eintökum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
„Við finnum fyrir mikilli eftirvæntingu
fyrir þessari bók,“ segir Ragnar Veigar
Guðmundsson, vörustjóri erlendra bóka í
Eymundsson, um nýjustu bók metsöluhöf-
undarins JK Rowling, The Casual Vacancy,
sem kemur út í Bretlandi í dag.
The Casual Vacancy er fyrsta skáld-
saga JK Rowling síðan seinasta bók Harry
Potter-seríunnar kom út árið 2007. Mikill
spenningur er fyrir bókinni í Bretlandi en
yfir milljón eintök hafa þegar selst þar í
forsölu.
Búist er við góðum viðtökum hér á landi
og fullyrðir Ragnar að pantað hafi verið
óvenjulega mikið magn af bókinni. „Við
pöntuðum fleiri hundruð eintök sem er
óeðlilega mikið. Biðlistar eru þegar farn-
ir að myndast í búðunum og spennan er
greinilega mikil.“
Mikil leynd hefur verið yfir The Casual
Vacancy og til að mynda fékk blaðamaður
The Guardian að lesa bókina í læstu her-
bergi með öryggisverði yfir sér áður en
hann tók viðtal við Rowling. Í viðtalinu
kemur fram að Rowling hafi litlar áhyggj-
ur af sölutölum, en er í mun að þessi fyrsta
skáldsaga hennar fyrir fullorðna falli í
kramið hjá lesendum.
Ragnar á von á því að bókin verði komin
í verslanir um eða eftir helgi, en hún er svo
væntanleg í íslenskri þýðingu í nóvember.
The Casual Vacancy verður hins vegar
fáanleg á rafbókarformi á vefsíðunni
Eymundsson.is strax í dag. - áp
Óvenju mörg eintök pöntuð af Rowling
Farðu skynsamlega
með þitt Fé!
Fékort er nýtt fyrirframgreitt greiðslukort, sem
sameinar bestu kosti þess að nota reiðufé og kredit-
kort. Nýja MasterCard Fékort auðveldar þér að taka
fjármálin fastari tökum og færir þér um leið ærleg
afsláttarkjör hjá fjölda áhugaverðra fyrirtækja.
Það er óþarfi að vera kindarlegur. Sæktu um
Fékort á www.kreditkort.is.
THE CASUAL
VACANCY
J.K. ROWLING
■ Fjallar um friðsæla
smábæinn Pagford
sem snýst upp í and-
hverfu sína er einn
bæjar-
fulltrúi
fellur frá
og sæti
hans í
bæjar-
ráðinu
losnar.