Fréttablaðið - 12.10.2012, Síða 17

Fréttablaðið - 12.10.2012, Síða 17
FÖSTUDAGUR 12. október 2012 17 Það verður ekkert lagað seinna Þorvaldur Gylfason hélt því fram í Kastljósinu á þriðju- dag að verði fyrstu spurningunni í þjóðaratkvæðagreiðslunni um drög stjórnlagaráðs svarað ját- andi af meirihluta kjósenda þá geti Alþingi ekki annað en sam- þykkt drögin óbreytt sem nýja stjórnarskrá. Þetta er auðvitað ekki þannig. En það er samt ansi líklegt að þetta verði þannig. Þetta er staðan: Minnihluta- stjórnin þarf að reiða sig á þing- menn Hreyfingarinnar og Bjartr- ar framtíðar. Hinir róttækari stjórnlagaráðsliðar sem talað hafa fyrir því að drög stjórn- lagaráðs eigi að samþykkja án minnstu breytinga hafa ágætis- tengsl við þessi stjórnmálaöfl. Það verður því ekki séð að meiri- hluti sé á þinginu fyrir því að leggjast í vinnu við lagfæringar á drögunum. Fari svo að meiri- hluti kjósenda svari fyrstu spurn- ingunni játandi munu þingmenn Hreyfingarinnar fylgja eftir kröfu Þorvalds Gylfasonar og annarra ráðsliða og mun það lík- legast vera eina leiðin til að þoka málinu áfram. Segjum að tillögurnar verði samþykktar af meirihluta kjós- enda og svo samþykktar óbreytt- ar af þinginu; þing rofið og boðað til kosninga. Munu menn að lokn- um kosningum boða til annarrar þjóðaratkvæðagreiðslu eða mun einhver freistast til að segja að það sé í raun búið að samþykkja sömu tillögur, „orðrétt“? Hvað finnst ráðsliðum eða þingmönn- um um það? Í meirihlutaáliti með þings- ályktun um þjóðaratkvæða- greiðsluna segir vissulega: „Meiri hlutinn er þeirrar skoð- unar að frumvarp Alþingis, að aflokinni síðari samþykkt þess skv. 79. gr. gildandi stjórnar- skrár, eigi að bera undir þjóð- ina til endanlegrar staðfestingar og gildistöku í bindandi þjóðar- atkvæðagreiðslu.“ En eru allir þingmenn meðvitaðir og sam- mála um þessa túlkun? Ég myndi þiggja ítrekun á því að svo sé. Ég hef áður sagt að ég telji hryggjarstykkið í tillögum stjórn- lagaráðs ekki vera slæmt. Mér fannst rétt að skila þessu verki áfram til þingsins og ég neita því ekki að ég hafði ákveðnar vænt- ingar til þeirrar vinnu sem þar myndi fara fram. Kannski voru það mistök. Kannski var verk stjórnarinnar ekki öfundsvert, með hluta þingsins algjörlega á móti öllum tillögum ráðsins og annan hluta á móti öllum breyt- ingum á þeim tillögum. En staðan er samt eins og hún er. Og kjör- seðillinn eins og hann er. Það er því miður ekki hægt að halda því fram að í tillögun- um felist fullbúið og endanlegt frumvarp til stjórnskipunarlaga. Ég vona að menn séu í öllu falli ekki ósammála mér um að betra hefði verið ef sérfræðinganefnd þingsins hefði skilað af sér fyrir kosningar og tillögurnar í heild hefðu verið verið sendar til Fen- eyjarnefndar Evrópuráðsins, eða annarra erlendra sérfræðinga. Eða ósammála mér í því að betra hefði verið ef fleiri augu hefðu skoðað mannréttinda- eða kosn- ingakaflana. En kannski finnst mönnum þetta ekki það alvarlegt. Kannski ætla einhverjir að láta sig hafa það því þeir sjá ekki fram á neitt betra í náinni framtíð. Svo verður þá að vera en sé það tilfellið þá gætu þeir kannski sýnt þeim sem ekki eru tilbúnir til að taka sömu sénsa með stjórnskipan ákveðinn skilning. Eitruð breytingagrein Líkt og ég hef í tvígang bent á í greinum hér í Fréttablaðinu er ákvæðið um breytingar á stjórnarskránni eins og stjórn- lagaráð skildi við það ekki nægi- lega gott. Í tillögunum er gert ráð fyrir að stjórnarskrá sé hægt að breyta samdægurs með nægilega sterkum þingmeirihluta, 5/6 þing- manna. Í ástandi eins og því sem myndaðist haustið 2008 getur ýmislegt gerst. Ekki er ég viss um að ég vilji að þingmenn geti breytt stjórnarskrá með sam- hljóða ákvörðun við þess konar aðstæður. Hin aðferðin sem drögin bjóða upp á felst í þjóðaratkvæða- greiðslu um stjórnarskrárbreyt- ingar á einum til þremur mán- uðum eftir að Alþingi samþykkir þær. Hér er ekki haldið fram að þessar aðferðir bjóði upp á það að auðvelt verði að að breyta stjórn- arskránni, þær gera það ekki. En þær verja okkur ekki nægi- lega vel gegn stundarbrjálæði stjórnmálamanna og tryggja ekki vönduð vinnubrögð. Af þessu hef ég verulegar áhyggjur. Og því miður sé ég ekki þá leikfléttu sem tryggir að þessum ákvæðum, eða öðrum sem ráðinu gafst ekki tóm til að fullvinna, verði breytt úr þessu. Pawel Bartoszek stærðfræðingur Í DAG Kjör og nám kennara Fyrir fjórum árum sam-þykkti Alþingi með sam- stöðu þvert á flokka tímamóta- breytingar á kennaranámi, þar með talið lengd og umfangi náms leikskólakennara. Ég greiddi atkvæði með þeim lagabreytingum og er sann- færður um að þær eru og verða til góðs. Verði meðal annars til þess að bæta kjör kennara og hækka laun þessarar mikil- vægu stéttar sem er og hefur lengi verið launuð langt undir því sem sanngjarnt getur talist. Hins vegar virðist sem leng- ing námsins úr þremur árum í fimm hafi m.a. orðið til þess að fækka þeim sem fara í námið. Auðvitað veldur fleira en lengd námsins, svo sem lág laun. Mikið er undir þar sem stefnt er að því að tveir þriðjungar starfsmanna leikskólanna verði til þess menntaðir í stað eins þriðjungs nú. Því tók ég það upp í þinginu um daginn hvort ætti að áfangaskipta náminu. Nem- endur fengju þannig réttindin í áföngum en til að ljúka því yrði áfram um fimm ára nám að ræða. Eða eins og ein amma og leikskólakennari sagði við mig í tölvupósti í gær: „Ég tek undir það að það megi þrepaskipta náminu og að fólk fái réttindi í þrepum. Eftir stendur að börnin okkar eiga skilið góða kennara og því þarf það starf að vera eftirsóknarvert og það verður helst gert með góðum launum.“ Þetta taldi ég rétt að árétta til að ekki liggi eftir sá mis- skilningur að við séum að ræða um að stíga til baka og stytta námið aftur í þrjú ár. Slík þrepaskipting náms yrði þann- ig að nemandinn fengi tiltekin réttindi t.d. að loknum þremur árum. Það held ég að yrði mjög til góðs. Bæði til að draga fleiri að þessu mikilvæga og góða starfi og einnig hinu að fyrr fengjust fleiri fagmenntaðir starfsmenn inn í leikskólana. Það er þetta sem verið er að fara yfir en ekki skref til fyrra fyrirkomulags. Umræðan er mikilvæg og þarf að verða til þess að mark- miðin um sanngjarnari laun og fleiri menntaða leikskólakenn- ara náist sem allra fyrst. Menntamál Björgvin G. Sigurðsson alþingismaður Samfélagsleg áhrif kláms Innanríkisráðuneytið og laga-deild Háskóla Íslands hafa und- anfarin misseri efnt til umræðu um meðferð kynferðisbrota í rétt- arvörslukerfinu. Hófst þetta ferli haustið 2010 með stórum sam- ráðsfundi þáverandi dómsmála- og mannréttindaráðuneytis og í framhaldinu smærri fundum með fulltrúum réttarvörslukerfisins, fræðasamfélagsins, stofnana og frjálsra félagasamtaka. Í fram- haldi af samráðinu hefur verið gripið til fjölmargra aðgerða og má þar nefna lagabreytingar, ráð- stefnuhald, aukið formlegt samráð varðandi rannsókn kynferðisbrota og gerð fræðilegrar rannsóknar sem nú stendur yfir. Í þessu ferli hefur komið fram að ýmsir aðilar sem starfa í tengslum við málaflokkinn meta það svo að aukin klámvæðing kunni að hafa áhrif á kynferð- isbrot, bæði á tíðni þeirra og á ofbeldið sjálft. M.ö.o. þá þurfi að taka klám til sérstakrar skoðunar í tengslum við umræðu um kyn- ferðisbrot. Tíðarandi og löggjöf Samkvæmt almennum hegningar- lögum er dreifing, innflutningur, sala, útbýting og prentun kláms refsiverð á Íslandi og getur varð- að fangelsi allt að sex mánuðum. Lögin kveða ekki á um hvernig skilgreina eigi klám og dómafor- dæmi eru ekki mörg. Þá breytist tíðarandinn hratt. Bækur sem voru bannaðar um miðja síðustu öld með vísan til þess að þær inni- héldu klám myndu tæplega falla undir það hugtak í vitund fólks í dag. Þá hafa áhrif internetsins verið gríðarleg á undanförnum árum og aðgengi að klámi stór- aukist. Samhliða fer ekki fram mikil umræða um mörkin milli kláms annars vegar og kynferð- islega opinskás efnis hins vegar. Ráðstefna um klám Þessi mörk verða til umfjöll- unar á ráðstefnu um klám sem innanríkisráðuneytið og Laga- deild HÍ efna til í samvinnu við velferðarráðuneyti og mennta- og menningarmálaráðuneytið þriðjudaginn 16. október nk. Á ráðstefnunni verður jafnframt velt upp spurningum um sálræn áhrif kláms á þá sem slíks efnis neyta, einkum á börn og ung- menni. Markmiðið er að varpa ljósi á hvert hlutverk stjórnvalda eigi að vera þegar kemur að klámi, með tilliti til dreifingar, notkunar og einstaklingsbund- inna og samfélagslegra áhrifa. Vonin er að þetta verði liður í því að efna til markvissrar umræðu um klámvæðingu og samfélagsleg áhrif hennar. Ráð- stefnan hefst kl. 13 í Hátíðasal Háskóla Íslands og er öllum opin. Samfélagsmál Róbert R. Spanó prófessor og forseti Lagadeildar HÍ Halla Gunnarsdóttir aðstoðarmaður innanríkisráðherra Á ráðstefnunni verður jafnframt velt upp spurningum um sálræn áhrif kláms á þá sem slíks efnis neyta, einkum á börn og ung- menni. Suðurlandsbraut 20, Reykjavík | Sími 588 0200 | www.eirvik.is EIRVÍK innréttingar NÝJUNG á íslenskum innréttingamarkaði Farðu alla leið með Eirvík Við höfum gert samning við einn stæsta innréttingafram- leiðanda Þýskalands um framleiðslu á eldhúsinnréttingum sem verða seldar undir vörumerki Eirvíkur. Þér er boðið í glæsilegan sýningasal okkar þar sem við kynnum nýjustu strauma í hönnun eldhúsa. ÞÝSKÍSLENSKSAMVINNA SÝNING LAUGARDAG KL. 11:00-15:00

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.