Fréttablaðið - 12.10.2012, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 12.10.2012, Blaðsíða 4
12. október 2012 FÖSTUDAGUR4 GENGIÐ 11.10.2012 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 218,9192 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 122,55 123,13 196,47 197,43 158,17 159,05 21,202 21,326 21,415 21,541 18,277 18,385 1,5646 1,5738 188,45 189,57 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Einar Davíðsson einar.davidsson@365.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is, Elsa Jensdóttir elsaj@365.is, Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is SAFNAMÁL Starfshópur á vegum mennta- og menningarráðuneyt- isins og Reykjavíkurborgar telur mögulegt að setja upp náttúru- minjasýningu Náttúruminjasafns Íslands í Perlunni. Slík sýning útheimtir hins vegar breytingar á húsnæðinu, að mati hópsins. Nú verða teknar upp viðræður til að kanna betur fjárhagslegan grund- völl hugmynda starfshópsins en Perlan hentar ekki sem framtíðar- húsnæði fyrir safnið að óbreyttu. Þetta kom fram í svari Katrínar Jakobsdóttur mennta- og menn- ingarmálaráðherra á mánudag við fyrirspurn Sivjar Friðleifsdóttur, þingmanns Framsóknarflokks- ins, um stöðu Náttúruminjasafns Íslands (NMÍ). Fyrirspurn Sivjar helgast af þeirri stöðu að safnið er húsnæðis- laust frá og með áramótum, eins og Fréttablaðið fjallaði um 29. september. Benti Siv á að staða safnsins væri með öllu ótæk í ljósi þess að um eitt af þremur höfuð- söfnum þjóðarinnar væri að ræða. Mennta- og menningarráðu- neytið og Reykjavíkurborg skipuðu í ágúst starfshóp til að skoða möguleika á því að koma upp náttúruminjasafni eða sýningu á vegum NMÍ í Perlunni. Hópurinn hefur lokið störfum og sett fram hugmynd um að þar verði sett upp náttúruminjasýning. Ráðherra gat þess að hópurinn teldi það miklu skipta hvaða hlutar Perlunnar yrðu ætlaðir fyrir sýn- ingu, ef af henni yrði. Nauðsyn- legt væri að smíða millihæð í hluta hins opna rýmis til að hug myndin gengi upp. Frágangur mann- virkisins og smíði millihæðar væri því forsenda þess að húsið hentaði fyrir grunnsýningu höfuðsafns um náttúruminjar. Hópurinn telur jafnframt nauð- synlegt að einn eða fleiri tankar verði hluti sýningar rýmis til lengri tíma eigi hugmyndin að vera raunhæf. Hvað framtíð safnsins áhrærir þá er Perlan ekki talin henta til lengri tíma án við- bygginga. Nú verða teknar upp viðræður ríkis og borgar til að kanna betur fjárhagslegan grundvöll þeirra hugmynda sem starfshópurinn setti fram. Í lok umræðna tók Álfheiður Ingadóttir, þingmaður Vinstri grænna, til máls. Þar greindi hún frá því að á næstu dögum myndi hún leggja fram þingsályktunar- tillögu um að hafinn yrði að nýju undirbúningur að byggingu nátt- úruhúss í Vatnsmýri, eins og lengi var stefnt að. svavar@frettabladid.is Grænt ljós á Perluna fyrir náttúrusýningu Starfshópur telur mögulegt að setja upp sýningu náttúruminja í Perlunni. Ef það á að verða að veruleika þarf að breyta húsnæðinu nokkuð. Kanna á fjár- hagslegan grundvöll. Perlan hentar ekki sem framtíðarhúsnæði að óbreyttu. FRAMTÍÐ SAFNS Á næstunni verður lögð fram tillaga á Alþingi um að náttúruhús rísi í Vatnsmýrinni, eins og margir telja besta kostinn. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA RÚSSLAND, AP Dómararnir þrír, sem í vikunni staðfestu tveggja ára fangelsisdóm yfir tveimur af þremur konum í pönksveitinni Pussy Riot, gripu til þess óvenju- lega ráðs í gær að verja gerðir sínar opinberlega. Dómi þriðju konunnar var breytt í skilorðs- bundið fangelsi. Dómararnir fullyrða að ákvörð- un þeirra hafi ekki verið tekin vegna þrýstings að ofan, heldur hafi þeir aðeins skoðað efnisatriði málsins. „Það hefur aldrei verið neinn þrýstingur á okkur í þessu máli,“ sagði Larisa Poljakova, einn dómaranna þriggja. - gb Málaferli Pussy Riot: Dómarar segj- ast sjálfstæðir TVEIR DÓMARANNA Júrí Pasjúnín og Larisa Poljakova á blaðamannafundi. NORDICPHOTOS/AFP VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 25° 18° 12° 11° 14° 14° 11° 11° 26° 14° 24° 15° 28° 9° 16° 17° 8°Á MORGUN Strekkingur með S- ströndinni og allra vest- ast annars hægri. SUNNUDAGUR Strekkingur með S- ströndinni annars hægri. 7 7 6 6 5 8 8 8 7 7 8 8 9 8 7 6 76 6 7 2 6 5 3 2 2 3 3 4 3 2 9 SKIN OG SKÚRIR verða á landinu um helgina. Eftir bjartan dag vestan- lands fer að rigna í kvöld og verður rigning suð vestan til á morgun en annars víða lítils- háttar skúrir. Á Norðurlandi verður þó líklega bjart. Sunnudagurinn verður svo nokkuð bjartur víðast hvar. Ingibjörg Karlsdóttir veður- fréttamaður TÆKNI Eitt af hverjum hundrað íslenskum fyrirtækjum með tíu starfsmenn eða fleiri var ekki með tölvur og nettengingu á síð- asta ári, að því er fram kemur í könnun Hagstofunnar. Þar segir jafnframt að 86% fyrirtækja með tíu starfsmenn eða fleiri séu með eigin vef síður, sem er fjölgun frá fyrra ári. 30% fyrirtækja af þeirri stærð hafa starfandi sérfræðing í upplýs- ingatækni og 67% nettengdra fyrirtækja veita starfsfólki þráð- laus tæki til að tengjast neti utan vinnustaða. - þj Tækninotkun fyrirtækja: Um 99% með tölvur og net DÓMSTÓLAR Fótboltamaðurinn Mark Doninger, sem lék með úrvalsdeildarliði ÍA og síðar með Stjörnunni í Garðabæ, hlaut í gær 45 daga fangelsisdóm fyrir að ráðast í tvígang á þáverandi kærustu sína. Dómurinn, sem kveðinn var upp í Héraðsdómi Reykjavíkur, er skilorðsbundinn í þrjú ár og kemur til hegningarauka við fjög- urra mánaða líkamsárásardóm sem Doninger hlaut í apríl í fyrra. Árásirnar sem Doninger er nú dæmdur fyrir áttu sér stað 22. maí og 30. október í fyrra. - óká Mark Doninger á skilorði: Dæmdur í 45 daga fangelsi DÓMSTÓLAR 31 árs Reykvíkingur var í gær dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur til þriggja mánaða fangelsisvistar fyrir að ganga í skrokk á fyrrverandi sambýlis- konu og barnsmóður sinni, auk fíkniefnabrota. Konunni voru dæmdar 200.000 krónur í bætur og 125.000 í málskostnað. Maðurinn réðist á konuna á heimili sínu í Reykjavík í septem- ber í fyrra eftir að hún kom þar að, gerði athugasemd við „partí- stand“ og ætlaði að hafa börn þeirra með sér á braut. Í bíl og á heimili mannsins fann lögregla svo í byrjun þessa árs marijúana og amfetamín. - óká Fékk dóm fyrir árás og dóp: Rifrildi leiddi til líkamsárásar STJÓRNMÁL Róbert Marshall velti því fyrir sér að bjóða sig ekki fram til þings á ný áður en hann ákvað að ganga til liðs við Bjarta framtíð. Hann ræddi þau áform sín við Guð- mund Steingrímsson, forsvarsmann Bjartrar framtíðar, fyrir nokkrum vikum og í kjölfarið hóf hann að skoða málefnastarf flokksins. „Það er það sem ræður ákvörð- uninni fyrst og fremst. Mér finnst mjög jákvæðir hlutir þarna á ferð- inni sem ég vil taka þátt í. Það er verið að vinna að hlutunum allt öðruvísi og hugmyndin er að vinna síðan inni á þinginu með allt öðru- vísi hætti en þessir gömlu flokkar gera. Hafandi reynt það get ég borið virðingu fyrir þeim sem vilja gera það áfram, en ég vil það ekki fyrir mitt leyti. Ég vil reyna að nálgast þetta með öðrum hætti, ég held að það sé hægt að gera þetta betur,“ segir Róbert. Hann greindi Jóhönnu Sigurðar- dóttur og Magnúsi Orra Schram, formanni og þingflokksformanni Samfylkingarinnar, frá ákvörðun sinni í gærmorgun. Að því loknu tilkynnti hann ákvörðunina fyrir þinginu. Hann hyggst styðja ríkis- stjórnina út kjörtímabilið. - þeb Róbert Marshall tilkynnti í gær um að hann myndi bjóða sig fram fyrir Bjarta framtíð: Velti því fyrir sér að hætta þingmennsku Birgitta Jónsdóttir .................................Úr Borgarahreyfingu í Hreyfingu Margrét Tryggvadóttir..........................Úr Borgarahreyfingu í Hreyfingu Þór Saari ..................................................Úr Borgarahreyfingu í Hreyfingu Þráinn Bertelsson .................................Úr Borgarahreyfingu í VG Guðmundur Steingrímsson ...............Úr Framsóknarflokknum í Bjarta framtíð Atli Gíslason ............................................Úr VG og er utan flokka Ásmundur Einar Daðason .................Úr VG í Framsóknarflokkinn Lilja Mósesdóttir ...................................Úr VG í Samstöðu Aðrir sem hafa skipt á kjörtímabilinu Tekist um Keilugrandakaup Meirihluti borgarráðs hafnaði að fresta afgreiðslu kaupsamnings um Keilugranda 1. Sjálfstæðismenn sögðu KR-inga telja lóðina geta leyst þörf fyrir íþróttaæfingasvæði. For- maður borgarráðs sagði fund verða með KR fyrir afgreiðslu í borgarstjórn. REYKJAVÍKURBORG
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.