Fréttablaðið - 14.11.2012, Blaðsíða 30
14. nóvember 2012 MIÐVIKUDAGUR26 26
popp@frettabladid.is
ÁR FYLLIR LEIKARINN Josh Duhamel í dag en
hann fagnar þessum tímamótum eflaust ærlega með eigin-
konu sinni, Fergie úr hljómsveitinni The Black Eyed Peas.
40
Bíó ★★★ ★★
Wreck-It Ralph
Leikstjórn: Rich Moore. Leikarar:
John C. Reilly, Sarah Silverman,
Jack McBrayer, Jane Lynch, Alan
Tudyk.
Í spilasal herra Litwaks láta
tölvuleikjapersónurnar að stjórn
spilaranna á opnunartíma, en
eftir lokun sinna þær einka lífinu.
Sumar fara á fund í stuðnings-
grúppunni sinni og aðrar fara á
barinn. Wreck-It Ralph starfar
sem illmenni í leiknum Fix-It
Felix, Jr. en í lok vinnudagsins
er hann enn þá litinn hornauga af
öðrum persónum leiksins. Þrátt
fyrir starfið er hann góð hjartaður
en býr aleinn á ruslahaug og á
enga vini. Að lokum fær hann nóg
og ákveður að stinga af úr tölvu-
leiknum, og koma ekki aftur fyrr
en hann hefur sannað ágæti sitt.
Það fer að verða óþarfi að
taka það fram hversu tæknilega
vel gerðar tölvuteiknimyndir
Disney eru. Wreck-It Ralph er
engin undan tekning og það er
hrein unun að gleyma sér í lita-
dýrðinni og öllum glæsilegu
smá atriðunum sem tæknideildin
hefur nostrað við. Nær helmingur
myndarinnar gerist í tölvuleik
að nafni Sugar Rush, eins konar
stafrænu sælgætislandi þar sem
hina barnungu Vanellope von
Schweetz dreymir um að keppa
í kappakstri, og hætt er við að
nammigrísir á borð við undirrit-
aðan eigi eftir að sitja með slef-
tauminn hangandi úr skoltinum
allan tímann.
Og ekki vantar hressleikann.
Við fáum góðan skerf af húmor,
æsilegan kappakstur og fullt af
sígildum tölvuleikjapersónum í
feluhlutverkum. En það vantar
einhvern neista. Ekki er við leik-
arana að sakast. John C. Reilly
og Sarah Silverman skila sínu
og gott betur. Mig grunar að
vandamálið sé að finna í hand-
ritinu. Hugmyndin er frábær en
framkvæmdin aðeins of dæmi-
gerð. Þá er takturinn misjafn og
myndin langdregin á köflum. En
skemmtana gildið er til staðar og
ég mæli sterklega með því að sæl-
gæti sé haft í seilingarfjarlægð.
Annars munt þú líklega brjálast.
Niðurstaða: Skemmtileg en helst til
dæmigerð.
Gemmér nammi!
Augu slúðurpressunnar voru á rauða dreglinum í Los
Angeles á mánudagskvöldið þegar lokamyndin í Twilight-
seríunni, The Twilight Saga: Breaking Dawn Part 2, var
frumsýnd. Ástæðan var sú að aðalleikararnir Kristen Stew-
art og Robert Pattinson voru í fyrsta sinn saman opinberlega
síðan leikkonan viðurkenndi framhjáhald sitt í sumar. Allt lék
í lyndi á rauða dreglinum þar sem allir leikarar myndarinnar
flögguðu sínu fegursta frá toppi til táar.
SAMEINUÐ Á
FRUMSÝNINGU
SKRÍTINN SKÓBÚNAÐUR Elle
Fanning vakti athygli í fölbleikum
kjól og sérkennilegum skóm.
GRÁR Taylor Lautner var í gráum jakkafötum við gráa
skyrtu.
GALAKJÓLL
Ashley Greene
mætti í drag-
síðum galakjól.
BROSMILD Nikki Reed og Paul
McDonald létu sig ekki vanta á rauða
dregilinn. NORDICPHOTOS/GETTY
SÁTT Kristen Stewart og Robert Pattinson
stilltu sér glöð upp saman fyrir mynda-
vélarnar. Hún vakti athygli í gegnsæjum
blúndukjól en hann var í grænum
jakkafötum.
SÆT Leikkonan
Mackenzie Foy leikur
dóttur Stewart og
Pattinson í myndinni.
Leikkonan Anne Hathaway var
lengi að jafna sig eftir hlut-
verk sitt í Les Misérables, eða
Vesalingunum. Þar leikur Hath-
away vændiskonuna Fantine en hún
opnar sig í viðtali við nýjasta tölu-
blað bandaríska Vogue. „Ég missti
alls ellefu kíló og varð að vera mjög
ströng við mig. Þegar ég lít til baka
sé ég ekki eftir þessu en þetta var
óneitanlega skrítin lífsreynsla,“
segir Hathaway sem borðaði ekkert
nema litla skammta af hafragraut
í tvær vikur. „Ég var alveg tóm í
lokin, bæði líkamlega og tilfinn-
ingalega. Það tók margar vikur
að jafna sig og verða eðli legur á
ný.“ Les Misérables er beðið með
nokkurri eftirvæntingu en hún er
ein af jólamyndunum í ár.
Var mjög ströng
TÓK Á Anne Hathaway léttist um ellefu
kíló er hún bjó sig undir hlutverk vændis-
konunnar Fantine í Les Misérables.
Skátahreyfingin hefur um árabil selt sígræn
eðaltré í hæsta gæðaflokki og prýða þau
þúsundir heimila og fyrirtækja.
Sígrænu jólatrén eru seld í Skátamiðstöðinni
Hraunbæ 123 í Reykjavík, s: 550 9800 og á
skátavefnum: www.skatar.is
Frábærir eiginleikar:
-eðaltré ár eftir ár!
Sígræna jólatréð
10 ára ábyrgð
12 stærðir (90-500 cm)
Stálfótur fylgir
Ekkert barr að ryksuga
Veldur ekki ofnæmi
Eldtraust
Þarf ekki að vökva
Íslenskar leiðbeiningar
Útgáfu nýrrar skáldsögu Þórarins Eldjárns,
Hér liggur skáld, verður fagnað
í Bókabúð Máls og menningar, Laugavegi 18,
miðvikudaginn 14. nóvember kl. 17–19.
Léttar veitingar í boði og hljómsveitin
Unnar kjötvörur leikur af fingrum fram.
Höfundur les úr bók sinni, áritar hana
og segir frá henni og fleiri bókum sem hann er
með á sínum snærum í aðdraganda jóla.
Verið velkomin!
ÚTGÁFU-
FAGNAÐUR
Söguleg
skáldsaga
í sérflokki