Fréttablaðið - 12.10.2012, Síða 6

Fréttablaðið - 12.10.2012, Síða 6
12. október 2012 FÖSTUDAGUR6 FERÐAMÁL Erlendir ferðamenn sem sóttu landið heim síðasta vetur voru sáttir við dvöl sína, sam- kvæmt könnun sem MMR vann fyrir Ferðamálastofu. „Íslandsferðin stóðst væntingar 95 prósenta svarenda og tæp 85 prósent töldu líklegt að þau myndu ferðast aftur til Íslands,“ segir á vef Ferðamálastofu. „Langflestir voru hér í fríi og var dvalarlengdin að jafnaði um 6,6 nætur.“ Fram kemur að fimmtungur hafði komið hingað áður og að í átta tilvikum af tíu hafi ferða lagið verið bundið við Ísland. Af þeim þremur atriðum sem ferðafólkinu fannst minnis stæðust hér á landi nefndu flestir Bláa lónið, eða 35,2 prósent. Þar á eftir nefndu 27,7 prósent náttúru eða landslag, 19,6 prósent mat eða veit- ingastaði, 17,1 prósent fólk og gest- risni og 16,1 prósent norðurljósin. Aflað var upplýsinga um erlenda ferðamenn, aðdraganda að Íslands- för þeirra, ferðahegðun, eyðslu- hætti og viðhorf til íslenskrar ferðaþjónustu. „Um var að ræða framhald af netkönnun sem gerð var sumarið 2011 en netföngum var safnað með skipulögðum hætti á komu- og brottfararsvæði flug- stöðvar Leifs Eiríkssonar á tíma- bilinu 1. september 2011 til 31. maí 2012.“ Í úrtaki MMR voru 4.512 og var svarhlutfall 52,6 prósent. - óká Erlendir vetrarferðalangar eru ánægðir með dvöl sína hér á landi: Bláa lónið flestum minnisstæðast FERÐAFÓLK Fólki sem hingað kom síðasta vetur var Bláa lónið, náttúrufar og matar- upplifun minnisstætt. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM VEISTU SVARIÐ? NORÐURSLÓÐIR Meiri alþjóðlegr- ar samvinnu er þörf í málefnum norður slóða og Ísland getur gegnt lykilhlutverki í að breyta því ástandi til batnaðar. Þetta segir Michel Rocard, fyrrverandi for- sætisráðherra og sérlegur sendi- maður forseta Frakklands í mál- efnum heimskautanna. Hann sótti landið heim og hélt fyrirlestur í Háskóla Íslands auk þess sem hann hitti ráðamenn og vísindamenn. Rocard segir að þrátt fyrir að Frakkland og fleiri ríki vilji gjarnan leggja sitt af mörkum til þróunar í norðurskautsmál- efnum hafi þau engan vettvang þar sem torsótt sé að fá að tjá sig á vettvangi Norðurskautsráðs. Þar eiga strandríkin átta ein sæti, til viðbótar við átta ríki sem hafa áheyrnaraðild. „Starf Norðurskautsráðsins skiptir okkur og önnur ríki miklu máli, þó að við eigum ekki lögsögu þar,“ segir Rocard og tekur sem dæmi hugsanlegar afleiðingar af olíumengunarslysi á norðurslóðum. Hann tekur olíu- slysið í Mexíkóflóa sem dæmi, en aðstæður þar til að bregðast við vánni hafi verið gjörólíkar því sem yrði í Norðurhöfum. „Ef olíumengunarslys myndi henda þar, yrði um að ræða aldar- langa tortímingu fyrir lífkerfið. Sá möguleiki ætti að verðskulda sér- staka athygli og beinar aðgerðir, en því er ekki til að dreifa. Sem stendur verja strandríkin rétt sinn, en slys af fyrrnefndri stærðar gráðu snertir hins vegar fleiri en bara þau ríki.“ Annað sem er aðkallandi að mati Rocards eru ný fiskimið sem eru að verða til vegna hlýnunar sjávar. Bæði eru fiskistofnar farnir að leita norðar og eins hefur ísinn hopað gríðarlega. „Með bráðnun íshellunnar hafa nú bæst við fjögurra milljóna fer- kílómetra hafsvæði yfir sumar- tímann þar sem enginn hefur stundað veiðar áður. Mín tilfinn- ing er sú að sjómenn muni leita á þessar slóðir innan tíðar og undir- búningur verður að hefjast fljótt.“ Sé horft til langs tíma, telur Rocard að Ísland hafi möguleika á að verða miðstöð vöruflutninga og ferðamennsku í Norður-Atl- antshafi. Það gefi Íslendingum tækifæri til þess að verða leiðandi í leitar- og björgunarstarfi. Ísland geti einnig haft áhrif til batnaðar, að hans mati, varðandi framtíð norðurskautssvæðisins. „Ísland er í stöðu til að bera hinum ríkjunum í Norðurskauts- ráðinu þau skilaboð að þau eigi ekki að haga sér eins og lokaður hópur eigenda og halda öðrum utan við. Það er ekki rétt, og stenst það varla lög til framtíðar litið.“ thorgils@frettabladid.is Kræsingar & kostakjör KitchenAid netto.is |Mjódd · Salavegur · Hverafold · Akureyri · Höfn · Grindavík · Reykjanesbær · Borgarnes · Egilsstaðir · Selfoss Bi rt m eð fy rir va ra u m p re nt vil lu r o g m yn da víx l | V ör uú rv al ge tu r v er ið br ey til eg t m illi ve rsl an a. Rjúpnaveiðina Útbúnaðinn í færðu í Everest 20%-40% afsláttur af öllum gönguskóm 30% afsláttur af öllum útivistarfatnaði 20% afsláttur af öllum bakpokum 20% afsláttur af Vango hitabrúsum, 4 stærðir 20% afsláttur af snjóþrúgum Vill aukið samstarf á norðurskautssvæði Michel Rocard segir brýnt að auka alþjóðlega samvinnu á norðurskautinu þar sem málefni tengd því hafi áhrif um allan heim. Aðildarþjóðir Norðurskauts- ráðs þurfi að hleypa öðrum ríkjum að og Ísland getur gegnt lykilhlutverki þar. Á NORÐURSLÓÐUM Michel Rocard, sérlegur sendifulltrúi franska forsetans í mál- efnum heimskautanna, segir nauðsynlegt að auka alþjóðlega samvinnu í málefnum norðurheimskautsins. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM TYRKLAND, AP Tyrkir segjast hafa fundið sam- skiptabúnað ætlaðan til hernaðarnota um borð í sýrlenskri farþegaflugvél sem þeir stöðvuðu á miðvikudagskvöld. Tyrkneski herinn sendi herþotur til móts við vélina, sem var á leið frá Rússlandi til Sýrlands, og neyddi hana til að lenda í Ankara. Leitað var um borð í vélinni. Auk sam- skiptabúnaðar fundust þar hlutir sem Ahmet Davutoglo, utanríkisráðherra Tyrklands, segir ekki vera lögmætan farangur í farþega- flugi. Sýrlendingar hafa harðlega mótmælt þess- ari aðgerð Tyrkja og Rússar krefja Tyrki um skýringar. Mohammed Ibrahim Said, samgönguráð- herra Sýrlands, segir ákvörðun Tyrkja um að neyða vélina til lendingar jafnast á við flug- rán. Alexander Lukasjevitsj, talsmaður rúss- neska utanríkisráðuneytisins, segir Rússa reyndar einkum hafa áhyggjur af því að lífi og öryggi farþega hafi verið stofnað í hættu, en á meðal þeirra voru sautján Rússar. Þá fullyrða Rússar að farmurinn, sem Tyrkir hafa gert upptækan, sé ekki frá þeim kominn. Vaxandi spenna hefur verið milli Sýrlend- inga og Tyrkja síðustu daga vegna átaka á landamærunum, sem tengjast borgarastyrj- öldinni í Sýrlandi. - gb Tyrkir sendu herþotur til móts við sýrlenska flugvél og leituðu um borð: Fundu búnað tengdan hernaði í farþegaflugvél SÝRLENSKA VÉLIN Í ANKARA Sýrlendingar saka Tyrki um flugrán. NORDICPHOTOS/AFP Mín tilfinning er sú að sjómenn muni leita á þessar slóðir innan tíðar og undirbúningur verður að hefjast fljótt. MICHEL ROCARD SÉRLEGUR SENDIMAÐUR FORSETA FRAKK- LANDS Í MÁLEFNUM HEIMSKAUTANNA 1. Hvað heitir stjórnarformaður Epic Records, sem tónlistarmað- urinn Jón Ragnar Jónsson gerði samning við á dögunum? 2. Fyrir hvaða flokk ætlar Róbert Marshall að bjóða sig fram í næstu kosningum? 3. Hvað var skýrsla rannsóknar- nefndar Alþingis margar blaðsíður? SVÖR: 1. L.A. Reid. 2. Bjarta framtíð. 3. 2.382.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.