Fréttablaðið - 14.11.2012, Blaðsíða 35
MIÐVIKUDAGUR 14. nóvember 2012 31
FYRSTU HUNDRAÐ
GESTIRNIR FÁ FRÍAN DRYKK
HÖFUNDAR FORLAGSINS KYNNA
BÆKUR SÍNAR MIÐVIKUDAGINN
14. NÓVEMBER KL. 20
HANDBOLTI Hrafnhildur Ósk Skúla-
dóttir, fyrirliði Vals og íslenska
kvennalandsliðsins, fer fyrir sínu
liði jafnt innan sem utan vallar.
Hrafnhildur og félagar hennar í
landsliðinu eru að fara að keppa á
sínu þriðja stórmóti í röð í næsta
mánuði en það þurfti einka-
framtak frá henni sjálfri til að
útvega nýja skó á allar landsliðs-
stelpurnar.
Fréttablaðið heyrði í Hrafnhildi
og fékk að heyra söguna á bak við
það þegar hún komst í tengsl við
forsvarsmann Mizuno-umboðsins.
„Alexander Petersson er á skó-
samningi hjá Mizuno og hann
reddaði mér Ólympíuskóm,“ sagði
Hrafnhildur en Mizuno fram-
leiddi sérlínu fyrir Ólympíuleik-
ana í London. „Svo fer ég út og
hitti þennan Mizuno-mann ásamt
konunni hans Alex (Eivor Pála
Blöndal) sem er ein besta vinkona
mín. Þar lendi ég bara á spjalli við
hann og enda á því að koma út með
skósamning. Þetta var mjög fyndið
og svolítil tilviljun,“ rifjar Hrafn-
hildur upp.
„Ég er búin að glíma við hásin-
avandamál og þarf að skipta um
skó svo oft. Ég þarf helst að skipta
á fjögurra til fimm mánaða fresti
og það er því dýrt að þurfa að fara
kaupa sér skó á 30 þúsund krónur
á fjögurra mánaða fresti,“ segir
Hrafnhildur sem reddaði ekki
bara skóm fyrir sjálfa sig.
„Ég var síðan í meira sambandi
við hann og þá spyr hann hvort að
það væru ekki einhverjar stelpur
í landsliðinu sem vildu prófa
nýju skólínuna þeirra. Út frá því
hafði ég sam band við landsliðs-
stelpurnar og reddaði þeim fullt
af skóm,“ segir Hrafnhildur. Stelp-
urnar fá ekki mörg fríðindi fyrir
að halda Íslendingum meðal bestu
handboltaþjóða heims.
„Það er síðan bara grín hvernig
þetta er í kringum okkur. Stelp-
urnar í 16 ára lands liði kvenna í
Danmörku koma drekkhlaðnar
af alls konar búningum, vörum
og göllum. Þær eru að fá haug
gefins fyrir að komast í einhver
unglingalandslið en unglinga-
landsliðin okkar borga sjálf far-
gjaldið út þegar þau eru að fara
að spila,“ segir Hrafnhildur en
hún er ekki reið út í handbolta-
sambandið.
„Maður gerir sér alveg grein
fyrir því að HSÍ getur ekki gert
neitt. Þeir eru að fá sitt hjá ein-
hverjum fyrirtækjum og það er
gríðarlega erfitt fyrir þá að ná
sér í þessa peninga. Þeir geta
ekki verið að borga leikmönnum
eða kaupa hitt eða þetta. Það er
bara skandall að ríkið skuli ekki
styrkja íþróttastarf í landinu,“
segir Hrafnhildur.
„Ég held bara að við þurfum að
fara að skófla einhverju íþróttaliði
inn á þing. Það er í alvörunni eina
lausnin til að það verði eitthvað
gert. Íþróttastarf er langbesta
forvörnin gegn öllu og það skiptir
ótrúlega miklu máli að börn
finni sér einhverja íþrótt,“ segir
Hrafnhildur.
„Ég held að sjötíu prósent af
þeirra fjármagni sé komið inn fá
styrktaraðilum sem er bara grín.
Þeir þurfa að finna fyrirtæki úti
í bæ til að reka landsliðið. Þetta
er sorglegt,“ segir Hrafnhildur og
hver veit nema að hún skelli sér
í stjórnmálin þegar handbolta-
skórnir eru komnir upp á hillu.
- óój
Landsliðsfyrirliðinn Hrafnhildur Ósk Skúladóttir lætur til sín taka utan vallar:
Reddaði skóm á allt landsliðið
FIMMTI LEIKURINN Á TÍU DÖGUM Hrafnhildur Ósk Skúladóttir í leik með Val í
gærkvöldi. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
N1 deild kvenna í handb.
HK - Valur 21-44 (10-19)
Mörk HK: Heiðrún Björk Helgadóttir 6, Guðrún
Erla Bjarnadóttir 3, Jóna Sigríður Halldórsdóttir
3, Sigríður Hauksdóttir 2, Gerður Arinbjarnar
2, Valgerður Ýr Þorsteinsdóttir 2, Emma Havin
Sardarsdóttir 1, Tinna Rögnvaldsdóttir 1, Sóley
Ívarsdóttir 1.
Mörk Vals: Dagný Skúladóttir 9, Íris Ásta
Pétursdóttir 7, Aðalheiður Hreinsdóttir 6, Anna
Úrsúla Guðmundsdóttir 6, Þorgerður Anna
Atladóttir 5, Ragnhildur Rósa Guðmundsdóttir 4,
Hrafnhildur Ósk Skúladóttir 3, Kolbrún Franklín 2,
Rebekka Rut Skúladóttir 1, Karólína Lárudóttir 1.
STAÐAN Í DEILDINNI:
Valur 8 8 0 0 285-150 16
Fram 8 8 0 0 238-144 16
ÍBV 9 7 1 1 246-189 15
FH 9 6 0 3 224-221 12
HK 9 5 0 4 225-234 10
Stjarnan 9 5 0 4 232-211 10
Grótta 9 3 1 5 192-216 7
Haukar 9 3 0 6 199-232 6
Selfoss 9 2 0 7 188-221 4
Fylkir 9 1 0 8 160-264 2
Afturelding 10 0 0 10 173-280 0
Þýski handboltinn:
Flensburg-Magdeburg 30-24 (17-13)
Arnór Atlason var með tvö mörk og átta
stoðsendingar fyrir Flensburg í leiknum auk þess
að spila vel í hinn sterku 6:0 vörn liðsins. Hann
átti meðal annars fjórar stoðsendingar á danska
hornamanninn Anders Eggert í fyrri hálfleik en
Eggert var markahæstur í leiknum með átta mörk.
ÚRSLITIN Í HANDBOLTANUM Í GÆR