Fréttablaðið - 14.11.2012, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 14.11.2012, Blaðsíða 6
14. nóvember 2012 MIÐVIKUDAGUR6 STJÓRNSÝSLA 173 atkvæði sem dæmd voru ógild í þjóðarat- kvæðagreiðslunni um stjórnar- skrá 20. október síðastliðinn voru í raun gild. Þetta er mat landskjörstjórnar, en umboðs- menn kjósenda í Reykjavíkur- kjördæmi norður óskuðu eftir því að úrskurðað yrði um gildi kjör- seðlanna. „Á 127 kjörseðlum gerir kjós- andi leiðréttingu á svari sínu við einni spurningu eða fleiri og atkvæðaseðillinn er metinn ógildur í heild af yfirkjörstjórn í Reykjavíkurkjördæmi norður,“ segir í bókun þeirra Ásdísar J. Rafnar lögfræðings og Huldu R. Rúriksdóttur hæstaréttarlög- manns, sem voru umboðsmenn kjósenda í kjördæminu. Á hinum 52 kjörseðlunum höfðu ein eða fleiri spurningar verið ógiltar með öðrum hætti. Landskjörstjórn hefur í þjóðar- atkvæðagreiðslum skipað um- boðsmenn fyrir þá kjósendur sem segja já annars vegar og nei hins vegar í hverju kjördæmi. Ásdís og Hulda bentu á að sam- kvæmt lögum um kosningar til Alþingis eigi ekki að úrskurða atkvæði ógilt ef greinilegt er hvernig það eigi að falla. Þá töldu þær að meta ætti svörin við hverri og einni spurningu eins og um sérstakan kjörseðil væri að ræða. Þessu er landskjörstjórn sam- mála. Hins vegar voru sex kjör- seðlar þannig að merki eða orð höfðu verið sett við einhverjar spurningar og það taldi landskjör- stjórn brjóta í bága við lög. Því ættu þau sex atkvæði að vera ógild í heild sinni. thorunn@frettabladid.is DÓMSMÁL Stjórn vísindasjóðs Félags framhaldsskóla kennara hefur stefnt Kennarasambandi Íslands fyrir dóm og krafist inn- setningar í gögn úr bókhaldi sjóðsins. Málið er framhald deilna sem staðið hafa í hálft annað ár. Að sögn stjórnarformannsins Þóreyjar Hilmarsdóttur snýst málið um yfirlit bankareiknings Kennarasambandsins. Stjórn vís- indasjóðsins telur að peningar hans hafi legið inni á reikningnum um lengri og skemmri tíma og safnað vöxtum, sem síðan fylgdu aldrei með þegar féð var látið sjóðnum aftur í té. Fram kom í fréttum í október í fyrra að stjórn vísindasjóðsins hefði sent félagsmönnum sínum bréf þar sem fram kom að marg- vísleg bókhaldsbrot hefðu upp- götvast þegar farið var að rýna í gögn sem aflað hefði verið frá Kennarasambandinu. Þórey segir í samtali við Frétta- blaðið að enn eigi eftir að meta tjón sjóðsins af því að hafa aldrei fengið vexti af tekjum sínum frá ríkinu, sem nema átta milljónum á mánuði. „En við munum krefja Kennarasambandið um það fé þegar sú upphæð liggur fyrir, hvort sem það þarf málaferli til eða ekki,“ segir Þórey. - sh Góa og Fjarðarkaup kynna með stolti www.jolagestir.is Miðasala á Miði.is og í síma 540 9800 Miðasala á aukatónlei ka í fullum ga ngi! síðustu mas á útleið ilboð! Taílensk stjórnvöld taka áhættu í baráttunni við flóðiHl 17 á morg-un, sunnudag. - þj p ar við Pólverja, lið Bandaríkjanna 2 og Suður-Afríku. - shá SKÓLAMÁL Starfsmenn Kennara-sambands Íslands (KÍ) hafa ítrekað brotið bókhaldslög við umsýslu Vísindasjóðs Félags framhaldsskólakennara og Félags stjórnenda í framhalds-skólum. Þetta fullyrðir stjórn sjóðsins, sem hefur nú svipt Kennarasambandið forræði á sjóðnum og tekið hann í sína vörslu eftir níu mánaða deilur.Stjórnin sendi sjóðfélögum – kennurum og stjórnendum við framhaldsskóla – bréf um málið í gær þar sem segir að alvarlegur trúnaðarbrestur hafi orðið á milli hennar og KÍ. Þar segir að upphaf máls-ins megi rekja til þess þegar stjórnin óskaði í janúar upplýs-inga um svokallað aðstöðugjald sem KÍ greiddi sér af banka-reikningi sjóðsins. Þegar í ljós hafi komið að enginn samningur um aðstöðugjaldið lægi fyrir hafi frekari spurningar vaknað og því hafi verið ákveðið að kafa frekar í bókhaldið. Stjórnin segir í bréfi sínu að „óeðlileg tregða“ hafi verið við að láta bókhaldið af hendi þrátt fyrir óskir endurskoðanda og það hafi ekki verið fyrr en hæsta-réttarlögmaður var fenginn til að undirbúa innsetningarbeiðni til héraðsdóms í maí sem hluti gagnanna hafi loksins fengist afhentur. Í ljós hafi komið að bókhald sjóðsins hafi ekki verið aðgreint frá bókhaldi KÍ. „Þau gögn sem sjóðstjórn hefur nú þegar undir höndum sýna að bókhaldslög hafi verið brotin og er þar um að ræða brot á nokkrum greinum bók-haldslaga og sum ítrekuð,“ segir í bréfinu. Meðal þess sem bókhaldið hafi leitt í ljós sé að tekjur sjóðsins frá ríkinu, rúmar átta milljónir króna á mánuði, hafi jafnan verið færðar af bankareikningi sjóðsins og inn á reikning KÍ, þar sem þær hafi legið í nokkrar vikur. Vextir af þeim peningum hafi síðan orðið eftir á reikningi KÍ.Þórey Hilmarsdóttir, stjórnar-formaður Vísindasjóðsins, segist ekki vita hversu mikla fjármuni sé þar um að tefla. Það verði reiknað síðar. „Við eigum eftir að gera kröfu á KÍ um þessa peninga og það verður ekkert mál nema ef það neitar að borga,“ segir hún. Að hennar sögn skýrir KÍ málið með innheimtukerfi sem erfitt sé að tjónka við. Þær skýr-ingar hrökkvi þó skammt. „Ég hef ekki fengið útskýringar á þessu sem ég hef getað skilið,“ segir hún. Stjórn KÍ birti yfirlýsingu á vef sambandsins í gær þar sem málið var harmað. Þar segir að KÍ hafi fengið endurskoðendur til að fara yfir bókhaldið og þeir hafi ekki talið tilefni til alvar-legra aðfinnslna. Ekki sé annað fram komið en að meðferð fjár-muna sjóðsins sé í góðu lagi. stigur@frettabladid.is KÍ sakað um að mis-fara með vísindasjóðStjórn Vísindasjóðs framhaldsskólakennara hefur tekið sjóðinn úr vörslu starfs-manna Kennarasambands Íslands. Segir KÍ hafa brotið bókhaldslög og haft fé af sjóðnum. Marga mánuði tók að fá bókhaldið afhent. KÍ harmar málið. KENNARAHÚSIÐ Sjóðurinn er hýstur hjá Kennarasambandinu í gamla Kennara- skólanum. Það gæti breyst ef samskipti sjóðsstjórnarinnar og sambandsins batna ekki. Stjórn vísindasjóðs framhaldsskólakennara krefst aðgangs að reikningsyfirliti: Kennarasambandið fyrir dó FRÉTT FRÉTTABLAÐSINS 22. OKTÓBER 2011 1. Hversu mörg tonn af rusli falla til á Landspítalanum árlega? 2. Hversu miklu mun hver Ís- lendingur að meðaltali eyða í jólaverslun? 3. Hvaða danska handknattleikslið þjálfar Óskar Bjarni Óskarsson? SVÖR: 1. 1.277 2. 43.300 krónum 3. Viborg 173 atkvæði rang- lega úrskurðuð ógild Ósamræmi er í matsreglum kjörstjórna í kjördæmunum sex og misjafnt hvenær atkvæði eru úrskurðuð ógild. Landskjörstjórn segir 173 kjörseðla, sem dæmdir voru ógildir í þjóðaratkvæðagreiðslunni um stjórnarskrá, hafa verið gilda. ÞJÓÐARATKVÆÐAGREIÐSLA Þann 20. október var gengið til kosninga um ráðgefandi tillögur stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá. Nú hefur komið í ljós að ósamræmi er í matsreglum kjörstjórna í kjördæmunum sex. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR VEÐUR Veittar verður 120 milljónir króna úr Bjargráðasjóði til að bæta bændum tjón sem varð í óveðrinu á Norðurlandi í september. Féð kemur af óskiptum fjárheimildum ársins en því til viðbótar er sjóðn- um heimilað að nýta allt að þrjátíu milljónir sem sjóðurinn fékk vegna eldgosa og standa eftir ónýttar. Á tjónasvæðinu er áætlað að 224 jarðir hafi orðið fyrir tjóni. Á þessum bæjum vantar 6.318 lömb og 3.105 ær; eða alls 9.423 fjár. Þá hafa fimmtíu nautgripir farist og 132 kílómetrar af girðingum eru skemmdir, illa farnir eða ónýtir. Þetta var niðurstaða ríkisstjórn- arinnar á fundi gærdagsins en samráðshópur ráðuneytisstjóra um viðbrögð við náttúruvá hefur undan farið fjallað um tjón af völdum óveðursins. Er það niður- staðan að veðrið og afleiðingar þess séu ekkert annað en náttúruham- farir, auk þess sem lýst var yfir almannavarnaástandi á svæðinu. Áætlaður heildarkostnaður Bjarg ráðasjóðs vegna þessa tjóns eru tæpar 142 milljónir króna og nær kostnaðurinn til bóta á búfén- aði, fóðurkaupa, tjóns á girðingum og annarra þátta. - shá Ríkisstjórnin samþykkir að bæta bændum tjón vegna veðursins í september: Tæplega 10.000 kindur drápust FJÁRSKAÐI Nú er ljóst að skaði bænda eftir óveðrið er meiri en svartsýnustu menn töldu. FRÉTTABLAÐIÐ/EGILL UTANRÍKISMÁL Palestína fær út- hlutað sem nemur 27 milljónum króna úr tæknisjóði EFTA. Þetta var ákveðið í ráðherraráði EFTA, að tillögu íslenskra stjórnvalda. Á vef utanríkisráðuneytisins segir að styrkurinn sé í tilefni „erfiðleika Palestínumanna á að fullnýta fríverslunarsamning EFTA vegna hernáms Ísraels- manna“. Upphæðin nemur fjörutíu pró- sentum af öllum styrkjum sem EFTA hefur til ráðstöfunar að þessu sinni. - þj Úthlutað úr tæknisjóði EFTA: 27 milljónir í Palestínustyrk VEISTU SVARIÐ? Eftir síðustu þingkosningar kom í ljós að matsreglur kjörstjórna í kjördæm- unum sex voru ekki samræmdar og um margt ólíkar. Til dæmis var atkvæði ógilt í Reykjavíkurkjördæmum og Norðvesturkjördæmi ef á það hafði verið ritaður lítill broskarl eða hjarta. Í öðrum kjördæmum taldist það hins vegar gilt. Ef krotað var yfir einn lista og merkt við annan voru kjörseðlar úrskurð- aðir ógildir í Reykjavík og Norðvesturkjördæmi en gildir í Suður- og Norð- austurkjördæmi. Þá gilda ekki sömu reglur þegar kosið er utan kjörfundar og á kjörfundi. Þetta kom allt fram við athugun Gunnars B. Eydal, en hann skrifaði grein um málið í tímarit lögfræðinga árið 2009. Ósamræmi milli kjördæma

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.