Fréttablaðið - 14.11.2012, Blaðsíða 1
veðrið í dag
MEST LESNA
DAGBLAÐ Á ÍSLANDI*
Sími: 512 5000
*Samkvæmt prentmiðlakönnun Capacent Gallup janúar - mars 2012
Miðvikudagur
skoðun 12
SÉRBLAÐ
í Fréttablaðinu
Fólk
14. nóvember 2012
268. tölublað 12. árgangur
JÓL Í TÍVOLÍINUÁ næsta ári fagnar Tívolíið í Kaupmannahöfn 170 ára af-
mæli. Af því tilefni verða ný tæki tekin í notkun, garðurinn
stækkaður og afmælisveislan verður vegleg. 16. nóvember
næstkomandi verður jólatívolíið opnað og verður áherslan
lögð á rússneskan og norrænan jólamat.
KALKÚNABORGARI Í JÓLAFÖTUNUMTEXASBORGARAR KYNNA JólGr d
TÆKIFÆRISGJAFIR
TILBOÐ - mikið af frábærum boðumtil
Laugaveg i 178 - S ím i : 568 9955
Hnífaparatöskur – 12 manna
14 tegundirVerð frá kr. 24.990
Vertu vinurGóð þjónusta - fagleg ráðgjöf.www.mistyskor.is
Nú er farið að kólna og allra veðra von
Sími 551 2070Opið mán.-fös. 10-18.Laugardag 10-14.
Uppháu herrakuldaskórnir komnir aftur.
Þeir eru úr leðri og fóðraðir með lambsgæru.Litir: svart og brúnt, stærðir: 40 - 48Verð kr. 29.950.-
Taka 12 Kg · HljóðlátStórt op > auðvelt að hlaðaSparneytin amerísk tæki
Þvottavél Þurrkari12 kg
Bæði ljótir og flottir
Finnur Thorlacius leitar að
geggjuðustu bílum landsins.
bílar 34
BÆKUR „Ég hef fengið fyrir-
spurnir héðan og þaðan í gegn-
um árin en ekkert orðið úr þar
til núna að mér leist vel á að fá
þessa ágætu
framleiðendur
að myndinni,“
segir rithöf-
undurinn Arn-
aldur Indr-
iðason. Hann
hefur undir-
ritað samning
við tvo erlenda
kvikmynda-
framleið-
endur, Yellow Bird og Molten
Rock Media, sem hafa hug á að
kvikmynda bók hans Napóleons-
skjölin. „Það hefur alltaf verið
mín skoðun að Napóleonsskjölin
hafi upp á margt að bjóða sem
alþjóðleg spennumynd. Ekki síst
áhugaverða kvenhetju,“ segir
Arnaldur.
Napóleonsskjölin komu út á
liðnu ári í Bandaríkjunum og
hafa fengið góða dóma þar.
- fb / sjá síðu 34
Arnaldur selur kvikmyndarétt:
Líst vel á fram-
leiðendurna
ARNALDUR
INDRIÐASON
Fullkomin Illska
Illska Eiríks Arnar Norðdahl er
svo vel gerð að það er eiginlega
óhugnanlegt, segir í ritdómi.
menning 24
UNGUR NEMUR Fáir íslenskir skólar státa af jafn fjölbreyttu námsúrvali og Tækniskólinn sem varð
til árið 2008 við sameiningu Iðnskólans í Reykjavík og Fjöltækniskólans. Starfshópur um aukna samþættingu í
mennta- og atvinnumálum kynnti í gær tillögur sem miða meðal annars að því að stórefla verknám hér á landi á
næstu árum. Sjá síðu 10. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
HVESSIR SÍÐDEGIS Í dag
verður hæg breytileg átt í fyrstu og
úrkomulítið en vaxandi suðvestan-
átt síðdegis með úrkomu, fyrst um
landið suðvestanvert.
VEÐUR 4
0
-2
-2
1
4
FASTEIGNAMARKAÐUR Neytendur
hafa hafnað verðtryggðum lánum
til kaupa á húsnæði, er mat Sig-
urðar Erlingssonar, framkvæmda-
stjóra Íbúðalánasjóðs (ÍLS). Sjóður-
inn stefnir á að veita óverðtryggð
lán fyrir áramót en heildarfjárhæð
almennra lána það sem af er ári er
aðeins 10,6 milljarðar króna sam-
anborið við 19,2 milljarða á sama
tíma í fyrra.
Íbúðalánasjóður hefur veitt 1.097
almenn íbúðalán frá áramótum í
samanburði við 1.908 lán á sama
tíma í fyrra.
Sigurður segir skýringuna á
þessum breytingum á lánamarkaði
með húsnæði skýrast nær alfarið
af því að neytendur sækist eftir
óverðtryggðum lánum viðskipta-
bankanna. „Það má segja að mark-
aðurinn hafi hafnað verðtryggðum
lánum. Við sjáum í skoðanakönn-
unum að 80% neytenda vilja óverð-
tryggð lán, sem er þróun síðast-
liðins árs,“ segir Sigurður.
Hann segir þróunina ekki hafa
mikil áhrif á rekstur ÍLS vegna
þess að um tímabundið ástand sé
að ræða; ef þetta umhverfi yrði til
langframa þýddi það einfaldlega að
sjóðurinn myndi snarminnka frá
því sem nú er. „Þegar við byrjum að
bjóða óverðtryggð lán þá trúi ég að
sjóðurinn nái vopnum sínum,“ segir
Sigurður en undirbúningur þess að
sjóðurinn bjóði slík lán hefur staðið
um nokkurt skeið og er aðgerðin nú
í umsagnarferli hjá Seðlabanka
Íslands og Fjármálaeftirlitinu.
Íbúðalánasjóður átti í október
2.155 eignir sem sjóðurinn hefur
leyst til sín vegna vanskila. Um
53% þessara fasteigna voru áður í
eigu fyrirtækja og stofnana.
Sigurður segir að þær eignir séu
mikið til frá almennum leigufé-
lögum sem stóðu í mikilli uppbygg-
ingu stuttu fyrir hrun. Um stöðu
annarra lögaðila segir Sigurður að
sveitarfélög séu farin að „banka upp
á til að skoða lækkanir á lánum“.
Um þróun vanskila hjá ÍLS segir
Sigurður að þau aukist enn. „Við
erum ekki að sjá almennilegan bata
í okkar lánasafni, því miður.“ Í lok
október 2012 nam fjárhæð vanskila
einstaklinga um fimm milljörðum
króna og er undirliggjandi lána-
virði ríflega 90 milljarðar króna
eða um 14% útlána sjóðsins til ein-
staklinga. Heimili í vanskilum eru
um fimm þúsund og þar af eru á sjö-
unda hundrað heimili með frystingu
á lánum sínum.
- shá
Hafna verðtryggðum lánum
Almenn útlán Íbúðalánasjóðs eru aðeins helmingur þess sem var á sama tíma í fyrra. Framboð óverð-
tryggðra lána bankanna er skýringin. Vanskil einstaklinga aukast. Sveitarfélög banka upp á vegna skulda.
Það má segja að
markaðurinn hafi
hafnað verðtryggðum lánum.
Við sjáum í skoðanakönn-
unum að 80% neytenda
vilja óverðtryggð lán, sem er
þróun síðastliðins árs.
SIGURÐUR ERLINGSSON
FRAMKVÆMDASTJÓRI ÍBÚÐALÁNASJÓÐS
Reddaði öllum skóm
Landsliðsfyrirliðinn
Hrafnhildur Ósk Skúladóttir
lætur ekki aðeins til sín
taka inni á vellinum.
sport 31
Bréf til borgarfulltrúa
Félag dagforeldra í
Reykjavík lýsir furðu
sinni á vinnubrögðum
borgaryfirvalda.
umræða 16
STJÓRNSÝSLA Ósamræmi er í matsreglum kjörstjórna
í kjördæmum landsins og misjafnt hvenær atkvæði
eru úrskurðuð ógild. Ekki hefur verið brugðist við
gagnrýni sem sett var fram á málið að loknum
síðustu alþingiskosningum.
Gunnar B. Eydal lögfræðingur gerði
þá athugun á málinu og var niðurstaða
hans að matsreglurnar væru um margt
ólíkar á milli kjördæma. Í sumum kjör-
dæmum mátti til dæmis teikna broskall
eða hjarta á atkvæðaseðil, en öðrum ekki.
Mat landskjörstjórnar er að 173 atkvæði
í þjóðaratkvæðagreiðslu um stjórnarskrá hafi rang-
lega verið metin ógild.
Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra tekur
undir að bagalegt sé að ekki séu sam-
ræmdar matsreglur á milli kjörstjórna:
„Það er meira en bagalegt, það er náttúru-
lega ófært. Þetta þarf að sjálfsögðu að vera
alveg skýrt og það er mikilvægt að menn
séu samræmdir hvað þetta snertir. Lands-
kjörstjórn hefur samræmingarhlutverk, en
sá hængur er á því að vísa verður málum sér-
staklega til hennar.“ - kóp, þeb / sjá síðu 6
Ósamræmi var í túlkun vafaatkvæða á milli kjördæma í þjóðaratkvæðagreiðslu:
Ófært misræmi, segir Ögmundur