Fréttablaðið


Fréttablaðið - 12.10.2012, Qupperneq 30

Fréttablaðið - 12.10.2012, Qupperneq 30
8 • LÍFIÐ 12. OKTÓBER 2012 KORPUOUTLET, KORPUTORGI • Opið mánudag til laugardags frá 11 til 18 • Sunnudaga frá 12 til 18 • S. 578 9400 Nike • Adidas • Didrikson • Champion • Roxy • Speedo • Seafolly • Arena Zara • Levis • Lee • Wrangler • Boswell • Lindbergh • Shine • Sixmix • Imac Bullboxer • Kaffe • Veto • B young • Oasis • All saints • Fransa • … og fl. STÆRSTA OUTLET LANDSINS! HVAR ANNARS STAÐAR FÆRÐU ALLT AÐ 80% AFSLÁTT FRÁ UPPHAFLEGU VERÐI! Fjöldi þekktra vörumerkja: Rá ða nd i - a ug lý si ng as to fa e hf . Fylgstu með okkur á Facebook! ALL A D A G A • T ÖK UM UP P NÝJAR VÖRUR • ATH! sólahringsins, hvernig gengur þér að halda þér í líkamlegu og andlegu jafnvægi? Ég spila mikið seint á kvöldin og mínir vinnutímar eru vægast sagt óreglulegir. Það er því auðvelt að ofkeyra sig ef maður passar sig ekki, en ég hugsa vel um sjálfa mig og veit mín takmörk. Getur líka samið þegar henni líður vel Tónlistin þín er „feel good“ tónlist, líður þér eins og þú syngur? Ég á það til að semja mest af tónlist þegar mér líður illa, þá er eins og skáldagyðjan banki upp á og það er mjög læknandi að semja um hlutina. Stundum veit ég ekki hvaðan hugmyndirnar að lögum og textum koma, þetta bara rennur í gegnum mann sé maður stilltur inn á þessa tíðni. En það sem ég hef verið að þroska mig í undanfarin ár er að semja ekki bara þegar maður dettur í van- líðan. Þá á listamannseðlið í manni til að bregða fyrir mann fæti og þá er hætta á að maður fari að skapa neikvæðar aðstæður í lífi sínu til þess að semja sig svo út úr. Ég hef unnið hörðum höndum við að temja þetta eðli og núna get ég líka samið þó mér líði vel og ég held að það heyrist á nýju plötunni minni Star-crossed. Eitthvað að lokum? Næst á dagskrá hjá mér er að gera myndband við næsta lag af plötunni sem heitir Electrify my heartbeat ásamt vin- konu minni og snillingnum Þóru Hilmars dóttur en ég er nokkuð viss um að hún eigi eftir að öðlast heimsfrægð fyrir vinnu sína. Tökur hefj- ast á þriðjudaginn og ég réð vinkonur mínar í flest störf því ég á svo fáránlega hæfileikaríkar vinkonur. Silvía Lovetank listakona sér um list- ræna yfirsjón, Helga Lilja ( Helicopter ) og Sara María ( Forynja ) um búninga, Harpa Kára dóttir um make-up þannig að þó þetta verði erfiðis- vinna ég get ég ekki beðið eftir að skapa eitt- hvað ógleymanlegt með þessum fagra hóp. Framhald af síðu 7 Þórunn Antonía hefur nóg að gera þessa dagana. MYNDIR/ANTON BRINK Dagarnir mínir eru aldrei eins og rútínan lítil vegna þess hve ólík verkefnin eru sem ég tek að mér. Til dæmis var dagurinn í dag svona: 11.00  Vaknaði í morgun klukkan 11 af því að ég fór mjög seint að sofa. Ég er að koma mér fyrir í nýrri íbúð þannig það er gott að nota næturkyrrðina til að dúllast í að koma sér vel fyrir. Setti Elvis Presley á fóninn meðan ég kíkti á Gmail, var aðeins á Facebook og Instagram og hringdi í vinkonur mínar til að hlæja mig inn í daginn meðan ég hellti upp á kaffi. 11.30  Fór í sturtu og hoppaði í nokkrar búðir til að finna föt fyrir myndatöku. Talaði við pabba minn í sím- ann og lofaði að kíkja til Hveró um helgina. 13.15  Mætti í myndatökuna og for í „make up“ og pósaði svo myndunum á Instagram á meðan ég þuldi upp reglur í hausnum sem ég hafði heyrt kastað fram af Tyru Banks í America´s Next Top Model. Hökuna niður, bein í baki, brosa með augunum og svo framvegis. 15.00  Mætti mjög uppstríluð eftir myndatökuna á Kaffivagninn út á Granda með helling af búðarpokum sem er pottþétt ekki algeng sjón á þessum slóð- um. Þar fundaði ég með vinkonum mínum, Þóru Hilmarsdóttir leikstjóra og Sylvíu Love- tank listakonu um myndbandið mitt sem við erum að fara að taka upp í næstu viku. Fékk mér kaffi og fattaði að ég hafði gleymt að borða, meikaði ekki rækjusamloku með mæjó og fór á Vegamót og náði mér í fisk dagsins eins og svo oft áður og hélt á vinnu- stofu vinkonu minnar í áframhaldandi þar sem við fórum yfir vídeóplön. Settist á stól sem var brotinn og datt á rassinn. 18.00  Mætti í kveðjupartý á Danska barinn til Sunnu vinkonu minnar sem er að fara í heimsreisu eftir tvo daga. Eftir hálfan lítra af bjór var ég farin að íhuga að skella mér bara með. Rölti svo heim í nýju íbúðina og spjallaði við mömmu mína í sím- ann á leiðinni. 19.00  Ætlaði að fara í hot jóga en fór ekki. Ég hugsaði um að fara í sund en nennti ekki heldur fór heim að klára að senda nokkur email. Kvöldið er enn þá óráðið en ég kíki kannski í heimsókn, fer kannski út að labba og er með nýja diskinn með Feist í græjunum og hugsa hvað ætli gerist á morgun. 23.30  Var þreytt og pældi í að fara að sofa en varð svöng og sauð mér brokkolí með ostrusósu. Það er ein af mörgum miðnætursnakksuppskriftum sem ég hef neyðst til að blanda saman vegna matarskorts í ísskápnum mínum. 24.00  Gaf undan nátthrafna eðlinu og kíkti á Sylvíu vinkonu á vinnustofuna hennar, sem er tveimur húsum frá mér, í spjall og horfði á hana mála meðan ég kíkti á antikhúsgögn á netinu til að fá hugmyndir fyrir nýja heimilið. Þórunnar Antoníu

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.